Lögreglumál

Fréttamynd

Grípa þurfi fyrr inn í þegar kemur að of­beldis­hegðun barna

Taka þarf ofbeldi meðal barna og ungmenna föstum tökum og grípa inn fyrr að sögn framkvæmdastjóra Barna- og fjölskyldustofu. Málum þar sem ungmenni beita ofbeldi virðast fara fjölgandi en þrír fjórtán ára drengir réðust á fólk að tilefnislausu í miðbænum í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Til skoðunar að taka ofbeldi ungmenna fyrir innan velferðarnefndar

Einn var fluttur á bráðamóttöku með höfuðáverka eftir að þrír fjórtán ára drengir réðust á fólk af handahófi á að minnsta kosti þremur stöðum í miðbænum í gær. Formaður velferðarnefndar Alþingis segir öllum brugðið að heyra fréttir af þessu tagi og að til greina komi að taka ofbeldi ungmenna fyrir innan nefndarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Bíllinn hafnaði ofan í grýttri fjöru

Umferðarslys varð úti í Grímsey í gærkvöldi þegar bíll fór út af vegi við Grímseyjarhöfn. Bíllinn endaði ofan í grýttri fjöru en slæmt veður var á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Tvær líkamsárásir í nótt

Karlmaður var í nótt handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna gruns um líkamsárás í Laugardalnum. Maðurinn var ölvaður þegar hann var handtekinn og beðið er eftir því að af honum renni til að taka af honum skýrslu vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Hætta rann­­sókn Ó­s­hlíðar­­málsins

Lögreglan á Vestfjörðum hefur ákveðið að hætta rannsókn á mannsláti í Óshlíð árið 1973. Niðurstaða rannsóknar réttarlæknis var sú að ekkert benti til annars en að farþegi í bíl sem hafnaði utan vegar hafi látist af afleiðingum umferðarslyss. 

Innlent
Fréttamynd

Á­fram fjórar vikur í gæslu­varð­haldi

Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hyggja á hryðjuverk í slagtogi við annan mann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Karlmaðurinn mun þó ekki sæta einangrun áfram líkt og hann hefur gert nær sleitulaust undanfarnar fjórar vikur.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast ekki einangrunar yfir mönnunum tveimur

Héraðssaksóknari ætlar ekki að gera kröfu um frekari einangrun í tilfelli tveggja karlmanna sem sæta gæsluvarðhaldi grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk. Karlmennirnir tveir verða leiddir fyrir dómara í dag.

Innlent
Fréttamynd

Telur óhugsandi að krafist verði frekari einangrunar

Héraðssaksóknari ætlar að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir tveimur karlmönnum á þrítugsaldri sem eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Verjandi annars mannsins telur lagaskilyrðum ekki uppfyllt fyrir áframhaldandi gæsluvarðhald.

Innlent
Fréttamynd

Eigin­kona hins látna grunuð um að hafa stungið hann með hnífi í mars

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur til rannsóknar nokkur mál þar sem talið er að maðurinn, sem fannst látinn í íbúð á Ólafsfirði fyrir rúmri viku, og eiginkona hans, sem var viðstödd þegar hann lést, hafi átt í átökum sín á milli. Meðal annars er konan grunuð um að hafa stungið manninn, sem nú er látinn, með eggvopni í mars síðastliðnum.

Innlent
Fréttamynd

Fluttur með sjúkrabíl eftir rafskútuslys

Einn varð fluttur með sjúkrabíl upp á bráðamóttöku í gærkvöldi eftir að hann lenti í umferðaróhappi á rafskútu í Grafarvogi. Maðurinn var illa áttaður aftir óhappið. 

Innlent
Fréttamynd

Fundu fíkni­efna­ræktun í Kópa­vogi

Lögreglan fann á sjötta tímanum í gærkvöldi fíkniefnaræktun í iðnaðarbili í miðbæ Kópavogs. Voru bæði plöntur og tæki gerð upptæk og skýrsla tekin af húsráðanda. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en ekkert meira kemur fram um umrædda fíkniefnarækt.

Innlent
Fréttamynd

Gríðar­leg eftir­spurn eftir kyn­ferðis­legu að­gengi að flótta­mönnum á netinu

Eftirspurn eftir kynferðislegu aðgengi að úkraínskum flóttamönnum á netinu hefur aukist gríðarlega undanfarið, meðal annars á Íslandi. Þeir sem stundi mansal nýti það til að þvinga varnarlaust fólk til kynlífsþrælkunar. Yfirmaður mansalsdeildar Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu segir íslensk stjórnvöld og lögreglu þurfa að vera á verði og beina athyglinni að netinu.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan leitar að bíl

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir bronslituðum Toyota Corolla HB Style með svörtum toppi sem stolið var á aðfaranótt fimmtudags. 

Innlent
Fréttamynd

Rann­saka meðal annars hvort ein­hver hafi veitt konunni á­verkana

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur meðal annars til rannsóknar hvort einhver hafi veitt konu, sem fannst látin í Laugardal um helgina, áverka sem fundust á líki hennar. Áverkarnir urðu til þess að lögregla hóf rannsókn með það í huga að konunni hafi verið banað og handtók tvo menn tengda henni.  

Innlent
Fréttamynd

Notuðu naglamottu til að binda endi á eftirför

Lögregla þurfti að beita naglamottu til að stöðva ökumann sem hún hafði elt alla leið úr Árbæ upp í Mosfellsbæ í nótt. Maðurinn ók meðal annars yfir hringtorg, á móti umferð og notaði símann undir stýri. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna undir stýri.

Innlent
Fréttamynd

Mönnunum sleppt úr haldi: Ekki grunur um morð

Mennirnir tveir sem handteknir voru um helgina grunaðir um að hafa orðið konu á sextugsaldri að bana hefur verið sleppt úr haldi. Niðurstaða réttarmeinafræðings er sú að áverkar sem voru á hinni látnu hafi ekki leitt til andláts hennar.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei fleiri alvarleg ofbeldisbrot

Aldrei hafa fleiri alvarleg ofbeldisbrot verið skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en á fyrstu níu mánuðum ársins. Brotin hafa ríflega tvöfaldast á fimmtán árum. Lögreglan rannsakar nú hvort saknæmt athæfi hafi átt sér stað þegar kona á sextugsaldri lést um helgina. Tveir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Innlent