Loftslagsmál

Fréttamynd

Heimur á heljar­þröm

Þegar Covid faraldurinn geysaði um víða veröld voru uppi raddir um það að nota ætti tækifærið, þegar umsvif manna minnkuðu á nánast öllum sviðum, til þess að skrúfa niður neyslusamfélagið. Það yrði hvort sem er að gera fyrr eða seinna ef koma ætti í veg fyrir hörmungar vegna loftlagsbreytinga og áhrif þeirra á lífsviðurværi stórs hluta mannkyns.

Skoðun
Fréttamynd

Gull­verð­laun í mengun

Það stendur til að dæla niður 3 milljónum tonna af menguðu CO2 við Straumsvík nokkur hundruð metrum frá sprungusvæði í íbúabyggð. Þetta er menguð lofttegund sem hefur verið fönguð í Evrópu og á að sigla með til Íslands í sérútbúnum tankskipum.

Skoðun
Fréttamynd

Mengum minna

Heiðar Guðjónsson hefur allt á hornum sér gagnvart Orkuveitunni og dótturfyrirtæki hennar Carbfix í grein hér á Vísi sem ber fyrirsögnina “Mengum meira”. Aðrir hafa hrakið sumt í grein Heiðars en víkja þarf að fleiru.

Skoðun
Fréttamynd

Beryl lék Mexíkó grátt

Fellibylurinn Beryl gekk yfir Júkatanskagan í Mexíkó í gær og í nótt eftir að hafa valdið umfangsmikilli eyðileggingu víðs vegar um Karabíahafið og að minnsta kosti tíu dauðsföllum.

Erlent
Fréttamynd

Leggja til íbúakosningu vegna fram­kvæmda Carbfix

Viðreisn hyggst leggja fram tillögu innan bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, þar sem flokkurinn er í minnihluta, að íbúakosning fari fram um leyfi Carbfix til þess að koma upp aðstöðu fyrir loftslagsverkefnið Coda Terminal.

Innlent
Fréttamynd

Af hverju að byggja Coda Terminal?

Carbfix hefur frá árinu 2007 lagt lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn loftslagsbreytingum með því að sinna viðamiklu rannsóknarstarfi sem hefur leitt af sér sannaða leið til þess að breyta lofttegundinni koldíoxíði (CO2) í steindir (karbónöt).

Skoðun
Fréttamynd

Um­ræðan verði að vera mál­efna­leg

Edda Sif Pind Aradóttir framkvæmdastjóri Carbfix segir eðlilegt að íbúar spyrji spurninga um verkefni fyrirtækisins í Straumsvík. Umræðan verði hins vegar að vera málefnaleg. 

Innlent
Fréttamynd

Fata­söfnunar­gámar Rauða krossins fjar­lægðir á næstu dögum

Guðbjörg Rut Pálmadóttir flokkunarstjóri í Fataverkefni Rauða kross Íslands segir stefnt á að fjarlægja alla fatasöfnunargáma Rauða krossins af grenndarstöðvum í þessari viku. Eftir það mun Sorpa sjá um fatasöfnun en Grænir skátar munu sjá um að tæma og hirða gámana fyrir Sorpu. Nýir gámar eru grænir og allir merktir fyrir textíl. 

Innlent
Fréttamynd

Allt að fimm­tíu prósent aukning til­fella al­var­legrar ó­kyrrðar

Loftslagsbreytingar verða þess valdandi að tilfellum ókyrrðar í háloftunum fjölgar. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku.is í samtali við fréttastofu. Hækkandi hitastig í veðrahvolfinu, neðra hluta lofthjúpsins, hefur þau áhrif að kólnar í heiðhvolfinu og hitamunurinn veldur aukinni ókyrrð.

Innlent
Fréttamynd

„Enn fólk að birtast sem hafði ekki hug­mynd um þetta“

Tæplega 4500 manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem staðsetningu borteiga Carbfix í Hafnarfirði er mótmælt. Þar stendur til að dæla koldíoxíð í berg á svæðinu sunnan við álverið í Straumsvík, steinsnar frá íbúabyggð á Völlunum. Ábyrgðarmaður undirskriftarlistans segir fjölda íbúa hafa ekki áttað sig á því hvað sé í uppsiglingu. 

