Sport

Eygló Ósk byrjar vel í Frakklandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Anton
Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona úr Ægi, setti tvö mótsmet á fyrsta keppnisdegi á móti í Saint Lo í Frakklandi í dag.

Eygló synti 200 m baksund á 2:08,67 mínútum og kom í mark á 2:00,51 mínútum í 200 m skriðsundi. Hún er stigahæsta konan á mótinu eftir fyrri keppnisdaginn.

Kristinn Þórarinsson, Fjölni, vann 200 m baksund á 2:01,30 mínútum sem var stigahæsta sundið í karlaflokki í dag. Hann vann einnig sigur í 100 m flugsundi og varð annar í 100 m bringusundi.

Birkir Snær Helgason, Ægi, synti í úrslitum í 200 metra skriðsundi og varð í sjötta sæti. Hann synti einnig í 50 metra skriðsundi.

Vladimir Cedillo, Ægi, synti í undanrásum í 50 metra skriðsundi. Daníel Hannes Pálsson, Fjölni, varð í öðru sæti í 50 metra skriðsundi sem og í 200 metra skriðsundi, auk þess sem hann varð í þriðja sæti í 100 metra flugsundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×