Martraðarárið 2015 hjá Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2015 14:00 Cristiano Ronaldo og Gareth Bale. Vísir/Getty Þetta er alls ekki búið að vera gott ár fyrir spænska stórliðið og í rauninni hefur þetta verið sannkallað matraðarár. Cheryshev-málið er enn eitt vandræðalega dæmið sem kemur innan raða Real Madrid á árinu 2015. Florentino Perez, forseti Real Madrid, hefur haft í nógu að snúast þegar hvert fjölmiðlafárið á fætur öðru dynur á Bernebau. Spænska blaðið Sport tók saman öll vandræði Real Madrid á árinu 2015 og sló því upp á forsíðu sinni. Það skal tekið fram að Sport er gefið út í Katalóníu og er án efa hliðholt Barcelona.Carlo Ancelotti fékk aðeins tvö tímabil hjá Real Madrid þrátt fyrir að hafa unnið tíunda Evrópumeistaratitilinn vorið 2014. Titlalaust 2014-15 tímabil var ekki ásættanlegt hjá Florentino Perez. Greiin Sport tekur fyrir brottrekstur Ancelotti en nefnir einnig fleiri neikvæð mál frá árinu.Iker Casillas kvaddi félagið eftir 25 ár en brotthvarf hans var ekki dæmigerð fyrir goðssögn sem hafði unnið allt með félaginu síðan að hann lék fyrsta leikinn sinn sextán ára gamall. Casillas lét ýmislegt flakka og þrátt fyrir að forráðamenn félagsins hafi reynt að skipuleggja kveðjuathöfn var skaðinn löngu skeður.Önnur slæm markvarðarsaga frá árinu var þegar faxið kom of seint og Real Madrid missti af David De Gea en markvörður Manchester United var orðaður við Real allt sumarið. Það var allt klárt og bæði félög höfðu samþykkt kaupin en þau gengu ekki í gegn þar sem samningurinn kom of seint í gegnum faxtækið. Félagsskiptaglugginn lokaði og De Gea hefur nú ákveðið að framtíð hans sé hjá United. Keylor Navas stendur því í marki Real Madrid en ekki David De Gea, spænski strákurinn frá Madrid sem hafði dreymt um að spila með stórliðinu.Cristiano Ronaldo og Karim Benzema koma líka við sögu. Myndir af Cristiano Ronaldo ræða við fulltrúa Paris Saint Germain á Santiago Bernabeu urðu að fjölmiðlamáli á Spáni og Ronaldo er nú stanslaus orðaður við franska liðið.Vandræði Karim Benzema eru af öðrum toga en hann er einn af aðalleikurunum í hneykslismáli í kringum kynlífsmyndband landa hans Valbuena og mútumáli því tengdu. Benzema gæti fengið dóm sem gæti þýtt endalok hans hjá Real Madrid. Það var ekki til að bæta stöðuna að Real Madrid steinlá síðan 4-0 á heimavelli á móti Barcelona í "El Classico" og það var kannski sárast af öllu. Fjölmiðlarnir fóru hamförum enda stórtap á Santiago Bernabeu ekki það sem Rafa Benitez og lærisveinar hans þurftu á að halda á þessari stundu. Fjölmiðlar heimtuðu brottrekstur Benitez og sumir vildu líka sjá Florentino Perez stíga niður.Nýjasta dæmið er síðan þegar Denis Cheryshev lék í bikarleik liðsins í vikunni þrátt fyrir að hafa átt að vera í leikbanni. Cheryshev átti eftir að taka út leikbann vegna spjalda sem hann hlaut þegar hann var í láni hjá Villarreal. Hér fyrir neðan má sjá forsíðu Sport en það er síðan hægt að nálgast greinina hér. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Beint: Hvaða þjóðir enda saman í riðli á HM í fótbolta 2026? Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sjá meira
Þetta er alls ekki búið að vera gott ár fyrir spænska stórliðið og í rauninni hefur þetta verið sannkallað matraðarár. Cheryshev-málið er enn eitt vandræðalega dæmið sem kemur innan raða Real Madrid á árinu 2015. Florentino Perez, forseti Real Madrid, hefur haft í nógu að snúast þegar hvert fjölmiðlafárið á fætur öðru dynur á Bernebau. Spænska blaðið Sport tók saman öll vandræði Real Madrid á árinu 2015 og sló því upp á forsíðu sinni. Það skal tekið fram að Sport er gefið út í Katalóníu og er án efa hliðholt Barcelona.Carlo Ancelotti fékk aðeins tvö tímabil hjá Real Madrid þrátt fyrir að hafa unnið tíunda Evrópumeistaratitilinn vorið 2014. Titlalaust 2014-15 tímabil var ekki ásættanlegt hjá Florentino Perez. Greiin Sport tekur fyrir brottrekstur Ancelotti en nefnir einnig fleiri neikvæð mál frá árinu.Iker Casillas kvaddi félagið eftir 25 ár en brotthvarf hans var ekki dæmigerð fyrir goðssögn sem hafði unnið allt með félaginu síðan að hann lék fyrsta leikinn sinn sextán ára gamall. Casillas lét ýmislegt flakka og þrátt fyrir að forráðamenn félagsins hafi reynt að skipuleggja kveðjuathöfn var skaðinn löngu skeður.Önnur slæm markvarðarsaga frá árinu var þegar faxið kom of seint og Real Madrid missti af David De Gea en markvörður Manchester United var orðaður við Real allt sumarið. Það var allt klárt og bæði félög höfðu samþykkt kaupin en þau gengu ekki í gegn þar sem samningurinn kom of seint í gegnum faxtækið. Félagsskiptaglugginn lokaði og De Gea hefur nú ákveðið að framtíð hans sé hjá United. Keylor Navas stendur því í marki Real Madrid en ekki David De Gea, spænski strákurinn frá Madrid sem hafði dreymt um að spila með stórliðinu.Cristiano Ronaldo og Karim Benzema koma líka við sögu. Myndir af Cristiano Ronaldo ræða við fulltrúa Paris Saint Germain á Santiago Bernabeu urðu að fjölmiðlamáli á Spáni og Ronaldo er nú stanslaus orðaður við franska liðið.Vandræði Karim Benzema eru af öðrum toga en hann er einn af aðalleikurunum í hneykslismáli í kringum kynlífsmyndband landa hans Valbuena og mútumáli því tengdu. Benzema gæti fengið dóm sem gæti þýtt endalok hans hjá Real Madrid. Það var ekki til að bæta stöðuna að Real Madrid steinlá síðan 4-0 á heimavelli á móti Barcelona í "El Classico" og það var kannski sárast af öllu. Fjölmiðlarnir fóru hamförum enda stórtap á Santiago Bernabeu ekki það sem Rafa Benitez og lærisveinar hans þurftu á að halda á þessari stundu. Fjölmiðlar heimtuðu brottrekstur Benitez og sumir vildu líka sjá Florentino Perez stíga niður.Nýjasta dæmið er síðan þegar Denis Cheryshev lék í bikarleik liðsins í vikunni þrátt fyrir að hafa átt að vera í leikbanni. Cheryshev átti eftir að taka út leikbann vegna spjalda sem hann hlaut þegar hann var í láni hjá Villarreal. Hér fyrir neðan má sjá forsíðu Sport en það er síðan hægt að nálgast greinina hér.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Beint: Hvaða þjóðir enda saman í riðli á HM í fótbolta 2026? Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sjá meira