Innlent
Fréttamynd

Varað við felli­bylnum Ber­yl sem er á leið yfir Karíba­hafið

Fellibylurinn Beryl er nú á leið yfir Karíbahafið. Fellibylurinn hefur verið flokkaður sem afar hættulegur, í flokki fjögur af fimm flokkum. Fellibyljastofnun Bandaríkjanna spáir mannskæðum vindi og mögulega flóðbylgjum þar sem rignir mikið. Beryl er fyrsti fellibylur tímabilsins. Svo stór fellibylur hefur ekki sést svo snemma síðan árið 2005. 

Erlent
Fréttamynd

Banninu verður ekki flýtt

Ráðherra orkumála segir að banni við nýskráningum á bílum sem ganga á jarðefnaeldsneyti verði ekki flýtt. Það sé þó mikilvægt fyrir Íslendinga að átta sig á því að hagkvæmast sé að keyra um á rafbílum. 

Bílar
Fréttamynd

Ís­lenskir jöklar minnka um fjöru­tíu fer­kíló­metra á ári

Heildarflatarmál íslenskra jökla minnkar um það bil um 40 ferkílómetra á ári, eða sem nemur einu Mývatni á ári. Frá aldamótum hefur flatarmál íslensku jöklanna minnkað um um það bil 850 ferkílómetra eða sem samsvarar næstum tíu Þingvallavötnum. Hop íslensku jöklanna er sagt skýrt merki um hlýnandi loftslag. Jöklafræðingar segja áríðandi að fylgjast vel með og minna á alvarlega stöðu. 

Innlent
Fréttamynd

Loftslagsáætlun á hugmyndastigi

Síðastliðinn föstudag kynntu fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar nýja og uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem hefur verið í vinnslu síðastliðin tvö ár í þéttu samstarfi stjórnvalda og atvinnulífsins. Stórauknum fjölda aðgerða var lýst sem fagnaðarefni, en áætlunin hefur að geyma 150 aðgerðir í stað 50 áður.

Skoðun
Fréttamynd

Sex vatns­afls­virkjanir á leið í nýtingarflokk

Sex nýjar vatnsaflsvirkjanir eru á grænu ljósi og á leiðinni í nýtingarflokk, samkvæmt tillögum verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Hún leggur hins vegar til að þrjár virkjanir verði ekki leyfðar og fari í verndarflokk.

Innlent
Fréttamynd

Kynntu á annað hundrað að­gerðir í loftslagsmálum

Hundrað og fimmtíu aðgerðir voru kynntar í nýrri áætlun í loftslagsmálum í dag. Hún felur í sér grundvallarbreytingu í nálgun stjórnvalda hvað varðar samtal við atvinnulíf og sveitarfélög um loftslagsmál. Fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu uppfærða útgáfu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum í dag. Aðgerðaáætlunin samanstendur af 92 loftslagsaðgerðum og 58 loftslagstengdum verkefnum.

Innlent
Fréttamynd

Kynna 150 að­gerðir í loftslagsmálum

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið heldur kynningarfund í dag þar sem uppfærð áætlun stjórnvalda í loftslagsmálum, sem inniheldur einar 150 aðgerðir, verður kynnt.

Innlent
Fréttamynd

Lokuðu ferða­manna­stöðum og skólum vegna mikils hita

Loka þurfti einum vinsælasta ferðamannastað í Grikklandi, Akrópólis í Aþenu, í dag vegna mikils hita. Þá var einnig skólum lokað og gefin úr viðvörun frá heilbrigðisyfirvöldu. Hitabylgja gengur nú yfir landið. Methiti, miðað við árstíma, var í dag og verður á morgun í Aþenu. Hitastigið gæti náð 43 gráðum.

Erlent
Fréttamynd

Running Tide segir upp öllu starfs­fólki á Ís­landi

Fyrirtækið Running Tide sagði síðasta föstudag öllu sínu starfsfólki á Íslandi upp. Kristinn Árni L. Hróbjartsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði frá þessu á Linkedin síðu sinni í dag. Hann segir síðasta föstudag einn þann erfiðasta dag sem hann hefur upplifað. Hann segir fyrirtækið ekki gjaldþrota og að allir starfsmenn muni fá laun greidd út uppsagnarfrest og allir birgjar fái greitt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Í­huga að virða tíma­móta­dóm að vettugi

Neðri deild svissneska þingsins greiðir atkvæði um tillögu um að stjórnvöld hunsi tímamótadóm Mannréttindadómstóls Evrópu um að þau yrðu að gera meira til þess að draga úr hnatttrænni hlýnun. Þingmenn saka dómstólinn um inngrip í innri málefni landsins.

Erlent