Lögreglumál

Fréttamynd

Féll tvo metra ofan holu við Klepps­mýrar­veg

Lögregla og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins voru kölluð út eftir að tilkynnt var um að maður hafi fallið um tvo metra ofan í grunn við við Kleppsmýrarveg, Dugguvog og Arkarvog í Reykjavík í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Í gæslu­varð­haldi fyrir að falsa að fyrr­verandi sam­býlis­konan væri á lífi

Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni, sem er grunaður um fjársvik og skjalafals. Maðurinn er sagður hafa í áraraðir haldið því fram að fyrrverandi sambýliskona hans væri á lífi en hún lést árið 2014. Maðurinn dvaldi hins vegar í húsnæði Félagsbústaða, sem var skráð á konuna, tók út lyfseðilskyld lyf hennar og notaði fjármuni sem hún fær enn frá Tryggingastofnun.

Innlent
Fréttamynd

Lög­­maður sakaður um að nauðga eigin­­konu skjól­­stæðings síns

Íslenskur lögmaður með málflutningsrettindi fyrir Landsrétti hefur verið kærður til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gegn eiginkonu skjólstæðings síns. Meint brot lögmannsins eru sögð hafa átt sér stað á meðan skjólstæðingur hans var í einangrun á Hólmsheiði.

Innlent
Fréttamynd

Sex­tán ára ók á móti um­ferð í Breið­holti

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gær afskipti af ökumanni sem hafði ekið á móti umferð í Breiðholti. Reyndist hann vera sextán ára gamall og því ekki með bílpróf. Er málið unnið í samráði við foreldra og barnaverndaryfirvöld.

Innlent
Fréttamynd

Beit lög­reglu­mann í mið­bænum

Óskað var eftir aðstoð lögreglu á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í nótt vegna manns sem var ofurölvi. Hann varð æstur við komu lögreglu og sjúkraflutningamanna og beit einn lögreglumannanna. Hann var því vistaður í fangageymslu þar til hægt var að ræða við hann.

Innlent
Fréttamynd

Rannsókn beinist að hugsanlegu manndrápi

Rannsókn lögreglu á andláti ungrar konu á Selfossi í síðustu viku beinist nú að hugsanlegu manndrápi til samræmis við bráðabirgðaniðurstöður krufningar. Héraðsdómur Suðurlands hefur framlengt gæsluvarðhald til 19. maí yfir öðrum af tveimur mönnum sem handteknir voru í tengslum við málið. Maðurinn var leiddur fyrir dómara nú fyrir stundu. 

Innlent
Fréttamynd

Öryggis­vörður Nova skarst í leikinn

Öryggisvörður Nova skarst í leikinn vegna manns sem var vopnaður hníf á bílastæði verslunarinnar við Lágmúla í Reykjavík í dag. Maðurinn er nú í haldi lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Lög­regla fundar með fjölskyldu hinnar látnu í dag

Lögreglan á Suðurlandi telur sig vera komna með nokkuð skýra mynd af atburðarrásinni sem leiddi til andláts konu á Selfossi í síðustu viku. Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir öðrum af tveimur mönnum sem handteknir voru í tengslum við andlátið en hinum hefur verið sleppt. Lögregla mun funda með aðstandendum hinnar látnu í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Kaupa skot­vopn fyrir lög­regluna fyrir leið­toga­fundinn

Skotvopn eru á meðal búnaðar sem keyptur hefur verið inn fyrir íslenska lögreglumenn í tengslum við öryggisgæslu á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Erlendir lögreglumenn sem aðstoða við öryggisgæsluna og erlendir öryggisverðir verða einnig vopnaðir.

Innlent
Fréttamynd

Rifrildi, slags­mál og ölvun... en enginn á staðnum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölbreyttum verkefnum í nótt en kom nokkrum sinnum að tómum kofanum. Hún var meðal annars kölluð til vegna rifrilda, slagsmála og ölvaðs einstaklings sem lá í götunni en allir sem komu að málum voru á brott þegar að var komið.

Innlent
Fréttamynd

Annar laus úr gæsluvarðhaldi í Selfossmálinu

Lögreglan á Suðurlandi hefur sleppt öðrum manninum úr gæsluvarðhaldi sem handtekinn var í tengslum við andlát ungrar konu á Selfossi. Krafa hefur verið gerð um að hinn maðurinn sæti áfram gæsluvarðhaldi.

Innlent
Fréttamynd

Nafn mannsins sem lést í Hafnarfirði

Karlmaðurinn sem lést eftir hnífsstunguárás í Hafnarfirði fimmtudaginn 20. apríl síðastliðinn hét Barlomiej Kamil Bielenda. Hann var 27 ára og lætur eftir sig tveggja ára gamla dóttur.

Innlent
Fréttamynd

Drónar bannaðir í mið­bænum næstu daga

Ríkis­lög­reglu­stjóri hefur til­kynnt um bann við flugi dróna og fjar­stýrðra loft­fara við Reykja­víkur­höfn og í ná­lægð við skip NATO sem væntan­leg eru hingað til lands 5. - 10. maí.

Innlent
Fréttamynd

Búið að tala við ungmennin

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur náð tali af ungmennunum fjórum sem lýst var eftir í gær í tengslum við brunann í Drafnarslippnum. Samtalið varpaði ekki frekara ljósi á hvernig eldurinn kviknaði.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er svo hrika­lega sár yfir þessu“

Föðursystir Stefáns Arnars Gunnarssonar kallar eftir því að íslenskt samfélag læri af þeim harmleik sem fólst í andláti hans. Hún hugsar hlýlega til forseta Íslands sem huggaði aðstandendur með hjónabandssælu þegar leit stóð yfir að Stefáni.

Innlent
Fréttamynd

Kviknaði í húsi sama eig­anda í höfninni fyrir fjórum árum

Slökkvistörfum við Hafnarfjarðarhöfn lauk klukkan þrjú í nótt, eftir að eldur kom upp í húsnæði sem til stóð að rífa. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök en tæknirannsókn lögreglu fer fram í dag. Annað húsnæði við höfnina í eigu sama aðila brann fyrir fjórum árum.

Innlent