Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Grótta 20-16 | Sjöundi bikartitill Stjörnunnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. febrúar 2016 17:00 Stjörnukonur fagna bikarmeistaratitlinum. Vísir/andri marinó Stjarnan varð í dag bikarmeistari í sjöunda sinn í kvennaflokki eftir fjögurra marka sigur á ríkjandi bikarmeisturum Gróttu, 20-16, í úrslitaleik í Laugardalshöllinni.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum í Laugardalshöll í dag og tók myndirnar sem hægt er að sjá hér fyrir ofan. Stjörnukonur mega vera stoltar af sinni frammistöðu í dag en úrslitaleikir hafa ekki verið bestu vinir liðsins á undanförnum árum. Síðan 2013 hefur Stjarnan tapað þremur úrslitaeinvígjum um Íslandsmeistaratitilinn auk bikarúrslitaleiks. En Stjarnan sýndi styrk í dag og stóð af sér öll áhlaup Gróttuliðsins sem var ólíkt sjálfu sér. Varnarleikur Stjörnumanna var öflugur og fyrir aftan hana varði Florentina Stanciu mikilvæga bolta. Florentina lék sinn síðasta bikarúrslitaleik á ferlinum í dag og hún kvaddi Laugardalshöllina með stæl. Florentina hefur oft varið fleiri skot en í dag en hún varði á mikilvægum augnablikum. Stjarnan spilaði (allt að því leiðinlega) agaðan sóknarleik og fékk þ.a.l. á sig fá mörk úr hraðaupphlaupum. Sóknirnar voru oftar en ekki endalaust langar en þær skiluðu að lokum 20 mörkum sem var nóg til að vinna leikinn. Sóknarleikur Gróttu var hins vegar slakur nær allan leikinn. Liðið gerði óhemju marga tæknifeila og hafði engar lausnir á varnarleik Stjörnunnar.Fyrri hálfleikurinn var eins og bikarleikir vilja oft verða; mikil barátta, sterkar varnir og lítið skorað. Sóknarleikur bikarmeistaranna var sem áður sagði mjög vandræðalegur. Skotnýting liðsins var reyndar ágæt framan af en það skýrðist af því að Grótta náði svo fáum skotum á markið, aðeins 13 í fyrri hálfleik. Seltirningar töpuðu alls 11 boltum í fyrri hálfleik, þar af Anett Köbli fjórum sinnum. Þessi reynslumikli leikmaður var úti á þekju í fyrri hálfleik og leit út fyrir að vera að spila sinn fyrsta stórleik á ferlinum. Sóknarleikur Stjörnunnar var ekkert sérstakur en einhvern veginn liðinu tókst þó að gera 10 mörk þrátt fyrir góðan leik Írisar Bjarkar Símonardóttur í marki Gróttu. Stjarnan byrjaði leikinn betur og leiddi framan af. Grótta vann sig svo inn í leikinn og komst yfir, þó aldrei meira en með einu marki. Stjarnan þraukaði átta mínútna markalausan kafla um miðbik fyrri hálfleiks og á síðustu átta mínútum hans breytti liðið stöðunni úr 6-7 í 10-7. Varnarleikur Stjörnunnar var gríðarlega sterkur og Grótta fékk engin auðveld skot. Florentina Stanciu hefur oft verið heitari en í fyrri hálfleik en tók samt sex bolta (46%). Í seinni hálfleik spilaði Stjarnan gríðarlega skynsamlega og hélt dauðahaldi í forskotið, sem var jafnan 1-3 mörk. Grótta gerði sig oft líklega til að jafna metin en alltaf hélt Stjörnuvörnin.