Sund

Fréttamynd

16 ára sunddrottning með nýtt heimsmet

Hin sextán ára sundkona Ruta Meilutyte frá Litháen sló í kvöld nýtt heimsmet í 100 metra bringusundi en hún kom í mark á tímanum 1:04,35 og bætti því gamla metið um sjö sekúndubrot.

Sport
Fréttamynd

Eygló nálægt undanúrslitasæti

Eygló Ósk Gústavsdóttir, sundkona úr Ægi, varð í 20. sæti í undankeppni 100 metra baksundsins á HM í sundi í 50 metra laug í Barcelona í morgun.

Sport
Fréttamynd

Yfirburðir hjá sundfólkinu

Anton Sveinn McKee vann sín fimmtu og sjöttu gullverðlaun í einstaklingsgreinum á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg í gær.

Sport
Fréttamynd

Íslandsmet hjá Eygló og fjögur gull til Íslendinga

Íslendingar kræktu í fjögur gull, fjögur silfur og eitt brons í sundkeppni Smáþjóðaleikanna í Lúxemborg í dag. Þá setti Eygló Óskar Gústavsdóttir Íslandsmet og sveit kvenna í 4x100 metra fjórsundi setti mótsmet.

Sport
Fréttamynd

Fimm gullverðlaun og þrjú mótsmet

Íslenska sundfólkið gerði það gott á öðrum degi Smáþjóðaleikanna í Lúxemborg í dag. Alls unnust tólf verðlaun og þrjú mótsmet voru sett.

Sport
Fréttamynd

Þrenn gullverðlaun og Íslandsmet Antons Sveins

Hrafnhildur Lúthersdóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar og Eygló Óskar Gústafsdóttir og Anton Sveinn McKee úr Ægi unnu til gullverðlauna í sundi á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg í dag.

Sport
Fréttamynd

Níu Íslandsmet á fyrri keppnisdegi

Sundkappar í röðum fatlaðra fóru á kostum á fyrri keppnisdeginum á Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í gær. Keppni á mótinu líkur í dag.

Sport
Fréttamynd

Ríó kitlar Kobba

Ólympíufarinn fjórfaldi, Jakob Jóhann Sveinsson, hefur tekið háskólanámið föstum tökum. Á meðan er sundið í öðru sæti. Hann horfir þó til Ríó og langar að skrá nafn sitt í sögubækurnar. Enginn Íslendingur hefur farið fimm sinnum á Ólympíuleika.

Sport
Fréttamynd

Íslandsmeistararnir á ÍM 50 í sundi í dag - myndir

Öðrum degi Íslandsmeistaramótsins í 50 metra laug er lokið og voru átta Íslandsmeistarar krýndir í úrslitahlutanum í dag. Sundsambandið var með yfirlit yfir daginn á heimasíðu sinni og Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, tók myndirnar hér fyrir ofan.

Sport
Fréttamynd

Hrafnhildur náði HM-lágmarki

Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH var nálægt því að bæta Íslandsmet sitt í 200 metra bringusundi á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug. Metið féll ekki en Hrafnhildur náði hinsvegar lágmörkum á HM í Barcelona í sumar.

Sport
Fréttamynd

Þau bestu synda í Laugardalnum

Íslandsmeistaramótið í sundi í 50 metra laug hófst í sundmiðstöðinni í Laugardal í morgun. 132 bestu sundmenn landsins mæta til keppni ásamt erlendum gestum.

Sport
Fréttamynd

Gullsöfnun í Eindhoven

Jón Margeir Sverrisson setti fimm Íslandsmet og vann til fjögurra gullverðlauna á Swimcup í Eindhoven í Hollandi en mótinu lauk í gær.

Sport
Fréttamynd

Lance Armstrong hættur við - FINA kvartaði

Lance Armstrong mun ekki keppa á Masters South Central Zone sundmótinu sem fer fram í Texas um næstu helgi. Vísir sagði frá þátttöku hans fyrr í dag en þessi fyrrum hjólreiðakappi er nú hættur við eftir kvartanir frá Alþjóðasundsambandinu.

Sport
Fréttamynd

Jón Margeir í metaham á fyrsta degi

Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson byrjar vel á Swim Cup mótinu í Eindhoven í Hollandi því hann setti tvö Íslandsmet á fyrsta degi mótsins sem stendur fram á sunnudag.

Sport
Fréttamynd

Lance Armstrong farinn að keppa í sundi

Lance Armstrong, fyrrum hjóleiðakappi og nú svarti sauðurinn í heimi íþróttanna eftir lyfjahneykslismálið margfræga, er ekki hættur að keppa. Nú ætlar hann að reyna fyrir sér í sundinu.

Sport
Fréttamynd

Eygló Ósk bætti Íslandsmetið

Eygló Ósk Gústafsdóttir, 18 ára sundkona úr Ægi, setti nýtt Íslandsmet og tryggði sér sigur í 100 metra baksundi á danska meistaramótinu í 50 metra laug sem fer nú fram í Bellahöj í Kaupmannahöfn.

Sport
Fréttamynd

Fimmtán Íslandsmet í sundi fatlaðra

Reykjavíkurmótinu í sundi lauk í dag en alls féllu fimmtán Íslandsmet í flokki fatlaðra á mótinu. Jón Margeir Sverrisson bætti Íslandsmet í alls sjö greinum.

Sport
Fréttamynd

Jón Margeir í sérklassa í Svíþjóð - vann sjö gull

Á heimasíðu sænska sambandsins fyrir íþróttir fatlaðra þá fær íslenski sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson mikið hrós fyrir frammistöðu sína á opna Malmö-sundmótinu sem fram fór um helgina. Í frétt um mótið er talað um á íslenski gullverðlaunahafinn frá ÓL í London hafi verið í sérklassa á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Kolbrún Alda fékk að eiga Sjómannabikarinn

Kolbrún Alda Stefánsdóttir frá Firði/SH vann Sjómannabikarinn þriðja árið í röð á Nýárssundmóti Íþróttasambands fatlaðra sem fór fram í Laugardalslauginni í dag. Kolbrún Alda vann því bikarinn til eignar og er hún fjórði sundmaðurinn sem nær því.

Sport
Fréttamynd

Yfirlýsing frá Hrafnhildi: Rann til í matvörubúð í Frakklandi

Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir hefur ákveðið að koma fram og segja frá því hvernig hún meiddi sig skömmu fyrir Ólympíuleikana í London í sumar. Meiðslin þýddu að hún sleppti fyrstu keppnisgrein sínum á leikunum og þurfti að synda þjáð í þeim greinum sem hún tók þátt í á leikunum.

Sport