Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur

Fréttamynd

Af­nemur handhafalaun vegna for­seta­valds

Hægt væri að spara að minnsta kosti sjötíu milljarða króna í rekstri ríkissjóðs næstu fjögur ár samkvæmt tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir hægt að byrja strax á að sameina lögregluembætti. Þá hefur hún ákveðið að afnema handhafalaun vegna forsetavalds.

Innlent
Fréttamynd

Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða

Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og formaður hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar kynntu sextíu hagræðingartillögur hópsins á blaðamannafundi rétt í þessu. Ráðgert er að tillögurnar geti falið í sér sparnað upp á 71 milljarð króna á árunum 2026 til 2030.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar að tryggja flug til Ísa­fjarðar

Samgönguráðherra segir það mjög slæmar fréttir að Icelandair stefni á að hætta áætlanaflugi milli Reykjavíkur og Ísafjarðar eftir sumarið 2026. „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar eftir lok sumars á næsta ári. Þetta er bara vinna sem ég mun fara í.“

Innlent
Fréttamynd

Hvað vakir fyrir utan­ríkis­ráð­herra?

Bandaríkin, sem hafa haldið uppi vörnum Úkraínu frá því að Rússar réðust þar inn 2022, telja tímabært að samið sé um stríðslok. Þeir hafa ákveðna hugmynd um forsendur þeirra samninga en Úkraínumenn vilja að Bandaríkin skuldbindi sig til að tryggja öryggi í landinu eftir stríðið með ýmsum hætti.

Skoðun
Fréttamynd

Enginn upp­fyllti skil­yrðin í upp­hafi

Enginn stjórnmálaflokkur uppfyllti skilyrði nýrra laga um skráningu flokka þegar fjármálaráðuneytið greiddi út fyrstu styrkina eftir lagabreytingu. Fjármálaráðherra telur að ráðuneytið hefði átt að bíða með greiðslurnar þar til skráning flokkanna væri lögum samkvæmt.

Innlent
Fréttamynd

Staðan sé betri í dag en í fyrra­dag

Þingmaður Samfylkingarinnar telur að flýta þurfi þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Utanríkisráðherra segir ekkert óeðlilegt við að fólk vilji sæti við borðið. Að hennar mati þurfi að efla varnir Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Fékk blóð­nasir í pontu

Alma Möller heilbrigðisráðherra var í miðri setningu í pontu á Alþingi þegar hún skyndilega fékk blóðnasir. Hlé var gert á þingfundi.

Innlent
Fréttamynd

Ekki ó­vana­legt að kennarar fengju meiri hækkanir

Forsætisráðherra segir ekki óvanalegt að kennarar hafi fengið launahækkanir umfram það sem samið var um á almennum markaði síðasta vor. Um sérstaka stöðu hafi verið að ræða eins og áður hafi komið upp hjá ræstingafólki og fiskvinnslufólks.

Innlent
Fréttamynd

Segir reynsluna úr at­vinnu­lífinu hafa skipt sköpum fyrir sigurinn

Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, segir nauðsynlegt að nýta tímann í stjórnarandstöðu til að líta inn á við. Sjálfstæðisflokkurinn eigi að vera stærri og breiðari fylking. Hún vill koma flokknum „aftur í bílstjórasæti íslenskra stjórnmála“. Ný forysta fái það hlutverk að endurhugsa starf flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis heldur í dag opinn fund þar sem fjallað verður um ákvörðun Daða Más Kristóferssonar fjármála- og efnahagsráðherra um að krefjast ekki endurgreiðslu framlaga til stjórnmálasamtaka. Daði Már mætir sjálfur og situr fyrir svörum hjá nefndinni.

Innlent
Fréttamynd

„Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir boðaðar breytingar á lögum, sem fela í sér auknar heimildir lögreglu, ekki ógna stoðum réttarríkisins. Drög að frumvarpi dómsmálaráðherra hafa verið kynnt í samráðsgátt, sem hefur það að markmiði að auka skilvirkni og efla getu yfirvalda til að endurheimta ávinning af glæpum. Meðal þess sem lagt er til er að við rannsókn hafi lögregla heimild til að óska eftir upplýsingum hjá fjármálafyrirtækjum án dómsúrskurðar.

Innlent
Fréttamynd

„Við gefumst ekki upp á ykkur“

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lýsti yfir stuðningi Íslands við Úkraínu eftir að upp úr sauð á fundi Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta.

Innlent
Fréttamynd

„Nötur­legt að horfa upp á þetta“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir það hafa verið sorglegt að horfa upp á spennuþrunginn fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Gerði stólpa­grín að ríkisstjórnarflokkunum

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins skaut föstum skotum á ríkisstjórnarflokkana í setningarræðu sinni á landsfundi. Hann skoraði á flokksmenn að elta ekki andstæðinga sína á hættulegri braut popúlismans.

Innlent
Fréttamynd

Hagræðingartillögur í yfir­lestri

Til stendur að kynna hagræðingartillögur starfshóps forsætisráðherra úr tillögum almennings á ríkisstjórnarfundi á þriðjudaginn. Þetta staðfestir formaður starfshópsins í samtali við fréttastofu. Til stóð að hópurinn lyki vinnu sinni í lok febrúar.

Innlent
Fréttamynd

María Heimisdóttir skipuð land­læknir

María Heimisdóttir fyrrverandi forstjóri Sjúkratrygginga hefur verið skipuð í embætti landlæknis til næstu fimm ára. Hæfnisnefnd segir Maríu hafa afburða leiðtogahæfni og farsæla reynslu af stjórnun.

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­stjórnin fundar í Reykja­nes­bæ

Fundur ríkisstjórnarinnar á morgun verður haldinn á Hótel Keflavík í Reykjanesbæ. Ríkisstjórnin mun einnig eiga fundi með fulltrúum Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga og með bæjarstjórn Grindavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Vilja komast í bækur bankanna án dóms­úr­skurðar

Drög að frumvarpi dómsmálaráðherra til að auka skilvirkni og efla getu yfirvalda til að endurheimta ávinnings af glæpum hafa verið lögð inn í Samráðsgátt. Meðal þess sem lagt er til er að við rannsókn hafi lögregla heimild til að óska eftir upplýsingum hjá fjármálafyrirtækjum án dómsúrskurðar.

Innlent
Fréttamynd

Flokki fólksins einum refsað

Flokki fólksins er einum refsað fyrir stjórnarsetu miðað við fylgistap þeirra að mati prófessors í stjórnmálafræði. Ný könnun staðfesti að hægt sé að mynda burðugt framboð með sameiningu flokka á vinstri vængnum.

Innlent