Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands

Fréttamynd

Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kali­forníu af Trump

Ákall um að Danmörk eignist Kaliforníu hefur vakið athygli. Ríflega tvö hundruð þúsund manns hafa lagt nafn sitt við undirskriftalista þar sem kallað er eftir því að Danmörk kaupi Kaliforníu af Bandaríkjamönnum. Um er að ræða svar við hugmyndum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að kaupa Grænland. Undirtónninn er gamansamur enda um satírískan gjörning að ræða. 

Erlent
Fréttamynd

Al­þjóða­sam­fé­lagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og Pawel Bartoszek alþingismaður og formaður utanríkismálanefndar segja alþjóðasamfélagið þurfa að venjast nýrri taktík í pólitík með tilkomu Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna í annað sinn. Gott sé fyrir Íslendinga að vera í fleiri bandalögum en færri.

Innlent
Fréttamynd

Græn­lendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump

Fyrrverandi formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, segir áhuga og orðræðu Bandaríkjaforseta um Grænland setja landið í sóknarstöðu og að ríkisstjórnin ætti að nýta stöðuna til að endurskoða samband landsins við Danmörku.

Innlent
Fréttamynd

Vill ræða við Trump í síma

Forsætisráðherra lítur ásælni Bandaríkjaforseta í Grænland alvarlegum augum og ítrekar að fullveldi þjóða beri að virða. Fyrrverandi utanríkisráðherra gagnrýnir hjásetu Kristrúnar á óformlegum fundi forsætisráðherra Norðurlanda um öryggismál á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Ís­land og Græn­land á áhrifa­svæði Banda­ríkjanna

Ísland er og verður á áhrifasvæðinu óháð því hver er forseti Bandaríkjanna, óháð stöðu NATO hverju sinni og óháð tengslum Íslands við Evrópusambandið. Hvorki ESB né Evrópuríki í NATO munu nokkurn tíma hafa burði til að koma í stað Bandaríkjanna í hernaðarlegum efnum í okkar heimshluta eða á norðurslóðum almennt.

Umræðan
Fréttamynd

Átta­tíu og fimm prósent vilja ekki til­heyra Trump

Lang flestir Grænlendingar vilja ekki að Grænland tilheyra Bandaríkjunum. Svo svöruðu 85 prósent svarenda í nýrri könnun þar í landi. Tæpur helmingur þeirra sem svöruðu segjast þó sjá mikil tækifæri í áhuga Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á eyjunni.

Erlent
Fréttamynd

Senda Trump skila­boð og auka við­búnað við Græn­land

Ríkisstjórn Danmerkur opinberaði í dag nýja áætlun um að auka hernaðarviðbúnað ríkisins við Grænland og á norðurslóðum til muna. Smíða á ný herskip, auka eftirlit með gervihnöttum og kaupa tvo langdræga dróna en áætlað er að verkefnið muni kosta um 14,6 milljarða danskra króna.

Erlent
Fréttamynd

Deilur á þingi gætu komið niður á á­herslum Trumps

Donald Trump, sem tekur aftur við embætti forseta Bandaríkjanna á mánudaginn, hefur heitið umfangsmiklum aðgerðum á sínum fyrsta degi í embætti. Sjálfur sagðist hann hafa undirbúið um hundrað forsetatilskipanir sem hann mun geta skrifað undir þegar hann tekur embætti.

Erlent
Fréttamynd

Óttast á­hrif orð­ræðu Trumps á fjár­festa

Námumálaráðherra Grænlands segir að orðræða Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um kaup eða yfirtöku á Grænlandi gæti haft hræðileg áhrif á fjárfestingar á Grænlandi. Naaja Nathanielsen segir Trump geta skaðað ímynd Grænlands sem stöðugt og auðlindaríkt lýðræðisríki.

Erlent
Fréttamynd

Sagðir hafa greitt heimilis­lausum til að þykjast vera stuðnings­menn Trumps

Starfsmenn Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, eru sagðir hafa greitt heimilislausu og jaðarsettu fólki í Nuuk fyrir það að þykjast vera stuðningsmenn Trumps, þegar sonur hann heimsótti borgina fyrr í vikunni. Fólkið mun hafa fengið máltíð á veitingastað í staðinn fyrir að birtast á myndböndum Trump yngri.

Erlent
Fréttamynd

Trúir ekki að Trump muni beita her­valdi

Neyðarfundur flokksformanna allra flokka á danska þinginu sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, boðaði lauk í kvöld, fimmtudag. Fundarefnið var umtal um mögulega yfirtöku Bandaríkjanna á Grænlandi, sem er sjálfsstjórnarsvæði innan Danska konungsveldisins.

Erlent
Fréttamynd

Lík­lega búi meira að baki hug­myndum Trumps

Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, telur ólíklegt að Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, láti verða af því að taka yfir Grænland þegar hann tekur á ný við stjórnartaumunum vestanhafs. Þó sé mikilvægt að taka orð hans alvarlega og velta fyrir sér orðræðunni sem hann notar.

Innlent
Fréttamynd

Brugðið vegna um­mæla Trumps og segir blikur á lofti í al­þjóða­málum

Utanríkisráðherra Íslands segir blikur á lofti í alþjóðamálum og áréttar að Grænland sé ekki til sölu. Verðandi Bandaríkjaforseti ásælist landsvæði Grænlendinga og í gær sagðist hann ekki útiloka að hervaldi verði beitt til að svo megi verða. Á meðan spókaði sonur hans sig í umdeildri heimsókn á Grænlandi.

Innlent
Fréttamynd

Af hverju langar Trump í Græn­land?

Donald Trump, sem tekur aftur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar, hefur ítrekað talað fyrir því undanfarnar vikur að Bandaríkin „eignist“ Grænland. Landið gæti reynst stórveldinu Bandaríkjunum stór fengur í samkeppninni við Kína og Rússland en líklegt er að Trump sækist hvað mest eftir svokölluðum sjaldgæfum málmum.

Erlent
Fréttamynd

Ætlar að hitta kónginn í dag

Múte B. Egede, formaður landstjórnar Grænlands, mun hitta danska konunginn í dag þó fundurinn verði seinna en til stóð. Hætt var við fund þeirra á mánudaginn, á svipuðum tíma og fregnir bárust af því að Donald Trump yngri væri á leið til Grænlands eftir að faðir hans, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafði talað um það að Bandaríkin ættu að eignast eyríkið.

Erlent
Fréttamynd

Úti­lokar ekki að beita her­valdi til að ná Græn­landi

Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, fór mikinn á blaðamannafundi í Flórída í dag. Þar sagðist hann ekki geta lofað því að beita ekki hervaldi og efnahagsþvingunum til að ná stjórn á Grænlandi og Panama-skurðinum. Einnig sagðist Trump vera tilbúinn að beita efnahagsþvingunum til að gera Kanada að ríki innan Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Girnist Panama-skurðinn, Græn­land og Kanada

Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti hefur á undanförnum vikum sýnt því áhuga að komast yfir landsvæði á borð við Panama, Grænland og Kanada. Hvort sem um grín eða alvöru er að ræða er ljóst að utanríkisstefnan er í andstöðu við þá sem snerist um að einangra sig frá fjarlægum deilum og samkeppnisríkjum.

Erlent
Fréttamynd

Segir Græn­land ekki falt

Formaður landsstjórnar Grænlands segir landið ekki til sölu eftir að Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti vakti aftur máls á eignarhaldi eyjunnar. Formaður varnarmálanefndar danska þingsins segir Bandaríkjaher ekki geta verið áfram á Grænlandi reyni Bandaríkjastjórn að komast yfir danskt yfirráðasvæði.

Erlent
Fréttamynd

Trump setur eignar­hald Græn­lands aftur á dag­skrá

Eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi eru algerlega nauðsynleg, að mati Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Hann setti málið aftur á dagskrá þegar hann tilnefndi vin Elons Musk sem næsta sendiherra Danmerkur. Fyrri hugmyndir Trump um kaup á Grænlandi voru hlegnar út af borðinu.

Erlent