Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur

Fréttamynd

Brösug og stutt ráð­herra­tíð Guð­mundar Inga

Eftir tæplega tíu mánaða embættisferil sem einkenndist meðal annars af óheppilegum ummælum, umdeildum embættisfærslum og upplýsingastríði við Moggann hefur Guðmundur Ingi Kristinsson sagt af sér sem mennta- og barnamálaráðherra vegna veikinda. Hann gekkst undir hjartaaðgerð fyrir áramót og kveðst nú á batavegi. 

Innlent
Fréttamynd

Ragnar Þór verður ráð­herra

Inga Sæland formaður Flokks fólksins tekur við af Guðmundi Inga Kristinssyni sem mennta- og barnamálaráðherra eftir afsögn Guðmundar. Þá verður Ragnar Þór Ingólfsson þingflokksformaður Flokks fólksins félags- og húsnæðismálaráðherra. 

Innlent
Fréttamynd

Guð­mundur Ingi segir af sér

Guðmundur Ingi Kristinsson hefur tilkynnt að hann muni segja af sér sem mennta- og barnamálaráðherra vegna veikinda. Hann mun halda áfram sem þingmaður Flokks fólksins. 

Innlent
Fréttamynd

Bíllinn þremur milljónum dýrari

Hækkun vörugjalda, sem tók gildi um áramótin, er farin að láta á sér kræla í verði hjá bílaumboðum. Afnám vörugjalda á rafmagnsbíla hefur ekki mikil áhrif eftir lækkun rafbílastyrks og dæmi eru um að ódýrari rafbílar hækki í verði eftir breytinguna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ófremdará­stand í bílastæðamálum aðhláturs­efni

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, flytur erindi á morgunverðarfundi sem Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur boðað nú klukkan níu. Þar verður fjallað  um aðgerðir til að efla neytendavernd í tengslum við gjaldskyldu á bílastæðum.

Neytendur
Fréttamynd

Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja banda­ríska fánann á Græn­land

Erlingur Er­lings­son hernaðar­sagn­fræðingur segir allar yfir­lýsingar Donald Trump, for­seta Bandaríkjanna, um Græn­land og Venesúela fjar­stæðu­kenndar og for­sendur hans líka. Hann segir að frá her­fræði­legu sjónar­miði sé í raun ein­falt fyrir Bandaríkin að taka Græn­land, og þau gætu gert það, ef þau vildu, í dag. Það sé þó alls ekki nauð­syn­legt og í raun aðeins hégómi „gamla fast­eigna­bra­skarans frá New York“ að vilja það.

Innlent
Fréttamynd

Kallar Sóla klónabarnið sitt

Almennt virðist ríkja mikil ánægja með áramótaskaupið og eru ráðherrar engin undantekning á því. Inga Sæland formaður Flokks fólksins er hæstánægð með frammistöðu Sóla Hólm sem lék hana og veltir fyrir sér hvort hún geti fengið hann í afleysingarstörf fyrir sig.

Lífið
Fréttamynd

Vill lækka veikindahlutfall opin­berra starfs­manna

Fjármálaráðherra segir hátt veikindahlutfall opinberra starfsmanna áhyggjuefni og stefnir á að lækka það með aðgerðum. Ný mannauðsáætlun hafi verið kynnt fyrir næstu þrjú ár sem á m.a. að stuðla að festu í stöðugleika og mönnun.

Innlent
Fréttamynd

Varnar­samningur við ESB settur á oddinn og þjóðar­at­kvæða­greiðsla brátt fyrir þingið

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að áfram verði unnið að tvíhliða varnarsamningi við Evrópusambandið en segir samstarf Íslands og Bandaríkjanna í varnarmálum enn gott þrátt fyrir vendingar í alþjóðamálum og hótanir um innlimun Grænlands. Yfirlýsingar um annað eru að mati ráðherra glannalegar en hún vill ræða málið á vettvangi NATO. Frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB verði lagt fram á þessu þingi.

Innlent
Fréttamynd

Til­kynnir um ráðherraskipan á föstu­dag

Formaður Flokks fólksins býst við að tilkynnt verði á starfsfundi ríkisstjórnarinnar á föstudag hvaða breytingar verða á ráðherraskipan flokksins. Þá megi búast megi við nýrri reglugerð um strandveiðar í samráðsgátt í dag.

Innlent
Fréttamynd

Krist­rún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra verður meðal leiðtoga sem sækja fund hins svokallaða bandalags hinna viljugu, það er ríkja sem styðja við varnarbaráttu Úkraínu, í París í Frakklandi í dag. Selenskí Úkraínuforseti sækir einnig fundinn en viðbúið er að það geri líka Steve Witkoff, sérstakur erindreki Bandaríkjaforseta gagnvart Úkraínu, og Jared Kushner, tengdasonur Trump forseta.

Erlent
Fréttamynd

Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en ein­hver bata­merki

Kjartan Guðmundsson er enn þungt haldinn á spítala í Suður-Afríku. Vinir hans segja hann sýna einhver merki um bata en hann sé enn tengdur bæði öndunarvél og í nýrnaskilun. Þeir hafa safnað rúmum þrettán milljónum fyrir Kjartan og segja söfnun enn opna. Safna þurfi meira svo hægt sé að veita Kjartani stuðning meðan á sjúkrahúsdvöl stendur en einnig í endurhæfingu og þegar hann kemst heim til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

„Loksins ljós við enda ganganna“

Flóttafólk frá Venesúela sem hefur búið hér á landi í þrjú ár fagnar handtöku Niculás Maduro. Loksins ljós við enda ganganna, segir eitt þeirra. Þau óttast þó að fólkið sem er nú við stjórnarvölinn sé enn hættulegra en hann. Það þurfi að koma því öllu frá svo hægt sé að hefja endurreisn í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Treystum við ríkis­stjórninni fyrir náttúru Ís­lands?

Upp á síðkastið hefur orðræða umhverfisráðherra og forstjóra Landsvirkjunar verið á þá leið að almenningur sé upp til hópa mjög fylgjandi virkjanaframkvæmdum í landi sem er nú þegar eitt það allra raf- og iðnvæddasta í alþjóðlegum samanburði.

Skoðun
Fréttamynd

Nýr veru­leiki ætli Banda­ríkin að taka Græn­land

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það skipta mestu máli í yfirlýsingum íslenskra yfirvalda að ítreka að allar þjóðir virði alþjóðalög. Hann segir yfirlýsingar utanríkisráðherra um helgina hafa verið veikar. Samstaða meðal þjóða um að virða alþjóðalög, lýðræði og frið sé það mikilvægasta. Hann segir það nýjan veruleika ætli Bandaríkin að taka Grænland og ekkert land verði óhult verði það raunin, ekki Ísland heldur.

Innlent
Fréttamynd

Hættum að setja sak­laust fólk í fangelsi

Það hefur margt verið rætt og ritað um frumvarp dómsmálaráðherra um brottfararstöð. Svo virðist sem einhvers misskilnings gæti um efnistök frumvarpsins og útfærslu, því er mikilvægt að leiðrétta málflutning sem byggir ekki á staðreyndum málsins.

Skoðun
Fréttamynd

Öryggi Ís­lands á ólgutímum

Á tímum vaxandi óvissu er nauðsynlegt að slaka hvergi á varðstöðu um hagsmuni þjóðarinnar á sviði utanríkis- og öryggismála. Ljóst er að það alþjóðakerfi sem við höfum búið við frá lokum síðari heimsstyrjaldar leikur á reiðiskjálfi.

Skoðun
Fréttamynd

„Nú er nóg komið“

Jens-Frederik Nielsen formaður landsstjórnar Grænlands hefur nú einnig tjáð sig um ummæli Donalds Trump og ríkisstjórnar hans í kjölfar árása Bandaríkjanna á Venesúela. Að Bandaríkin geri hótanir sínar um innlimun Grænlands að raun verður raunhæfara með deginum og Jens-Frederik segir nóg komið.

Erlent
Fréttamynd

Furða sig á við­brögðum Þor­gerðar sem dregur í land

Fjöldi fólks hefur lýst furðu sinni á viðbrögðum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra vegna árásar Bandaríkjanna í Venesúela en í viðtölum í gær vildi hún hvorki fordæma árásina né viðurkenna að hún væri brot á alþjóðalögum. Í nýrri samfélagsmiðlafærslu virðist ráðherrann reyna að draga í land og tekur fram að ekkert land megi „fara á svig við þjóðarrétt, beita hervaldi eða ganga inn í annað“.

Innlent
Fréttamynd

„Alla­vega er þessi ein­ræðis­herra farinn“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra vonar að árás Bandaríkjanna á Karakas, höfuðborg Venesúela, og handtaka þeirra á forseta landsins Nicolás Maduro, verði til þess að einræðisstjórn Maduro víki fyrir lýðræðislegum umbreytingum. Hún sagði árásina hafa verið vel heppnaða, þaulhugsaða og vel æfða og vildi ekki fordæma hana en undirstrikaði mikilvægi alþjóðalaga. Hún er samskiptum við norræn starfsystkin sín og fylgist vel með.

Innlent
Fréttamynd

Mikill meiri­hluti vill lög­festa rétt barna til leikskólavistar

Alls eru 74 prósent hlynnt því að réttur barna til leikskólavistar verði lögfestur á Íslandi. 18 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg og átta prósent eru andvíg. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar á vegum Prósents en nýlega voru kynntar tillögur frá aðgerðahópi á vegum stjórnvalda í leikskólamálum.

Innlent
Fréttamynd

Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í fram­kvæmd

Fleirum finnst Flokki fólksins ganga illa heldur en vel að koma málum sínum til framkvæmda í núverandi stjórnarsamstarfi, samkvæmt nýrri könnun. Alla jafna þykir almenningi samt núverandi stjórnarflokkum ganga betur að hrinda málum sínum í framkvæmd saman borið við fyrrverandi ríkisstjórn í desember 2023.

Innlent
Fréttamynd

Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, segir að hjartaaðgerð sem hann gekkst undir fyrir jól hafi tekist afar vel og að endurhæfing sé nú hafin af fullum krafti. Hann segist hlakka til að mæta aftur til starfa þegar hann hafi náð sér á fullu.

Innlent
Fréttamynd

Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra kom Ingu Sæland, samráðherra sínum, til varnar og sagði tal um samstarfskonu sína í kjölfar síðustu kosninga ekki til sóma.

Innlent
Fréttamynd

Árangur breyti ekki alltaf upp­lifun fólks

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra vill meina að ríkisstjórnin hafi náð árangri þó að upplifun fólks kunni að vera önnur. Ný könnun varpar ljósi á það að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi ekki staðist væntingar almennings.

Innlent