Í sóknarleik Garðbæinga bar mest á Þórhildi Gunnarsdóttur sem skoraði fimm mörk af línunni. Hún var sérstaklega mikilvæg um miðbik seinni hálfleiks þegar engin önnur Stjörnukona virtist geta skorað. Grótta náði nokkrum sinnum að minnka muninn í eitt mark en aldrei að jafna. Seltirningar fengu dauðafæri til þess í stöðunni 16-15 en Florentina varði frá Þóreyju Önnu Ásgeirsdóttur í hraðaupphlaupi. Í næstu sókn skoraði svo Solveig Lára Kjærnested gríðarlega mikilvægt mark og kom Stjörnunni tveimur mörkum yfir, 17-15. Þórey Anna minnkaði muninn aftur í eitt mark, 17-16, en þá fékk Lovísa Thompson tveggja mínútna brottvísun sem reyndist rándýr. Stjarnan spilaði vel úr sínum spilum á lokakaflanum, skoraði þrjú síðustu mörkin og tryggði sér sigurinn og þar með fyrsta sinn fyrsta bikarmeistaratitil síðan 2009. Þórhildur var markahæst í Stjörnuliðinu, og á vellinum, með fimm mörk en Solveig Lára kom næst með fjögur mörk. Helena Rut Örvarsdóttir skoraði þrjú mörk en var með slaka skotnýtingu. Hún spilaði hins vegar frábærlega í vörninni, líkt og Nataly Sæunn Valencia sem skoraði einnig tvö mörk. Þá skilaði Rakel Dögg Bragadóttir mikilvægum mínútum í vörninni. Florentina varði 12 skot í markinu. Laufey Ásta Guðmundsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Gróttu en þrjú þeirra komu í fyrri hálfleik. Lovísa og Þórey Anna gerðu þrjú mörk hvor. Íris Björk varði 12 bolta í markinu.Rakel Dögg: Þetta var fín tímasetning Þann 12. febrúar 2016 lék Rakel Dögg Bragadóttir sinn fyrsta handboltaleik í tvö ár eftir að hafa neyðst til að leggja skóna á hilluna aðeins 27 ára vegna höfuðmeiðsla. Nú tveimur vikum síðar er Rakel bikarmeistari með sínu uppeldisfélagi, Stjörnunni, en hún lét til sín taka í vörninni í úrslitaleiknum gegn Gróttu í dag. En var þetta allt planað hjá henni, þ.e. tímasetningin á endurkomunni? "Nei nei," sagði Rakel og hló. "En auðvitað var þetta viss gulrót. Ég átti barn í haust og þurfti tíma til að jafna mig eftir það. En bikarinn var í febrúar svo þetta var fín tímasetning," bætti Rakel við. Hún kveðst núna ánægð með að hafa tekið þá ákvörðun að snúa aftur á völlinn. "Ég er agalega sátt með að hafa tekið þessa ákvörðun. Það eru forréttindi að taka þátt, sérstaklega þegar ég hugsa til baka. Ég gat varla farið í göngutúr, hvað þá að vera inni í svona látum. "Í dag er ég með stelpunum og fæ að taka þátt í þessu sem er yndislegt," sagði Rakel sem bætti því við að hún eigi enn töluvert í land enda langt síðan hún spilaði handbolta síðast. Rakel er á því að sigurinn á Gróttu hafi verið sanngjarn en Stjörnuliðið spilaði gríðarlega sterka vörn og skynsaman sóknarleik í leiknum í dag. "Mér fannst við vera með tök á leiknum allan tímann og eiga þetta skilið. Mér fannst stemmningin okkar megin, við vorum með sjálfstraust og skynsamar," sagði Rakel sem vann sinn þriðja bikarmeistaratitil í dag. Úrslitaleikir hafa ekki verið bestu vinir Stjörnunnar á undanförnum árum en síðan 2013 hefur liðið tapað þremur úrslitaeinvígjum um Íslandsmeistaratitilinn auk bikarúrslitaleiks. Rakel segir sigurinn í dag sérstaklega mikilvægan í því ljósi. "Loksins fæ ég gullið, ég er komin með ógeð á silfrinu. Ég veit ekki einu sinni hvar þeir peningar eru en þessi fær að hanga uppi í dágóðan tíma," sagði Rakel. "Það er stórt skref að ná að klára úrslitaleik. Það er erfitt fyrir sálartetrið að vera alltaf að tapa. Við stóðumst áhlaupin þeirra og brotnuðum ekki sem ég er ógeðslega ánægð með," sagði Rakel að endingu.vísir/andri marinóFlorentina: Mjög ánægð að hafa náð í þennan titil Florentina Stanciu spilaði sinn síðasta bikarúrslitaleik á ferlinum þegar Stjarnan bar sigurorð af Gróttu, 20-16, í dag. Florentina, sem ætlar að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið og flytjast aftur til Rúmeníu, brosti út að eyrum í leikslok. "Þetta var frábær sigur, sérstaklega í ljósi þess að þetta er væntanlega minn síðasti bikarúrslitaleikur. Ég er mjög ánægð með að hafa náð í þennan titil," sagði Florentina í samtali við Vísi. Markvörðurinn öflugi var þokkalega ánægð með sína frammistöðu í leiknum en Florentina varði mörg mikilvæg skot. "Ég veit ekki hvort ég var eitthvað stórkostleg en ég var þarna þegar mest á reyndi og samherjar mínar hjálpuðu mér mikið," sagði Florentina og bætti við: "Þetta var ekki auðveldur leikur en Grótta sýndi hversu gott liðið er gegn Haukum í undanúrslitunum." Florentina segir að sigurinn gefi Stjörnunni mikið sjálfstraust í baráttunni sem framundan er í Olís-deildinni. "Við þurfum að taka einn leik fyrir í einu og þetta verður ekki auðvelt. Við verðum að halda áfram að berjast," sagði Florentina að lokum.Kári: Vorum í hálfgerðum lausagangi allan leikinn Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, sagði að slakur sóknarleikur sinna stelpna hafi gert útslagið í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni í dag. "Við vorum langt undir pari í sókninni og þegar maður var að vona að vörnin myndi smella komu mörk af línunni. "Þetta er örugglega einn okkar daprasti leikur í langan tíma," sagði Kári hreinskilinn eftir leik. Þrátt fyrir skelfilegan sóknarleik var Grótta allan tímann inni í leiknum. Íslandsmeistararnir náðu þó aldrei að jafna og komast yfir þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. "Það vantaði að ná þessu jöfnunarmarki og fá liðið virkilega upp á tærnar. Mér fannst við í hálfgerðum lausagangi allan leikinn. "Hverju er um að kenna veit ég ekki. Þetta fór illa í dag," sagði Kári sem lifði þó alltaf í voninni um að Grótta néði að snúa dæminu sér í vil. "Þetta var ekki dagur og svolítið langt frá því en þrátt fyrir slakan leik vorum við alltaf við það að ná að jafna. Ég hafði alltaf trú á því að við myndum koma okkur inn í þetta og vinna leikinn," sagði Kári að lokum.Halldór Harri: Náðum alltaf að slá til baka Halldór Harri Kristjánsson tók við liði Stjörnunnar síðasta sumar og er búinn að skila titli í hús á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari í Garðabænum. "Ég er rosalega stoltur af liðinu. Þetta var erfiður sigur en við sýndum mikinn karakter," sagði Halldór Harri í leikslok. Stjarnan spilaði mjög agaðan sóknarleik í dag og gaf Gróttu fá tækifæri á að sækja hratt á sig. "Við fengum kannski eitt hraðaupphlaup á okkur en á móti kemur að við skoruðum ekki mikið úr hraðaupphlaupum sjálfar. "Þetta er eru tvö góð varnarlið og vörnin og markvarslan skilaði þessu í dag," sagði Halldór Harri sem var ánægður með hvernig Stjörnukonur svöruðu áhlaupum Gróttu í leiknum. "Við náðum alltaf að slá til baka þegar þær minnkuðu muninn í eitt mark," sagði þjálfarinn sem hrósaði Florentinu Stanciu fyrir sína frammistöðu en markvörðurinn öflugi var að öllum líkindum að leika sinn síðasta bikarúrslitaleik á ferlinum. "Það er mjög viðeigandi að hún vinni þennan titil. Hún var orðin þreytt á því að vera í 2. sæti og þetta er yndislegt fyrir hana," sagði Halldór Harri að lokum.Florentina varði mikilvæg skot í dag.vísir/andri marinóHalldór Harri gefur skipanir á bekknum.vísir/andri marinóKári (t.h.) var ekki sáttur með sínar stelpur í dag.vísir/andri marinóSolveig Lára skoraði mikilvæg mörk fyrir Stjörnuna.vísir/andri marinóÞórey Anna skoraði þrjú mörk fyrir Gróttu.vísir/andri marinóRakel Dögg fagnar með Hönnu G. Stefánsdóttur sem varð bikarmeistari í fimmta sinn í dag.vísir/andri marinó Íslenski handboltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Stjarnan varð í dag bikarmeistari í sjöunda sinn í kvennaflokki eftir fjögurra marka sigur á ríkjandi bikarmeisturum Gróttu, 20-16, í úrslitaleik í Laugardalshöllinni.