Árásum gegn opinberum starfsmönnum fari fjölgandi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. ágúst 2024 12:18 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri segir hótunum í garð opinberra starfsmanna ekki hafa fjölgað svo um muni en tekur þó fram að árásir gegn þeim hafi aukist. Þessari þróun sé tekin alvarlega og unnið sé að því að tryggja öryggi lögreglumanna og annarra starfsmanna. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir mikið gert til að tryggja öryggi opinberra starfsmanna sem þurfa að sitja undir hótunum. Hún bendir á verklag frá árinu 2011 en þá hafi hótunum í garð löggæslufólks farið aukandi. Þetta kemur fram í Bítinu en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara var hótað ítrekað yfir þriggja ára skeið og kvartaði hann undan því að þurfa tryggja öryggi sitt sjálfur. Sigríður gat ekki tjáð sig um einstök mál. „Það skiptir alltaf máli að meta hættuna. Síðan höfum við undanfarin ár verið að passa betur upp á öryggi lögreglumanna og saksóknara, þeim er líka hótað. Þá eru einmitt oft settar upp myndavélar tímabundið, lögreglan vaktar húsin, það er sérstaklega fylgst með símtölum sem koma frá þessum aðilum.“ Lögreglumönnum hótað á samfélagsmiðlum Sigríður segir að undanfarið hafi orðið döpur þróun á samfélagsmiðlum í garð lögreglumanna þar sem ýmist eru birtar myndir af þeim eða þeir nafngreindir. Það sé brýnt að fjölga lögreglumönnum til að tryggja öryggi en búið er að tvöfalda fjölda lögreglunema í menntakerfinu á síðustu árum. „Þá er sagt við skulum fara heim til þessa og kenna honum lexíu. Þetta er ekki bara hjá okkur heldur alls staðar. Þannig er auðvitað öryggi lögreglumanna okkar, okkur mjög ofarlega í huga.“ Hótunum tekið alvarlegra en áður Útköll vegna vopnaburðar hefur margfaldast undanfarin ár en sérsveitin var kölluð út 450 sinnum á síðasta. Þjálfun lögreglunnar hefur tekið stakkaskiptum vegna þessarar þróunar. „Við höfum verið að þjálfa hana meira og þau eru í meiri þjálfun og lögreglan getur gripið til vopna. Þau þurfa að taka sérstaka ákvörðun um það svo það er kannski aðeins lengri ferill. En sum liðin hafa virkilega verið að efla sitt fólk í þessu.“ Hún tekur fram að hótanir í sjálfu sér fari ekki fjölgandi en að því fari aukandi að þeim sé framfylgt og lögreglan taki því hótunum alvarlegar en áður. „Ég man eftir gömlu máli þar sem saksóknara var hótað og farið heim til hans og allt þetta. Þetta er ekkert nýtt en þetta er vaxandi.“ Lögreglan Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir mikið gert til að tryggja öryggi opinberra starfsmanna sem þurfa að sitja undir hótunum. Hún bendir á verklag frá árinu 2011 en þá hafi hótunum í garð löggæslufólks farið aukandi. Þetta kemur fram í Bítinu en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara var hótað ítrekað yfir þriggja ára skeið og kvartaði hann undan því að þurfa tryggja öryggi sitt sjálfur. Sigríður gat ekki tjáð sig um einstök mál. „Það skiptir alltaf máli að meta hættuna. Síðan höfum við undanfarin ár verið að passa betur upp á öryggi lögreglumanna og saksóknara, þeim er líka hótað. Þá eru einmitt oft settar upp myndavélar tímabundið, lögreglan vaktar húsin, það er sérstaklega fylgst með símtölum sem koma frá þessum aðilum.“ Lögreglumönnum hótað á samfélagsmiðlum Sigríður segir að undanfarið hafi orðið döpur þróun á samfélagsmiðlum í garð lögreglumanna þar sem ýmist eru birtar myndir af þeim eða þeir nafngreindir. Það sé brýnt að fjölga lögreglumönnum til að tryggja öryggi en búið er að tvöfalda fjölda lögreglunema í menntakerfinu á síðustu árum. „Þá er sagt við skulum fara heim til þessa og kenna honum lexíu. Þetta er ekki bara hjá okkur heldur alls staðar. Þannig er auðvitað öryggi lögreglumanna okkar, okkur mjög ofarlega í huga.“ Hótunum tekið alvarlegra en áður Útköll vegna vopnaburðar hefur margfaldast undanfarin ár en sérsveitin var kölluð út 450 sinnum á síðasta. Þjálfun lögreglunnar hefur tekið stakkaskiptum vegna þessarar þróunar. „Við höfum verið að þjálfa hana meira og þau eru í meiri þjálfun og lögreglan getur gripið til vopna. Þau þurfa að taka sérstaka ákvörðun um það svo það er kannski aðeins lengri ferill. En sum liðin hafa virkilega verið að efla sitt fólk í þessu.“ Hún tekur fram að hótanir í sjálfu sér fari ekki fjölgandi en að því fari aukandi að þeim sé framfylgt og lögreglan taki því hótunum alvarlegar en áður. „Ég man eftir gömlu máli þar sem saksóknara var hótað og farið heim til hans og allt þetta. Þetta er ekkert nýtt en þetta er vaxandi.“
Lögreglan Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Sjá meira