Bjarni átti í félagi sem skráð var á Seychelles-eyjum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. mars 2016 19:43 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist hafa fyrir tíu árum keypt 40 m.kr þriðjungshlut í eignarhaldsfélagi sem Landsbankinn í Lúxemborg hafði stofnað fyrir viðskiptafélaga minn um kaup á fasteign í Dubai. Hann taldi félagið, Falson & Co, vera skráð í Lúxemborg en það var í raun skráð á Seychelles-eyjum, þekktu skattaskjóli. Félagið var afskráð fyrir nokkrum árum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Bjarna, sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan, vegna fréttaflutnings um að þrír ráðherrar í ríkisstjórn voru sagðir eiga eða tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum. Komið hefur fram að Bjarni er einn þeirra ásamt Sigmundi Davíði Gunnlaugssyni forsætisráðherra og Ólöfu Nordal innanríkisráðherra.Sjá einnig: Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólumBjarni segir að gert hafi verið grein fyrir þessum viðskiptum gagnvart íslenskum skattayfirvöldum. Í Kastljósi þann 11. febrúar 2015 svaraði Bjarni því neitandi aðspurður að því hvort að hann ætti eignir eða viðskipti í skattaskjólum. Segir Bjarni að hann hafi gefið það svar samkvæmt sinni bestu vitund. „Þessi svör gaf ég eftir bestu vitund, enda taldi ég mig aldrei hafa átt neitt á aflandssvæði. Ég vil eins og aðrir hafa það sem sannara reynist og þykir þetta miður, en vil jafnframt ítreka að þessi viðskipti mín voru ekki í skattaskjóli, enda gefin upp á Íslandi,“ segir Bjarni. Segir Bjarni að ábending frá erlendum blaðamanni hafi orðið til þess að hann hafi komist að því að félagið var í raun ekki skráð í Lúxemborg heldur á Seychelles-eyjum. Tilgangur félagsins var að sögn Bjarna að halda utan um eignina í Dubai en svo fór að eigendur Falson & Co tóku ekki við henni. Gengið var frá kaupunum árið 2008 og árið 2009 var málið gert upp með tapi og félagið sett í afskráningarferli. Þá segir Bjarni að félagið hafi engar tekjur haft, ekkert skuldað og ekki tekið lán né átt aðrar eignir. Í lok yfirlýsingar sinnar segir Bjarni að allir eigi að skila sínu til rekstur samfélagsins. „Í þessum efnum tel ég rétt að fylgja einfaldri reglu. Það eiga allir að skila sínu til sameiginlegs rekstrar samfélagsins. Langflestir fylgja þessari sjálfsögðu reglu. Ég mun láta einskis ófreistað til að ná til hinna, sem fara á svig við lög og reglur og vilja fá frítt far með samborgurum sínum sem halda uppi lífsgæðunum á Íslandi.“Yfirlýsing Bjarna í heild sinni:Að gefnu tilefni vil ég taka eftirfarandi fram: Fyrir tíu árum keypti ég fyrir tæpar 40 milljónir króna þriðjungshlut...Posted by Bjarni Benediktsson on Tuesday, 29 March 2016Seychelles-eyjar eru staðsettar í Indlandshafi. Seychelleseyjar Tengdar fréttir Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist hafa fyrir tíu árum keypt 40 m.kr þriðjungshlut í eignarhaldsfélagi sem Landsbankinn í Lúxemborg hafði stofnað fyrir viðskiptafélaga minn um kaup á fasteign í Dubai. Hann taldi félagið, Falson & Co, vera skráð í Lúxemborg en það var í raun skráð á Seychelles-eyjum, þekktu skattaskjóli. Félagið var afskráð fyrir nokkrum árum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Bjarna, sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan, vegna fréttaflutnings um að þrír ráðherrar í ríkisstjórn voru sagðir eiga eða tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum. Komið hefur fram að Bjarni er einn þeirra ásamt Sigmundi Davíði Gunnlaugssyni forsætisráðherra og Ólöfu Nordal innanríkisráðherra.Sjá einnig: Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólumBjarni segir að gert hafi verið grein fyrir þessum viðskiptum gagnvart íslenskum skattayfirvöldum. Í Kastljósi þann 11. febrúar 2015 svaraði Bjarni því neitandi aðspurður að því hvort að hann ætti eignir eða viðskipti í skattaskjólum. Segir Bjarni að hann hafi gefið það svar samkvæmt sinni bestu vitund. „Þessi svör gaf ég eftir bestu vitund, enda taldi ég mig aldrei hafa átt neitt á aflandssvæði. Ég vil eins og aðrir hafa það sem sannara reynist og þykir þetta miður, en vil jafnframt ítreka að þessi viðskipti mín voru ekki í skattaskjóli, enda gefin upp á Íslandi,“ segir Bjarni. Segir Bjarni að ábending frá erlendum blaðamanni hafi orðið til þess að hann hafi komist að því að félagið var í raun ekki skráð í Lúxemborg heldur á Seychelles-eyjum. Tilgangur félagsins var að sögn Bjarna að halda utan um eignina í Dubai en svo fór að eigendur Falson & Co tóku ekki við henni. Gengið var frá kaupunum árið 2008 og árið 2009 var málið gert upp með tapi og félagið sett í afskráningarferli. Þá segir Bjarni að félagið hafi engar tekjur haft, ekkert skuldað og ekki tekið lán né átt aðrar eignir. Í lok yfirlýsingar sinnar segir Bjarni að allir eigi að skila sínu til rekstur samfélagsins. „Í þessum efnum tel ég rétt að fylgja einfaldri reglu. Það eiga allir að skila sínu til sameiginlegs rekstrar samfélagsins. Langflestir fylgja þessari sjálfsögðu reglu. Ég mun láta einskis ófreistað til að ná til hinna, sem fara á svig við lög og reglur og vilja fá frítt far með samborgurum sínum sem halda uppi lífsgæðunum á Íslandi.“Yfirlýsing Bjarna í heild sinni:Að gefnu tilefni vil ég taka eftirfarandi fram: Fyrir tíu árum keypti ég fyrir tæpar 40 milljónir króna þriðjungshlut...Posted by Bjarni Benediktsson on Tuesday, 29 March 2016Seychelles-eyjar eru staðsettar í Indlandshafi.
Seychelleseyjar Tengdar fréttir Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent