Fótbolti

Hópurinn fyrir fyrsta leik í undankeppni EM klár hjá kvennalandsliðinu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Markavélin Fanndís Friðriksdóttir er í hópnum.
Markavélin Fanndís Friðriksdóttir er í hópnum. vísir/stefán
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, kynnti í dag 20 manna hópinn sem valinn var fyrir næstu verkefni liðsins.

Stelpurnar okkar taka á móti Slóvökum á Laugardalsvellinum 18. september í vináttuleik, en það verður generalprufan fyrir fyrsta leik í undankeppni EM 2017.

Fyrsti leikurinn í undankeppninni verður fjórum dögum síðar, þann 22. september, en þar mæta stelpurnar Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli.

Auk Íslands og Hvíta-Rússlands eru í riðlinum Makedónía, Skotland og Slóvenía.

Fátt kemur á óvart í vali Freys, en í hópnum er Guðrún Arnardóttir,tvítugur  miðvörður Breiðabliks, sem á aðeins einn landsleik að baki.

Guðrún hefur spilað frábærlega í sumar og er stór ástæða þess að Blikar hafa aðeins fengið á sig fjögur mörk í 17 leikjum.

Markverðir:

Guðbjörg Gunnarsdóttir, Lilleström

Sandra Sigurðardóttir, Stjörnunni

Sonny Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki

Aðrir leikmenn:

Anna Björk Kristjánsdóttir, Stjörnunni

Arna Sif Ásgrímsdóttir, Gautaborg

Ásgerður S. Baldursdóttir, Stjörnunni

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Fylki

Dagný Brynjarsdóttir, Selfossi

Elísa Viðarsdóttir, Kristianstads

Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki

Glódís Perla Viggósdóttir, Eskilstuna

Guðrún Arnardóttir, Breiðabliki

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Stabæk

Hallbera Guðný Gísladóttir, Breiðabliki

Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni

Hólmfríður Magnúsdóttir, Avaldsnes

Margrét Lára Viðarsdóttir, Kristianstads

Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki

Sandra María Jessen, Þór

Sara Björk Gunnarsdóttir, FC Rosengard




Fleiri fréttir

Sjá meira


×