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum í Laugardalshöll í dag og tók myndirnar sem hægt er að sjá hér fyrir ofan. Stjörnukonur mega vera stoltar af sinni frammistöðu í dag en úrslitaleikir hafa ekki verið bestu vinir liðsins á undanförnum árum. Síðan 2013 hefur Stjarnan tapað þremur úrslitaeinvígjum um Íslandsmeistaratitilinn auk bikarúrslitaleiks. En Stjarnan sýndi styrk í dag og stóð af sér öll áhlaup Gróttuliðsins sem var ólíkt sjálfu sér. Varnarleikur Stjörnumanna var öflugur og fyrir aftan hana varði Florentina Stanciu mikilvæga bolta. Florentina lék sinn síðasta bikarúrslitaleik á ferlinum í dag og hún kvaddi Laugardalshöllina með stæl. Florentina hefur oft varið fleiri skot en í dag en hún varði á mikilvægum augnablikum. Stjarnan spilaði (allt að því leiðinlega) agaðan sóknarleik og fékk þ.a.l. á sig fá mörk úr hraðaupphlaupum. Sóknirnar voru oftar en ekki endalaust langar en þær skiluðu að lokum 20 mörkum sem var nóg til að vinna leikinn. Sóknarleikur Gróttu var hins vegar slakur nær allan leikinn. Liðið gerði óhemju marga tæknifeila og hafði engar lausnir á varnarleik Stjörnunnar.Fyrri hálfleikurinn var eins og bikarleikir vilja oft verða; mikil barátta, sterkar varnir og lítið skorað. Sóknarleikur bikarmeistaranna var sem áður sagði mjög vandræðalegur. Skotnýting liðsins var reyndar ágæt framan af en það skýrðist af því að Grótta náði svo fáum skotum á markið, aðeins 13 í fyrri hálfleik. Seltirningar töpuðu alls 11 boltum í fyrri hálfleik, þar af Anett Köbli fjórum sinnum. Þessi reynslumikli leikmaður var úti á þekju í fyrri hálfleik og leit út fyrir að vera að spila sinn fyrsta stórleik á ferlinum. Sóknarleikur Stjörnunnar var ekkert sérstakur en einhvern veginn liðinu tókst þó að gera 10 mörk þrátt fyrir góðan leik Írisar Bjarkar Símonardóttur í marki Gróttu. Stjarnan byrjaði leikinn betur og leiddi framan af. Grótta vann sig svo inn í leikinn og komst yfir, þó aldrei meira en með einu marki. Stjarnan þraukaði átta mínútna markalausan kafla um miðbik fyrri hálfleiks og á síðustu átta mínútum hans breytti liðið stöðunni úr 6-7 í 10-7. Varnarleikur Stjörnunnar var gríðarlega sterkur og Grótta fékk engin auðveld skot. Florentina Stanciu hefur oft verið heitari en í fyrri hálfleik en tók samt sex bolta (46%). Í seinni hálfleik spilaði Stjarnan gríðarlega skynsamlega og hélt dauðahaldi í forskotið, sem var jafnan 1-3 mörk. Grótta gerði sig oft líklega til að jafna metin en alltaf hélt Stjörnuvörnin.Í sóknarleik Garðbæinga bar mest á Þórhildi Gunnarsdóttur sem skoraði fimm mörk af línunni. Hún var sérstaklega mikilvæg um miðbik seinni hálfleiks þegar engin önnur Stjörnukona virtist geta skorað. Grótta náði nokkrum sinnum að minnka muninn í eitt mark en aldrei að jafna. Seltirningar fengu dauðafæri til þess í stöðunni 16-15 en Florentina varði frá Þóreyju Önnu Ásgeirsdóttur í hraðaupphlaupi. Í næstu sókn skoraði svo Solveig Lára Kjærnested gríðarlega mikilvægt mark og kom Stjörnunni tveimur mörkum yfir, 17-15. Þórey Anna minnkaði muninn aftur í eitt mark, 17-16, en þá fékk Lovísa Thompson tveggja mínútna brottvísun sem reyndist rándýr. Stjarnan spilaði vel úr sínum spilum á lokakaflanum, skoraði þrjú síðustu mörkin og tryggði sér sigurinn og þar með fyrsta sinn fyrsta bikarmeistaratitil síðan 2009. Þórhildur var markahæst í Stjörnuliðinu, og á vellinum, með fimm mörk en Solveig Lára kom næst með fjögur mörk. Helena Rut Örvarsdóttir skoraði þrjú mörk en var með slaka skotnýtingu. Hún spilaði hins vegar frábærlega í vörninni, líkt og Nataly Sæunn Valencia sem skoraði einnig tvö mörk. Þá skilaði Rakel Dögg Bragadóttir mikilvægum mínútum í vörninni. Florentina varði 12 skot í markinu. Laufey Ásta Guðmundsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Gróttu en þrjú þeirra komu í fyrri hálfleik. Lovísa og Þórey Anna gerðu þrjú mörk hvor. Íris Björk varði 12 bolta í markinu.Rakel Dögg: Þetta var fín tímasetning Þann 12. febrúar 2016 lék Rakel Dögg Bragadóttir sinn fyrsta handboltaleik í tvö ár eftir að hafa neyðst til að leggja skóna á hilluna aðeins 27 ára vegna höfuðmeiðsla. Nú tveimur vikum síðar er Rakel bikarmeistari með sínu uppeldisfélagi, Stjörnunni, en hún lét til sín taka í vörninni í úrslitaleiknum gegn Gróttu í dag. En var þetta allt planað hjá henni, þ.e. tímasetningin á endurkomunni? "Nei nei," sagði Rakel og hló. "En auðvitað var þetta viss gulrót. Ég átti barn í haust og þurfti tíma til að jafna mig eftir það. En bikarinn var í febrúar svo þetta var fín tímasetning," bætti Rakel við. Hún kveðst núna ánægð með að hafa tekið þá ákvörðun að snúa aftur á völlinn. "Ég er agalega sátt með að hafa tekið þessa ákvörðun. Það eru forréttindi að taka þátt, sérstaklega þegar ég hugsa til baka. Ég gat varla farið í göngutúr, hvað þá að vera inni í svona látum. "Í dag er ég með stelpunum og fæ að taka þátt í þessu sem er yndislegt," sagði Rakel sem bætti því við að hún eigi enn töluvert í land enda langt síðan hún spilaði handbolta síðast. Rakel er á því að sigurinn á Gróttu hafi verið sanngjarn en Stjörnuliðið spilaði gríðarlega sterka vörn og skynsaman sóknarleik í leiknum í dag. "Mér fannst við vera með tök á leiknum allan tímann og eiga þetta skilið. Mér fannst stemmningin okkar megin, við vorum með sjálfstraust og skynsamar," sagði Rakel sem vann sinn þriðja bikarmeistaratitil í dag. Úrslitaleikir hafa ekki verið bestu vinir Stjörnunnar á undanförnum árum en síðan 2013 hefur liðið tapað þremur úrslitaeinvígjum um Íslandsmeistaratitilinn auk bikarúrslitaleiks. Rakel segir sigurinn í dag sérstaklega mikilvægan í því ljósi. "Loksins fæ ég gullið, ég er komin með ógeð á silfrinu. Ég veit ekki einu sinni hvar þeir peningar eru en þessi fær að hanga uppi í dágóðan tíma," sagði Rakel. "Það er stórt skref að ná að klára úrslitaleik. Það er erfitt fyrir sálartetrið að vera alltaf að tapa. Við stóðumst áhlaupin þeirra og brotnuðum ekki sem ég er ógeðslega ánægð með," sagði Rakel að endingu.vísir/andri marinóFlorentina: Mjög ánægð að hafa náð í þennan titil Florentina Stanciu spilaði sinn síðasta bikarúrslitaleik á ferlinum þegar Stjarnan bar sigurorð af Gróttu, 20-16, í dag. Florentina, sem ætlar að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið og flytjast aftur til Rúmeníu, brosti út að eyrum í leikslok. "Þetta var frábær sigur, sérstaklega í ljósi þess að þetta er væntanlega minn síðasti bikarúrslitaleikur. Ég er mjög ánægð með að hafa náð í þennan titil," sagði Florentina í samtali við