Stangveiði Farið að bera á sjóbirting Sjóbirtingsveiðimenn bíða nú eftir sunnanáttinni, líkt og aðrir stangaveiðimenn. Ljóst er að sjóbirtingur er mættur í vatnamót Tungufljóts í Skaftafellssýslu. Veiði 14.9.2011 20:15 Fín veiði í Ytri Rangá Ytri Rangá heldur áfram að skila góðum veiðitölum en um 40-50 laxar hafa verið að veiðast síðastliðna daga í áni. Telst það vera fín veiði miðað við árstíma en í morgun komu 24 laxar á land. Maðkaveiði var leyfð eftir 29. ágúst og fór veiðin í kringum 200 laxar á dag fyrstu daganna en hefur svo dottið niður. Í áni er nú allt leyfilegt, maðkur, spónn og fluga. Veiði 14.9.2011 13:38 Hugmynd að lausn varðandi rjúpnaveiðar Í frétt hér á Vísi í dag er fjallað um rannsóknir Náttúrufræðistofnunar á rjúpunni og segir í greinni: "Rannsóknir Náttúrufræðistofnunar benda til þess að rjúpnastofnin sé mun minni nú en fyrir áratugum. Auk þess komu talningar á stofninum í vor verr út en búist var við. Haustið 2010 var veiðistofninn áætlaður 850.000 fuglar, en er í ár metinn aðeins 350.000 fuglar. Þessar sveiflur í stofninum hafa ekki verið skýrðar með nákvæmum hætti, en umræðan hefur helst snúist um afrán fálka og skotveiði manna". Veiði 13.9.2011 19:21 Stórir urriðar og laxavon á Heiði/Bjallalæk Efsta svæðið í Ytri Rangá hefur verið lítið veitt í sumar enda hefur orðrómur veiðimanna verið á þann veg að svæðið sé erfitt yfirferðar og óaðgengilegt. Ég kíkti upp eftir á sunnudaginn í nokkra tíma til að skoða svæðið og sannreyndist þá að sjaldan á maður að trúa orðróm fyrr en maður getur sannreynt það sjálfur. Veiði 13.9.2011 16:05 Hausttilboð hjá Veiðiflugum Veiðiflugur verða með haust tilboð á völdum vörum frá versluninni. Act4 tvíhendurnar og einhendurnar verða á frábæru tilboði út september ásamt Exp3 einhendunum. Nú er hægt að fá 12,6 feta Act4 tvíhenduna á 45.430 og 13.7 feta tvíhenduna á 48.930 það eru allir sammála um að þessar stangir séu bestu kaupin í dag, og hvað þá eftir 30% afslátt. Veiði 13.9.2011 11:51 Straumfjarðará að ljúka góðu sumri Þær laxveiðiár á vestanverðu landinu sem skilað hafa betri veiði heldur en í fyrra eru líklega teljandi á fingrum annarrar handar og jafnvel þó svo að viðkomandi hönd hefði lent í slysi og tapað einhverjum fingrum. Ein þeirra er Straumfjarðará. Veiði 13.9.2011 11:47 Umsóknarfrestur vegna forúthlutunar SVFR Umsóknarfrestur vegna veiðileyfa í forúthlutun næsta sumar rennur út þann 20. september næstkomandi. Félagsmenn eru hvattir til þess að kynna sér málið. Veiði 13.9.2011 09:52 Góður endasprettur í Hítará Endaspretturinn ætlar að vera ágætur í Hítará á Mýrum. Munar þar mestu um að gamalgróið veiðisvæði kom inn með látum í neðanverðri ánni. Veiði 13.9.2011 09:42 Þrjár skyttur með 78 gæsir eftir morgunflug Gæsaveiðin er farin á fullt og veiðifréttir sem við höfum verið að fá benda til að næstu 2-3 vikurnar verði toppurinn á þessari vertíð. Það sem aftraði oft veiðum í fyrra var sú eindæmis góðveðratíð sem einkenndi haustið. Logn út í eitt, sem er ekki óskaveiður gæsaveiðimanna. Veiði 12.9.2011 12:42 Sjóbirtingurinn byrjaður að ganga af krafti Það eru ágætis fréttir af sjóbirtingsslóðum fyrir austan. Veiðin er ágæt og fiskur kemur vel haldin úr sjó, það hefur helst skyggt á gleðina að sjá nokkuð af fiski með bit eftir Sæsteinssuguna. Eins eru sumar árnar orðnar vatnslitlar svo það þarf bara smá úrhelli til að koma veiðinni í góðann gang aftur. Veiði 12.9.2011 10:21 Veiði lokið í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal Veiði lauk á urriðasvæðunum í Laxá síðastliðin mánaðarmót. Hár meðalþungi einkenndi tímabilið að þessu sinni, þá sérstaklega í Laxárdal. Veiði 12.9.2011 10:16 Mikið um Sæsteinsugubit fyir austann Svo virðist sem að það sé orðin regla frekar en undantekning að sjóbirtingur fyrir austan sé með Steinsuguförum. Fréttir berast frá Geirlandsá, úr Eldvatnsbotnum og úr Tungufljóti um illa útleikna sjóbirtinga í afla veiðimanna. Virðist sem að tíðnin fari vaxandi á milli ára, að minnsta kosti ef eitthvað er að marka upphaf sjóbirtingsvertíðarinnar nú í haust. Veiði 12.9.2011 10:10 Ætlar þú á rjúpu í haust? Það eru alltaf einhverjir sem fá áhuga á skotveiði þegar vinirnir eru búnir að fara á námskeið og fara í nokkra veiðitúra. Til þess að fá tilskilinn réttindi og fræðslu um meðferð skotvopna, bráð og annað sem tengist veiðinni er skilyrði að sækja námskeið. Veiði 9.9.2011 16:31 Mikil veiði í Breiðdal og annar stórlax úr Hrútafjarðará Samkvæmt frétt frá Þresti Elliðasyni hjá Strengjum þá eykst bara veiðin í Breiðdalsá þrátt fyrir erfiðar aðstæður, flóð, rok og núna kulda og síðustu tveir dagar hafa gefið tæplega 50 laxa á dag! Og mikið er það nýr smálax sem er að hellast inn í bland við stórlax og er ekkert lát á göngum. Um 1.130 laxar eru komnir á land og stutt í nýtt met frá því í fyrra sem var 1.178 svo reikna má með því að á bilinu 1.500-1.800 laxar verði lokatalan ef ekkert óvænt kemur upp á næstu þrjár vikur til mánaðamóta er veiði lýkur. Veiði 9.9.2011 16:17 Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Nýjar tölur frá Landssambandi Veiðifélaga liggja fyrir og staðan breytist lítið milli vikna. Systurnar Eystri og Ytri Rangá skiptast á sætum en að öðru leiti breytist staðan lítið. Það má þó sjá að Norðurá verður nálægt sínum lokatölum 2010, Miðfjarðará og Blanda töluvert undir og sama með Þverá/Kjarrá. Selá á töluvert inni og það verður líklega bara veður sem kemur til með að hafa áhrif á síðustu daga veiðitímans þar. Veiði 9.9.2011 09:34 Fyrstu árnar að loka Nú hefur veiði verið lokið í Elliðaánum og eru lokatölur úr henni 1150 laxar sem er ekki nema 14 löxum minna en í fyrra. Áin er full af laxi frá stíflu og upp að Höfuðhyl þannig að nóg er eftir af laxi í ánni til að hrygna. Veiði 9.9.2011 09:25 Umhverfisslys við Ytri Rangá Guðbrandur Einarsson yfirleiðsögumaður í Ytri-Rangá segir losun úrgangs úr kjúklingasláturhúsi Reykjagarðs í ánna verulega óviðunandi. Fréttastofa RÚV sagði frá því í gærkvöld að úrgangur úr sláturhúsinu hefði flætt niður ánna í fyrradag, en Sigurður Árni Geirsson framleiðslustjóri Reykjagarðs sagði að um óhapp hefði verið að ræða og sér væri ekki kunnugt um að slíkt hefði gerst áður Veiði 9.9.2011 09:20 116 sm laxinn í Kjarrá engin lygasaga Við hjá Veiðivísi höfum fengið mjög áræðanlegar heimildir fyrir 116 sm laxinum sem veiddist um daginn í Kjarrá og það sem meira er, fengið staðfestingu á að laxinn hafi verið myndaður. Veiði 8.9.2011 13:51 Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiðimenn, sem luku veiðum í Laxá í Kjós og Bugðu í gær, sáu nokkuð sem þeir telja ólíklegt að þeir eigi eftir að sjá í framtíðinni. Þeir voru á leið niður með ánni, neðst á svokölluðu frísvæði, þegar þeir ráku augun í torkennilegan hlut í miðri ánni. Fyrst héldu þeir að um rusl eða einhvers konar rekald væri að ræða en við nánari skoðun kom í ljós að þarna var á ferðinni gríðarstór lax sem að hluta til stóð upp úr ánni. Veiði 8.9.2011 13:47 Selá er við hundrað laxa markið Fyrr í þessari viku höfðu ríflega níutíu laxar veiðst í Selá í Álftafirði. Að sögn Hauks Elíassonar veiðivarðar er þessi veiði í ágætu meðallagi þótt sumarveiðin hafi enn ekki náð metárinu frá í fyrra. Þá náðust yfir 150 laxar á land. Veiði 7.9.2011 23:04 Stærsti lax sumarsins tók ónefnda flugu í Vatnsdalsá Nils Jörgensen er þegar búinn að veiða fjóra ríflega 20 punda laxa í sumar. Stærsta laxinn veiddi hann í Vatnsdalsá í fyrradag en hann mældist 108 sentímetrar. Galdurinn í haustveiðinni er að nota nýjar flugur. Veiði 7.9.2011 23:05 Enn einn góður dagur í Stóru Laxá Gærdagurinn var enn einn frábæri dagurinn í veiði á neðri svæðum Stóru Laxár. Eins og greint er frá á vef Sogsmanna þá veiddust þar 33 laxar á einum degi og var mikið af stórum og fallegum fiskum í aflanum, þar á meðal einn 102 cm hængur sem var landað í Kálfhagahyl eftir u.þ.b. 40 mínútna baráttu. Veiði 7.9.2011 16:44 Dularfullu flugur sumarsins 2011? Það klikkar ekki að á hverju sumri koma fram leynivopn í veiðinni sem menn ríghalda í að halda leyndu. Menn setja í hvern fiskinn á fætur öðrum á meðan aðrir fá ekki neitt. En hvað veldur því að fiskur tekur sumar flugur betur en aðrar? Er það liturinn, eitthvað nýtt í ánni? Það er erfitt að svara því. Veiði 7.9.2011 16:11 98 sm lax úr Húseyjarkvísl Hópur sem lauk veiðum í Húseyjakvísl nýverið gerði ágætis veiði þrátt fyrir lítið vatn í ánni. Meðal aflans var einn 98 sm lax sem er stærsti laxinn úr ánni í sumar. Hópurinn naut leiðsagnar Sævars og Hörðs Hafsteinssona sem þekkja ánna eins og lófan á sér. Það sýnir og sannar í enn eitt skiptið að menn ættu að hafa leiðsögumenn sér til handa þegar á er veidd í fyrsta skipti. Kostnaðurinn við það er lítill í samanburði við veiðileyfi, bensín o.fl. en skilar aftur á móti miklu betri árangri í veiðinni. Veiði 7.9.2011 15:56 Laxá í Ásum skiptir um hendur Eftir því sem VoV kemst næst, þá hafa verið opnuð tilboð í Laxá á Ásum og í framhaldinu er útlit fyrir að leigutakinn til síðustu ára, Lax-á, verði ekki með ána frá og með næsta sumri. Félagið Salmon Tails, sem er leigutaki Mýrarkvíslar átti hæsta tilboðið. Veiði 7.9.2011 14:06 Fréttir úr Leirvogsá Leirvogsá hefur verið fremur vatnslítil þetta sumarið, í takt við úrkomu hér í nágrenni höfuðborgarinnar. Heildarafli í upphafi vikunnar var 310 laxar. Veiði 7.9.2011 14:01 Tröll á sveimi á Nessvæðinu Það eru hrikaleg tröll á sveimi á Nesveiðum sem endranær. Þau hafa þó ekki náðst á land, þó að 100-103 cm langir laxar séu að veiðast sl. daga. Veiði 6.9.2011 11:10 Veiði lokið í Veiðivötnum Stangveiði í Veiðivötnum lauk miðvikudaginn 24. ágúst. Nú er netaveiðitíminn tekinn við. Alls veiddust 21240 fiskar á stangveiðitímanum. Þetta er talsvert minni afli en undanfarin þrjú ár, en svipað og sumarið 2007. Sumarið 2011 telst vera fimmta besta stangveiðiár í Veiðivötnum frá upphafi. Líklega má kenna kuldatíð framan af sumri um lægri aflatölur að þessu sinni, en undanfarin sumur hafa verið sérlega hagstæð lífríkinu í Veiðivötnum og aflabrögð eftir því. Eins og oft áður var mestur afli úr Litlasjó. Þar veiddust 6016 fiskar. Næst á eftir var Stóra Fossvatn með 2467 fiska. Bæði þessi vötn eru hrein urriðavötn. Langavatn var í þriðja sæti með 2392 fiska, mest bleikjur. Yfir 1000 fiskar fengust úr Snjóölduvatni, Kvíslarvatni, Nýjavatni og í Hraunvötnum. Veiði 6.9.2011 11:08 Sá stærsti úr Selá í sumar Það hafa veiðst margir stórlaxar í Selá í sumar og meðalþyngdin á stórveiði sumarsins er mjög há. Sá stærsti til þessa veiddist hins vegar í dag, 105 cm hængur. Engin smásmíði eins og sjá má af meðfylgjandi myndum sem er að finna á vefnum Vötn og Veiði. Veiði 6.9.2011 11:05 Breiðdalsá yfir 1000 laxa og Jökla í metveiði Í dag fór Breiðdalsá yfir 1000 laxa múrinn og veiðin verið góð þrátt fyrir mikil flóð undanfarna daga í kjölfar rigninga. Þegar sjatnar enn meira í ánni má búast við á bilinu 25-40 laxa veiði á dag og þá verða tölur fljótar að breytast. Ef aðstæður verða góða í september má búast við að vel á annað þúsund laxar veiðist í heildina í sumar, en við sjáum til. Veiði 6.9.2011 09:16 « ‹ 77 78 79 80 81 82 83 84 85 … 94 ›
Farið að bera á sjóbirting Sjóbirtingsveiðimenn bíða nú eftir sunnanáttinni, líkt og aðrir stangaveiðimenn. Ljóst er að sjóbirtingur er mættur í vatnamót Tungufljóts í Skaftafellssýslu. Veiði 14.9.2011 20:15
Fín veiði í Ytri Rangá Ytri Rangá heldur áfram að skila góðum veiðitölum en um 40-50 laxar hafa verið að veiðast síðastliðna daga í áni. Telst það vera fín veiði miðað við árstíma en í morgun komu 24 laxar á land. Maðkaveiði var leyfð eftir 29. ágúst og fór veiðin í kringum 200 laxar á dag fyrstu daganna en hefur svo dottið niður. Í áni er nú allt leyfilegt, maðkur, spónn og fluga. Veiði 14.9.2011 13:38
Hugmynd að lausn varðandi rjúpnaveiðar Í frétt hér á Vísi í dag er fjallað um rannsóknir Náttúrufræðistofnunar á rjúpunni og segir í greinni: "Rannsóknir Náttúrufræðistofnunar benda til þess að rjúpnastofnin sé mun minni nú en fyrir áratugum. Auk þess komu talningar á stofninum í vor verr út en búist var við. Haustið 2010 var veiðistofninn áætlaður 850.000 fuglar, en er í ár metinn aðeins 350.000 fuglar. Þessar sveiflur í stofninum hafa ekki verið skýrðar með nákvæmum hætti, en umræðan hefur helst snúist um afrán fálka og skotveiði manna". Veiði 13.9.2011 19:21
Stórir urriðar og laxavon á Heiði/Bjallalæk Efsta svæðið í Ytri Rangá hefur verið lítið veitt í sumar enda hefur orðrómur veiðimanna verið á þann veg að svæðið sé erfitt yfirferðar og óaðgengilegt. Ég kíkti upp eftir á sunnudaginn í nokkra tíma til að skoða svæðið og sannreyndist þá að sjaldan á maður að trúa orðróm fyrr en maður getur sannreynt það sjálfur. Veiði 13.9.2011 16:05
Hausttilboð hjá Veiðiflugum Veiðiflugur verða með haust tilboð á völdum vörum frá versluninni. Act4 tvíhendurnar og einhendurnar verða á frábæru tilboði út september ásamt Exp3 einhendunum. Nú er hægt að fá 12,6 feta Act4 tvíhenduna á 45.430 og 13.7 feta tvíhenduna á 48.930 það eru allir sammála um að þessar stangir séu bestu kaupin í dag, og hvað þá eftir 30% afslátt. Veiði 13.9.2011 11:51
Straumfjarðará að ljúka góðu sumri Þær laxveiðiár á vestanverðu landinu sem skilað hafa betri veiði heldur en í fyrra eru líklega teljandi á fingrum annarrar handar og jafnvel þó svo að viðkomandi hönd hefði lent í slysi og tapað einhverjum fingrum. Ein þeirra er Straumfjarðará. Veiði 13.9.2011 11:47
Umsóknarfrestur vegna forúthlutunar SVFR Umsóknarfrestur vegna veiðileyfa í forúthlutun næsta sumar rennur út þann 20. september næstkomandi. Félagsmenn eru hvattir til þess að kynna sér málið. Veiði 13.9.2011 09:52
Góður endasprettur í Hítará Endaspretturinn ætlar að vera ágætur í Hítará á Mýrum. Munar þar mestu um að gamalgróið veiðisvæði kom inn með látum í neðanverðri ánni. Veiði 13.9.2011 09:42
Þrjár skyttur með 78 gæsir eftir morgunflug Gæsaveiðin er farin á fullt og veiðifréttir sem við höfum verið að fá benda til að næstu 2-3 vikurnar verði toppurinn á þessari vertíð. Það sem aftraði oft veiðum í fyrra var sú eindæmis góðveðratíð sem einkenndi haustið. Logn út í eitt, sem er ekki óskaveiður gæsaveiðimanna. Veiði 12.9.2011 12:42
Sjóbirtingurinn byrjaður að ganga af krafti Það eru ágætis fréttir af sjóbirtingsslóðum fyrir austan. Veiðin er ágæt og fiskur kemur vel haldin úr sjó, það hefur helst skyggt á gleðina að sjá nokkuð af fiski með bit eftir Sæsteinssuguna. Eins eru sumar árnar orðnar vatnslitlar svo það þarf bara smá úrhelli til að koma veiðinni í góðann gang aftur. Veiði 12.9.2011 10:21
Veiði lokið í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal Veiði lauk á urriðasvæðunum í Laxá síðastliðin mánaðarmót. Hár meðalþungi einkenndi tímabilið að þessu sinni, þá sérstaklega í Laxárdal. Veiði 12.9.2011 10:16
Mikið um Sæsteinsugubit fyir austann Svo virðist sem að það sé orðin regla frekar en undantekning að sjóbirtingur fyrir austan sé með Steinsuguförum. Fréttir berast frá Geirlandsá, úr Eldvatnsbotnum og úr Tungufljóti um illa útleikna sjóbirtinga í afla veiðimanna. Virðist sem að tíðnin fari vaxandi á milli ára, að minnsta kosti ef eitthvað er að marka upphaf sjóbirtingsvertíðarinnar nú í haust. Veiði 12.9.2011 10:10
Ætlar þú á rjúpu í haust? Það eru alltaf einhverjir sem fá áhuga á skotveiði þegar vinirnir eru búnir að fara á námskeið og fara í nokkra veiðitúra. Til þess að fá tilskilinn réttindi og fræðslu um meðferð skotvopna, bráð og annað sem tengist veiðinni er skilyrði að sækja námskeið. Veiði 9.9.2011 16:31
Mikil veiði í Breiðdal og annar stórlax úr Hrútafjarðará Samkvæmt frétt frá Þresti Elliðasyni hjá Strengjum þá eykst bara veiðin í Breiðdalsá þrátt fyrir erfiðar aðstæður, flóð, rok og núna kulda og síðustu tveir dagar hafa gefið tæplega 50 laxa á dag! Og mikið er það nýr smálax sem er að hellast inn í bland við stórlax og er ekkert lát á göngum. Um 1.130 laxar eru komnir á land og stutt í nýtt met frá því í fyrra sem var 1.178 svo reikna má með því að á bilinu 1.500-1.800 laxar verði lokatalan ef ekkert óvænt kemur upp á næstu þrjár vikur til mánaðamóta er veiði lýkur. Veiði 9.9.2011 16:17
Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Nýjar tölur frá Landssambandi Veiðifélaga liggja fyrir og staðan breytist lítið milli vikna. Systurnar Eystri og Ytri Rangá skiptast á sætum en að öðru leiti breytist staðan lítið. Það má þó sjá að Norðurá verður nálægt sínum lokatölum 2010, Miðfjarðará og Blanda töluvert undir og sama með Þverá/Kjarrá. Selá á töluvert inni og það verður líklega bara veður sem kemur til með að hafa áhrif á síðustu daga veiðitímans þar. Veiði 9.9.2011 09:34
Fyrstu árnar að loka Nú hefur veiði verið lokið í Elliðaánum og eru lokatölur úr henni 1150 laxar sem er ekki nema 14 löxum minna en í fyrra. Áin er full af laxi frá stíflu og upp að Höfuðhyl þannig að nóg er eftir af laxi í ánni til að hrygna. Veiði 9.9.2011 09:25
Umhverfisslys við Ytri Rangá Guðbrandur Einarsson yfirleiðsögumaður í Ytri-Rangá segir losun úrgangs úr kjúklingasláturhúsi Reykjagarðs í ánna verulega óviðunandi. Fréttastofa RÚV sagði frá því í gærkvöld að úrgangur úr sláturhúsinu hefði flætt niður ánna í fyrradag, en Sigurður Árni Geirsson framleiðslustjóri Reykjagarðs sagði að um óhapp hefði verið að ræða og sér væri ekki kunnugt um að slíkt hefði gerst áður Veiði 9.9.2011 09:20
116 sm laxinn í Kjarrá engin lygasaga Við hjá Veiðivísi höfum fengið mjög áræðanlegar heimildir fyrir 116 sm laxinum sem veiddist um daginn í Kjarrá og það sem meira er, fengið staðfestingu á að laxinn hafi verið myndaður. Veiði 8.9.2011 13:51
Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiðimenn, sem luku veiðum í Laxá í Kjós og Bugðu í gær, sáu nokkuð sem þeir telja ólíklegt að þeir eigi eftir að sjá í framtíðinni. Þeir voru á leið niður með ánni, neðst á svokölluðu frísvæði, þegar þeir ráku augun í torkennilegan hlut í miðri ánni. Fyrst héldu þeir að um rusl eða einhvers konar rekald væri að ræða en við nánari skoðun kom í ljós að þarna var á ferðinni gríðarstór lax sem að hluta til stóð upp úr ánni. Veiði 8.9.2011 13:47
Selá er við hundrað laxa markið Fyrr í þessari viku höfðu ríflega níutíu laxar veiðst í Selá í Álftafirði. Að sögn Hauks Elíassonar veiðivarðar er þessi veiði í ágætu meðallagi þótt sumarveiðin hafi enn ekki náð metárinu frá í fyrra. Þá náðust yfir 150 laxar á land. Veiði 7.9.2011 23:04
Stærsti lax sumarsins tók ónefnda flugu í Vatnsdalsá Nils Jörgensen er þegar búinn að veiða fjóra ríflega 20 punda laxa í sumar. Stærsta laxinn veiddi hann í Vatnsdalsá í fyrradag en hann mældist 108 sentímetrar. Galdurinn í haustveiðinni er að nota nýjar flugur. Veiði 7.9.2011 23:05
Enn einn góður dagur í Stóru Laxá Gærdagurinn var enn einn frábæri dagurinn í veiði á neðri svæðum Stóru Laxár. Eins og greint er frá á vef Sogsmanna þá veiddust þar 33 laxar á einum degi og var mikið af stórum og fallegum fiskum í aflanum, þar á meðal einn 102 cm hængur sem var landað í Kálfhagahyl eftir u.þ.b. 40 mínútna baráttu. Veiði 7.9.2011 16:44
Dularfullu flugur sumarsins 2011? Það klikkar ekki að á hverju sumri koma fram leynivopn í veiðinni sem menn ríghalda í að halda leyndu. Menn setja í hvern fiskinn á fætur öðrum á meðan aðrir fá ekki neitt. En hvað veldur því að fiskur tekur sumar flugur betur en aðrar? Er það liturinn, eitthvað nýtt í ánni? Það er erfitt að svara því. Veiði 7.9.2011 16:11
98 sm lax úr Húseyjarkvísl Hópur sem lauk veiðum í Húseyjakvísl nýverið gerði ágætis veiði þrátt fyrir lítið vatn í ánni. Meðal aflans var einn 98 sm lax sem er stærsti laxinn úr ánni í sumar. Hópurinn naut leiðsagnar Sævars og Hörðs Hafsteinssona sem þekkja ánna eins og lófan á sér. Það sýnir og sannar í enn eitt skiptið að menn ættu að hafa leiðsögumenn sér til handa þegar á er veidd í fyrsta skipti. Kostnaðurinn við það er lítill í samanburði við veiðileyfi, bensín o.fl. en skilar aftur á móti miklu betri árangri í veiðinni. Veiði 7.9.2011 15:56
Laxá í Ásum skiptir um hendur Eftir því sem VoV kemst næst, þá hafa verið opnuð tilboð í Laxá á Ásum og í framhaldinu er útlit fyrir að leigutakinn til síðustu ára, Lax-á, verði ekki með ána frá og með næsta sumri. Félagið Salmon Tails, sem er leigutaki Mýrarkvíslar átti hæsta tilboðið. Veiði 7.9.2011 14:06
Fréttir úr Leirvogsá Leirvogsá hefur verið fremur vatnslítil þetta sumarið, í takt við úrkomu hér í nágrenni höfuðborgarinnar. Heildarafli í upphafi vikunnar var 310 laxar. Veiði 7.9.2011 14:01
Tröll á sveimi á Nessvæðinu Það eru hrikaleg tröll á sveimi á Nesveiðum sem endranær. Þau hafa þó ekki náðst á land, þó að 100-103 cm langir laxar séu að veiðast sl. daga. Veiði 6.9.2011 11:10
Veiði lokið í Veiðivötnum Stangveiði í Veiðivötnum lauk miðvikudaginn 24. ágúst. Nú er netaveiðitíminn tekinn við. Alls veiddust 21240 fiskar á stangveiðitímanum. Þetta er talsvert minni afli en undanfarin þrjú ár, en svipað og sumarið 2007. Sumarið 2011 telst vera fimmta besta stangveiðiár í Veiðivötnum frá upphafi. Líklega má kenna kuldatíð framan af sumri um lægri aflatölur að þessu sinni, en undanfarin sumur hafa verið sérlega hagstæð lífríkinu í Veiðivötnum og aflabrögð eftir því. Eins og oft áður var mestur afli úr Litlasjó. Þar veiddust 6016 fiskar. Næst á eftir var Stóra Fossvatn með 2467 fiska. Bæði þessi vötn eru hrein urriðavötn. Langavatn var í þriðja sæti með 2392 fiska, mest bleikjur. Yfir 1000 fiskar fengust úr Snjóölduvatni, Kvíslarvatni, Nýjavatni og í Hraunvötnum. Veiði 6.9.2011 11:08
Sá stærsti úr Selá í sumar Það hafa veiðst margir stórlaxar í Selá í sumar og meðalþyngdin á stórveiði sumarsins er mjög há. Sá stærsti til þessa veiddist hins vegar í dag, 105 cm hængur. Engin smásmíði eins og sjá má af meðfylgjandi myndum sem er að finna á vefnum Vötn og Veiði. Veiði 6.9.2011 11:05
Breiðdalsá yfir 1000 laxa og Jökla í metveiði Í dag fór Breiðdalsá yfir 1000 laxa múrinn og veiðin verið góð þrátt fyrir mikil flóð undanfarna daga í kjölfar rigninga. Þegar sjatnar enn meira í ánni má búast við á bilinu 25-40 laxa veiði á dag og þá verða tölur fljótar að breytast. Ef aðstæður verða góða í september má búast við að vel á annað þúsund laxar veiðist í heildina í sumar, en við sjáum til. Veiði 6.9.2011 09:16