Forsetakosningar 2012 Afstaða frambjóðenda til málskotsréttarins skiptir miklu máli Afstaða frambjóðenda til málskotsréttarins skiptir miklu máli í vali kjósenda á forseta. Innlent 2.6.2012 18:54 Öllum frambjóðendum boðið Vegna ákvörðunar Þóru Arnórsdóttur um að mæta ekki Ólafi Ragnari Grímssyni ein í kappræðum í Hörpu á morgun, hefur verið tekin ákvörðun á fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis að bjóða öllum frambjóðendum í beina útsendingu á Stöð 2 og Vísir.is sem hefst klukkan 18:55 á morgun. Innlent 2.6.2012 14:24 Of snemmt að afskrifa Þóru - kosningabaráttan farin að snúast um ESB Prófessor í stjórnmálafræði segir of snemmt að afskrifa Þóru Arnórsdóttur þrátt fyrir að hún mælist nú með ríflega tuttugu prósentustiga minna fylgi en Ólafur Ragnar Grímsson. Hann segir að Ólafi hafi tekist að láta kosningabaráttuna snúast um afstöðu manni til Evrópusambandsins. Innlent 2.6.2012 12:04 Þóra segist ekki vilja kappræður á kostnað annarra frambjóðanda Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi hefur afþakkað boð um að mæta Ólafi Ragnari Grímssyni í kappræðum á Stöð 2 næstkomandi sunnudag. Ástæðan er sú að öðrum frambjóðendum til forsetambættisins var ekki boðið til kappræðnanna og segir Þóra að hún geti ekki fellt sig við það. Innlent 2.6.2012 11:45 Sameiningarafl þjóðarinnar Þegar sameiningartákn þjóðarinnar sat á Bessastöðum gaf þingið sjávarauðlind þjóðarinnar, tók verðtryggingu af launum en ekki skuldum, einkavinavæddi ríkisbankana og svo má lengi telja. Okkur leið vel með táknrænan forseta. En þegar við kjósum til embættisins í sumar skulum við samt spyrja hvort okkur liði ekki betur í dag hefði forsetinn skotið þessum málum til þjóðarinnar. Við værum eflaust með réttlátara fiskveiðikerfi, verðtryggingin væri án efa minningin ein og hér hefði mögulega ekki orðið bankahrun, eða í það minnsta ekki jafn stórt. Skoðun 1.6.2012 16:23 Fordómar hvers? Grein Rósu G. Erlingsdóttur um aðferðir Ólafs Ragnars Grímssonar í kosningabaráttu sinni hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli, enda bendir hún á þætti í hans kosningabaráttu sem mörgum þykir blasa við en ekki má svo auðveldlega ræða. Það er aldrei auðvelt, og svo sannarlega ekki vinsælt, að benda á kvenfyrirlitningu í okkar samfélagi enda vilja margir miklu heldur stinga hausnum í sandinn. Það þarf til hugrekki og rökfestu að ræða opinberlega samfélagsmein af þessu tagi. Skoðun 1.6.2012 16:23 Ný könnun Stöðvar 2: Ólafur Ragnar 56% - Þóra 34% Ólafur Ragnar Grímsson mælist með afgerandi forystu, eða 56 prósenta fylgi þeirra sem tóku afstöðu, en Þóra Arnórsdóttir með 34 prósent, í nýrri skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins, þar sem fimmtán hundruð manns svöruðu. Saman mælast þau tvö með yfir níutíu prósent fylgis meðal þeirra sem hafa ákveðið sig en aðrir forsetaframbjóðendur samanlagt með innan við tíu prósent. Innlent 1.6.2012 17:10 Fjölmiðlanefnd aðhefst ekki Fjölmiðlanefnd hefur ekki heimild til að grípa til viðurlaga vegna þeirrar ákvörðunar Stöðvar 2 að bjóða aðeins Ólafi Ragnari Grímssyni og Þóru Arnórsdóttur að taka þátt í umræðuþætti á sunnudag. Nefndin hefur ekki heldur heimild til að gefa fjölmiðlaveitum fyrirmæli um hvernig umfjöllun þeirra í aðdraganda kosninga skuli háttað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá nefndinni. Þingmenn Hreyfingarinnar höfðu sent fjölmiðlanefnd erindi vegna ákvörðunar Stöðvar 2. Þá höfðu frambjóðendur gert athugasemdir við fyrirkomulagið. Innlent 31.5.2012 21:42 Ræður allra forsetaframbjóðendanna á Vísi Forsetaefnin komu saman í Iðnó í gær á fundi og ræddu stöðu forsetans og hlutverk miðað við hið nýja stjórnarskrárfrumvarp Stjórnlagaráðs. Nú eru framsöguræður allra frambjóðendanna komnar inn á Vísi. Innlent 31.5.2012 19:41 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer vel af stað Um 500 manns hafa greitt utankjörfundaratkvæði á öllu landinu vegna forsetakosninganna, sem fara fram þann 30. júní næstkomandi. Þar af eru tæplega 240 búnir að kjósa í Reykjavík. Innlent 31.5.2012 13:53 Ólafur ók sjálfur á fundinn Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ók sjálfur á fund Stjórnarskrárfélagsins í Iðnó í kvöld. Hann nýtti sér því hvorki bíl, né bílstjóra forsetaembættisins. Hann sagði að með þessu væri hann að greina störf sín sem forseta Íslands frá störfum sínum sem frambjóðanda. Innlent 30.5.2012 23:13 Flestir varkárir í ummælum um Evrópusambandið Enginn forsetaframbjóðendanna vildi lýsa yfir eindregnum stuðningi við aðild Íslands við Evrópusambandið á fundi Stjórnarskrárfélagsins í kvöld. Flestir vilja sjá samninginn fullkláraðan áður en þeir tjá sig. Innlent 30.5.2012 22:47 Útdráttur úr ávörpum forsetaefnanna Forsetaframbjóðendur komu saman í Iðnó í kvöld og ræddu stöðu forsetans og hlutverk miðað við hið nýja stjórnarskrárfrumvarp Stjórnlagaráðs. Hver frambjóðandi var með stutta framsöguræðu í þrjár til fjórar mínútur og svo var opnað fyrir spurningar úr sal. Innlent 30.5.2012 22:43 Forsetaefnin í Iðnó í kvöld - bein útsending á Vísi Fundur um stöðu forsetans og nýju stjórnarskrána fer fram í Iðnó í kvöld. Þar munu öll forsetaefnin sjö halda ræður um hlutverk og stöðu forseta verði nýja stjórnarskrárfrumvarpið samþykkt. Innlent 30.5.2012 19:29 Stuðningsgrein: Mannasætti á Bessastaði Við erum fámenn þjóð og einsleit. Hagsmunir Íslendinga eru í meginatriðum þeir sömu og við erum sammála um megin gildi samfélagsins. Að sjálfsögðu greinir fólk á um útfærslur, en þar liggur einmitt möguleiki til sátta. Við ætlum öll á sama áfangastað, en erum ekki sammála um hvaða leið eigi að fara og í hvaða sjoppu eigi að stoppa. Skoðun 30.5.2012 14:09 Stuðningsgrein: Ég treysti Andreu Andrea Ólafsdóttir er ung kona með reynslu og hún býður sig fram til forseta Íslands. Ég er mjög sáttur við þá ákvörðun hennar. Hún hefur staðið sig frábærlega fyrir Hagsmunasamtök heimilanna. Þar hafa eiginleikar hennar fengið að njóta sín og endurspegla manngerðina. Skoðun 30.5.2012 14:03 Forsetaframbjóðendur á fundi í Iðnó - Bein útsending á Vísi Allir frambjóðendur til embættis forseta Íslands koma í kvöld saman í fyrsta sinn á fundi sem Stjórnarskrárfélagið boðar til í Iðnó. Þar munu frambjóðendurnir ræða um embættið og stöðu þess fari svo að ný stjórnarskrá verði að veruleika. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi og síðan aðgengilegur á í heild sinni á síðunni. Innlent 30.5.2012 11:43 Af leðjuslag: "Skrautdúkkan“ Einn frambjóðenda til forsetakjörs hefur sætt ásökunum um "kynjuð ummæli“ sín. Hann hafði látið þá skoðun sína í ljós að ekki dygði að hafa í forsetaembætti "skrautdúkku“. "Puntudúkka“ væri að vísu mun þjálla í munni og bókmenntalegra en frambjóðandinn er ekki að eltast við slíkt í greiningu sinni á þeim mannkostum sem síst duga í forsetaembætti. Greining hans er vísindaleg og byggð á mikilli reynslu. Annars vegar tekur hún til iðju forsetans í embætti. Þar fáum við að vita að ekki dugi forseta að lesa bækur. Hins vegar til persónuleika forsetans. Þar hefur frambjóðandinn fundið út að sé mesta óráð að hafa "skrautdúkku“ í forsetastóli. Skoðun 29.5.2012 17:10 Frambjóðendur svara spurningum Vísis Vísir spurði alla frambjóðendur til embættis forseta Íslands út í nokkur af helstu álitamálum sem snerta embættið og sýn þeirra það. Á meðal þess sem Vísi lék forvitni á að vita er hvort forseti Íslands á að þeirra mati, undir einhverjum kringumstæðum, að tala gegn stefnu ríkisstjórnar Íslands. Einnig hvort frambjóðendur telji að leggja eigi embættið niður, eins og stundum er rætt um. Innlent 29.5.2012 15:50 Svör Ara Trausta Guðmundssonar við spurningum Vísis Ari Trausti Guðmundsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: Innlent 29.5.2012 09:43 Svör Ólafs Ragnars Grímssonar við spurningum Vísis Ólafur Ragnar Grímsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: Innlent 29.5.2012 14:01 Svör Andreu Ólafsdóttur við spurningum Vísis Andrea Ólafsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: Innlent 29.5.2012 09:56 Svör Hannesar Bjarnasonar við spurningum Vísis Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: Innlent 29.5.2012 09:35 Svör Þóru Arnórsdóttur við spurningum Vísis Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: Innlent 29.5.2012 21:39 Segir Ólaf Ragnar einu óvissuna í stjórnskipan landsins Þóra Arnórsdóttir segist ekki vera nein puntudúkka. Hún hnýtti í Ólaf Ragnar Grímsson þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína í dag, og sagði hann sekan um lýðskrum. Innlent 28.5.2012 18:59 Þóra opnar kosningamiðstöð Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi opnar formlega kosningamiðstöð sína síðdegis. Kosningamiðstöðin er í gömlu Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg. Á vef framboðsins segir að Þóra muni flytja ávarp og spjalla við gesti og gangandi. Innlent 28.5.2012 10:14 Kosningamiðstöð Þóru opnar á morgun Kosningamiðstöð forsetaframboðs Þóru Arnórsdóttur verður opnuð í gömlu Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg á annan í Hvítasunnu, mánudaginn 28. maí. Innlent 27.5.2012 18:06 Þögnin er himinhrópandi afstaða Evrópusambandið er stærsta mál í sögu íslenska lýðveldisins, að mati Ólafs Ragnars Grímssonar . Hann telur að forsetinn eigi ekki bara fara í gönguferðir og hugsa. Stígur Helgason hitti hann í vikunni og spurði meðal annars um skuldavanda heimilanna. Innlent 27.5.2012 11:55 "Ég verð forseti fólksins" "Þau völd forsetans sem sett voru í stjórnarskrá á sínum tíma er vald fólksins, ekki forsetans. Lýðræði þýðir beinlínis að fólkið ræður. Þó svo að þingræði sé hér til staðar þá hefur fólkið völd í gegnum forsetann. Fólkið framselur vald sitt til hans og hann talar fyrir þau." Innlent 27.5.2012 11:00 Forsetaframboð staðfest innan viku Sjö frambjóðendur skiluðu tilskildum gögnum til innanríkisráðuneytisins vegna forsetaframboðs en frestur til þess rann út á miðnætti föstudags 25. maí. Innlent 26.5.2012 17:40 « ‹ 3 4 5 6 7 8 9 … 9 ›
Afstaða frambjóðenda til málskotsréttarins skiptir miklu máli Afstaða frambjóðenda til málskotsréttarins skiptir miklu máli í vali kjósenda á forseta. Innlent 2.6.2012 18:54
Öllum frambjóðendum boðið Vegna ákvörðunar Þóru Arnórsdóttur um að mæta ekki Ólafi Ragnari Grímssyni ein í kappræðum í Hörpu á morgun, hefur verið tekin ákvörðun á fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis að bjóða öllum frambjóðendum í beina útsendingu á Stöð 2 og Vísir.is sem hefst klukkan 18:55 á morgun. Innlent 2.6.2012 14:24
Of snemmt að afskrifa Þóru - kosningabaráttan farin að snúast um ESB Prófessor í stjórnmálafræði segir of snemmt að afskrifa Þóru Arnórsdóttur þrátt fyrir að hún mælist nú með ríflega tuttugu prósentustiga minna fylgi en Ólafur Ragnar Grímsson. Hann segir að Ólafi hafi tekist að láta kosningabaráttuna snúast um afstöðu manni til Evrópusambandsins. Innlent 2.6.2012 12:04
Þóra segist ekki vilja kappræður á kostnað annarra frambjóðanda Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi hefur afþakkað boð um að mæta Ólafi Ragnari Grímssyni í kappræðum á Stöð 2 næstkomandi sunnudag. Ástæðan er sú að öðrum frambjóðendum til forsetambættisins var ekki boðið til kappræðnanna og segir Þóra að hún geti ekki fellt sig við það. Innlent 2.6.2012 11:45
Sameiningarafl þjóðarinnar Þegar sameiningartákn þjóðarinnar sat á Bessastöðum gaf þingið sjávarauðlind þjóðarinnar, tók verðtryggingu af launum en ekki skuldum, einkavinavæddi ríkisbankana og svo má lengi telja. Okkur leið vel með táknrænan forseta. En þegar við kjósum til embættisins í sumar skulum við samt spyrja hvort okkur liði ekki betur í dag hefði forsetinn skotið þessum málum til þjóðarinnar. Við værum eflaust með réttlátara fiskveiðikerfi, verðtryggingin væri án efa minningin ein og hér hefði mögulega ekki orðið bankahrun, eða í það minnsta ekki jafn stórt. Skoðun 1.6.2012 16:23
Fordómar hvers? Grein Rósu G. Erlingsdóttur um aðferðir Ólafs Ragnars Grímssonar í kosningabaráttu sinni hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli, enda bendir hún á þætti í hans kosningabaráttu sem mörgum þykir blasa við en ekki má svo auðveldlega ræða. Það er aldrei auðvelt, og svo sannarlega ekki vinsælt, að benda á kvenfyrirlitningu í okkar samfélagi enda vilja margir miklu heldur stinga hausnum í sandinn. Það þarf til hugrekki og rökfestu að ræða opinberlega samfélagsmein af þessu tagi. Skoðun 1.6.2012 16:23
Ný könnun Stöðvar 2: Ólafur Ragnar 56% - Þóra 34% Ólafur Ragnar Grímsson mælist með afgerandi forystu, eða 56 prósenta fylgi þeirra sem tóku afstöðu, en Þóra Arnórsdóttir með 34 prósent, í nýrri skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins, þar sem fimmtán hundruð manns svöruðu. Saman mælast þau tvö með yfir níutíu prósent fylgis meðal þeirra sem hafa ákveðið sig en aðrir forsetaframbjóðendur samanlagt með innan við tíu prósent. Innlent 1.6.2012 17:10
Fjölmiðlanefnd aðhefst ekki Fjölmiðlanefnd hefur ekki heimild til að grípa til viðurlaga vegna þeirrar ákvörðunar Stöðvar 2 að bjóða aðeins Ólafi Ragnari Grímssyni og Þóru Arnórsdóttur að taka þátt í umræðuþætti á sunnudag. Nefndin hefur ekki heldur heimild til að gefa fjölmiðlaveitum fyrirmæli um hvernig umfjöllun þeirra í aðdraganda kosninga skuli háttað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá nefndinni. Þingmenn Hreyfingarinnar höfðu sent fjölmiðlanefnd erindi vegna ákvörðunar Stöðvar 2. Þá höfðu frambjóðendur gert athugasemdir við fyrirkomulagið. Innlent 31.5.2012 21:42
Ræður allra forsetaframbjóðendanna á Vísi Forsetaefnin komu saman í Iðnó í gær á fundi og ræddu stöðu forsetans og hlutverk miðað við hið nýja stjórnarskrárfrumvarp Stjórnlagaráðs. Nú eru framsöguræður allra frambjóðendanna komnar inn á Vísi. Innlent 31.5.2012 19:41
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer vel af stað Um 500 manns hafa greitt utankjörfundaratkvæði á öllu landinu vegna forsetakosninganna, sem fara fram þann 30. júní næstkomandi. Þar af eru tæplega 240 búnir að kjósa í Reykjavík. Innlent 31.5.2012 13:53
Ólafur ók sjálfur á fundinn Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ók sjálfur á fund Stjórnarskrárfélagsins í Iðnó í kvöld. Hann nýtti sér því hvorki bíl, né bílstjóra forsetaembættisins. Hann sagði að með þessu væri hann að greina störf sín sem forseta Íslands frá störfum sínum sem frambjóðanda. Innlent 30.5.2012 23:13
Flestir varkárir í ummælum um Evrópusambandið Enginn forsetaframbjóðendanna vildi lýsa yfir eindregnum stuðningi við aðild Íslands við Evrópusambandið á fundi Stjórnarskrárfélagsins í kvöld. Flestir vilja sjá samninginn fullkláraðan áður en þeir tjá sig. Innlent 30.5.2012 22:47
Útdráttur úr ávörpum forsetaefnanna Forsetaframbjóðendur komu saman í Iðnó í kvöld og ræddu stöðu forsetans og hlutverk miðað við hið nýja stjórnarskrárfrumvarp Stjórnlagaráðs. Hver frambjóðandi var með stutta framsöguræðu í þrjár til fjórar mínútur og svo var opnað fyrir spurningar úr sal. Innlent 30.5.2012 22:43
Forsetaefnin í Iðnó í kvöld - bein útsending á Vísi Fundur um stöðu forsetans og nýju stjórnarskrána fer fram í Iðnó í kvöld. Þar munu öll forsetaefnin sjö halda ræður um hlutverk og stöðu forseta verði nýja stjórnarskrárfrumvarpið samþykkt. Innlent 30.5.2012 19:29
Stuðningsgrein: Mannasætti á Bessastaði Við erum fámenn þjóð og einsleit. Hagsmunir Íslendinga eru í meginatriðum þeir sömu og við erum sammála um megin gildi samfélagsins. Að sjálfsögðu greinir fólk á um útfærslur, en þar liggur einmitt möguleiki til sátta. Við ætlum öll á sama áfangastað, en erum ekki sammála um hvaða leið eigi að fara og í hvaða sjoppu eigi að stoppa. Skoðun 30.5.2012 14:09
Stuðningsgrein: Ég treysti Andreu Andrea Ólafsdóttir er ung kona með reynslu og hún býður sig fram til forseta Íslands. Ég er mjög sáttur við þá ákvörðun hennar. Hún hefur staðið sig frábærlega fyrir Hagsmunasamtök heimilanna. Þar hafa eiginleikar hennar fengið að njóta sín og endurspegla manngerðina. Skoðun 30.5.2012 14:03
Forsetaframbjóðendur á fundi í Iðnó - Bein útsending á Vísi Allir frambjóðendur til embættis forseta Íslands koma í kvöld saman í fyrsta sinn á fundi sem Stjórnarskrárfélagið boðar til í Iðnó. Þar munu frambjóðendurnir ræða um embættið og stöðu þess fari svo að ný stjórnarskrá verði að veruleika. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi og síðan aðgengilegur á í heild sinni á síðunni. Innlent 30.5.2012 11:43
