Sá sem átti að taka við enska landsliðinu vill ekki starfið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júní 2016 08:15 Gareth Southgate, þjálfari enska 21 árs landsliðsins. Vísir/Getty Tap Englendinga á móti Íslandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi hafði sínar afleiðingar og nú lítur út fyrir að þjálfarastarf enska landsliðsins sé ekki eins eftirsóknarvert og margir héldu. Gareth Southgate, þjálfari enska 21 árs landsliðsins, hefur verið orðaður við enska landsliðsþjálfarastarfið í enskum fjölmiðlum en nú er komið í ljós að hann hefur ekki áhuga á starfinu. Ensku fjölmiðlarnir höfðu velt því fyrir sér að Gareth Southgate myndi taka tímabundið við liðinu á meðan leitað væri að framtíðarstjóra en hann hefur ekki heldur áhuga á því. Gareth Southgate og áhugaleysi hans er á forsíðum flestra íþróttablaðanna í morgun. BBC segir að hinum 45 ára gamla Gareth Southgate hafi hvorki verið boðið starfið né talað við hann frá því að flautað var af í Nice. Gareth Southgate er reyndar ekki sá eini sem hefur lýst því yfir að hann vilji ekki starfið en auðvitað eru til menn sem hafa áhuga. Vandamálið er kannski frekar hvort enska knattspyrnusambandið hafi áhuga á því að ráða þá. Gareth Southgate hefur þjálfað enska 21 árs landsliðið síðan 2013 en undir hans stjórn vann liðið sigur á Toulon-mótinu í Frakklandi. Roy Hodgson sagði starfi sínum lausu strax eftir tapið á móti Íslandi. Nú þurfa forráðamenn enska sambandsins að finna nýjan landliðsþjálfara sem fyrst enda stutt í næsta keppnisleik. England mætir Slóvakíu í fyrsta leik í undankeppni HM 2018 og fer sá leikur fram 4. september næstkomandi. BBC hefur heimildir fyrir því að nöfn eins og Arsene Wenger og Laurent Blanc séu upp á borðinu. Martin Glenn, David Gill og Dan Ashworth munu stýra leitinni að nýjum þjálfara. Nú er að spennandi að sjá hvort Englendingar finni mann sem geti gert eitthvað með þetta unga og efnilega enska landslið. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira
Tap Englendinga á móti Íslandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi hafði sínar afleiðingar og nú lítur út fyrir að þjálfarastarf enska landsliðsins sé ekki eins eftirsóknarvert og margir héldu. Gareth Southgate, þjálfari enska 21 árs landsliðsins, hefur verið orðaður við enska landsliðsþjálfarastarfið í enskum fjölmiðlum en nú er komið í ljós að hann hefur ekki áhuga á starfinu. Ensku fjölmiðlarnir höfðu velt því fyrir sér að Gareth Southgate myndi taka tímabundið við liðinu á meðan leitað væri að framtíðarstjóra en hann hefur ekki heldur áhuga á því. Gareth Southgate og áhugaleysi hans er á forsíðum flestra íþróttablaðanna í morgun. BBC segir að hinum 45 ára gamla Gareth Southgate hafi hvorki verið boðið starfið né talað við hann frá því að flautað var af í Nice. Gareth Southgate er reyndar ekki sá eini sem hefur lýst því yfir að hann vilji ekki starfið en auðvitað eru til menn sem hafa áhuga. Vandamálið er kannski frekar hvort enska knattspyrnusambandið hafi áhuga á því að ráða þá. Gareth Southgate hefur þjálfað enska 21 árs landsliðið síðan 2013 en undir hans stjórn vann liðið sigur á Toulon-mótinu í Frakklandi. Roy Hodgson sagði starfi sínum lausu strax eftir tapið á móti Íslandi. Nú þurfa forráðamenn enska sambandsins að finna nýjan landliðsþjálfara sem fyrst enda stutt í næsta keppnisleik. England mætir Slóvakíu í fyrsta leik í undankeppni HM 2018 og fer sá leikur fram 4. september næstkomandi. BBC hefur heimildir fyrir því að nöfn eins og Arsene Wenger og Laurent Blanc séu upp á borðinu. Martin Glenn, David Gill og Dan Ashworth munu stýra leitinni að nýjum þjálfara. Nú er að spennandi að sjá hvort Englendingar finni mann sem geti gert eitthvað með þetta unga og efnilega enska landslið.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira