Umfjöllun og myndir: Króatía - Ísland 37-28 | Hörmung gegn Króatíu og Ísland úr leik 19. janúar 2016 21:00 Alexander Petersson liggur eftir í Katowice í kvöld. vísir/valli Ísland er úr leik á Evrópumeistaramótinu í handbolta eftir tap gegn Króatíu, 37-28, í hörmulegum leik í Katowice. Fyrir mótið var stóra markmið íslenska liðsins að vinna sér inn þáttökurétt forkeppni Ólympíuleikanna í Ríó. En sá draumur er úr sögunni og mun Ísland ekki eiga handboltalið á Ólympíuleikum í fyrsta sinn síðan 2000. Strákarnir byrjuðu skelfilega í dag og Króatía komst í 13-3 forystu eftir fimmtán mínútna leik. Eftir það var sigur Króata í raun aldrei í hættu.Gátum farið áfram með fjögur stig Fyrir leikinn var allt opið fyrir íslenska liðið. Sigur Norðmanna á Hvíta-Rússlandi fyrr í dag þýddi að Ísland hefði með sigri í dag farið áfram með fjögur stig af fjórum mögulegum. Eftir grátlegt tap gegn Hvíta-Rússlandi í fyrradag var fullt erindi til þess að ætla að íslensku landsliðsmennirnir myndu mæta dýrvitlausir í þennan leik. Það ætluðu þeir sér sjálfsagt að gera en varð aldrei raunin. Íslensku leikmennirnir löbbuðu á vegg og voru undir á öllum sviðum handboltans.Sorgleg frammistaða í fyrri hálfleik Fyrri hálfleikurinn var einhver versta frammistaða Íslands sem sést hefur í landsleik í handbolta í háa herrans tíð. Það er í raun erfitt að draga nákvæmlega fram hvað fór úrskeðis - það var svo margt. Fyrstu 15 mínúturnar voru sérstaklega slæmar. Staðan var þá orðin 13-3 og Aron Kristjánsson búinn að taka tvö leikhlé. Ísland var búið að klúðra dauðafærum og vítakasti. Markvarslan var nánast engin og breytti innkoma Arons Rafns Eðvarðssonar nákvæmlega engu þar um. Sóknarleikurinn var hræðilegur. Strákarnir áttu ekkert svar gegn 5-1 vörn Króata sem tók í sundur allar okkar klippingar. Línumaður Íslands var í heljargreipum og það var sama hversu mikið menn reyndu að spila inn á hann gegn þessari framliggjandi vörn; það gekk aldrei.11 tapaðir boltar á 20 mínútum Raunar tapaði Ísland boltanum ellefu sinnum á rúmum 20 mínútum. Og nánast í hvert sinn náðu Króatarnir að refsa. Ef ekki með hraðaupphlaupi þá eftir uppstillta sókn. Varnarleikurinn var hræðilegur. Ísland stöðvaði sóknarmann Króatíu tvisvar „löglega“ allan fyrri hálfleikinn - það er að segja án þess að fá dæmt á sig brottvísun, víti eða áminningu. Króatar gerðu þetta sautján sinnum í sínum varnarleik. Króatar skoruðu nánast úr öllum stöðum - af línu, úr horni, með langskotum, gegnumbroti og hraðaupphlaupum. Króatar skoruðu nítján mörk í fyrri hálfleik og ekki eitt einasta af vítalínunni, sem ber einnig vitnisburð um hversu lítill ákafi var í íslensku vörninni. Hlutirnir fóru að ganga örlítið betur undir lok fyrri hálfleiksins þegar Björgvin Páll kom aftur inn og Snorri Steinn fór að stýra sókninni. Stefán Rafn sýndi þokkalega takta í vinstra horninu og Rúnar Kárason skoraði eitt mark.Dauðar mínútur í síðari hálfleik Króatar gáfu ekki eftir í fyrri hálfleik, nema kannski á lokamínútum leiksins þegar ekkert var lengur í húfi. Strákarnir okkar áttu einfaldlega engin svör. Guðjón Valur Sigurðsson var eini maðurinn sem sýndi lífsmark á vellinum og barðist hverja einustu mínútu. Það gekk ekki allt upp hjá honum, langt í frá, en hann var þó að minnsta kosti að reyna eitthvað og taka af skarið. Það er miklu meira en hægt er að segja um flesta aðra leikmenn. Í raun er lítið hægt að segja um síðari hálfleikinn svo mikið vit sé í. Það var í raun pínlegt að sjá strákana okkar, sem hafa unnið svo marga sigra í gegnum tíðina, vera algjörlega ráðlausir gegn króatíska liðinu. Það verður að setja spurningamerki við aðkomu þjálfarans Arons Kristjánssonar sem átti engin svör við króatíska liðinu og náði ekki að gera nóg til að koma sínum mönnum í gang þegar mest á reyndi - þegar Evrópumótið og sjálfir Ólympíuleikarnir voru í húfi. EM 2016 karla í handbolta Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Ísland er úr leik á Evrópumeistaramótinu í handbolta eftir tap gegn Króatíu, 37-28, í hörmulegum leik í Katowice. Fyrir mótið var stóra markmið íslenska liðsins að vinna sér inn þáttökurétt forkeppni Ólympíuleikanna í Ríó. En sá draumur er úr sögunni og mun Ísland ekki eiga handboltalið á Ólympíuleikum í fyrsta sinn síðan 2000. Strákarnir byrjuðu skelfilega í dag og Króatía komst í 13-3 forystu eftir fimmtán mínútna leik. Eftir það var sigur Króata í raun aldrei í hættu.Gátum farið áfram með fjögur stig Fyrir leikinn var allt opið fyrir íslenska liðið. Sigur Norðmanna á Hvíta-Rússlandi fyrr í dag þýddi að Ísland hefði með sigri í dag farið áfram með fjögur stig af fjórum mögulegum. Eftir grátlegt tap gegn Hvíta-Rússlandi í fyrradag var fullt erindi til þess að ætla að íslensku landsliðsmennirnir myndu mæta dýrvitlausir í þennan leik. Það ætluðu þeir sér sjálfsagt að gera en varð aldrei raunin. Íslensku leikmennirnir löbbuðu á vegg og voru undir á öllum sviðum handboltans.Sorgleg frammistaða í fyrri hálfleik Fyrri hálfleikurinn var einhver versta frammistaða Íslands sem sést hefur í landsleik í handbolta í háa herrans tíð. Það er í raun erfitt að draga nákvæmlega fram hvað fór úrskeðis - það var svo margt. Fyrstu 15 mínúturnar voru sérstaklega slæmar. Staðan var þá orðin 13-3 og Aron Kristjánsson búinn að taka tvö leikhlé. Ísland var búið að klúðra dauðafærum og vítakasti. Markvarslan var nánast engin og breytti innkoma Arons Rafns Eðvarðssonar nákvæmlega engu þar um. Sóknarleikurinn var hræðilegur. Strákarnir áttu ekkert svar gegn 5-1 vörn Króata sem tók í sundur allar okkar klippingar. Línumaður Íslands var í heljargreipum og það var sama hversu mikið menn reyndu að spila inn á hann gegn þessari framliggjandi vörn; það gekk aldrei.11 tapaðir boltar á 20 mínútum Raunar tapaði Ísland boltanum ellefu sinnum á rúmum 20 mínútum. Og nánast í hvert sinn náðu Króatarnir að refsa. Ef ekki með hraðaupphlaupi þá eftir uppstillta sókn. Varnarleikurinn var hræðilegur. Ísland stöðvaði sóknarmann Króatíu tvisvar „löglega“ allan fyrri hálfleikinn - það er að segja án þess að fá dæmt á sig brottvísun, víti eða áminningu. Króatar gerðu þetta sautján sinnum í sínum varnarleik. Króatar skoruðu nánast úr öllum stöðum - af línu, úr horni, með langskotum, gegnumbroti og hraðaupphlaupum. Króatar skoruðu nítján mörk í fyrri hálfleik og ekki eitt einasta af vítalínunni, sem ber einnig vitnisburð um hversu lítill ákafi var í íslensku vörninni. Hlutirnir fóru að ganga örlítið betur undir lok fyrri hálfleiksins þegar Björgvin Páll kom aftur inn og Snorri Steinn fór að stýra sókninni. Stefán Rafn sýndi þokkalega takta í vinstra horninu og Rúnar Kárason skoraði eitt mark.Dauðar mínútur í síðari hálfleik Króatar gáfu ekki eftir í fyrri hálfleik, nema kannski á lokamínútum leiksins þegar ekkert var lengur í húfi. Strákarnir okkar áttu einfaldlega engin svör. Guðjón Valur Sigurðsson var eini maðurinn sem sýndi lífsmark á vellinum og barðist hverja einustu mínútu. Það gekk ekki allt upp hjá honum, langt í frá, en hann var þó að minnsta kosti að reyna eitthvað og taka af skarið. Það er miklu meira en hægt er að segja um flesta aðra leikmenn. Í raun er lítið hægt að segja um síðari hálfleikinn svo mikið vit sé í. Það var í raun pínlegt að sjá strákana okkar, sem hafa unnið svo marga sigra í gegnum tíðina, vera algjörlega ráðlausir gegn króatíska liðinu. Það verður að setja spurningamerki við aðkomu þjálfarans Arons Kristjánssonar sem átti engin svör við króatíska liðinu og náði ekki að gera nóg til að koma sínum mönnum í gang þegar mest á reyndi - þegar Evrópumótið og sjálfir Ólympíuleikarnir voru í húfi.
EM 2016 karla í handbolta Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira