Kosningar 2006 Kosningavaka NFS og Stöðvar 2 allt þar til yfir lýkur Áhersla verður lögð á skjótar, áreiðanlegar og skýrar upplýsingar á kosningavöku NFS, Stöðvar tvö og tengdra miðla sem fram fer að kvöldi kjördags. Kosningavakan hefst strax að loknum fréttum á laugardag og stendur þar til öll úrslit liggja fyrir. Innlent 23.5.2006 18:26 Fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknar snuprar Björn Inga Anna Kristinsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, snuprar Björn Inga Hrafnsson, oddvita flokksins í Reykjavík fyrir kosningarnar um næstu helgi, í pistli á heimasíðu sinni. Innlent 23.5.2006 17:31 Áttundi þjóðmálafundur NFS í beinni útsendingu Áttundi þjóðmálafundur NFS í beinni útsendingu vegna komandi sveitarstjórnarkosninga, verður haldinn í Kópavogi í kvöld. Þar situr nú meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, en klukkan fimm í dag birtum við fyrstu niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar, sem sýnir hvort breyting er að verða á því. Innlent 23.5.2006 12:29 Vija skýr svör um skipulag á Blómsturvallalóð Íbúar í vesturbæ Reykjavíkur hafa safnað undirskriftum þar sem þess er krafist að allir flokkar sem bjóða fram til borgarstjórnarkosninga svari spurningum um skipulag á lóð á mótum Bræðraborgarstígs og Hávallagötu. Íbúarnir óttast að þar muni rísa fjölbýlishús en verktakinn sem keypt hefur lóðina segist ætla að reisa þar raðhús. Innlent 22.5.2006 19:02 Hyggjast leysa húsnæðisvanda ungs fólks Samfylkingin svaraði kalli Stúdentaráðs í dag varðandi húsnæðisvanda ungs fólks, með því að reisa skilti á gatnamótum Hringbrautar og Sæmundargötu. Á skiltinu stendur hvað Samfylkingin hyggist gera til að bæta húsnæðisvanda ungs fólks. Flokkurinn hyggst beita sér fyrir byggingu átta hundrað íbúða fyrir stúdenta í miðbænum og í nágrenni við Háskóla Íslands. Innlent 22.5.2006 16:06 Hugrenningar einstaklings en ekki skoðun flokksins Formaður Sjálfstæðisflokksins vill ekki tjá sig um hótanir aðstoðarmanns forsætisráðherra um að slakt gengi Framsóknarflokks í komandi kosningum muni bitna á ríkisstjórnarsamstarfinu. Ummælin eru hugrenningar einstaklings og endurspegla ekki afstöðu forystu Framsóknarflokksins segir þingflokksformaður Framsóknar. Innlent 21.5.2006 16:29 Sjálfstæðismenn fengju hreinan meirihluta í Kópavogi Sjálfstæðismenn í Kópavogi undir forystu Gunnars Birgissonar, fá hnreinan meirihluta í bæjarstjórn, ef marka má nýja skoaðnnakönnun Fréttablaðsins. Þeir fá sex bæjarfulltrúa, Samfylking fær þrjá og Vinstri grænir einn. Framsóknarmenn tapa verulega samkvæmt könnun blaðsins, fengju aðeins einn bæjarfulltrúa nú, en voru með þrjá. Innlent 21.5.2006 11:05 « ‹ 1 2 3 4 ›
Kosningavaka NFS og Stöðvar 2 allt þar til yfir lýkur Áhersla verður lögð á skjótar, áreiðanlegar og skýrar upplýsingar á kosningavöku NFS, Stöðvar tvö og tengdra miðla sem fram fer að kvöldi kjördags. Kosningavakan hefst strax að loknum fréttum á laugardag og stendur þar til öll úrslit liggja fyrir. Innlent 23.5.2006 18:26
Fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknar snuprar Björn Inga Anna Kristinsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, snuprar Björn Inga Hrafnsson, oddvita flokksins í Reykjavík fyrir kosningarnar um næstu helgi, í pistli á heimasíðu sinni. Innlent 23.5.2006 17:31
Áttundi þjóðmálafundur NFS í beinni útsendingu Áttundi þjóðmálafundur NFS í beinni útsendingu vegna komandi sveitarstjórnarkosninga, verður haldinn í Kópavogi í kvöld. Þar situr nú meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, en klukkan fimm í dag birtum við fyrstu niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar, sem sýnir hvort breyting er að verða á því. Innlent 23.5.2006 12:29
Vija skýr svör um skipulag á Blómsturvallalóð Íbúar í vesturbæ Reykjavíkur hafa safnað undirskriftum þar sem þess er krafist að allir flokkar sem bjóða fram til borgarstjórnarkosninga svari spurningum um skipulag á lóð á mótum Bræðraborgarstígs og Hávallagötu. Íbúarnir óttast að þar muni rísa fjölbýlishús en verktakinn sem keypt hefur lóðina segist ætla að reisa þar raðhús. Innlent 22.5.2006 19:02
Hyggjast leysa húsnæðisvanda ungs fólks Samfylkingin svaraði kalli Stúdentaráðs í dag varðandi húsnæðisvanda ungs fólks, með því að reisa skilti á gatnamótum Hringbrautar og Sæmundargötu. Á skiltinu stendur hvað Samfylkingin hyggist gera til að bæta húsnæðisvanda ungs fólks. Flokkurinn hyggst beita sér fyrir byggingu átta hundrað íbúða fyrir stúdenta í miðbænum og í nágrenni við Háskóla Íslands. Innlent 22.5.2006 16:06
Hugrenningar einstaklings en ekki skoðun flokksins Formaður Sjálfstæðisflokksins vill ekki tjá sig um hótanir aðstoðarmanns forsætisráðherra um að slakt gengi Framsóknarflokks í komandi kosningum muni bitna á ríkisstjórnarsamstarfinu. Ummælin eru hugrenningar einstaklings og endurspegla ekki afstöðu forystu Framsóknarflokksins segir þingflokksformaður Framsóknar. Innlent 21.5.2006 16:29
Sjálfstæðismenn fengju hreinan meirihluta í Kópavogi Sjálfstæðismenn í Kópavogi undir forystu Gunnars Birgissonar, fá hnreinan meirihluta í bæjarstjórn, ef marka má nýja skoaðnnakönnun Fréttablaðsins. Þeir fá sex bæjarfulltrúa, Samfylking fær þrjá og Vinstri grænir einn. Framsóknarmenn tapa verulega samkvæmt könnun blaðsins, fengju aðeins einn bæjarfulltrúa nú, en voru með þrjá. Innlent 21.5.2006 11:05