„Veit ekki hvað kom yfir mig“ Hjörtur Leó Guðjónsson og Árni Jóhannsson skrifa 4. júní 2024 22:30 Guðrún Arnardóttir átti frábæran sprett í fyrra marki Íslands. Vísir/Diego „Við ætluðum okkur að taka þennan sigur í dag og vera með yfirhöndina farandi inn í næsta verkefni,“ sagði Guðrún Arnardóttir eftir sigur 2-1 íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Austurríki í kvöld. „Okkur tókst það í dag og mér fannst við frekar sannfærandi. Mér fannst við vera með yfirhöndina, líka í fyrri hálfleik þegar við vorum á móti vindi. Auðvitað var stundum erfitt að spila út úr vörninni og kannski festumst við aðeins aftarlega á vellinum, en mér fannst við samt alltaf vera með yfirhöndina svona heilt yfir.“ Þá segir Guðrún það hafa verið mikilvægt að ná inn marki í fyrri hálfleik með vindinn í fangið, vitandi það að liðið gat sótt stífar í síðari hálfleik. „Algjörlega. Það er alltaf gott að skora og við viljum að sjálfsögðu skora sem mest. Það var gott að ná inn marki á móti vindinum, en það var líka smá blaut tuska að fá á okkur mark undir lok fyrri hálfleiks.“ „Við vorum samt með jákvæða tilfinningu farandi inn í hálfleikinn. Við vorum að gera vel og að skapa færi þannig við vorum ekkert hræddar við að fara inn í seinni hálfleikinn.“ Sjálf átti Guðrún stóran þátt í fyrra marki Íslands í kvöld. „Ég tók bara fyrstu snertinguna og þær hörfuðu þannig ég hélt bara áfram. Ég veit ekki hvað kom yfir mig. Þetta var einhver egósprettur sem allir eru jafn hissa á og ég. Ég er bara guðslifandi fegin að Hlín hafi klárað þetta svo fólk muni eftir þessu.“ Hlín Eiríksdóttir kemur Íslandi yfir.Vísir/Diego Þá segir hún hálfleiksræðu Þorsteins ekki hafa verið flókna. „Við töluðum bara um að fá enn meiri orku með því að fá vindinn í bakið og að við gætum nýtt okkur það. En að við þyrftum að sjálfsögðu að passa það að vindurinn tekur líka oft boltann sem er eitthvað sem við lentum stundum í. Við töluðum bara um að halda áfram og að reyna að finna svæðin fyrir framan vörnina eða fyrir aftan, eftir því hvað þær væru að bjóða okkur upp á. Mér fannst við gera það bara fínt.“ Að lokum segir Guðrún að leikmenn liðsins séu farnir að láta sér dreyma um sæti á EM í Sviss á næsta ári. „Að sjálfsögðu. Við vorum með þetta markmið að vera með yfirhöndina eftir þetta verkefni og að vera með þetta í okkar höndum. Við vonum að í næsta glugga verði hægt að henda „EM staðfest“ í fyrirsögnina,“ sagði Guðrún að lokum Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Sjá meira
„Okkur tókst það í dag og mér fannst við frekar sannfærandi. Mér fannst við vera með yfirhöndina, líka í fyrri hálfleik þegar við vorum á móti vindi. Auðvitað var stundum erfitt að spila út úr vörninni og kannski festumst við aðeins aftarlega á vellinum, en mér fannst við samt alltaf vera með yfirhöndina svona heilt yfir.“ Þá segir Guðrún það hafa verið mikilvægt að ná inn marki í fyrri hálfleik með vindinn í fangið, vitandi það að liðið gat sótt stífar í síðari hálfleik. „Algjörlega. Það er alltaf gott að skora og við viljum að sjálfsögðu skora sem mest. Það var gott að ná inn marki á móti vindinum, en það var líka smá blaut tuska að fá á okkur mark undir lok fyrri hálfleiks.“ „Við vorum samt með jákvæða tilfinningu farandi inn í hálfleikinn. Við vorum að gera vel og að skapa færi þannig við vorum ekkert hræddar við að fara inn í seinni hálfleikinn.“ Sjálf átti Guðrún stóran þátt í fyrra marki Íslands í kvöld. „Ég tók bara fyrstu snertinguna og þær hörfuðu þannig ég hélt bara áfram. Ég veit ekki hvað kom yfir mig. Þetta var einhver egósprettur sem allir eru jafn hissa á og ég. Ég er bara guðslifandi fegin að Hlín hafi klárað þetta svo fólk muni eftir þessu.“ Hlín Eiríksdóttir kemur Íslandi yfir.Vísir/Diego Þá segir hún hálfleiksræðu Þorsteins ekki hafa verið flókna. „Við töluðum bara um að fá enn meiri orku með því að fá vindinn í bakið og að við gætum nýtt okkur það. En að við þyrftum að sjálfsögðu að passa það að vindurinn tekur líka oft boltann sem er eitthvað sem við lentum stundum í. Við töluðum bara um að halda áfram og að reyna að finna svæðin fyrir framan vörnina eða fyrir aftan, eftir því hvað þær væru að bjóða okkur upp á. Mér fannst við gera það bara fínt.“ Að lokum segir Guðrún að leikmenn liðsins séu farnir að láta sér dreyma um sæti á EM í Sviss á næsta ári. „Að sjálfsögðu. Við vorum með þetta markmið að vera með yfirhöndina eftir þetta verkefni og að vera með þetta í okkar höndum. Við vonum að í næsta glugga verði hægt að henda „EM staðfest“ í fyrirsögnina,“ sagði Guðrún að lokum
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Sjá meira