Sveitarstjórnarkosningar 2026

Fréttamynd

Við­reisn hafi tekið upp mál­flutning Mið­flokksins

Miðflokkurinn er orðinn stærsti hægri flokkurinn á Íslandi samkvæmt nýrri fylgiskönnun. Þingkona Sjálfstæðisflokksins viðurkennir að flokkurinn hafi „misst boltann“ í útlendingamálum þegar hann var í ríkisstjórn. Þingkona Miðflokksins segir Viðreisn hafa tekið upp málflutning Miðflokksmanna í útlendingamálum.

Innlent
Fréttamynd

Vilja tryggja stöðu ungs fólks í próf­kjöri Sam­fylkingarinnar

Hallveig, félag Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík, ákvað á félagsfundi þann 12. nóvember að halda forprófkjör í desember 2025 fyrir prófkjör Samfylkingar í sveitarstjórnarkosningum 20226. Forseti segir það tilraun hreyfingarinnar til að koma ungu fólki að í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Illa hafi gengið í síðasta prófkjöri að koma ungum einstaklingum að.

Innlent
Fréttamynd

Kanna hug Grind­víkinga til fram­tíðar í Grinda­vík

Grindavíkurnefndin ætlar nú, tveimur árum frá rýmingu, að kanna hvernig Grindvíkingum líður og skoða hvaða afstöðu fólk hefur til framtíðar í Grindavík. Jóhanna Lilja Birgisdóttir, sálfræðingur og nefndarmaður í Grindavíkurnefnd, segir stefnt að því að hafa fyrstu niðurstöður könnunar tilbúnar í janúar. Vinnu eigi að vera lokið áður en Grindavíkurnefndin lýkur störfum í maí á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Skúli sækist eftir 2. sæti

Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Flokksvalið fer fram 24. janúar næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Stilla á lista Miðflokks í Kópa­vogi

Á stjórnarfundi Miðflokksdeildar Kópavogs var samþykkt að framboðslisti Miðflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar verði ákveðinn af uppstillingarnefnd. Í tilkynningu eru allir sem hafa áhuga á að taka þátt hvattir til að hafa samband.

Innlent
Fréttamynd

Sam­fylkingin blæs til próf­kjörs í borginni

Samfylkingin í Reykjavík mun halda prófkjör um sex efstu sætin í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi fulltrúaráðs Samfylkingarfélaganna í Reykjavík í fyrradag.

Innlent
Fréttamynd

Fram­sóknar­menn í Garða­bæ stilla upp og skora á Willum

Á félagsfundi Framsóknar í Garðabæ var tillaga stjórnar um að uppstilling verði viðhöfð sem aðferð við val á framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar þann 16. maí 2026, samþykkt einróma. Fundurinn samþykkti einni að skora á Willum Þór Þórsson að gefa kost á sér í embætti formanns Framsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Jana vill á­fram leiða lista VG á Akur­eyri

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna á Akureyri, vill leiða lista Vinstri grænna á Akureyri í sveitarstjórnarkosningum næsta vor. Jana Salóme leiddi lista flokksins í síðustu kosningum og er eini bæjarfulltrúi flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Fer ekki í for­manninn

Einar Þorsteinsson hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til formanns Framsóknarflokksins. Hann sækist eftir oddvitasæti flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, og segir gríðarlega mikilvægt að koma núverandi meirihluta frá völdum.

Innlent
Fréttamynd

Orri ein­beitir sér að bæjar­málunum og Kári tekur við

Stjórn Algalífs hefur gengið frá ráðningu Kára Marís Guðmundssonar, sem lét nýverið að störfum sem forstjóri PCC á Bakka, í starf forstjóra Algalífs. Hann tekur við starfinu af Orra Björnssyni sem óskað hefur eftir að láta af störfum eftir þrettán ár hjá félaginu. Hann er oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og kveðst ætla að helga sig komandi prófkjörs- og kosningabaráttu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sam­eining geti aukið aðdráttar­afl fyrir nýja í­búa

Samstarfsnefnd um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hefur skilað áliti sínu um kosti og galla mögulegrar sameiningar og mun kynna niðurstöður sínar á íbúafundum í næstu viku. Nefndin telur meðal annars að sameining muni stuðla að aukinni byggðafestu og auka aðdráttarafl svæðisins fyrir nýja íbúa. Kosið verður um sameiningu dagana 28. nóvember tikl 13. desember.

