Lögreglumál Féll tvo metra ofan holu við Kleppsmýrarveg Lögregla og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins voru kölluð út eftir að tilkynnt var um að maður hafi fallið um tvo metra ofan í grunn við við Kleppsmýrarveg, Dugguvog og Arkarvog í Reykjavík í gærkvöldi. Innlent 8.5.2023 12:29 Í gæsluvarðhaldi fyrir að falsa að fyrrverandi sambýliskonan væri á lífi Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni, sem er grunaður um fjársvik og skjalafals. Maðurinn er sagður hafa í áraraðir haldið því fram að fyrrverandi sambýliskona hans væri á lífi en hún lést árið 2014. Maðurinn dvaldi hins vegar í húsnæði Félagsbústaða, sem var skráð á konuna, tók út lyfseðilskyld lyf hennar og notaði fjármuni sem hún fær enn frá Tryggingastofnun. Innlent 8.5.2023 11:33 Lögmaður sakaður um að nauðga eiginkonu skjólstæðings síns Íslenskur lögmaður með málflutningsrettindi fyrir Landsrétti hefur verið kærður til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gegn eiginkonu skjólstæðings síns. Meint brot lögmannsins eru sögð hafa átt sér stað á meðan skjólstæðingur hans var í einangrun á Hólmsheiði. Innlent 8.5.2023 09:00 Gekk í veg fyrir bifreið og braut bílrúðu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær tilkynningar vegna ónæðisseggja og tvær tilkynningar vegna flugeldafikts á vaktinni í gærkvöldi og nótt. Innlent 8.5.2023 06:40 Sextán ára ók á móti umferð í Breiðholti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gær afskipti af ökumanni sem hafði ekið á móti umferð í Breiðholti. Reyndist hann vera sextán ára gamall og því ekki með bílpróf. Er málið unnið í samráði við foreldra og barnaverndaryfirvöld. Innlent 7.5.2023 07:31 Milljónatjón Samstöðvarinnar eftir innbrot í nótt Brotist var inn í höfuðstöðvar fjölmiðilsins Samstöðvarinnar í Bolholti í Reykjavík í nótt og flestum tækjum stolið eða þau eyðilögð. Ábyrgðarmaður frétta Samstöðvarinnar segir að tjónið hlaupi á milljónum. Innlent 6.5.2023 14:22 Beit lögreglumann í miðbænum Óskað var eftir aðstoð lögreglu á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í nótt vegna manns sem var ofurölvi. Hann varð æstur við komu lögreglu og sjúkraflutningamanna og beit einn lögreglumannanna. Hann var því vistaður í fangageymslu þar til hægt var að ræða við hann. Innlent 6.5.2023 07:15 Rannsókn beinist að hugsanlegu manndrápi Rannsókn lögreglu á andláti ungrar konu á Selfossi í síðustu viku beinist nú að hugsanlegu manndrápi til samræmis við bráðabirgðaniðurstöður krufningar. Héraðsdómur Suðurlands hefur framlengt gæsluvarðhald til 19. maí yfir öðrum af tveimur mönnum sem handteknir voru í tengslum við málið. Maðurinn var leiddur fyrir dómara nú fyrir stundu. Innlent 5.5.2023 16:42 Óvíst hvort opinn eldur í Drafnarslipp var íkveikja eða óviljaverk Rannsókn tæknideildar lögreglunnar bendir til þess að upptök brunans í Drafnarslippnum í Hafnarfirði að kvöldi mánudags megi rekja til opins elds. Ekki er sagt hægt að fullyrða hvort að um íkveikju eða óviljaverk hafi verið að ræða. Innlent 5.5.2023 15:44 Öryggisvörður Nova skarst í leikinn Öryggisvörður Nova skarst í leikinn vegna manns sem var vopnaður hníf á bílastæði verslunarinnar við Lágmúla í Reykjavík í dag. Maðurinn er nú í haldi lögreglu. Innlent 5.5.2023 13:59 Handteknir vegna gruns um sölu á fíkniefnahlaupböngsum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók á dögunum tvo menn karlmenn um þrítugt vegna rannsóknar á máli sem snýr að umfangsmikilli sölu og dreifingu fíkniefna þar sem kannabisefni hafi verið komið fyrir í hlaupböngsum og súkkulaði. Innlent 5.5.2023 13:30 Tekinn á 59 kílómetra hraða á rafhlaupahjólinu, hjálmlaus og með farþega Lögregla á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði unglingspilt sem ók rafhlaupahjóli á 59 kílómetra hraða niður Þúsöld í Grafarholti þar sem hámarkshraði er 50. Innlent 5.5.2023 12:24 Lögregla fundar með fjölskyldu hinnar látnu í dag Lögreglan á Suðurlandi telur sig vera komna með nokkuð skýra mynd af atburðarrásinni sem leiddi til andláts konu á Selfossi í síðustu viku. Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir öðrum af tveimur mönnum sem handteknir voru í tengslum við andlátið en hinum hefur verið sleppt. Lögregla mun funda með aðstandendum hinnar látnu í dag. Innlent 5.5.2023 10:40 Kaupa skotvopn fyrir lögregluna fyrir leiðtogafundinn Skotvopn eru á meðal búnaðar sem keyptur hefur verið inn fyrir íslenska lögreglumenn í tengslum við öryggisgæslu á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Erlendir lögreglumenn sem aðstoða við öryggisgæsluna og erlendir öryggisverðir verða einnig vopnaðir. Innlent 5.5.2023 07:00 Rifrildi, slagsmál og ölvun... en enginn á staðnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölbreyttum verkefnum í nótt en kom nokkrum sinnum að tómum kofanum. Hún var meðal annars kölluð til vegna rifrilda, slagsmála og ölvaðs einstaklings sem lá í götunni en allir sem komu að málum voru á brott þegar að var komið. Innlent 5.5.2023 06:19 Annar laus úr gæsluvarðhaldi í Selfossmálinu Lögreglan á Suðurlandi hefur sleppt öðrum manninum úr gæsluvarðhaldi sem handtekinn var í tengslum við andlát ungrar konu á Selfossi. Krafa hefur verið gerð um að hinn maðurinn sæti áfram gæsluvarðhaldi. Innlent 4.5.2023 20:37 Nafn mannsins sem lést í Hafnarfirði Karlmaðurinn sem lést eftir hnífsstunguárás í Hafnarfirði fimmtudaginn 20. apríl síðastliðinn hét Barlomiej Kamil Bielenda. Hann var 27 ára og lætur eftir sig tveggja ára gamla dóttur. Innlent 4.5.2023 11:01 Drónar bannaðir í miðbænum næstu daga Ríkislögreglustjóri hefur tilkynnt um bann við flugi dróna og fjarstýrðra loftfara við Reykjavíkurhöfn og í nálægð við skip NATO sem væntanleg eru hingað til lands 5. - 10. maí. Innlent 4.5.2023 09:33 Hafðist fyrst við í stigagangi og kom sér svo fyrir í íbúð Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um einstakling í annarlegu ástandi í stigagangi fjölbýlishúss. Þegar komið var á vettvang hafði viðkomandi komið sér fyrir í einni íbúða stigagangsins og var hann handtekinn. Innlent 4.5.2023 06:24 Gæsluvarðhald staðfest yfir tveimur í tengslum við andlátið á Selfossi Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur mönnum í tengslum við andlát ungrar konu á Selfossi. Mennirnir tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á laugardag í Héraðsdómi Suðurlands. Innlent 3.5.2023 17:37 Búið að tala við ungmennin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur náð tali af ungmennunum fjórum sem lýst var eftir í gær í tengslum við brunann í Drafnarslippnum. Samtalið varpaði ekki frekara ljósi á hvernig eldurinn kviknaði. Innlent 3.5.2023 17:28 Ákærður fyrir að beita stúlku kynferðisofbeldi í tólf ár Karlmaður hefur verið ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot, brot gegn barnaverndarlögum og brot gegn áfengislögum gegn stúlku yfir tólf ára tímabil. Stúlkan hefur farið fram á að maðurinn greiði sér sjö milljónir króna í miskabætur. Innlent 3.5.2023 14:26 Hafa ekki náð tali af ungmennunum í tengslum við brunann Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki náð tali af fjórum ungmennum í tengslum við bruna í Drafnarslippnum í Hafnarfirði á mánudagskvöld. Frumniðurstöðu úr rannsókn tæknideildar á tildrögum eldsins er að vænta síðar í dag. Innlent 3.5.2023 10:43 „Ég er svo hrikalega sár yfir þessu“ Föðursystir Stefáns Arnars Gunnarssonar kallar eftir því að íslenskt samfélag læri af þeim harmleik sem fólst í andláti hans. Hún hugsar hlýlega til forseta Íslands sem huggaði aðstandendur með hjónabandssælu þegar leit stóð yfir að Stefáni. Innlent 3.5.2023 07:01 Rán og síðan líkamsárás við verslun í austurhluta borgarinnar Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um rán við verslun í austurhluta borgarinnar. Gerendur voru sagðir nokkrir og fékkst góð lýsing á þeim en þeir voru sagðir hafa verið með hnífa á sér. Innlent 3.5.2023 06:24 Flúði frá Ítalíu eftir manndrápstilraun og fór huldu höfði á Íslandi 43 ára Nígeríumaður sem flúði óafplánaðan fangelsisdóm á Ítalíu og fór huldu höfði á Íslandi hefur nú verið afhentur lögregluyfirvöldum í Róm. Fjölmargir ítalskir fjölmiðlar greina frá málinu. Innlent 2.5.2023 15:56 Vilja ná tali af fjórum ungmennum vegna stórbrunans Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af fjórum ungmennum í tengslum við rannsókn hennar á bruna í Drafnarslippnum í Hafnarfirði gærkvöldi. Innlent 2.5.2023 14:56 Kviknaði í húsi sama eiganda í höfninni fyrir fjórum árum Slökkvistörfum við Hafnarfjarðarhöfn lauk klukkan þrjú í nótt, eftir að eldur kom upp í húsnæði sem til stóð að rífa. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök en tæknirannsókn lögreglu fer fram í dag. Annað húsnæði við höfnina í eigu sama aðila brann fyrir fjórum árum. Innlent 2.5.2023 14:32 Útskrifaður af gjörgæslu eftir skipsbrunann í Njarðvíkurhöfn Skipverji sem slasaðist þegar Grímsnes GK-555 brann í Njarðvíkurhöfn fyrir viku er útskrifaður af sjúkrahúsi. Rannsókn lögreglu á brunanum mannskæða er sögð miða vel áfram en ekki er talið að upptök eldsins hafi borið að með saknæmum hætti. Innlent 2.5.2023 13:47 Pantaði sér pizzu á spítalafötunum eftir hamarsárás Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um klukkan 17:30 í gær um stórfellda líkamsárás í póstnúmerinu 111, þar sem einstaklingur hafði verið sleginn ítrekað í höfuðið með hamri. Innlent 2.5.2023 06:48 « ‹ 69 70 71 72 73 74 75 76 77 … 275 ›
Féll tvo metra ofan holu við Kleppsmýrarveg Lögregla og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins voru kölluð út eftir að tilkynnt var um að maður hafi fallið um tvo metra ofan í grunn við við Kleppsmýrarveg, Dugguvog og Arkarvog í Reykjavík í gærkvöldi. Innlent 8.5.2023 12:29
Í gæsluvarðhaldi fyrir að falsa að fyrrverandi sambýliskonan væri á lífi Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni, sem er grunaður um fjársvik og skjalafals. Maðurinn er sagður hafa í áraraðir haldið því fram að fyrrverandi sambýliskona hans væri á lífi en hún lést árið 2014. Maðurinn dvaldi hins vegar í húsnæði Félagsbústaða, sem var skráð á konuna, tók út lyfseðilskyld lyf hennar og notaði fjármuni sem hún fær enn frá Tryggingastofnun. Innlent 8.5.2023 11:33
Lögmaður sakaður um að nauðga eiginkonu skjólstæðings síns Íslenskur lögmaður með málflutningsrettindi fyrir Landsrétti hefur verið kærður til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gegn eiginkonu skjólstæðings síns. Meint brot lögmannsins eru sögð hafa átt sér stað á meðan skjólstæðingur hans var í einangrun á Hólmsheiði. Innlent 8.5.2023 09:00
Gekk í veg fyrir bifreið og braut bílrúðu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær tilkynningar vegna ónæðisseggja og tvær tilkynningar vegna flugeldafikts á vaktinni í gærkvöldi og nótt. Innlent 8.5.2023 06:40
Sextán ára ók á móti umferð í Breiðholti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gær afskipti af ökumanni sem hafði ekið á móti umferð í Breiðholti. Reyndist hann vera sextán ára gamall og því ekki með bílpróf. Er málið unnið í samráði við foreldra og barnaverndaryfirvöld. Innlent 7.5.2023 07:31
Milljónatjón Samstöðvarinnar eftir innbrot í nótt Brotist var inn í höfuðstöðvar fjölmiðilsins Samstöðvarinnar í Bolholti í Reykjavík í nótt og flestum tækjum stolið eða þau eyðilögð. Ábyrgðarmaður frétta Samstöðvarinnar segir að tjónið hlaupi á milljónum. Innlent 6.5.2023 14:22
Beit lögreglumann í miðbænum Óskað var eftir aðstoð lögreglu á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í nótt vegna manns sem var ofurölvi. Hann varð æstur við komu lögreglu og sjúkraflutningamanna og beit einn lögreglumannanna. Hann var því vistaður í fangageymslu þar til hægt var að ræða við hann. Innlent 6.5.2023 07:15
Rannsókn beinist að hugsanlegu manndrápi Rannsókn lögreglu á andláti ungrar konu á Selfossi í síðustu viku beinist nú að hugsanlegu manndrápi til samræmis við bráðabirgðaniðurstöður krufningar. Héraðsdómur Suðurlands hefur framlengt gæsluvarðhald til 19. maí yfir öðrum af tveimur mönnum sem handteknir voru í tengslum við málið. Maðurinn var leiddur fyrir dómara nú fyrir stundu. Innlent 5.5.2023 16:42
Óvíst hvort opinn eldur í Drafnarslipp var íkveikja eða óviljaverk Rannsókn tæknideildar lögreglunnar bendir til þess að upptök brunans í Drafnarslippnum í Hafnarfirði að kvöldi mánudags megi rekja til opins elds. Ekki er sagt hægt að fullyrða hvort að um íkveikju eða óviljaverk hafi verið að ræða. Innlent 5.5.2023 15:44
Öryggisvörður Nova skarst í leikinn Öryggisvörður Nova skarst í leikinn vegna manns sem var vopnaður hníf á bílastæði verslunarinnar við Lágmúla í Reykjavík í dag. Maðurinn er nú í haldi lögreglu. Innlent 5.5.2023 13:59
Handteknir vegna gruns um sölu á fíkniefnahlaupböngsum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók á dögunum tvo menn karlmenn um þrítugt vegna rannsóknar á máli sem snýr að umfangsmikilli sölu og dreifingu fíkniefna þar sem kannabisefni hafi verið komið fyrir í hlaupböngsum og súkkulaði. Innlent 5.5.2023 13:30
Tekinn á 59 kílómetra hraða á rafhlaupahjólinu, hjálmlaus og með farþega Lögregla á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði unglingspilt sem ók rafhlaupahjóli á 59 kílómetra hraða niður Þúsöld í Grafarholti þar sem hámarkshraði er 50. Innlent 5.5.2023 12:24
Lögregla fundar með fjölskyldu hinnar látnu í dag Lögreglan á Suðurlandi telur sig vera komna með nokkuð skýra mynd af atburðarrásinni sem leiddi til andláts konu á Selfossi í síðustu viku. Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir öðrum af tveimur mönnum sem handteknir voru í tengslum við andlátið en hinum hefur verið sleppt. Lögregla mun funda með aðstandendum hinnar látnu í dag. Innlent 5.5.2023 10:40
Kaupa skotvopn fyrir lögregluna fyrir leiðtogafundinn Skotvopn eru á meðal búnaðar sem keyptur hefur verið inn fyrir íslenska lögreglumenn í tengslum við öryggisgæslu á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Erlendir lögreglumenn sem aðstoða við öryggisgæsluna og erlendir öryggisverðir verða einnig vopnaðir. Innlent 5.5.2023 07:00
Rifrildi, slagsmál og ölvun... en enginn á staðnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölbreyttum verkefnum í nótt en kom nokkrum sinnum að tómum kofanum. Hún var meðal annars kölluð til vegna rifrilda, slagsmála og ölvaðs einstaklings sem lá í götunni en allir sem komu að málum voru á brott þegar að var komið. Innlent 5.5.2023 06:19
Annar laus úr gæsluvarðhaldi í Selfossmálinu Lögreglan á Suðurlandi hefur sleppt öðrum manninum úr gæsluvarðhaldi sem handtekinn var í tengslum við andlát ungrar konu á Selfossi. Krafa hefur verið gerð um að hinn maðurinn sæti áfram gæsluvarðhaldi. Innlent 4.5.2023 20:37
Nafn mannsins sem lést í Hafnarfirði Karlmaðurinn sem lést eftir hnífsstunguárás í Hafnarfirði fimmtudaginn 20. apríl síðastliðinn hét Barlomiej Kamil Bielenda. Hann var 27 ára og lætur eftir sig tveggja ára gamla dóttur. Innlent 4.5.2023 11:01
Drónar bannaðir í miðbænum næstu daga Ríkislögreglustjóri hefur tilkynnt um bann við flugi dróna og fjarstýrðra loftfara við Reykjavíkurhöfn og í nálægð við skip NATO sem væntanleg eru hingað til lands 5. - 10. maí. Innlent 4.5.2023 09:33
Hafðist fyrst við í stigagangi og kom sér svo fyrir í íbúð Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um einstakling í annarlegu ástandi í stigagangi fjölbýlishúss. Þegar komið var á vettvang hafði viðkomandi komið sér fyrir í einni íbúða stigagangsins og var hann handtekinn. Innlent 4.5.2023 06:24
Gæsluvarðhald staðfest yfir tveimur í tengslum við andlátið á Selfossi Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur mönnum í tengslum við andlát ungrar konu á Selfossi. Mennirnir tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald á laugardag í Héraðsdómi Suðurlands. Innlent 3.5.2023 17:37
Búið að tala við ungmennin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur náð tali af ungmennunum fjórum sem lýst var eftir í gær í tengslum við brunann í Drafnarslippnum. Samtalið varpaði ekki frekara ljósi á hvernig eldurinn kviknaði. Innlent 3.5.2023 17:28
Ákærður fyrir að beita stúlku kynferðisofbeldi í tólf ár Karlmaður hefur verið ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot, brot gegn barnaverndarlögum og brot gegn áfengislögum gegn stúlku yfir tólf ára tímabil. Stúlkan hefur farið fram á að maðurinn greiði sér sjö milljónir króna í miskabætur. Innlent 3.5.2023 14:26
Hafa ekki náð tali af ungmennunum í tengslum við brunann Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki náð tali af fjórum ungmennum í tengslum við bruna í Drafnarslippnum í Hafnarfirði á mánudagskvöld. Frumniðurstöðu úr rannsókn tæknideildar á tildrögum eldsins er að vænta síðar í dag. Innlent 3.5.2023 10:43
„Ég er svo hrikalega sár yfir þessu“ Föðursystir Stefáns Arnars Gunnarssonar kallar eftir því að íslenskt samfélag læri af þeim harmleik sem fólst í andláti hans. Hún hugsar hlýlega til forseta Íslands sem huggaði aðstandendur með hjónabandssælu þegar leit stóð yfir að Stefáni. Innlent 3.5.2023 07:01
Rán og síðan líkamsárás við verslun í austurhluta borgarinnar Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um rán við verslun í austurhluta borgarinnar. Gerendur voru sagðir nokkrir og fékkst góð lýsing á þeim en þeir voru sagðir hafa verið með hnífa á sér. Innlent 3.5.2023 06:24
Flúði frá Ítalíu eftir manndrápstilraun og fór huldu höfði á Íslandi 43 ára Nígeríumaður sem flúði óafplánaðan fangelsisdóm á Ítalíu og fór huldu höfði á Íslandi hefur nú verið afhentur lögregluyfirvöldum í Róm. Fjölmargir ítalskir fjölmiðlar greina frá málinu. Innlent 2.5.2023 15:56
Vilja ná tali af fjórum ungmennum vegna stórbrunans Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af fjórum ungmennum í tengslum við rannsókn hennar á bruna í Drafnarslippnum í Hafnarfirði gærkvöldi. Innlent 2.5.2023 14:56
Kviknaði í húsi sama eiganda í höfninni fyrir fjórum árum Slökkvistörfum við Hafnarfjarðarhöfn lauk klukkan þrjú í nótt, eftir að eldur kom upp í húsnæði sem til stóð að rífa. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök en tæknirannsókn lögreglu fer fram í dag. Annað húsnæði við höfnina í eigu sama aðila brann fyrir fjórum árum. Innlent 2.5.2023 14:32
Útskrifaður af gjörgæslu eftir skipsbrunann í Njarðvíkurhöfn Skipverji sem slasaðist þegar Grímsnes GK-555 brann í Njarðvíkurhöfn fyrir viku er útskrifaður af sjúkrahúsi. Rannsókn lögreglu á brunanum mannskæða er sögð miða vel áfram en ekki er talið að upptök eldsins hafi borið að með saknæmum hætti. Innlent 2.5.2023 13:47
Pantaði sér pizzu á spítalafötunum eftir hamarsárás Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um klukkan 17:30 í gær um stórfellda líkamsárás í póstnúmerinu 111, þar sem einstaklingur hafði verið sleginn ítrekað í höfuðið með hamri. Innlent 2.5.2023 06:48