Af leðjuslag: "Skrautdúkkan“ Einn frambjóðenda til forsetakjörs hefur sætt ásökunum um "kynjuð ummæli“ sín. Hann hafði látið þá skoðun sína í ljós að ekki dygði að hafa í forsetaembætti "skrautdúkku“. "Puntudúkka“ væri að vísu mun þjálla í munni og bókmenntalegra en frambjóðandinn er ekki að eltast við slíkt í greiningu sinni á þeim mannkostum sem síst duga í forsetaembætti. Greining hans er vísindaleg og byggð á mikilli reynslu. Annars vegar tekur hún til iðju forsetans í embætti. Þar fáum við að vita að ekki dugi forseta að lesa bækur. Hins vegar til persónuleika forsetans. Þar hefur frambjóðandinn fundið út að sé mesta óráð að hafa "skrautdúkku“ í forsetastóli. Skoðun 29.5.2012 17:10
Frambjóðendur svara spurningum Vísis Vísir spurði alla frambjóðendur til embættis forseta Íslands út í nokkur af helstu álitamálum sem snerta embættið og sýn þeirra það. Á meðal þess sem Vísi lék forvitni á að vita er hvort forseti Íslands á að þeirra mati, undir einhverjum kringumstæðum, að tala gegn stefnu ríkisstjórnar Íslands. Einnig hvort frambjóðendur telji að leggja eigi embættið niður, eins og stundum er rætt um. Innlent 29.5.2012 15:50
Svör Ara Trausta Guðmundssonar við spurningum Vísis Ari Trausti Guðmundsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: Innlent 29.5.2012 09:43
Svör Ólafs Ragnars Grímssonar við spurningum Vísis Ólafur Ragnar Grímsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: Innlent 29.5.2012 14:01
Svör Andreu Ólafsdóttur við spurningum Vísis Andrea Ólafsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: Innlent 29.5.2012 09:56
Svör Hannesar Bjarnasonar við spurningum Vísis Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: Innlent 29.5.2012 09:35
Svör Þóru Arnórsdóttur við spurningum Vísis Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: Innlent 29.5.2012 21:39
Segir Ólaf Ragnar einu óvissuna í stjórnskipan landsins Þóra Arnórsdóttir segist ekki vera nein puntudúkka. Hún hnýtti í Ólaf Ragnar Grímsson þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína í dag, og sagði hann sekan um lýðskrum. Innlent 28.5.2012 18:59
Þóra opnar kosningamiðstöð Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi opnar formlega kosningamiðstöð sína síðdegis. Kosningamiðstöðin er í gömlu Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg. Á vef framboðsins segir að Þóra muni flytja ávarp og spjalla við gesti og gangandi. Innlent 28.5.2012 10:14
Kosningamiðstöð Þóru opnar á morgun Kosningamiðstöð forsetaframboðs Þóru Arnórsdóttur verður opnuð í gömlu Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg á annan í Hvítasunnu, mánudaginn 28. maí. Innlent 27.5.2012 18:06
Þögnin er himinhrópandi afstaða Evrópusambandið er stærsta mál í sögu íslenska lýðveldisins, að mati Ólafs Ragnars Grímssonar . Hann telur að forsetinn eigi ekki bara fara í gönguferðir og hugsa. Stígur Helgason hitti hann í vikunni og spurði meðal annars um skuldavanda heimilanna. Innlent 27.5.2012 11:55
"Ég verð forseti fólksins" "Þau völd forsetans sem sett voru í stjórnarskrá á sínum tíma er vald fólksins, ekki forsetans. Lýðræði þýðir beinlínis að fólkið ræður. Þó svo að þingræði sé hér til staðar þá hefur fólkið völd í gegnum forsetann. Fólkið framselur vald sitt til hans og hann talar fyrir þau." Innlent 27.5.2012 11:00
Forsetaframboð staðfest innan viku Sjö frambjóðendur skiluðu tilskildum gögnum til innanríkisráðuneytisins vegna forsetaframboðs en frestur til þess rann út á miðnætti föstudags 25. maí. Innlent 26.5.2012 17:40
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent