Stj.mál Örfá atriði ófrágengin "Það voru nokkur atriði sem talin var ástæða til að skoða betur," segir Jón Sveinsson, formaður einkavæðinganefndar, spurður um ástæður þess að söluferli Símans verður ekki kynnt fyrir páska eins og til stóð. Hann vill ekki tilgreina nánar hvaða atriði þurfi nánari skoðunar við. Innlent 13.10.2005 18:57 Von á frekari stríðsátökum? Mörg mikilvæg deilumál eru óútkljáð í Miðausturlöndum og vegurinn fram á við virðist þyrnum stráður. Spurningin er hvort hægt verði að leysa þessar deilur á friðsamlegan hátt eða má búast við frekari stríðsátökum? Erlent 13.10.2005 18:57 Brugðist við verðbólguógn Seðlabankinn ætlar að hækka stýrivexti sína um 0,25 prósentustig á þriðjudaginn eftir páska. Þá verða vextirnir komnir í níu prósent en í maí í fyrra voru þeir 5,3 prósent. Innlent 13.10.2005 18:57 Yfir 260 umsóknir hafa borist Yfir 260 umsóknir um einbýlishúsalóðir í Lambaseli höfðu borist framkvæmdasviði borgarinnar á hádegi en þrjátíu lóðir eru í boði. Formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar segist vilja prófa þessa úthlutunarleið en honum hugnist betur útboðsleiðin. Innlent 13.10.2005 18:57 Heimdallur vill afnema fyrningu Stjórn Heimdallar styður frumvarp sem lagt hefur verið fram á Alþingi um að kynferðisbrot sem framið er gegn barni yngra en 14 ára fyrnist ekki. Innlent 13.10.2005 18:57 Enn óvissa um sölu Símans Þeir sem áttu von á að ríkisstjórnin ákveddi fyrir páska hvernig staðið verður að sölu Símans mega bíða enn. Á fjármálamarkaði er mikið rætt um það hverjir munu bjóða í Símann. Því er haldið fram ítrekað að Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, segi kaupin í höfn svo lengi sem nægilega breiður hópur fjárfesta sameinist um tilboð. Innlent 13.10.2005 18:57 Fischer strax á launaskrá? Flest bendir til þess að Bobby Fischer komist strax á launaskrá hjá hinu opinbera, ef hann kemur hingað til lands, því hann á rétt á launum sem svara menntaskólakennaralaunum þar sem hann verður íslenskur stórmeistari í skák. Innlent 13.10.2005 18:57 Ráðherra með skammbyssu Varnarmálaráðherra Danmerkur var með skammbyssu í belti þegar hann heimsótti danska hermenn í Afganistan í síðustu viku. Mynd af ráðherranum með byssuna er birt á vefútgáfu Politiken í dag. Erlent 13.10.2005 18:57 Vilja rannsókn á viðskiptum banka Þingmenn Vinstri-grænna vilja rannsókn á viðskiptum bankanna með lóðir og fasteignir - og hvort þeir brjóti lög með því að hafa byggingarverktaka á sínum snærum. Viðskiptaráðherra ætlar ekki að krefjast þess að bankarnir láti í té upplýsingar um fasteigna- og lóðakaup sín. Innlent 13.10.2005 18:57 Hafa aukið við kjarnorkuvopnabúrið Stjórnvöld í Norður-Kóreu sögðust í gær hafa aukið verulega við kjarnorkuvopnabúr sitt undanfarið vegna óvinveittra skilaboða víða að. Þá sagði einnig í yfirlýsingu frá stjórnvöldum sem send var út í gær að fyrir dyrum stæði að gera allan herafla landsins kláran, ef ske kynni að óvinir landsins færu að sýna tilburði til innrásar. Erlent 13.10.2005 18:57 Framleiða friðsamlega kjarnorku Íranar eru staðráðnir að halda áfram framleiðslu sinni á „friðsamlegri“ kjarnorku, eins og yfirmaður innan írönsku kjarnorkumálastofnunarinnar orðaði það í dag. Erlent 13.10.2005 18:57 Nýjar aðgerðir á Landspítalanum Þeir sjúklingar sem eru með op á milli hjartagátta geta nú farið í aðgerð á Landspítalanum í stað þess að þurfa að fara í aðgerð til útlanda. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur tryggt Landspítalanum fé svo framkvæma megi aðgerðirnar hér á landi. Innlent 13.10.2005 18:56 Fischer orðinn Íslendingur Bobby Fischer er orðinn Íslendingur eftir að umsókn hans um ríkisborgararétt fékk sérstaka flýtimeðferð í þinginu. Aukafundur var haldinn í allsherjarnefnd síðdegis vegna athugasemda sem bárust frá bandarískum stjórnvöldum. Innlent 13.10.2005 18:56 Róttækar tillögur í smíðum Róttækustu breytingar í sögu Sameinuðu þjóðanna standa fyrir dyrum. Kofi Annan vill stokka skipulag og starfsemi samtakanna upp til að bæta trúverðugleika og auka skilvirkni. Erlent 13.10.2005 18:56 Fjármálaráðherra hnýtir í VG Það er engu líkara en að vinstri grænir hafi tekið að sér fjármálin í borginni, sagði Geir H. Haarde fjármálaráðherra á Alþingi í dag. Þannig lauk gagnrýni hans á þá ákvörðun R-listans að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla. Innlent 13.10.2005 18:56 Kvartað á Alþingi Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, kvartaði yfir því á Alþingi í dag að hans flokksmenn fengu ekki að koma að óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra. Helgi Hjörvar Samfylkingu kvaddi sér einnig hljóðs og sagði þingmenn Sjálfstæðisflokks fá greiðari aðgang að ráðherrum þegar kæmi að óundirbúnum fyrirspurnum. Innlent 13.10.2005 18:56 Þjóðverjar samþykkja Wolfowitz Þjóðverjar munu ekki standa í vegi fyrir því að Paul Wolfowitz, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, verði ráðinn bankastjóri Alþjóðabankans. Gerhard Shröder, kanslari Þýskalands, greindi frá þessu síðdegis. Bush Bandaríkjaforseti tilnefndi í síðustu viku Wolfowitz sem bankastjóraefni en tilnefningin hefur fallið í fremur grýttan jarðveg. Erlent 13.10.2005 18:56 Mikil ásókn í Lambaselslóðir Alls bárust 136 umsóknir um þrjátíu einbýlishúsalóðir í Lambaseli í Breiðholti á fyrsta umsóknardegi sem var í gær. Vagnbjörg Magnúsdóttir, deildarfulltrúi á skrifstofu framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar, segir aðsókn í lóðirnar rétt eins og um síðasta dag úthlutunar væri að ræða. Innlent 13.10.2005 18:56 Vonbrigði segir viðskiptaráðherra Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segir það mikil vonbrigði að kona skyldi ekki ná kjöri til setu í aðalstjórn Sparisjóðabanka Íslands. Innlent 13.10.2005 18:57 1500 ný heimili á Vesturbakkanum Ísraelsmenn ráðgera að byggja fimmtán hundruð ný heimili fyrir landnema á hernumdu landi á Vesturbakkanum. Tilgangurinn er að tengja eina af stærri landnemabyggðum gyðinga þar við Jerúsalem. Ariel Sharon mun hafa skipað fyrir um byggingu tveggja nýrra hverfa í síðustu viku og er það hluti áætlunar Sharons um „Stór-Jerúsalem“. Erlent 13.10.2005 18:56 Þvert á skilmála friðarvegvísisins Þrjú þúsund og fimm hundruð ný heimili verða byggð fyrir ísraelska landnema á hernumdum svæðum á næstunni, þvert á skilmála friðarvegvísisins. Palestínumenn segja Ariel Sharon þannig hrinda hugmyndum um Stór-Ísrael í framkvæmd. Erlent 13.10.2005 18:56 Í átthagafjötrum á Laugaveginum Stærri verslanir vantar við Laugaveginn til að draga að sér viðskiptavini. Það mun bjarga minni kaupmönnum við götuna, en rekstur verslana þeirra hefur verið í járnum. Þetta er álit kaupmannanna, eins og fram kom á borgarafundi um verndun og uppbyggingu við Laugaveginn. Innlent 13.10.2005 18:57 Eins og fangabúðir nasista Sjálfsstjórnarsvæði Palestínumanna eru eins og fangabúðir og meðferðin minnir helst á meðferð nasista á gyðingum, segir Magnús Þór Hafsteinsson þingmaður sem er á ferð í Miðausturlöndum. Innlent 13.10.2005 18:56 Forsætisráðherrann segir af sér Forsætisráðherra Eistlands, Juhan Parts, lýsti því yfir í dag að hann hygðist segja af sér í kjölfar þess að eistneska þingið samþykkti vantrauststillögu á hann. Að sögn talsmanns ráðherrans mun hann afhenda uppsagnarbréf sitt síðar í vik</font />unni. Erlent 13.10.2005 18:56 Gjörbreytir hernaðarjafnvæginu Aflétti Evrópusambandið vopnasölubanni sínu á Kína, gjörbreytir það hernaðarjafnvæginu í Asíu. Þetta sagði Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í morgun en hún er sem stendur í opinberri heimsókn í Kína. Erlent 13.10.2005 18:56 Fundarstjórn Halldórs gagnrýnd Fundarstjórn Halldórs Blöndal forseta Alþingis og skipulag óundirbúinna fyrirspurna var harðlega gagnrýnd í gær. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði algjörlega óþolandi að Frjálslyndir skyldu ekki hafa fengið að koma með óundirbúna fyrirspurn um lífeyrissjóðina á þinginu. "Mér er misboðið," sagði Sigurjón. Innlent 13.10.2005 18:56 Stríðið orsök eða afleiðing? Markaði Íraksstríðið upphafið að bylgju frelsis og lýðræðis sem nú fer yfir Miðausturlönd? „Já,“ segja Bandaríkjastjórn og bandamenn hennar. „Nei, þetta er ekki alveg svona einfalt,“ segja fræðimenn. Erlent 13.10.2005 18:57 Sveitarfélögum klesst upp við vegg Geir H. Haarde fjármálaráðherra gagnrýndi harkalega áform meirihluta R-listans í Reykjavík að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla innan fárra ára. Hann sagði að með ákvörðun sinni hefðu borgaryfirvöld sett óþarfa þrýsting á öll önnur sveitarfélög og í raun klesst þeim upp við vegg. Innlent 13.10.2005 18:56 Lægri sektir fyrir fyrsta brot Sektir við brotum gegn fjórum lagabálkum um fiskveiðar geta lækkað verulega eftir að Alþingi samþykkti frumvarp Örlygs Hnefils Jónssonar, varaþingmanns Samfylkingar, um að fella niður lágmarkssektir fyrir fyrsta brot gegn lögum um fiskveiðar. Innlent 13.10.2005 18:57 Bankastjóramálin rædd í vikunni Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna ætla að ræða bankastjóramál Alþjóðabankans á fundi sínum í Brüssel í þessari viku. Bush Bandaríkjaforseti tilnefndi í síðustu viku Paul Wolfowitz aðstoðarvarnarmálaráðherra sem bankastjóraefni. Erlent 13.10.2005 18:56 « ‹ 124 125 126 127 128 129 130 131 132 … 187 ›
Örfá atriði ófrágengin "Það voru nokkur atriði sem talin var ástæða til að skoða betur," segir Jón Sveinsson, formaður einkavæðinganefndar, spurður um ástæður þess að söluferli Símans verður ekki kynnt fyrir páska eins og til stóð. Hann vill ekki tilgreina nánar hvaða atriði þurfi nánari skoðunar við. Innlent 13.10.2005 18:57
Von á frekari stríðsátökum? Mörg mikilvæg deilumál eru óútkljáð í Miðausturlöndum og vegurinn fram á við virðist þyrnum stráður. Spurningin er hvort hægt verði að leysa þessar deilur á friðsamlegan hátt eða má búast við frekari stríðsátökum? Erlent 13.10.2005 18:57
Brugðist við verðbólguógn Seðlabankinn ætlar að hækka stýrivexti sína um 0,25 prósentustig á þriðjudaginn eftir páska. Þá verða vextirnir komnir í níu prósent en í maí í fyrra voru þeir 5,3 prósent. Innlent 13.10.2005 18:57
Yfir 260 umsóknir hafa borist Yfir 260 umsóknir um einbýlishúsalóðir í Lambaseli höfðu borist framkvæmdasviði borgarinnar á hádegi en þrjátíu lóðir eru í boði. Formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar segist vilja prófa þessa úthlutunarleið en honum hugnist betur útboðsleiðin. Innlent 13.10.2005 18:57
Heimdallur vill afnema fyrningu Stjórn Heimdallar styður frumvarp sem lagt hefur verið fram á Alþingi um að kynferðisbrot sem framið er gegn barni yngra en 14 ára fyrnist ekki. Innlent 13.10.2005 18:57
Enn óvissa um sölu Símans Þeir sem áttu von á að ríkisstjórnin ákveddi fyrir páska hvernig staðið verður að sölu Símans mega bíða enn. Á fjármálamarkaði er mikið rætt um það hverjir munu bjóða í Símann. Því er haldið fram ítrekað að Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, segi kaupin í höfn svo lengi sem nægilega breiður hópur fjárfesta sameinist um tilboð. Innlent 13.10.2005 18:57
Fischer strax á launaskrá? Flest bendir til þess að Bobby Fischer komist strax á launaskrá hjá hinu opinbera, ef hann kemur hingað til lands, því hann á rétt á launum sem svara menntaskólakennaralaunum þar sem hann verður íslenskur stórmeistari í skák. Innlent 13.10.2005 18:57
Ráðherra með skammbyssu Varnarmálaráðherra Danmerkur var með skammbyssu í belti þegar hann heimsótti danska hermenn í Afganistan í síðustu viku. Mynd af ráðherranum með byssuna er birt á vefútgáfu Politiken í dag. Erlent 13.10.2005 18:57
Vilja rannsókn á viðskiptum banka Þingmenn Vinstri-grænna vilja rannsókn á viðskiptum bankanna með lóðir og fasteignir - og hvort þeir brjóti lög með því að hafa byggingarverktaka á sínum snærum. Viðskiptaráðherra ætlar ekki að krefjast þess að bankarnir láti í té upplýsingar um fasteigna- og lóðakaup sín. Innlent 13.10.2005 18:57
Hafa aukið við kjarnorkuvopnabúrið Stjórnvöld í Norður-Kóreu sögðust í gær hafa aukið verulega við kjarnorkuvopnabúr sitt undanfarið vegna óvinveittra skilaboða víða að. Þá sagði einnig í yfirlýsingu frá stjórnvöldum sem send var út í gær að fyrir dyrum stæði að gera allan herafla landsins kláran, ef ske kynni að óvinir landsins færu að sýna tilburði til innrásar. Erlent 13.10.2005 18:57
Framleiða friðsamlega kjarnorku Íranar eru staðráðnir að halda áfram framleiðslu sinni á „friðsamlegri“ kjarnorku, eins og yfirmaður innan írönsku kjarnorkumálastofnunarinnar orðaði það í dag. Erlent 13.10.2005 18:57
Nýjar aðgerðir á Landspítalanum Þeir sjúklingar sem eru með op á milli hjartagátta geta nú farið í aðgerð á Landspítalanum í stað þess að þurfa að fara í aðgerð til útlanda. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur tryggt Landspítalanum fé svo framkvæma megi aðgerðirnar hér á landi. Innlent 13.10.2005 18:56
Fischer orðinn Íslendingur Bobby Fischer er orðinn Íslendingur eftir að umsókn hans um ríkisborgararétt fékk sérstaka flýtimeðferð í þinginu. Aukafundur var haldinn í allsherjarnefnd síðdegis vegna athugasemda sem bárust frá bandarískum stjórnvöldum. Innlent 13.10.2005 18:56
Róttækar tillögur í smíðum Róttækustu breytingar í sögu Sameinuðu þjóðanna standa fyrir dyrum. Kofi Annan vill stokka skipulag og starfsemi samtakanna upp til að bæta trúverðugleika og auka skilvirkni. Erlent 13.10.2005 18:56
Fjármálaráðherra hnýtir í VG Það er engu líkara en að vinstri grænir hafi tekið að sér fjármálin í borginni, sagði Geir H. Haarde fjármálaráðherra á Alþingi í dag. Þannig lauk gagnrýni hans á þá ákvörðun R-listans að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla. Innlent 13.10.2005 18:56
Kvartað á Alþingi Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, kvartaði yfir því á Alþingi í dag að hans flokksmenn fengu ekki að koma að óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra. Helgi Hjörvar Samfylkingu kvaddi sér einnig hljóðs og sagði þingmenn Sjálfstæðisflokks fá greiðari aðgang að ráðherrum þegar kæmi að óundirbúnum fyrirspurnum. Innlent 13.10.2005 18:56
Þjóðverjar samþykkja Wolfowitz Þjóðverjar munu ekki standa í vegi fyrir því að Paul Wolfowitz, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, verði ráðinn bankastjóri Alþjóðabankans. Gerhard Shröder, kanslari Þýskalands, greindi frá þessu síðdegis. Bush Bandaríkjaforseti tilnefndi í síðustu viku Wolfowitz sem bankastjóraefni en tilnefningin hefur fallið í fremur grýttan jarðveg. Erlent 13.10.2005 18:56
Mikil ásókn í Lambaselslóðir Alls bárust 136 umsóknir um þrjátíu einbýlishúsalóðir í Lambaseli í Breiðholti á fyrsta umsóknardegi sem var í gær. Vagnbjörg Magnúsdóttir, deildarfulltrúi á skrifstofu framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar, segir aðsókn í lóðirnar rétt eins og um síðasta dag úthlutunar væri að ræða. Innlent 13.10.2005 18:56
Vonbrigði segir viðskiptaráðherra Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segir það mikil vonbrigði að kona skyldi ekki ná kjöri til setu í aðalstjórn Sparisjóðabanka Íslands. Innlent 13.10.2005 18:57
1500 ný heimili á Vesturbakkanum Ísraelsmenn ráðgera að byggja fimmtán hundruð ný heimili fyrir landnema á hernumdu landi á Vesturbakkanum. Tilgangurinn er að tengja eina af stærri landnemabyggðum gyðinga þar við Jerúsalem. Ariel Sharon mun hafa skipað fyrir um byggingu tveggja nýrra hverfa í síðustu viku og er það hluti áætlunar Sharons um „Stór-Jerúsalem“. Erlent 13.10.2005 18:56
Þvert á skilmála friðarvegvísisins Þrjú þúsund og fimm hundruð ný heimili verða byggð fyrir ísraelska landnema á hernumdum svæðum á næstunni, þvert á skilmála friðarvegvísisins. Palestínumenn segja Ariel Sharon þannig hrinda hugmyndum um Stór-Ísrael í framkvæmd. Erlent 13.10.2005 18:56
Í átthagafjötrum á Laugaveginum Stærri verslanir vantar við Laugaveginn til að draga að sér viðskiptavini. Það mun bjarga minni kaupmönnum við götuna, en rekstur verslana þeirra hefur verið í járnum. Þetta er álit kaupmannanna, eins og fram kom á borgarafundi um verndun og uppbyggingu við Laugaveginn. Innlent 13.10.2005 18:57
Eins og fangabúðir nasista Sjálfsstjórnarsvæði Palestínumanna eru eins og fangabúðir og meðferðin minnir helst á meðferð nasista á gyðingum, segir Magnús Þór Hafsteinsson þingmaður sem er á ferð í Miðausturlöndum. Innlent 13.10.2005 18:56
Forsætisráðherrann segir af sér Forsætisráðherra Eistlands, Juhan Parts, lýsti því yfir í dag að hann hygðist segja af sér í kjölfar þess að eistneska þingið samþykkti vantrauststillögu á hann. Að sögn talsmanns ráðherrans mun hann afhenda uppsagnarbréf sitt síðar í vik</font />unni. Erlent 13.10.2005 18:56
Gjörbreytir hernaðarjafnvæginu Aflétti Evrópusambandið vopnasölubanni sínu á Kína, gjörbreytir það hernaðarjafnvæginu í Asíu. Þetta sagði Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í morgun en hún er sem stendur í opinberri heimsókn í Kína. Erlent 13.10.2005 18:56
Fundarstjórn Halldórs gagnrýnd Fundarstjórn Halldórs Blöndal forseta Alþingis og skipulag óundirbúinna fyrirspurna var harðlega gagnrýnd í gær. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði algjörlega óþolandi að Frjálslyndir skyldu ekki hafa fengið að koma með óundirbúna fyrirspurn um lífeyrissjóðina á þinginu. "Mér er misboðið," sagði Sigurjón. Innlent 13.10.2005 18:56
Stríðið orsök eða afleiðing? Markaði Íraksstríðið upphafið að bylgju frelsis og lýðræðis sem nú fer yfir Miðausturlönd? „Já,“ segja Bandaríkjastjórn og bandamenn hennar. „Nei, þetta er ekki alveg svona einfalt,“ segja fræðimenn. Erlent 13.10.2005 18:57
Sveitarfélögum klesst upp við vegg Geir H. Haarde fjármálaráðherra gagnrýndi harkalega áform meirihluta R-listans í Reykjavík að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla innan fárra ára. Hann sagði að með ákvörðun sinni hefðu borgaryfirvöld sett óþarfa þrýsting á öll önnur sveitarfélög og í raun klesst þeim upp við vegg. Innlent 13.10.2005 18:56
Lægri sektir fyrir fyrsta brot Sektir við brotum gegn fjórum lagabálkum um fiskveiðar geta lækkað verulega eftir að Alþingi samþykkti frumvarp Örlygs Hnefils Jónssonar, varaþingmanns Samfylkingar, um að fella niður lágmarkssektir fyrir fyrsta brot gegn lögum um fiskveiðar. Innlent 13.10.2005 18:57
Bankastjóramálin rædd í vikunni Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna ætla að ræða bankastjóramál Alþjóðabankans á fundi sínum í Brüssel í þessari viku. Bush Bandaríkjaforseti tilnefndi í síðustu viku Paul Wolfowitz aðstoðarvarnarmálaráðherra sem bankastjóraefni. Erlent 13.10.2005 18:56