Chicharito með fimm mörkum fleira en allt United-liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2015 20:30 Javier Hernández og maður sem vildi ekki sjá hann, Louis van Gaal. Vísir/Getty Manchester United hafði ekki pláss fyrir hin mexíkóska Javier Hernández á þessu tímabili en menn þar á bæ sjá væntanlega svolítið eftir því í dag. Javier Hernández, betur þekktur undir gælunafninu Chicharito, var lánaður til Real Madrid tímabilið á undan en í haust seldi United hann til þýska liðsins Bayer Leverkusen fyrir 7,3 milljónir punda. Það hefur lítið gengið að skora hjá liði Manchester United að undanförnu og það vantar tilfinnanlega markaskorara eins og Javier Hernández í framlínu liðsins. Stuðningsmenn Manchester United fara þó fyrst að sakna Chicharito þegar þeir sjá þá ótrúlegu tölfræði að litli markheppni framherjinn frá Mexíkó er búinn að skora fimm mörkum fleira en allt lið Manchester United frá og með 20. október síðastliðnum. Chicharito er búinn að skora 15 mörk í síðustu 12 leikjum með Bayer Leverkusen í öllum keppnum. Á sama tíma er allt Manchester United liðið búið að skora 10 mörk í 12 leikjum í öllum keppnum og mótherjarnir hafa þar af skorað tvö þeirra. Chicharito hefur bara klikkað að skora í tveimur leikjum á þessu tímabili en Manchester United hefur fimm sinnum mistekist að skora. Hér fyrir neðan má sjá þessa ótrúlegu tölfræði útlistaða hjá Javier Hernández með Bayer Leverkusen og öllu Manchester United liðinu.Leikir og mörk Javier Hernández síðan 20. október: 20. október: 4-4 jafntefli við Roma - 2 mörk 24. október: 4-3 sigur á Stuttgart - 1 mark 28. október: 6-0 sigur á Viktoria Köln - 2 mörk 31. október: 1-2 tap fyrir Wolfsburg - 1 mark 4. nóvember: 2-3 tap fyrir Roma - 1 mark 7. nóvember: 1-2 tap fyrir Köln - 1 mark 21. nóvember: 3-1 sigur á Frankfurt - 2 mörk 24. nóvember: 1-1 jafntefli við BATE Borisov - Skoraði ekki 29. nóvember: 1-1 jafntefli við Schalke 04 - Skoraði ekki 5. desember: 1-2 tap fyrir Hertha BSC - 1 mark 9. desember: 1-1 jafntefli við Barcelona - 1 mark 12. desember: 5-0 sigur á Gladbach - 3 mörkSamtals: 15 mörkLeikir Manchester United síðan 20. október 21. október: 1-1 jafntefli við CSKA Moskvu - 1 mark 25. október: 0-0 jafntefli við Manchester City - 0 mörk 28. október: 0-0 janftefli við Middlesbrough (1-3 tap í vítakeppni) - 0 mörk 31. októtber: 0-0 jafntefli við Crystal Palace - 0 mörk 3. nóvember: 1-0 sigur á CSKA Moskvu - 1 mark 7. nóvember: 2-0 sigur á West Bromwich - 2 mörk 21. nóvember: 2-1 sigur á Watford - 2 mörk (1 sjálfsmark) 25. nóvember: 0-0 jafntefli við PSV Eindhoven - 0 mörk 28. nóvember: 1-1 jafntefli við Leicester City - 1 mark 5. desember: 0-0 jafntefli við West Ham - 0 mörk 8. desember: 2-3 tap fyrir Wolfsburg - 2 mörk (1 sjálfsmark) 12. desember: 1-2 tap fyrir Bournemouth - 1 markSamtals: 10 mörk (2 sjálfsmörk) Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Sjá meira
Manchester United hafði ekki pláss fyrir hin mexíkóska Javier Hernández á þessu tímabili en menn þar á bæ sjá væntanlega svolítið eftir því í dag. Javier Hernández, betur þekktur undir gælunafninu Chicharito, var lánaður til Real Madrid tímabilið á undan en í haust seldi United hann til þýska liðsins Bayer Leverkusen fyrir 7,3 milljónir punda. Það hefur lítið gengið að skora hjá liði Manchester United að undanförnu og það vantar tilfinnanlega markaskorara eins og Javier Hernández í framlínu liðsins. Stuðningsmenn Manchester United fara þó fyrst að sakna Chicharito þegar þeir sjá þá ótrúlegu tölfræði að litli markheppni framherjinn frá Mexíkó er búinn að skora fimm mörkum fleira en allt lið Manchester United frá og með 20. október síðastliðnum. Chicharito er búinn að skora 15 mörk í síðustu 12 leikjum með Bayer Leverkusen í öllum keppnum. Á sama tíma er allt Manchester United liðið búið að skora 10 mörk í 12 leikjum í öllum keppnum og mótherjarnir hafa þar af skorað tvö þeirra. Chicharito hefur bara klikkað að skora í tveimur leikjum á þessu tímabili en Manchester United hefur fimm sinnum mistekist að skora. Hér fyrir neðan má sjá þessa ótrúlegu tölfræði útlistaða hjá Javier Hernández með Bayer Leverkusen og öllu Manchester United liðinu.Leikir og mörk Javier Hernández síðan 20. október: 20. október: 4-4 jafntefli við Roma - 2 mörk 24. október: 4-3 sigur á Stuttgart - 1 mark 28. október: 6-0 sigur á Viktoria Köln - 2 mörk 31. október: 1-2 tap fyrir Wolfsburg - 1 mark 4. nóvember: 2-3 tap fyrir Roma - 1 mark 7. nóvember: 1-2 tap fyrir Köln - 1 mark 21. nóvember: 3-1 sigur á Frankfurt - 2 mörk 24. nóvember: 1-1 jafntefli við BATE Borisov - Skoraði ekki 29. nóvember: 1-1 jafntefli við Schalke 04 - Skoraði ekki 5. desember: 1-2 tap fyrir Hertha BSC - 1 mark 9. desember: 1-1 jafntefli við Barcelona - 1 mark 12. desember: 5-0 sigur á Gladbach - 3 mörkSamtals: 15 mörkLeikir Manchester United síðan 20. október 21. október: 1-1 jafntefli við CSKA Moskvu - 1 mark 25. október: 0-0 jafntefli við Manchester City - 0 mörk 28. október: 0-0 janftefli við Middlesbrough (1-3 tap í vítakeppni) - 0 mörk 31. októtber: 0-0 jafntefli við Crystal Palace - 0 mörk 3. nóvember: 1-0 sigur á CSKA Moskvu - 1 mark 7. nóvember: 2-0 sigur á West Bromwich - 2 mörk 21. nóvember: 2-1 sigur á Watford - 2 mörk (1 sjálfsmark) 25. nóvember: 0-0 jafntefli við PSV Eindhoven - 0 mörk 28. nóvember: 1-1 jafntefli við Leicester City - 1 mark 5. desember: 0-0 jafntefli við West Ham - 0 mörk 8. desember: 2-3 tap fyrir Wolfsburg - 2 mörk (1 sjálfsmark) 12. desember: 1-2 tap fyrir Bournemouth - 1 markSamtals: 10 mörk (2 sjálfsmörk)
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Sjá meira