Fyndinn karakter sem er til í allt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2015 07:00 Gaëlle Enganamouit er mikill stuðbolti. vísir/getty Gaëlle Enganamouit hefur ekki farið fram hjá neinum sem hefur fylgst með HM kvenna í Kanada, enda spilar hún frábærlega auk þess sem einstök hárgreiðsla hennar fer ekki fram hjá neinum. Enganamouit skoraði þrjú mörk fyrir Kamerún í riðlinum og er ein af markahæstu leikmönnum keppninnar. Hún hefur einnig vakið athygli fyrir frammistöðu sína í sænsku úrvalsdeildinni þar sem hún spilaði við hlið íslensku landsliðskonunnar Glódísar Perlu Viggósdóttur hjá Eskilstuna. Glódís Perla er á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku og saman hafa þær hjálpað Eskilstuna að vinna fimm af fyrstu sjö leikjum sínum í deildinni. Liðið er í þriðja sætinu í HM-fríinu efir 2-1 sigur á Örebro í síðasta leiknum, þar sem Glódís Perla lagði upp sigurmarkið og Gaëlle Enganamouit skoraði það fyrra. Glódís Perla hefur annars staðið sig mjög vel í þriggja manna vörn liðsins.Frábær leikmaður „Hún er frábær leikmaður,“ segir Glódís Perla, sem þekkir vel til styrkleika Gaëlle Enganamouit enda dekkar hún hana mikið á æfingum Eskilstuna. „Hún er ótrúlega sterkur leikmaður en hefur líka góðan hraða. Það er erfitt að spila á móti leikmanni sem hefur bæði styrk og hraða og það eru heldur ekki margir slíkir leikmenn til, enda hefur framherji oftast bara annaðhvort,“ segir Glódís. „Hún er rosalega góð að fá boltann og halda honum fyrir liðið þannig að við getum allar fært okkur ofar. Hún skiptir rosalega miklu máli fyrir okkur,“ segir Glódís um mikilvægi Enganamouit í liði Eskilstuna. Kamerún er á sínu fyrsta heimsmeistaramóti kvenna og er komið í sextán liða úrslitin sem hefjast um helgina. Kamerún tapaði öllum þremur leikjum sínum á Ólympíuleikunum í London 2012 og Gaëlle Enganamouit hafði ekki alltof mikla trú á liðinu fyrir HM. „Það fyndnasta við þetta er þegar hún var að tala um að hún væri að fara á HM þá talaði hún alltaf um hvað Kamerún væri með lélegt lið. Hún talað um hvað þær væru ógeðslega lélegar og að hún væri langbesti leikmaðurinn,“ segir Glódís Perla í léttum tón. „Við vorum því bara í sjokki þegar við sáum fyrsta leikinn þar sem þær voru að spila flottan fótbolta. Hvað var hún að bulla því þær eru ótrúlega góðar,“ segir Glódís, en Kamerún vann 6-0 sigur í fyrsta leik þar sem Gaëlle Enganamouit skoraði þrennu daginn fyrir 23 ára afmælið sitt. Hún átti líka þátt í öllum sex mörkunum og fiskaði einnig rautt spjald. „Það kom mér ekki óvart að sjá hana standa sig svona vel og var frekar pirruð að hún væri að skora þrennur með þeim frekar en okkur,“ segir Glódís hlæjandi. „Hún á að til að vera svolítið löt en mér fannst hún ekki vera þannig í þessum leikjum með Kamerún. Nú verðum við að pressa aðeins meira á hana og koma henni í betra form,“ segir Glódís, en Eskilstuna spilar sinn fyrsta leik eftir HM-frí 11. júlí næstkomandi.Gaëlle er komin með þrjú mörk á HM.vísir/gettyMjög skemmtilegt stelpa „Hún er mjög fyndin og skemmtilegur karakter. Hún er til í allt og lætur mann hlæja mikið með því að segja okkur fyndnar sögur. Þetta er mjög skemmtileg stelpa,“ segir Glódís. „Það vantaði sjálfstraust í hana í byrjun tímabilsins hjá okkur til þess að klára betur færin, en svo var hún búin að skora í síðustu þremur leikjunum með okkur áður en hún fór út. Ég er svo glöð yfir að hún skuli að standa sig vel á HM því þá kemur hún svo peppuð aftur til okkar,“ segir Glódís. „Við í liðinu vorum að vonast eftir því að Svíþjóð og Kamerún myndu komast áfram og mætast í sextán liða úrslitunum. Það hefði verði mjög skemmtilegur leikur,“ segir Glódís, en Kamerún mætir Kína á meðan Svíar spila við hið geysisterka lið Þýskalands. Til þess að Kamerún og Svíþjóð mætist á HM þurfa bæði liðin að komast alla leið í undanúrslitin en þá þurfa þau að vinna mjög sterk lið eins og Þýskaland og Bandaríkin. Glódís á líka liðsfélaga í sænska landsliðinu en með hverjum heldur hún á HM?Heldur með Kamerún „Ég held eiginlega með Kamerún. Það er alltaf gaman þegar nýtt og skemmtilegt lið kemur inn og á gott mót,“ segir Glódís, en þegar hún horfir á HM er hún að horfa á marga leikmenn sem hún er að mæta í sænsku deildinni. Er skemmtilegra að horfa á HM þannig? „Ég verð bara meira svekkt yfir því að Ísland sé ekki þarna. Þegar ég er að horfa á þessa leiki þá hugsa ég að við eigum fullt erindi þangað,“ segir Glódís. Fótbolti Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira
Gaëlle Enganamouit hefur ekki farið fram hjá neinum sem hefur fylgst með HM kvenna í Kanada, enda spilar hún frábærlega auk þess sem einstök hárgreiðsla hennar fer ekki fram hjá neinum. Enganamouit skoraði þrjú mörk fyrir Kamerún í riðlinum og er ein af markahæstu leikmönnum keppninnar. Hún hefur einnig vakið athygli fyrir frammistöðu sína í sænsku úrvalsdeildinni þar sem hún spilaði við hlið íslensku landsliðskonunnar Glódísar Perlu Viggósdóttur hjá Eskilstuna. Glódís Perla er á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku og saman hafa þær hjálpað Eskilstuna að vinna fimm af fyrstu sjö leikjum sínum í deildinni. Liðið er í þriðja sætinu í HM-fríinu efir 2-1 sigur á Örebro í síðasta leiknum, þar sem Glódís Perla lagði upp sigurmarkið og Gaëlle Enganamouit skoraði það fyrra. Glódís Perla hefur annars staðið sig mjög vel í þriggja manna vörn liðsins.Frábær leikmaður „Hún er frábær leikmaður,“ segir Glódís Perla, sem þekkir vel til styrkleika Gaëlle Enganamouit enda dekkar hún hana mikið á æfingum Eskilstuna. „Hún er ótrúlega sterkur leikmaður en hefur líka góðan hraða. Það er erfitt að spila á móti leikmanni sem hefur bæði styrk og hraða og það eru heldur ekki margir slíkir leikmenn til, enda hefur framherji oftast bara annaðhvort,“ segir Glódís. „Hún er rosalega góð að fá boltann og halda honum fyrir liðið þannig að við getum allar fært okkur ofar. Hún skiptir rosalega miklu máli fyrir okkur,“ segir Glódís um mikilvægi Enganamouit í liði Eskilstuna. Kamerún er á sínu fyrsta heimsmeistaramóti kvenna og er komið í sextán liða úrslitin sem hefjast um helgina. Kamerún tapaði öllum þremur leikjum sínum á Ólympíuleikunum í London 2012 og Gaëlle Enganamouit hafði ekki alltof mikla trú á liðinu fyrir HM. „Það fyndnasta við þetta er þegar hún var að tala um að hún væri að fara á HM þá talaði hún alltaf um hvað Kamerún væri með lélegt lið. Hún talað um hvað þær væru ógeðslega lélegar og að hún væri langbesti leikmaðurinn,“ segir Glódís Perla í léttum tón. „Við vorum því bara í sjokki þegar við sáum fyrsta leikinn þar sem þær voru að spila flottan fótbolta. Hvað var hún að bulla því þær eru ótrúlega góðar,“ segir Glódís, en Kamerún vann 6-0 sigur í fyrsta leik þar sem Gaëlle Enganamouit skoraði þrennu daginn fyrir 23 ára afmælið sitt. Hún átti líka þátt í öllum sex mörkunum og fiskaði einnig rautt spjald. „Það kom mér ekki óvart að sjá hana standa sig svona vel og var frekar pirruð að hún væri að skora þrennur með þeim frekar en okkur,“ segir Glódís hlæjandi. „Hún á að til að vera svolítið löt en mér fannst hún ekki vera þannig í þessum leikjum með Kamerún. Nú verðum við að pressa aðeins meira á hana og koma henni í betra form,“ segir Glódís, en Eskilstuna spilar sinn fyrsta leik eftir HM-frí 11. júlí næstkomandi.Gaëlle er komin með þrjú mörk á HM.vísir/gettyMjög skemmtilegt stelpa „Hún er mjög fyndin og skemmtilegur karakter. Hún er til í allt og lætur mann hlæja mikið með því að segja okkur fyndnar sögur. Þetta er mjög skemmtileg stelpa,“ segir Glódís. „Það vantaði sjálfstraust í hana í byrjun tímabilsins hjá okkur til þess að klára betur færin, en svo var hún búin að skora í síðustu þremur leikjunum með okkur áður en hún fór út. Ég er svo glöð yfir að hún skuli að standa sig vel á HM því þá kemur hún svo peppuð aftur til okkar,“ segir Glódís. „Við í liðinu vorum að vonast eftir því að Svíþjóð og Kamerún myndu komast áfram og mætast í sextán liða úrslitunum. Það hefði verði mjög skemmtilegur leikur,“ segir Glódís, en Kamerún mætir Kína á meðan Svíar spila við hið geysisterka lið Þýskalands. Til þess að Kamerún og Svíþjóð mætist á HM þurfa bæði liðin að komast alla leið í undanúrslitin en þá þurfa þau að vinna mjög sterk lið eins og Þýskaland og Bandaríkin. Glódís á líka liðsfélaga í sænska landsliðinu en með hverjum heldur hún á HM?Heldur með Kamerún „Ég held eiginlega með Kamerún. Það er alltaf gaman þegar nýtt og skemmtilegt lið kemur inn og á gott mót,“ segir Glódís, en þegar hún horfir á HM er hún að horfa á marga leikmenn sem hún er að mæta í sænsku deildinni. Er skemmtilegra að horfa á HM þannig? „Ég verð bara meira svekkt yfir því að Ísland sé ekki þarna. Þegar ég er að horfa á þessa leiki þá hugsa ég að við eigum fullt erindi þangað,“ segir Glódís.
Fótbolti Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira