Bandarískir hermenn sendir til Sýrlands Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. október 2015 08:00 Bandarískir hermenn sem þessir munu brátt hafa fasta viðveru í Sýrlandi í fyrsta sinn. nordicphotos/afp Tæplega fimmtíu bandarískir hermenn úr sérsveit Bandaríkjahers verða sendir til Sýrlands á næstunni. Aðgerðin markar tímamót vegna þess að Bandaríkjamenn hafa hingað til ekki haft fasta viðveru hermanna á jörðu niðri í Sýrlandi heldur einungis stuðst við loftárásir í baráttunni gegn Íslamska ríkinu (ISIS). Bandaríska varnarmálaráðuneytið, Pentagon, tilkynnti um aðgerðina í gær. Hlutverk sérsveitarmannanna verður að mestu að þjálfa og aðstoða sýrlenska uppreisnarmenn í norðurhluta landsins í baráttunni gegn ISIS auk þess að veita þeim ráðgjöf. Áður hafa Bandaríkjamenn sent sérsveitarmenn til landsins til að vinna að sérstökum hernaðaraðgerðum gegn Íslamska ríkinu en ekki hafa þeir áður haft fasta viðveru á jörðu niðri. Bandaríkjaher og aðrir aðilar bandalagsins gegn ISIS hafa hins vegar staðið í ströngu við loftárásir í rúmt ár. Josh Earnest, talsmaður forsetaembættis Bandaríkjanna, sagði í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti vildi styðja af auknum mætti við sýrlenska uppreisnarmenn. „Forsetinn er reiðubúinn að efla þau verkefni sem vel hafa gengið. Þessi aðgerð gengur út á að herða á stefnu sem við höfum rætt í rúmt ár,“ sagði Earnest. Hann þvertók fyrir það að aðgerðin markaði ekki stefnubreytingu. Tilkynningin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers um að hætta að þjálfa uppreisnarmenn í Sýrlandi með beinum hætti heldur verða leiðtogum uppreisnarmanna úti um vopn í staðinn. Þegar Earnest var spurður hvort sérsveitarmennirnir sem sendir verða væru ekki of fáir svaraði hann neitandi. „Sérsveitarmennirnir okkar eru mikilvægir og geta margfaldað gildi uppreisnarmannanna. Forsetinn býst við því að þeir muni efla aðgerðir okkar og styðja vel við staðbundna uppreisnarmenn í Sýrlandi í stríðinu gegn ISIS. Þetta hefur verið einn mikilvægasti þáttur aðferðafræði okkar allt frá byrjun, að byggja undir staðbundin öfl,“ sagði Earnest. Ásamt því að senda menn til Sýrlands munu Bandaríkjamenn einnig auka viðveru sína í Tyrklandi með því að senda þangað fleiri herþotur. Einnig er horft til þess að senda sambærilegan hóp til Íraks á næstunni í sama tilgangi. Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Tæplega fimmtíu bandarískir hermenn úr sérsveit Bandaríkjahers verða sendir til Sýrlands á næstunni. Aðgerðin markar tímamót vegna þess að Bandaríkjamenn hafa hingað til ekki haft fasta viðveru hermanna á jörðu niðri í Sýrlandi heldur einungis stuðst við loftárásir í baráttunni gegn Íslamska ríkinu (ISIS). Bandaríska varnarmálaráðuneytið, Pentagon, tilkynnti um aðgerðina í gær. Hlutverk sérsveitarmannanna verður að mestu að þjálfa og aðstoða sýrlenska uppreisnarmenn í norðurhluta landsins í baráttunni gegn ISIS auk þess að veita þeim ráðgjöf. Áður hafa Bandaríkjamenn sent sérsveitarmenn til landsins til að vinna að sérstökum hernaðaraðgerðum gegn Íslamska ríkinu en ekki hafa þeir áður haft fasta viðveru á jörðu niðri. Bandaríkjaher og aðrir aðilar bandalagsins gegn ISIS hafa hins vegar staðið í ströngu við loftárásir í rúmt ár. Josh Earnest, talsmaður forsetaembættis Bandaríkjanna, sagði í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti vildi styðja af auknum mætti við sýrlenska uppreisnarmenn. „Forsetinn er reiðubúinn að efla þau verkefni sem vel hafa gengið. Þessi aðgerð gengur út á að herða á stefnu sem við höfum rætt í rúmt ár,“ sagði Earnest. Hann þvertók fyrir það að aðgerðin markaði ekki stefnubreytingu. Tilkynningin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers um að hætta að þjálfa uppreisnarmenn í Sýrlandi með beinum hætti heldur verða leiðtogum uppreisnarmanna úti um vopn í staðinn. Þegar Earnest var spurður hvort sérsveitarmennirnir sem sendir verða væru ekki of fáir svaraði hann neitandi. „Sérsveitarmennirnir okkar eru mikilvægir og geta margfaldað gildi uppreisnarmannanna. Forsetinn býst við því að þeir muni efla aðgerðir okkar og styðja vel við staðbundna uppreisnarmenn í Sýrlandi í stríðinu gegn ISIS. Þetta hefur verið einn mikilvægasti þáttur aðferðafræði okkar allt frá byrjun, að byggja undir staðbundin öfl,“ sagði Earnest. Ásamt því að senda menn til Sýrlands munu Bandaríkjamenn einnig auka viðveru sína í Tyrklandi með því að senda þangað fleiri herþotur. Einnig er horft til þess að senda sambærilegan hóp til Íraks á næstunni í sama tilgangi.
Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira