Sport

Eygló Ósk og Kristinn sigursæl

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eygló Ósk Gústafsdóttir.
Eygló Ósk Gústafsdóttir. vísir/Valli
Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Sundfélaginu Ægi og Kristinn Þórarinsson úr Sunddeild Fjölnis hafa verið að gera góða hluti í sundkeppni Reykjavíkurleikanna.

Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Sundfélaginu Ægi hefur unnið allar þrjár greinarnar sem hún hefur tekið þátt í um helgina og það með nokkrum yfirburðum. Gullgreinar Eyglóar eru 50 metra skriðsund, 100 metra baksund og 200 metra skriðsund.

Eygló Ósk á auk þess besta afrek mótsins hingað til en það er tíminn hennar í 100 metra baksundi sem var 1.02.32 mínútur.

Kristinn Þórarinsson úr Sunddeild Fjölnis hefur einnig unnið gull í þremur greinum á þessu móti en þær eru 50 metra flugsund, 100 metra bringusund og 100 metra skriðsund. Nánari úrslit í sundmóti Reykjavíkurleikanna má finna hér.

Um 230 sundmenn taka þátt í mótinu þar af tæplega 50 erlendir. Í dag eru úrslitin í sundinu frá klukkan 16.00 til 18.00 en keppni í sundi fatlaðra verður frá 12-16.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×