PSG fer með eins marks forskot til Lundúna | Sjáðu mörkin Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. febrúar 2016 21:30 Zlatan Ibrahimovic fagnar marki í kvöld. Vísir/Getty Paris Saint-Germain vann Chelsea, 2-1, í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Þetta er í þriðja sinn sem liðin mætast á þessu stigi keppninnar. Frakklandsmeistaranir byrjuðu mjög vel og létu skotum rigna á mark Chelsea. Flest voru þó nokkuð auðveld viðureignar fyrir Thibaut Courtois í marki Englandsmeistaranna. PSG uppskar mark á 39. mínútu fyrri hálfleiks en skúrkurinn í því að hálfu Chelsea var Nígeríumaðurinn Jon Obi Mikel. Miðjumaðurinn braut á Lucas Moura rétt fyrir utan teig Chelsea sem varð þess valdandi að heimamenn fengu aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Obi Mikel stillti sér upp í varnarvegginn en sneri svo upp á líkamann þegar Zlatan Ibrahimovic skaut með þeim afleiðingum að boltinn fór af honum og í netið, óverjandi fyrir Courtois sem var farinn í hitt hornið, 1-0. Nígeríumaðurinn borgaði þó fyrir mistökin með flautumarki í fyrri hálfleik, en þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik skoraði Jon Obi Mikel af stuttu færi eftir hornspyrnu, 1-1. Jon Obi Mikel skoraði ekki mark í fyrstu 54 Meistaradeildarleikjum sínum en er nú búinn að skora tvö í síðustu fjórum. Parísarliðið var betri aðilinn í seinni hálfleik þó bæði lið fengu færi til að skora. PSG tók þó aftur forystuna á 78. mínútu þegar varamaðurinn Edison Cavani afgreiddi boltann snyrtilega í netið eftir sendingu frá fyrrverandi Manchester United-manninum, Ángel di María, 2-1. Það urðu lokatölur leiksins og fer PSG því með eins marks forskot til Lundúna, en engu að síður ekki slæm úrslit fyrir Chelsea að ná útivallarmarki.Zlatan kemur PSG yfir beint úr aukaspyrnu: Jon Obi Mikel jafnar fyrir Chelsea í 1-1: Edison Cavani kemur PSG í 2-1: Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Jonas hetja Benfica á Ljósvangi Benfica tryggði sér sigur á Zenit með marki í uppbótartíma. 16. febrúar 2016 21:30 Mest lesið Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Í beinni: Stjarnan - Fram | Langþráður titill í húfi Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Sjá meira
Paris Saint-Germain vann Chelsea, 2-1, í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Þetta er í þriðja sinn sem liðin mætast á þessu stigi keppninnar. Frakklandsmeistaranir byrjuðu mjög vel og létu skotum rigna á mark Chelsea. Flest voru þó nokkuð auðveld viðureignar fyrir Thibaut Courtois í marki Englandsmeistaranna. PSG uppskar mark á 39. mínútu fyrri hálfleiks en skúrkurinn í því að hálfu Chelsea var Nígeríumaðurinn Jon Obi Mikel. Miðjumaðurinn braut á Lucas Moura rétt fyrir utan teig Chelsea sem varð þess valdandi að heimamenn fengu aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Obi Mikel stillti sér upp í varnarvegginn en sneri svo upp á líkamann þegar Zlatan Ibrahimovic skaut með þeim afleiðingum að boltinn fór af honum og í netið, óverjandi fyrir Courtois sem var farinn í hitt hornið, 1-0. Nígeríumaðurinn borgaði þó fyrir mistökin með flautumarki í fyrri hálfleik, en þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik skoraði Jon Obi Mikel af stuttu færi eftir hornspyrnu, 1-1. Jon Obi Mikel skoraði ekki mark í fyrstu 54 Meistaradeildarleikjum sínum en er nú búinn að skora tvö í síðustu fjórum. Parísarliðið var betri aðilinn í seinni hálfleik þó bæði lið fengu færi til að skora. PSG tók þó aftur forystuna á 78. mínútu þegar varamaðurinn Edison Cavani afgreiddi boltann snyrtilega í netið eftir sendingu frá fyrrverandi Manchester United-manninum, Ángel di María, 2-1. Það urðu lokatölur leiksins og fer PSG því með eins marks forskot til Lundúna, en engu að síður ekki slæm úrslit fyrir Chelsea að ná útivallarmarki.Zlatan kemur PSG yfir beint úr aukaspyrnu: Jon Obi Mikel jafnar fyrir Chelsea í 1-1: Edison Cavani kemur PSG í 2-1:
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Jonas hetja Benfica á Ljósvangi Benfica tryggði sér sigur á Zenit með marki í uppbótartíma. 16. febrúar 2016 21:30 Mest lesið Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Í beinni: Stjarnan - Fram | Langþráður titill í húfi Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Sjá meira
Jonas hetja Benfica á Ljósvangi Benfica tryggði sér sigur á Zenit með marki í uppbótartíma. 16. febrúar 2016 21:30