Vija skýr svör um skipulag á Blómsturvallalóð 22. maí 2006 19:30 Íbúar í vesturbæ Reykjavíkur hafa safnað undirskriftum þar sem þess er krafist að allir flokkar sem bjóða fram til borgarstjórnarkosninga svari spurningum um skipulag á lóð á mótum Bræðraborgarstígs og Hávallagötu. Íbúarnir óttast að þar muni rísa fjölbýlishús en verktakinn sem keypt hefur lóðina segist ætla að reisa þar raðhús. Húsið sem um ræðir nefnist Blómsturvellir og var reist árið 1897. Verktakafyrirtækið Holtsgata ehf. hefur nú fest kaup á lóðinni sem það stendur á en fyrirtækið reisir nú fjölbýlishús hinum megin götunnar við Bræðraborgarstíg 42 þar sem Stakkahlíð stóð áður. Íbúar í næsta nágrenni mótmæltu því á sínum tíma og hafa áhyggjur af því að eins fari með Blómsturvallalóðina. Arthur Bogason, talsmaður íbúa, segir að hluti af ánægjunni við að búa í Vesturbænum sé skipulagið og götumyndin sem sé þar í dag en ekki framtíðarsýn verktaka sem langi til að byggja fjölbýli á litlum lóðum. Arthur bendir einnig á að með því að byggja mikið á reitnum aukist bílastæðavandinn á svæðinu, en hann sé ærinn fyrir. Þá blæs hann á tal um þéttingu byggðar í þessu samhengi. Honum sýnist sem byggðin sé þétt eins og hún sé, sérstaklega í Vesturbænum, og það þurfi engar æfingar eins og við Blómsturvelli til að fullnægja einhverjum slíkum markmiðum. Ólafur Björnsson, eigandi verktakafyrirtækisins Holtsgötu, sagði í samtali við fréttastofu í dag að ekki stæði til að reisa fjölbýlishús á reitnum heldur þrjú raðhús í líkingu við húsin sem væru við Hávallagötuna. Engin ákvörðun lægi þó fyrir um framkvæmdir á lóðinni þar sem enn ætti eftir að leita samþykkis borgarinnar fyrir þeim. Íbúar í nágrenninu krafið alla flokkana í borginni um skýr svör um skipulag á lóðinni. Tveir flokkar höfðu svarað íbúunum í dag, F- og B-listi, og sögðust báðir vilja halda húsinu. Arthur vonast til að íbúalýðræðið verði meira en þegar fjölbýlishúsið var reist við Bræðraborgarstíginn. Það hafi ekki virkað þá og hann voni að það verði eitthvað meira á bak við það í þessu máli. Fréttir Innlent Kosningar 2006 Stj.mál Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira
Íbúar í vesturbæ Reykjavíkur hafa safnað undirskriftum þar sem þess er krafist að allir flokkar sem bjóða fram til borgarstjórnarkosninga svari spurningum um skipulag á lóð á mótum Bræðraborgarstígs og Hávallagötu. Íbúarnir óttast að þar muni rísa fjölbýlishús en verktakinn sem keypt hefur lóðina segist ætla að reisa þar raðhús. Húsið sem um ræðir nefnist Blómsturvellir og var reist árið 1897. Verktakafyrirtækið Holtsgata ehf. hefur nú fest kaup á lóðinni sem það stendur á en fyrirtækið reisir nú fjölbýlishús hinum megin götunnar við Bræðraborgarstíg 42 þar sem Stakkahlíð stóð áður. Íbúar í næsta nágrenni mótmæltu því á sínum tíma og hafa áhyggjur af því að eins fari með Blómsturvallalóðina. Arthur Bogason, talsmaður íbúa, segir að hluti af ánægjunni við að búa í Vesturbænum sé skipulagið og götumyndin sem sé þar í dag en ekki framtíðarsýn verktaka sem langi til að byggja fjölbýli á litlum lóðum. Arthur bendir einnig á að með því að byggja mikið á reitnum aukist bílastæðavandinn á svæðinu, en hann sé ærinn fyrir. Þá blæs hann á tal um þéttingu byggðar í þessu samhengi. Honum sýnist sem byggðin sé þétt eins og hún sé, sérstaklega í Vesturbænum, og það þurfi engar æfingar eins og við Blómsturvelli til að fullnægja einhverjum slíkum markmiðum. Ólafur Björnsson, eigandi verktakafyrirtækisins Holtsgötu, sagði í samtali við fréttastofu í dag að ekki stæði til að reisa fjölbýlishús á reitnum heldur þrjú raðhús í líkingu við húsin sem væru við Hávallagötuna. Engin ákvörðun lægi þó fyrir um framkvæmdir á lóðinni þar sem enn ætti eftir að leita samþykkis borgarinnar fyrir þeim. Íbúar í nágrenninu krafið alla flokkana í borginni um skýr svör um skipulag á lóðinni. Tveir flokkar höfðu svarað íbúunum í dag, F- og B-listi, og sögðust báðir vilja halda húsinu. Arthur vonast til að íbúalýðræðið verði meira en þegar fjölbýlishúsið var reist við Bræðraborgarstíginn. Það hafi ekki virkað þá og hann voni að það verði eitthvað meira á bak við það í þessu máli.
Fréttir Innlent Kosningar 2006 Stj.mál Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira