Sund

Stelpurnar og strákarnir hjálpuðust við að setja nýtt Íslandsmet
Íslenska sundfólkið landaði þriðja Íslandsmetinu á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug í Doha höfuðborg Katar í dag. Áður höfðu þær Eygló Ósk Gústafsdóttir og Inga Elín Cryer sett met í einstaklingsgreinum dagsins.

Inga Elín stórbætti Íslandsmetið
Bætti metið um rúmar þrjár sekúndur og sinn besta árangur um sex sekúndur.

Eygló bætti Íslandsmet í Doha
Komst þó ekki í undanúrslit í 100 m flugsundi á HM í 25 m laug.

Strákarnir settu nýtt Íslandsmet í Katar
Karlasveit Íslands í sundi setti í morgun nýtt Íslandsmet í 4 x 100 metra skriðsundi á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug sem fer fram þessa dagana í Doha höfuðborg Katar.

Hrafnhildur þremur sætum frá undanúrslitum - enginn komst áfram
Íslensku keppendurnir hófu í morgun keppni á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug sem fer fram í Katar næstu daga. Sundspekingurinn Magnús Tryggvason hefur tekið saman árangur Íslendinganna í morgun.

Jón Margeir með tvö heimsmet og þrjú Evrópumet
Sundsmaðurinn Jón Margeir Sverrisson hélt upp á 22 ára afmælið sitt með stórglæsilegri frammistöðu á opna breska meistaramótinu í 25 metra laug á dögunum.

Jón Margeir setti tvö ný heimsmet
Gerði það gott á móti í Manchester um helgina.

Ólympíumeistari féll á lyfjaprófi en fékk óvenju stutt bann
Kínverski Ólympíumeistarinn Sun Yang féll á lyfjaprófi í maí en náði samt að keppa á Asíuleikunum í september og enginn vissi af ólöglegri lyfjanotkun hans fyrr en nýverið. Kínverska fréttastofan Xinhua sagði frá þessu í dag.

Eygló og Inga settu Íslandsmetin fyrir Ægi en ekki ÍBR
Sundfélagið Ægir hefur gert athugasemd vegna umfjöllunar undanfarið þar sem var rætt um sameiningu sundfélaganna í Reykjavík undir merkjum ÍBR, Íþróttabandalags Reykjavíkur.

Tíu fara til Katar í desember
Átta íslenskir sundmenn, fimm menn og þrjár konur, eru búnir að ná lágmarki inn á HM í 25 metra laug sem að þessu sinni fer fram í Doha, höfuðborg Katar.

Hrafnhildur setti persónulegt met og græddi 74.000 krónur
Ein fremsta sundkona Íslands hafnaði í öðru sæti á Grand Prix-móti í sundi í Bandaríkjunum.

Jón Margeir setti fjögur Íslandsmet um helgina
Jón Margeir Sverrisson, gulldrengurinn frá Ólympíuleikunum í London fyrir tveimur árum, var í stuði á Íslandsmóti Sundsambands Íslands í 25 metra laug sem fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um síðustu helgi.

Ég kom sjálfri mér alveg rosalega á óvart
Sunddrottningin Eygló Ósk Gústafsdóttir var óumdeild stjarna Íslandsmeistaramótsins í 25 metra laug sem fram fór í Ásvallalaug um helgina. Eygló vann níu gull og setti sex Íslandsmet. Eitt þeirra hefði komið henni á pall á HM í Istanbúl fyrir tveimur árum

Eygló Ósk blómstrar hjá "nýja“ félaginu
Eygló Ósk Gústafsdóttir, nífaldur Íslandsmeistari í sundi frá helginni, keppti fyrir "nýtt“ félag um helgina. Hún kemur úr Sundfélaginu Ægi, en nú hefur Reykjavíkurfélögunum öllum verið skellt saman undir nafni ÍBR.

Eygló Ósk setti sjö Íslandsmet um helgina
Eygló Ósk Gústafsdóttir átti frábæra helgi á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug en hún setti alls sjö Íslandsmet á keppnisdögunum þremur þar af sex þeirra í einstaklingsgreinum.

Eygló Ósk bætti sólarhringsgamalt Íslandsmet sitt
Eygló Ósk Gústafsdóttir setti nýtt Íslandsmet í dag þegar hún tryggði sér sigur í 100 metra baksundi á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug sem fer fram í Ásvallarlaug í Hafnarfirði.

Enn eitt metið féll á Íslandsmótinu
Enn eitt metið féll á Íslandsmótinu í sundi og Eygló Ósk Gústafsdóttir var hluti af A sveit ÍBR sem sló metið.

Eygló fer á kostum
Eygló Ósk Gústafsdóttir sló í dag sitt þriðja og fjórða Íslandsmet á Íslandsmótinu í sundi, en Eygló Ósk hefur leikið á alls oddi á mótinu.

Annað Íslandsmet hjá Eygló Ósk
Búin að setja tvö Íslandsmet í Ásvallalaug á fyrsta keppnisdegi.

Eygló og Inga Elín báðar með glæsileg Íslandsmet
Inga Elín Cryer og Eygló Ósk Gústafsdóttir, báðar úr ÍBR byrjuðu vel á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug í Ásvallarlaug í kvöld. Stelpurnar settu báðar glæsilegt nýtt Íslandsmet í fyrstu grein.

Bronshafi frá Ólympíuleikum keppir á ÍM í sundi um helgina
Coralie Balmy, 27 ára verðlaunasundkona frá Frakklandi, verður meðal þátttakenda Íslandsmeistaramótinu í 25m laug sem fer fram um helgina í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Mótið hófst í morgun og líkur á sunnudaginn.

Kvennalandsliðið í körfubolta fékk hæsta styrkinn
Eitt landsliðsverkefni og þrjár afrekskonur í íþróttum hlutu í dag styrk úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ fyrir árið 2014. Afrekskonurnar fá fimm hundruð þúsund krónur hver og Körfuknattleikssamband Íslands hlýtur eina milljón króna.

Thelma búin að setja 40 Íslandsmet á árinu
Thelma Björg Björnsdóttir, sundkona úr ÍFR, bætti tveimur Íslandsmetum í safnið hjá sér þegar hún vann tvær greinar á fyrri keppnisdegi Íslandsmóts Íþróttasambands fatlaðra í sundi í 25m laug. Þetta kemur fram á heimasíðu Íþróttasambands fatlaðra.

ÍRB og SH bikarmeistarar
Íþróttabandalag Reykjanesbæjar varð í kvöld bikarmeistari kvenna og SH varð á sama tíma bikarmeistari karla á Bikarmóti SSÍ, en mótið fór fram í Laugardal.

Hrafnhildur flaug heim frá Bandaríkjunum til að hjá SH í bikarnum
Bikarkeppni Sundsambands Íslands 2014 fer fram í Laugardalslaug á kvöld og á morgun en keppt er í tveimur deildum.

Phelps í hlé eftir ölvunaraksturinn
Michael Phelps ætlar ekki að dýfa sér í laugina á næstunni.

Phelps handtekinn fyrir ölvunarakstur
Sundkappinn í klandri eftir að hafa ekið ölvaður á miklum hraða.

Flott byrjun hjá Anítu og Thelmu
Aníta Ósk Hrafnsdóttir, Fjörður/Breiðablik, og Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, slógu báðar Íslandsmet á haustmóti Ármanns sem fór fram um helgina.

Japanskur sundmaður rekinn af Asíuleikunum fyrir þjófnað
Japanska sundsambandið hefur rekið einn af sundmönnum sínum af Asíuleikunum fyrir að stela myndavél.

Hrafnhildur stórbætti eigið Íslandsmet í Doha
Hrafnhildi Lúthersdóttur, sunddrottningin úr SH, stórbætti eigið Íslandsmet í 100m bringusundi í 25m laug í dag á Heimsbikarnum í 25 metra laug sem fer fram í Doha í Katar.