Stj.mál

Fréttamynd

Steingrímur krefst upplýsinga

Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri-grænna krafðist þess á fundi utanríkismálanefndar í gær að íslensk stjórnvöld skýrðu nefndinni frá því hvaða samtöl og eða bréfaskriftir áttu sér stað á milli íslenskra ráðuneyta og erlendra ríkisstjórna áður en ákvörðun var tekin um að Ísland yrði á lista yfir "hinar viljugu þjóðir" sem studdu innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Rússarnir ræddir í nefndinni

Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkismálaráðuneytinu, var kallaður á fund utanríkismálanefndar Alþingis sem hófst klukkan ellefu til að skýra samskipti ráðuneytisins við rússnesk stjórnvöld vegna rússnesku herskipanna á Þistilfjarðargrunni.

Innlent
Fréttamynd

Stríð og friður í Írak

Utanríkisráðherra segir barist í fimm byggðalögum í Írak en frið ríkja í hinum 795 byggðalögum landsins. Þingmönnum ber ekki saman um nákvæmni þessara talna né heldur hvaða mynd þær gefa af ástandinu í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Vegið að sjálfstæði dómstóla

Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar sakaði settan dómsmálaráðherra um að vega að sjálfstæðis dómstóla og láta ómálefnaleg sjónarmið ráða ferðinni við skipan Jóns Steinars Gunnlaugssonar í embætti hæstaréttardómara:

Innlent
Fréttamynd

Helmingslækkun matarskattar

Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram frumvarp þar sem lagt er til að svokallaður matarskattur verði lækkaður úr 14 í 7%. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. "Með þessu myndi matarreikningur íslenskra heimila verða lækkaður um 5 milljarða króna.

Innlent
Fréttamynd

Halldór skýrir skatta

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra ætlar að boða forystu verkalýðshreyfingarinnar á sinn fund til að skýra skattastefnu stjórnvalda.

Innlent
Fréttamynd

Börn í neyð

Aðalfulltrúi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Haítí segir að allir í borginni Gonaives eigi um sárt að binda. Einn af hverjum tveimur íbúum Haítí er barn undir átján ára aldri. Mörg misstu foreldra sína og heimili eftir að fellibylurinn Jeanne lagði stór svæði í rúst. </font /></b />

Erlent
Fréttamynd

Rússar í sókn

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og yfirmaður Landhelgisgæslunnar segir að koma rússneskra herskipa að ströndum Íslands sé til marks um að rússneski flotinn sé í sókn að nýju.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra kannar skólahald

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra segist ætla að láta kanna starfsemi svokallaðs Hávallgötuskóla sem Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur starfrækir í verkfalli kennara.

Innlent
Fréttamynd

Kennaraviðræður sigldu í strand

Hvorki gengur né rekur í samningaviðræðum kennara og sveitarfélaga. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari sleit fundi um kvöldmatarleytið í gær og hyggst ekki boða samningamenn aftur til fundar fyrr en á miðvikudag. Því er ljóst að verkfallið stendur einhvern tíma enn.

Innlent
Fréttamynd

Bush fengi fleiri kjörmenn í dag

George W. Bush Bandaríkjaforseti næði endurkjöri ef kosið yrði í dag samkvæmt nýrri kosningaspá CNN sjónvarpsstöðvarinnar. John Kerry er hins vegar í sókn og getur velgt honum verulega undir uggum, segir í sömu spá.

Erlent
Fréttamynd

Kerry með forskot

John Kerry virðist hafa mjakað sér fram úr George Bush miðað við niðurstöður nýjustu könnunar Reuters og Zogbi sem birt var fyrir stundu. Samkvæmt henni hefur Kerry einnar prósentu forskot sem er þó innan skekkjumarka.

Erlent
Fréttamynd

Afleiðingarnar yrðu gríðarlegar

"Þetta myndi hafa í för með sér gríðarlegar afleiðingar fyrir íslenskan sjávarútveg," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, um hugmyndir sem nú eru ræddar hjá Sameinuðu þjóðunum um að leggja bann við veiðum með botnvörpu. Íslendingar beita sér hart gegn því, ásamt fleiri þjóðum, að slíkt ákvæði verði ekki samþykkt.

Innlent
Fréttamynd

Tókust á af hörku

George Bush Bandaríkjaforseti og John Kerry, keppinautur hans um Hvíta húsið, tókust á af hörku í kappræðum í gærkvöldi. Stríðið í Írak, skattar og atvinnumál voru efst á dagskránni.

Erlent
Fréttamynd

Sturla fyrirskipar rannsókn

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur fyrirskipað rannsókn á því hvað fór úrskeiðis þegar síðasta haftið í Almannaskarðsgöngum var sprengt þrettán mínútum á undan áætlun. Sex starfsmenn sem voru við vinnu í norðanverðum skálanum urðu að kasta sér í jörðina til að forðast grjót sem þeyttist yfir þá við sprenginguna.

Innlent
Fréttamynd

Bush og Kerry nánast jafnir

George Bush Bandaríkjaforseti og John Kerry, keppinautur hans um Hvíta húsið, tókust á af hörku í kappræðum í gærkvöldi. Báðir þóttu standa sig vel en John Kerry virðist hafa fallið betur í kramið hjá kjósendum.  

Erlent
Fréttamynd

Ný fjölmiðlanefnd skipuð

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að ný fjölmiðlanefnd yrði skipuð til að undirbúa lög um fjölmiðla. Bæði stjórn og stjórnarandstaða skipa fulltrúa í nefndina. Menntamálaráðherra vonast til að geta lagt fram nýtt frumvap á vorþingi.

Innlent
Fréttamynd

Kosningaslagur í danska þinginu

Kosningaslagur var áberandi við fyrstu umræður eftir að danska þingið var sett. Frá þessu er greint á vefsíðu danska ríkisútvarpsins. Stjórnarandstaðan lagði fram tillögu um að Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra boðaði til kosninga, áður en ný sveitastjórnarlög yrðu samþykkt í þinginu nk. vor.

Erlent
Fréttamynd

Hækkun jafnmikil og parísarveislan

Um næstu áramót verða almenn komugjöld á heilsugæslustöðvar hækkuð um hundrað krónur. Alls skilar hækkunin tæpum 50 milljónum í ríkissjóð, sem er sama upphæð og reidd var fram vegna Íslandskynningunnar í París er ísklumpur var fluttur úr Jökulsárlóni. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Össur ekki sáttur við nefndina

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, er ekki sáttur við hugmyndir menntamálaráðherra um nýja fjölmiðlanefnd en í henni eiga stjórnarflokkarnir þrjá fulltrúa en stjórnarandstæðingar tvo.  

Innlent
Fréttamynd

Nefndin strax orðin umdeild

Ný nefnd menntamálaráðherra um fjölmiðla hefur ekki verið skipuð en er þegar orðin umdeild. Nefndinni er ætlað ákveðið sáttahlutverk svo næsta frumvarp um fjölmiðla hljóti önnur örlög en það síðasta. Það byrjar hins vegar ekki vel því stjórnarandstaðan er ósátt við hvernig skipa á nefndina.

Innlent
Fréttamynd

Illugi tekur við af Ólafi

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur skipað Illuga Gunnarsson, aðstoðarmann utanríkisráðherra, í framkvæmdanefnd um einkavæðingu. Illugi tekur sæti Ólafs Davíðssonar, sem veitti nefndinni forstöðu, en hann tekur við sendiherrastöðu í Þýskalandi.

Innlent
Fréttamynd

Hvers konar stalínismi er þetta?

Kristinn H. Gunnarsson segir að ummæli Hjálmars Árnasonar í Fréttablaðinu um sig beri keim af slúðri og rógi. Hann spyr jafnframt hvers konar stalínismi það sé ef þingmenn Framsóknarflokksins eigi nú að greiða atkvæði samkvæmt vilja þingflokksins en ekki eigin skoðunum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Reykjavíkurlistinn gagnrýndur

Margrét Sverrisdóttir, áheyrnarfulltrúi Frjálslynda flokksins í borgarráði, spurðist fyrir um það á fundi ráðsins í gær hvenær mætti vænta þess að fyrirhugaðar stjórnkerfisbreytingar yrðu kynntar fyrir borgarfulltrúum og starfsfólki borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Kabúl 65% dýrari

Kostnaður við rekstur flugvallarins sem Íslendingar reka fyrir NATO í Kabúl eykst um 130 milljónir á næsta ári. Kostnaðurinn átti að vera 200 milljónir 2004 en verður 330 milljónir á næsta ári. Kostnaðurinn miðast við hálfs árs rekstur en til greina kemur að halda honum áfram.

Innlent
Fréttamynd

Gagnrýnir fjárlagagerð

Fjárlög voru sett á rekstrargrunn frá og með 1998 í því skyni að hægt væri að bera saman fjárlög og ríkisreikning. Í frumvarpi um fjárreiður ríkisins sem lagt var fram 1996 sagði: "Breytingin hefur það í för með sér að áætlanir fjárlaga og niðurstöður ríkisreiknings verða að fullu samanburðarhæfar, en ríkisreikningur hefur til margra ára sýnt bæði rekstrarniðurstöður og greiðsluhreyfingar."

Innlent
Fréttamynd

Óvænt stefna umræðu

Utandagskrárumræður tóku óvænta stefnu á Alþingi í gær. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra sakaði Samfylkinguna um að tala tungum tveimur og sitt með hvorri um kennarverkfallið á Alþingi og í borgarstjórn. Össur Skarphéðinsson segir ríkisstjórnina ekki geta verið stikkfrí í deilunni.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðismenn beygðir

"Það hefur tekist að beygja sjálfstæðismenn sem voru á móti sölubanninu á sínum tíma og ég er mjög ánægð með það," segir Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, um ákvörðun eftirmanns síns á stóli ráðherra. Hún er sérstaklega sæl með að stefnt skuli að því að gera veiðarnar sjálfbærar.

Innlent
Fréttamynd

Alfreð var viss um niðurstöðuna

Búið var að vara borgaryfirvöld við því að með því að synja Egilshöll um vínveitingarleyfi væri verið að brjóta gegn stjórnsýslulögum. Málið var þverpólitískt í borgarstjórn og klofnaði R-listinn meðal annars í afstöðu sinni. Sjö voru á móti því að veita leyfið og sex með.

Innlent