Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar

Fréttamynd

Helgi segir lítinn sóma að fram­göngu ríkis­sak­sóknara

Vararíkissaksóknari furðar sig á ósk yfirmanns síns um að dómsmálaráðherra taki mál hans til skoðunar, vegna ummæla sem hann lét falla í fjölmiðlum. Hann viðurkennir að hann hefði getað orðað hlutina öðruvísi, en telur ummælin ekki hafa verið yfir strikið. 

Innlent
Fréttamynd

Skorar á Guð­rúnu að fallast ekki á lausn Helga frá störfum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins skorar á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að fallast hvorki á varanlega né tímabundna lausn Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara frá störfum vegna ummæla hans um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum.

Innlent
Fréttamynd

Frétti á eftir sam­starfs­fólki að ekki væri óskað eftir vinnu­fram­lagi

Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur lagt til við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari verði leystur tímabundið frá störfum vegna kæru á hendur honum fyrir ummæli um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum. Helgi er afar ósáttur við viðbrögð yfirmanns síns og spyr hvort hún sé embætti sínu vaxin.

Innlent
Fréttamynd

„Það eina sem stoppar þá er hnefinn, vald­beiting“

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir marga fegna því að sjá Mohamad Kourani bak við lás og slá. En þó hann sé ýkt dæmi erum við að flytja inn í stórum stíl menn sem gefa ekki mikið fyrir okkar samfélagsgerð og sáttmála. 

Innlent
Fréttamynd

Er ein­hver skortur á bjánum hjá ríkis­sak­sóknara?

Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að hælisleitandi hafi sagt satt. Viðbrögð vararíkissaksóknara eru þau að birta opinberlega yfirlýsinguum að hælisleitendur ljúgi.Að auki spyr hann hvort sé einhver skortur á hommum á Íslandi, rétt eins og það væri grundvöllur alþjóðlegrar verndar. Ég segi það enn og aftur - þú skáldar ekki þennan skít.

Skoðun
Fréttamynd

Helgi Magnús „ná­lægt því að hlæja“

Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, hóf málflutning sinn fyrir dómi á því, að segja orðrétt; "Sækjandi biðst afsökunar á því ef hann var of "nálægt því að hlæja“ undir þessum málflutningi,“ vitnaði til þessi sem Guðjón Ólafur Jónsson hrl., lögmaður Gunnars Andersen, hafði sagt í ræðu sinni þar sem hann krafðist þess að Helgi Magnús mydi víkja sem sækjandi í málinu, vegna þess að hann hefði verið meðal þeirra sem sóttu um stöðu forstjóra FME þegar hún var auglýst til umsóknar 11. febrúar 2009. Krafan byggir á því að Helgi Magnús sé vanhæfur til þess að sækja málið, þar sem hann hefði orðið undir í "persónulegri samkeppni“ um embætti forstjóra FME.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Telur Helga Magnús van­hæfan til þess að fara með málið

Gunnar Andersen, fyrrverandi forstjóri FME, krefst þess að ákæru ríkissaksóknara á hendur honum verði vísað frá, þar sem Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, hafi verið meðal þeirra sem sóttu um stöðu forstjóra sem auglýst var laus til umsóknar 11. febrúar 2009. Gunnar var einnig meðal umsækjanda, sem voru nítján talsins, en hann var að loknu hæfismati ráðinn forstjóri FME.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sak­sóknari hefur kært for­vera sinn

Saksóknari í efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra hefur kært forvera sinn í starfi fyrir ærumeiðingar, en hann gegnir nú embætti varasaksóknara í Landsdómi. Deilurnar munu hafa reynt mikið á samstarfsmenn. Lögregla fer yfir málið.

Innlent