EM í Sviss 2025

Fréttamynd

„Ég elska þegar fólk mætir í stúkuna“

Hlín Eiríksdóttir er í hópi þeirra leikmanna íslenska kvennalandsliðsins sem eru á miðju tímabili. Sumar í hópnum eru hins vegar að byrja nýtt tímabil í þessum landsliðsglugga þar sem íslenska liðið spilar lokaleiki sína í undankeppni EM 2025.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þetta tók á ég get al­veg verið hrein­skilin með það“

Ingi­björg er einn reynslu­mesti leik­maður ís­lenska lands­liðsins og eftir stutta dvöl í Þýska­landi hjá Duis­burg er hún nú í leit að næsta ævin­týri á at­vinnu­manna­ferlinum og viður­kennir að undan­farnir mánuðir hafi reynst sér erfiðir innan sem utan vallar.

Fótbolti
Fréttamynd

Hetjan Hildur fá­mál um fram­tíðina

Hildur Antonsdóttir var hetja íslenska landsliðsins í sigrinum dýrmæta gegn Austurríki í síðasta mánuði, þegar hún skoraði sigurmarkið í sínum sextánda landsleik. Núna er stefnan sett á að ljúka dæminu og landa EM-sæti.

Fótbolti
Fréttamynd

Karó­lína: Hrika­lega næs

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var heldur betur áhrifavaldur í sigri Íslands á Austurríki fyrri í kvöld í undankeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu 2025. Hún lagði upp bæði mörkin í 2-1 sigri liðsins og voru spyrnur hennar mjög hættulegar allan leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

„Veit ekki hvað kom yfir mig“

„Við ætluðum okkur að taka þennan sigur í dag og vera með yfirhöndina farandi inn í næsta verkefni,“ sagði Guðrún Arnardóttir eftir sigur 2-1 íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Austurríki í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Það er draumurinn og við ætlum okkur þangað“

„Mjög mikill léttir en á sama tíma fannst mér við vera að fara vinna þennan leik allan tímann,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður, eftir gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur Íslands á Austurríki í undankeppni EM kvenna í fótbolta sem fram fer í Sviss á næsta ári.

Fótbolti
Fréttamynd

Ein­kunnir Ís­lands: Karó­lína Lea best meðal jafningja

Ísland vann Austurríki 2-1 á Laugardalsvellinum í kvöld í 4. umferð undankeppni Evrópukeppninnar 2025. Leikurinn endaði 2-1 þar sem Hlín Eiríksdóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu mörkin en það var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem var potturinn og pannan í sóknarleik liðsins. Karólína var valinn maður leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Þýskar komu til baka í Pól­landi

Þýska landsliðið er áfram með fullt hús stiga í A-deild undankeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta sem fram fer í Sviss á næsta ári. Þýskaland lagði Pólland 3-1 ytra í dag en um er að ræða þjóðirnar sem eru með Íslandi og Austurríki í riðli.

Fótbolti