Stangveiði

Fréttamynd

Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá

"Athygli vekur mikill fjöldi stórfiska í þessari annars nettu veiðiá," segir í frásögn af sjóbritingskvöldi Stangaveiðifélags Reykjavíkur þar sem meðal annars komu fram upplýsingur um stöðu mála í Varmá hjá Hveragerði.

Veiði
Fréttamynd

Lífsmark í Svartá á döpru sumri

Dálítið líf virðist vera í Svartá í Svartárdal þótt sumarið hafi verið gríðar dauft. Að því er segir á söluvef leigutakans Lax-ár fékk holl sem lauk veiðum í gær átta laxa.

Veiði
Fréttamynd

Endurheimtur seiða betri en í fyrra

Sjötíu laxar veiddust í Eystri Rangá á sunnudaginn. Veiði er áfram góð í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð og endurheimtur seiða betri en í fyrra.

Veiði
Fréttamynd

Ótrúleg veiðitækni grænhegra

Myndband af grænhegra á veiðum nýtur nú mikillar hylli á YouTube. Myndbandið sýnir hvernig fuglinn beitir brauði á lymskulegan hátt þar til fiskurinn lætur glepjast.

Veiði
Fréttamynd

Helgarviðtalið: Landaði laxinum með hægri og bóndanum með vinstri

Veiðimaður helgarinnar er Þórdís Klara Bridde, bókari hjá Rauða Krossi Íslands. Þórdís hefur dvalið við bakkann frá barnsaldri en hefur bætt vel í eftir að hún kynntist eiginmanni sínum, Bjarna Júlíussyni, formanni SVFR. Fjölskyldan veiðir mikið saman og bóndinn hefur kennt Þórdísi margt um margbreytilega náttúru stangveiðinnar. Þó er það ekki allt til eftirbreytni, eins og frásögn Þórdísar ber með sér.

Veiði
Fréttamynd

Flundra í sókn á Ströndum

Flatfiskurinn flundra virðist vera að ná sér á strik í ferskvatni við Húnaflóa. Að minnsta kosti hirtu bleikjuveiðimenn á Ströndum 53 slíkar úr netum sínum fyrr í þessum mánuði.

Veiði
Fréttamynd

Veiðitölur LV: Litlu árnar að gefa flotta veiði

Miðá í Dölum hefur skilað betri veiði en allt sumarið í fyrra. Þar hafa veiðst 294 laxar eða 79 betur en í fyrra. Affallið í Landeyjum er á fínum gangi með um 60 laxa veiði viku eftir viku og stendur í 300 löxum. Þá hefur Búðardalsá gefið 241 lax á sínar tvær stangir. Þver á í Fljótshlíð er að gefa ágætlega þrátt fyrir misjafna ástundun. Dunká er líka að gefa vel, segja síðustu fréttir.

Veiði
Fréttamynd

Myndband af stórlaxaveiði í Hrútu

Nils Folmer Jörgensen er einkar lunkinn veiðimaður og "stórlaxabani". Á vefsíðu Strengja er nú myndband af því þegar hann landaði nokkrum risum í Hrútafjarðará.

Veiði
Fréttamynd

Sportveiðiblaðið: Breytingar í Þverá - Kjarrá

Nýir leigutakar taka við Þverá - Kjarrá vonast til þess að auknar sleppingar á veiddum á laxi auki heildarveiðina um 15 til 20 prósent. Þetta kemur fram í Sportveiðiblaðinu sem kom í verslanir fyrir nokkrum dögum.

Veiði
Fréttamynd

Haffjarðará: Flott veiði og mikið af fiski í ánni

Veiði í Haffjarðará hefur gengið ótrúlega vel í sumar miðað við þá þurrkatíð og lægð sem almennt hefur verið í laxveiðinni. Einar Sigfússon, eigandi árinnar, segir í samtali við Veiðivísi að síðasti sólarhringur hafi gefið 12 laxa og áin sé að detta í 1.000 laxa í heildina.

Veiði
Fréttamynd

Tungufljótið að gefa vænan sjóbirting og lax

...við heyrðum af 8 og 12 punda birtingum úr Syðri Hólma. Svo virðist laxinn vera kominn líka, því þar var einn 96 sentímetra tekinn úr Klapparhyl á Nobbler. Það er nokkuð hæfilegt vatn í fljótinu núna segja veiðimenn og eru bjartsýnir á að þar verði líf næstu dagana...

Veiði
Fréttamynd

Grasið er grænna á Grænlandi

Sex manna hópur Íslendinga lagði upp í veiðiferð til Grænlands þar sem hreindýratarfar voru skotnir og rennt fyrir sprækar sjóbleikjur. Þórður Örn Kristjánsson, sem ætti að vera einhverjum lesendum Veiðivísis að góðu kunnur, segir hér sögu ferðalanganna og birtir nokkrar myndir með.

Veiði
Fréttamynd

Netaveiðin í Hvítá/Ölfusá: Er breytinga að vænta?

"Við höfum sætt okkur við að í sumum ám er bannað að veiða á annað en flugu. Við tökum þátt í því að sleppa stórum löxum og jafnvel öllum löxum í sumum ám. Við sættum okkur við kvóta. Við höfum tekið þátt í því að kaupa upp netalagnir á stöku stað. Til þessa hafa netabændur fæstir hverjir tekið á sig eina einustu kvöð," segir Bjarni Júlíusson, formaður SVFR.

Veiði
Fréttamynd

Stórkostlegt veiðivatn fær nýtt líf

Hinn 11. júní síðastliðinn var morgunfriðurinn við Penobscot-ána í Maine-ríki í Bandaríkjunum rofinn af nokkrum stórvirkum vinnuvélum. Vélarnar skriðu ein eftir annarri út í árfarveginn og klukkan átta stundvíslega var tönnum þeirra læst í voldugan steypumúr Great Works-stíflunnar og niðurrif hennar hafið. Þegar vatnið byrjaði að sytra í gegnum múrinn markaði það upphafið að viðamestu aðgerð í endurheimt vistkerfis í bandarískri sögu og niðurstaða áralangrar baráttu umhverfisverndarsinna og almennings.

Veiði