Vísi. Markvörðurinn öflugi var þokkalega ánægð með sína frammistöðu í leiknum en Florentina varði mörg mikilvæg skot. "Ég veit ekki hvort ég var eitthvað stórkostleg en ég var þarna þegar mest á reyndi og samherjar mínar hjálpuðu mér mikið," sagði Florentina og bætti við: "Þetta var ekki auðveldur leikur en Grótta sýndi hversu gott liðið er gegn Haukum í undanúrslitunum." Florentina segir að sigurinn gefi Stjörnunni mikið sjálfstraust í baráttunni sem framundan er í Olís-deildinni. "Við þurfum að taka einn leik fyrir í einu og þetta verður ekki auðvelt. Við verðum að halda áfram að berjast," sagði Florentina að lokum.Kári: Vorum í hálfgerðum lausagangi allan leikinn Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, sagði að slakur sóknarleikur sinna stelpna hafi gert útslagið í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni í dag. "Við vorum langt undir pari í sókninni og þegar maður var að vona að vörnin myndi smella komu mörk af línunni. "Þetta er örugglega einn okkar daprasti leikur í langan tíma," sagði Kári hreinskilinn eftir leik. Þrátt fyrir skelfilegan sóknarleik var Grótta allan tímann inni í leiknum. Íslandsmeistararnir náðu þó aldrei að jafna og komast yfir þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. "Það vantaði að ná þessu jöfnunarmarki og fá liðið virkilega upp á tærnar. Mér fannst við í hálfgerðum lausagangi allan leikinn. "Hverju er um að kenna veit ég ekki. Þetta fór illa í dag," sagði Kári sem lifði þó alltaf í voninni um að Grótta néði að snúa dæminu sér í vil. "Þetta var ekki dagur og svolítið langt frá því en þrátt fyrir slakan leik vorum við alltaf við það að ná að jafna. Ég hafði alltaf trú á því að við myndum koma okkur inn í þetta og vinna leikinn," sagði Kári að lokum.Halldór Harri: Náðum alltaf að slá til baka Halldór Harri Kristjánsson tók við liði Stjörnunnar síðasta sumar og er búinn að skila titli í hús á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari í Garðabænum. "Ég er rosalega stoltur af liðinu. Þetta var erfiður sigur en við sýndum mikinn karakter," sagði Halldór Harri í leikslok. Stjarnan spilaði mjög agaðan sóknarleik í dag og gaf Gróttu fá tækifæri á að sækja hratt á sig. "Við fengum kannski eitt hraðaupphlaup á okkur en á móti kemur að við skoruðum ekki mikið úr hraðaupphlaupum sjálfar. "Þetta er eru tvö góð varnarlið og vörnin og markvarslan skilaði þessu í dag," sagði Halldór Harri sem var ánægður með hvernig Stjörnukonur svöruðu áhlaupum Gróttu í leiknum. "Við náðum alltaf að slá til baka þegar þær minnkuðu muninn í eitt mark," sagði þjálfarinn sem hrósaði Florentinu Stanciu fyrir sína frammistöðu en markvörðurinn öflugi var að öllum líkindum að leika sinn síðasta bikarúrslitaleik á ferlinum. "Það er mjög viðeigandi að hún vinni þennan titil. Hún var orðin þreytt á því að vera í 2. sæti og þetta er yndislegt fyrir hana," sagði Halldór Harri að lokum.Florentina varði mikilvæg skot í dag.vísir/andri marinóHalldór Harri gefur skipanir á bekknum.vísir/andri marinóKári (t.h.) var ekki sáttur með sínar stelpur í dag.vísir/andri marinóSolveig Lára skoraði mikilvæg mörk fyrir Stjörnuna.vísir/andri marinóÞórey Anna skoraði þrjú mörk fyrir Gróttu.vísir/andri marinóRakel Dögg fagnar með Hönnu G. Stefánsdóttur sem varð bikarmeistari í fimmta sinn í dag.vísir/andri marinó
Íslenski handboltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira