Alexandra vill sjá stelpurnar á Símamótinu fjölmenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2024 11:00 Alexandra Jóhannsdóttir vill byrja nýtt tímabil á því að koma íslenska landsliðinu á EM í Sviss. Vísir/Einar Alexandra Jóhannsdóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta eru einum sigri frá því að tryggja sér sæti á Evrópumótinu á næsta ári. Íslensku stelpurnar gert tryggt sér EM-sætið með sigri á Þjóðverjum á Laugardalsvellinum á morgun en þær fá líka möguleika á því á móti Pólverjum nokkrum dögum síðar. Alexandra er vön því að spila í allt öðrum aðstæðum á Ítalíu en kvartar ekki mikið yfir íslenska veðrinu. Miklu betra að spila í svona veðri „Þetta er bara geggjað. Mér finnst miklu betra að spila í svona veðri heldur en í einhverjum 35 gráðum. Ég er búin að vera hérna í allt sumar þannig að ég er orðin vön,“ sagði Alexandra í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Þetta leggst bara ótrúlega vel í mig. Við þurfum þrjú stig út úr þessum leikjum og við ætlum ekkert annað en að ná í þau á föstudaginn,“ sagði Alexandra. Fyrri leikurinn í þessum glugga er á móti sterku liði Þýskalands sem er þegar búið að vinna riðilinn og tryggja sér sæti á EM. Hafa íslensku stelpurnar trú á því að þær geti náð í þrjú stig á móti þeim? Klippa: „Ég trúi ekki öðru en að stelpurnar á Símamótinu mæti“ „Já ekki spurning. Við förum inn í alla leiki til að ná í þrjú stig og höfum trú á því í öllum leikjum. Það er smá kalt og smá vindur. Þær koma úr einhverjum 27 gráðum í þetta og það nýtist okkur bara vel,“ sagði Alexandra. Vinna þær í einvígum Hvað þurfa íslensku stelpurnar að gera vel til að þess að vinna Þjóðverjana? „Við þurfum fyrst og fremst að vinna þær í einvígum. Þær eru ótrúlega sterkar í öllum einvígum og verjast fyrirgjöfum vel. Þær eru að skora mörk úr fyrirgjöfum en kannski minna úr opnum leik,“ sagði Alexandra. Gott að fara inn í tímabil þannig Hún fór alla leið í bikarúrslitaleik með Fiorentina en tapaði í vítakeppni. „Það var ekki alveg endirinn á tímabilinu sem maður vildi en samt sem áður ekkert slæmt tímabil. Það væri voðalega sætt að byrja næsta tímabil á því að vinna Þýskaland. Það væri gott að fara inn í tímabil þannig,“ sagði Alexandra. Hvaða mætingu vill Alexandra sjá á Laugardalsvöllinn á morgun. „Ég vil sjá fullan völl en það væri gaman að fylla aðra stúkuna. Ég trúi ekki öðru en að stelpurnar á Símamótinu mæti og eigi eftir að hvetja okkur,“ sagði Alexandra. Það má sjá viðtalið hér fyrir ofan. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Íslensku stelpurnar gert tryggt sér EM-sætið með sigri á Þjóðverjum á Laugardalsvellinum á morgun en þær fá líka möguleika á því á móti Pólverjum nokkrum dögum síðar. Alexandra er vön því að spila í allt öðrum aðstæðum á Ítalíu en kvartar ekki mikið yfir íslenska veðrinu. Miklu betra að spila í svona veðri „Þetta er bara geggjað. Mér finnst miklu betra að spila í svona veðri heldur en í einhverjum 35 gráðum. Ég er búin að vera hérna í allt sumar þannig að ég er orðin vön,“ sagði Alexandra í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Þetta leggst bara ótrúlega vel í mig. Við þurfum þrjú stig út úr þessum leikjum og við ætlum ekkert annað en að ná í þau á föstudaginn,“ sagði Alexandra. Fyrri leikurinn í þessum glugga er á móti sterku liði Þýskalands sem er þegar búið að vinna riðilinn og tryggja sér sæti á EM. Hafa íslensku stelpurnar trú á því að þær geti náð í þrjú stig á móti þeim? Klippa: „Ég trúi ekki öðru en að stelpurnar á Símamótinu mæti“ „Já ekki spurning. Við förum inn í alla leiki til að ná í þrjú stig og höfum trú á því í öllum leikjum. Það er smá kalt og smá vindur. Þær koma úr einhverjum 27 gráðum í þetta og það nýtist okkur bara vel,“ sagði Alexandra. Vinna þær í einvígum Hvað þurfa íslensku stelpurnar að gera vel til að þess að vinna Þjóðverjana? „Við þurfum fyrst og fremst að vinna þær í einvígum. Þær eru ótrúlega sterkar í öllum einvígum og verjast fyrirgjöfum vel. Þær eru að skora mörk úr fyrirgjöfum en kannski minna úr opnum leik,“ sagði Alexandra. Gott að fara inn í tímabil þannig Hún fór alla leið í bikarúrslitaleik með Fiorentina en tapaði í vítakeppni. „Það var ekki alveg endirinn á tímabilinu sem maður vildi en samt sem áður ekkert slæmt tímabil. Það væri voðalega sætt að byrja næsta tímabil á því að vinna Þýskaland. Það væri gott að fara inn í tímabil þannig,“ sagði Alexandra. Hvaða mætingu vill Alexandra sjá á Laugardalsvöllinn á morgun. „Ég vil sjá fullan völl en það væri gaman að fylla aðra stúkuna. Ég trúi ekki öðru en að stelpurnar á Símamótinu mæti og eigi eftir að hvetja okkur,“ sagði Alexandra. Það má sjá viðtalið hér fyrir ofan.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira