Bárðarbunga

Fréttamynd

Merkjanlegar breytingar á hegðun gossins

Frá þessum breytingum er greint stuttlega í skýrslu vísindamannaráðs í gær. Þar segir einnig að annars vegar séu sveiflur sem taka margar klukkustundir og hins vegar smærri sveiflur á tíu til tuttugu sekúndna fresti.

Innlent
Fréttamynd

Sagt er að frekar gjósi í hlýju veðri

Veðurblíða hefur ríkt á landinu í haust og er nóvembermánuður einn sá hlýjasti í manna minnum. Til að mynda hefur hitastig í nóvember verið fjórum gráðum hærra en í meðalári.

Innlent
Fréttamynd

Skjálftavirknin svipuð og verið hefur

Þrír skjálftar mældust yfir fjögur stig í Bárðarbungu síðasta sólarhringinn og einn af sama styrkleika í nótt. Aðrir skjálftar voru vægari en virknin í heild álíka og undanfarna daga. Gasmengun frá gosinu í Holuhrauni berst nú til norðurs, eða frá Þistilfirði í austri og vestur á Tröllaskaga. Loftgæði eru með ágætum á öllum sjálfvirkum mælistöðvum.

Innlent
Fréttamynd

Virkni eldgossins er á 400 metra gosrás

Virkni gosstöðvanna í Holuhrauni er á um 400 metra langri gosrás, sem er allt að 100 metrar á breidd. Stærsta hraunáin frá gosrásinni streymir út um skarð í norðurausturhluta hennar.

Innlent
Fréttamynd

Mengun frá gosinu berst til vesturs í dag

Gasmengun frá Eldgosinu í Holuhrauni berst enn til vesturs í dag og dreifist frá Faxaflóa norður í Hrútafjörð. Loftgæði voru með ágætæum á öllum sjálfvirkum mælum klukkan sex í morgun, nema hvað þau voru sæmileg við Hellisheiðarvirkjun og í Grafarvogi í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Enn einn fimm stiga skjálftinn í Bárðarbungu

Gasmengun berst frá gosinu í Holuhrauni til vesturs og norðvesturs , eða yfir allt vestanvert landið og alveg upp á Strandir á Vestfjörðum. Skjálftavirkni heldur líka áfram á gosstöðvunum með álíka þrótti og undanfarna sólarhringa og mældist einn skjálfti upp á 5,1 stig í Bárðarbungu laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Töluverð mengun í Vík

Mælir sem staðsettur er í Vík sýnir að brennisteinsdíoxíðmengun sé í 2.500 míkrógrömmum á rúmmetra. Þetta sýndi mælirinn um klukkan fjögur í dag.

Innlent
Fréttamynd

Landlæknir kannar áhrif gosmengunar á heilsu fólks

Kostnaður ríkissjóðs vegna jarðhræringanna í og við Vatnajökul er áætlaður tæpar 700 milljónir á þessu ári – miðað við óbreytt ástand. Landlæknir fylgist með áhrifum mengunarinnar líkt og gert var eftir Eyjafjallajökulsgosið.

Innlent