Innlent
Fréttamynd

Árelía kveður borgar­pólitíkina

Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, sækist ekki eftir sæti á lista flokksins í næstu borgarstjórnarkosningum. Hún hyggst aftur hefja störf við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Framsóknarmenn hafa ákveðið að hátta listavali í Reykjavík með tvöföldu kjörþingi.

Innlent
Fréttamynd

Leiðtogaprófkjör hjá Sjálf­stæðis­flokknum í Reykja­vík

Vörður, fulltrúaráð Sjálfstæðismanna í Reykjavík, samþykkti tillögu stjórnar um að fara í leiðtogaprófkjör en uppstillingarnefnd sér um hin sætin á framboðslista þeirra til sveitarstjórnarkosninga. Óvæntir gestir voru á fundi ráðsins, þar á meðal formaður Sjálfstæðisflokksins.

Innlent
Fréttamynd

„Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykja­vík“

Stjórnmálafræðingur segir Sjálfstæðisflokkinn vera í ákveðinni klemmu á milli vinstri og hægri í kjölfar fundar í gær þar sem engar markvissar breytingar á stefnu voru kynntar. Stórsigur í komandi borgarstjórnarkosningum sé nauðsynlegur fyrir flokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Píratar kjósa for­mann í lok mánaðar

Píratar munu aftur reyna að kjósa sér sinn fyrsta formann eftir að formgalli varð til þess að fresta þurfti aukaaðalfundi flokksins í október. Annar aukaaðalfundur flokksins verður því haldinn 29. nóvember. Að minnsta kosti tveir borgarfulltrúar sækjast eftir því að verða fyrsti formaður flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Skrifin séu ekki til komin vegna fram­boðs í borginni

Nýleg skrif leikarans Þorvaldar Davíðs Kristjánssonar um skólamál og þjónustu við börn og barnafjölskyldur í Reykjavík hafa vakið spurningar um hvort leikarinn góðkunni sé á leið í framboð. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Þorvaldur verið nefndur sem mögulega efnilegur framboðskostur fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík en sjálfur segist leikarinn ekki vera að stefna á framboð.

Innlent
Fréttamynd

Leysa brátt frá skjóðunni um leið­toga Mið­flokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn

Kjördæmafélag Miðflokksins í Reykjavík gerir ráð fyrir að innan nokkurra vikna verði hulunni svipt af því hverjir verða í efstu sætum á lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Stillt verður upp á lista flokksins í borginni en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur ekki verið ákveðið hver verður oddviti. Leit að leiðtoga stendur yfir og hafa nokkur nöfn verið nefnd í því sambandi, þar á meðal fyrrverandi lögreglustjóri, fyrrum vararíkissaksóknari og félagsfræðingur.

Innlent
Fréttamynd

Jóhanna ætlar ekki aftur fram

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar og oddviti Framsóknar ætlar ekki að bjóða sig fram að nýju í sveitarstjórnarkosningum á næsta ári. Hún greinir frá þessu í aðsendri grein á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Snúin staða Sönnu og sam­eigin­legt fram­boð virðist ekki í kortunum

Engar formlegar viðræður hafa farið fram um hugsanlegt sameiginlegt framboð flokka á vinstri væng í borgarstjórnarkosningunum í vor og alls óvíst hvort eitthvað slíkt verði að veruleika. Þeir flokkar sem eiga borgarfulltrúa í Reykjavík en náðu ekki fólki inn á þing í síðustu alþingiskosningum eiga allir enn eftir að taka ákvörðun um hvernig valið verður á lista fyrir kosningarnar í vor.

Innlent
Fréttamynd

Við­reisn stillir upp á lista í Mos­fells­bæ

Stillt verður upp á lista Viðreisnar í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Þetta var ákveðið á félagsfundi flokksins í Mosfellsbæ á fimmtudaginn í síðustu viku og var tillaga stjórnar um uppstillingu á lista samþykkt einróma að því er fram kemur í tilkynningu frá Viðreisn.

Innlent