Dómsmál

Fréttamynd

Ríkið mátti ekki lækka laun dómara

Ástríður Grímsdóttir héraðsdómari vann í dag mál á hendur íslenska ríkinu, sem hún höfðaði eftir að henni var tilkynnt um að hún hefði fengið ofgreidd laun. 260 af æðstu embættismönnum þjóðarinnar fengu sams konar tilkynningu.

Innlent
Fréttamynd

Djamm­bannið var lög­legt

Landsréttur sýknaði í dag íslenska ríkið af kröfum eigenda skemmtistaðarins The English Pub. Eigendurnir höfðu krafist skaðabóta vegna fjártjóns af völdum lokunar í covid-faraldrinum.

Innlent
Fréttamynd

Sneri við blaðinu og fékk þriggja ára dóm skil­orðs­bundinn

Árni Khanh Minh Dao var í dag sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnabrot, með því að hafa flutt inn rétt tæplega tvö kíló af sterku metamfetamíni, sem er í daglegu tali kallað spítt, í ferðatösku sem hann tók með sér í áætlunarflug árið 2019. Athygli vekur að fullnustu refsingar hans var frestað til fimm ára.

Innlent
Fréttamynd

Við­snúningur í hoppu­kastala­málinu

Landsréttur hefur fyrirskipað dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra að kalla til tvo matsmenn til að reyna að svara betur þeim spurningum hvað varð til þess að hoppukastali fullur af börnum tókst á loft á Akureyri í júlí 2021.

Innlent
Fréttamynd

Ákærður fyrir nauðgun á skemmtistað

Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir nauðgun á salerni ónefnds skemmtistaðar í Reykjavík í lok mars á síðasta ári. Maðurinn er sagður hafa stungið getnaðarlim sínum í munn konu sem gat ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar.

Innlent
Fréttamynd

Fær bætur vegna ein­angrunar í máli tengdu am­feta­mín­fram­leiðslu

Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða Einari Jökli Einarssyni, sem var sakfelldur fyrir framleiðslu á amfetamíni í Borgarfirði, 750 þúsund krónur í miskabætur vegna gæsluvarðhalds sem hann sætti í tengslum við rannsókn á öðru fíknefnamáli. Hann hafði farið fram á 3,4 milljónir króna í bætur.

Innlent
Fréttamynd

Í gæslu­varð­haldi fyrir að falsa að fyrr­verandi sam­býlis­konan væri á lífi

Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni, sem er grunaður um fjársvik og skjalafals. Maðurinn er sagður hafa í áraraðir haldið því fram að fyrrverandi sambýliskona hans væri á lífi en hún lést árið 2014. Maðurinn dvaldi hins vegar í húsnæði Félagsbústaða, sem var skráð á konuna, tók út lyfseðilskyld lyf hennar og notaði fjármuni sem hún fær enn frá Tryggingastofnun.

Innlent
Fréttamynd

Tekur fyrir deilu um fjár­hæð bóta fyrir varan­lega ör­orku eftir um­ferðar­slys

Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni konu í máli hennar gegn tryggingafélaginu TM þar sem deilt er um fjárhæð bóta fyrir varanlega örorku vegna umferðarslyss sem konan lenti í á Reykjanesbraut árið 2011. Deilt er um við hvaða tekjutímabil eigi að miða við ákvörðun bóta, en konan vildi meira að ungur aldur hennar hafi gert það að verkum að hún hafi fengið greiddar lægri bætur frá tryggingafélaginu en eðlilegt sé.

Innlent
Fréttamynd

Höfuð­kúpu­brotnaði eftir hnefa­högg á djamminu

Karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hrinda manni fyrir utan skemmtistað á Reykjanesi í október árið 2021. Hlaut árásarþoli höfuðkúpubrot og alvarlega varanlega áverka á höfði.

Innlent
Fréttamynd

Rekin úr í­búðinni vegna smá­hunds fóstur­dóttur sinnar

Monika Macowska leigjandi er afar ósátt við hvernig staðið var að riftun leigusamnings hennar og á hvaða forsendum. Smáhundur sem hún fékk fyrir fósturdóttur sína sem er að eiga við áfallastreituröskun eftir alvarlegt áfall er uppgefin ástæða uppsagnarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Játaði að hafa tekið við illa fengnum 7.100 evrum

Albönsk kona á fimmtugsaldri hefur verið dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tekið við 7.100 evrum af óþekktum aðila og ætlað að ferðast með þær til Póllands. Konan var sakfelld fyrir peningaþvætti en fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness að ekki hafi dulist að peningurinn hafi verið ávinningur refsiverðra brota.

Innlent
Fréttamynd

Ákærður fyrir að hafa stungið mann ítrekað með skærum

Á fimmtudaginn í næstu viku hefst aðalmeðferð í máli karlmanns, sem er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, í Héraðsdómi Vesturlands í Borgarnesi. Maðurinn er meðal annars sagður hafa stungið annan ítrekað í líkamann með skærum.

Innlent
Fréttamynd

Safnaði illa þefjandi sorpi og dæmd til að selja íbúðina

Héraðsdómur hefur dæmt eiganda íbúðar í Reykjavík til að flytja úr íbúðinni og selja hana vegna yfirgengilegrar sorpsöfnunar, sem olli nágrönnum gríðarlegum óþægindum. Lögmaður Húseigendafélagsins segir málið algjört undantekningartilvik - og sérstakt fyrir ýmsar sakir.

Innlent
Fréttamynd

Lands­bankinn tapaði Borgunar­málinu í héraðs­dómi

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað félögin BPS, Eignarhaldsfélagið Borgun, Teya Iceland, sem áður hét SaltPay, og Hauk Oddsson, fyrrverandi forstjóra Borgunar, af kröfum Landsbankans í Borgunarmálinu svokallaða. Að mati héraðsdóms var vanræksla Landsbankans á því að gæta hagsmuna sinna höfuðorsök þess að bankinn varð af milljarða söluhagnaði við söluna á eignarhlut í kortafyrirtækinu.

Innherji
Fréttamynd

Magnús Aron dæmdur í sextán ára fangelsi í Barða­vogs­málinu

Magnús Aron Magnússon, 21 árs karlmaður, var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að bana nágranna sínum Gylfa Bergmann Heimissyni utan við heimili beggja í Barðavogi í Reykjavík í júní í fyrra. Níu aðstandendum Gylfa voru dæmdar rúmlega 31,5 milljón króna í miskabætur.

Innlent