Karólína: Hrikalega næs Árni Jóhannsson skrifar 4. júní 2024 22:41 Spyrnur Karólínu Leu eru gulls ígildi. Vísir/Diego Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var heldur betur áhrifavaldur í sigri Íslands á Austurríki fyrri í kvöld í undankeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu 2025. Hún lagði upp bæði mörkin í 2-1 sigri liðsins og voru spyrnur hennar mjög hættulegar allan leikinn. „Þetta var hrikalega næs, ef ég má sletta“, sagði Karólína þegar hún var spurð út í léttinn sem fylgdi því að heyra lokaflaut leiksins í kvöld. Hún hélt áfram: „Mikill léttir. Þetta var ekki fallegt í dag en mér fannst við eiga að vinna þennan leik. Veðrið bauð ekki upp á fallegan fótbolta en við skiluðum þessu vel frá okkur held ég.“ Ísland fékk mark á sig undir lok fyrri hálfleiks og Karólína var spurð út í karakterinn og hvernig henni fannst liðið bregðast við. „Þetta var svolítið erfitt með vindinn í fangið. Við vorum svolitlir klaufar að fá þetta mark á okkur sérstaklega þar sem við vorum í sókn á undan þessu augnabliki. Við sýndum samt góðan karakter að koma sterkar inn í seinni hálfleik, þær sköpuðu sér lítið í seinni hálfleik þannig að við sigldum þessu bara heim.“ Var eitthvað sem liðið gat gert betur að mati Karólínu? „Það er auðvitað alltaf eitthvað sem við getum gert betur. Aðstæður leiksins gerðu bara leikinn eins og hann var. Boltinn var mikið útaf og sendingarnar fóru að þeirra markmanni en við gerðum eins vel og við gátum.“ Eins og áður segir voru spyrnur Karólínu mjög hættulegar í dag en seinni stoðsendingin var úr hornspyrnu sem fann kollinn á Hildi Antonsdóttur listavel. Í upphafi seinni hálfleiks sendi Karólína þó tvær hornspyrnur í stöngina innanverða frá vinstra horninu. Var það þó ætlunin að skora úr þessum hornspyrnum? „Það var mín ætlun að koma þessu á markið. Spyrnurnar áttu hins vegar að fara inn“, sagði Karólína og skellti upp úr áður en hún hélt áfram. „Ég var búin að vera að æfa þetta aðeins í gær með aðstoðarþjálfaranum út af því að ég vissi að það myndi vera vindur á markið. Gekk ekki upp í dag en vindurinn kom þessu vel á markið.“ Geta Íslendingar farið að láta sig dreyma um Sviss á næsta ári? „Já auðvitað á maður sér draum. Við megum samt ekki fagna neinu, það eru enn tveir leikir eftir og við verðum að vera upp á okkar besta til að fá eitthvað úr því.“ Í næsta glugga er heimaleikur gegn Þýskalandi og útileikur gegn Póllandi á dagskrá. Hvaða möguleika sér Karólína í því verkefni. Ísland hefur unnið Pólland í þessari keppni og miði er möguleiki heima gegn Þýskalandi. „Við förum í alla leiki til að vinna. Það er okkar hugarfar og það skiptir ekki máli hverjum við erum að mæta. Við ætlum að vinna alla og það er okkar markmið. Það er stutt í markmiðið náist en við verðum að vera alveg 100% til að ná því.“ Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir „Veit ekki hvað kom yfir mig“ „Við ætluðum okkur að taka þennan sigur í dag og vera með yfirhöndina farandi inn í næsta verkefni,“ sagði Guðrún Arnardóttir eftir sigur 2-1 íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Austurríki í kvöld. 4. júní 2024 22:30 „Það er draumurinn og við ætlum okkur þangað“ „Mjög mikill léttir en á sama tíma fannst mér við vera að fara vinna þennan leik allan tímann,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður, eftir gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur Íslands á Austurríki í undankeppni EM kvenna í fótbolta sem fram fer í Sviss á næsta ári. 4. júní 2024 22:24 Einkunnir Íslands: Karólína Lea best meðal jafninga Ísland vann Austurríki 2-1 á Laugardalsvellinum í kvöld í 4. umferð undankeppni Evrópukeppninnar 2025. Leikurinn endaði 2-1 þar sem Hlín Eiríksdóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu mörkin en það var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem var potturinn og pannan í sóknarleik liðsins. Karólína var valinn maður leiksins. 4. júní 2024 21:35 Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 21:30 Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Sjá meira
„Þetta var hrikalega næs, ef ég má sletta“, sagði Karólína þegar hún var spurð út í léttinn sem fylgdi því að heyra lokaflaut leiksins í kvöld. Hún hélt áfram: „Mikill léttir. Þetta var ekki fallegt í dag en mér fannst við eiga að vinna þennan leik. Veðrið bauð ekki upp á fallegan fótbolta en við skiluðum þessu vel frá okkur held ég.“ Ísland fékk mark á sig undir lok fyrri hálfleiks og Karólína var spurð út í karakterinn og hvernig henni fannst liðið bregðast við. „Þetta var svolítið erfitt með vindinn í fangið. Við vorum svolitlir klaufar að fá þetta mark á okkur sérstaklega þar sem við vorum í sókn á undan þessu augnabliki. Við sýndum samt góðan karakter að koma sterkar inn í seinni hálfleik, þær sköpuðu sér lítið í seinni hálfleik þannig að við sigldum þessu bara heim.“ Var eitthvað sem liðið gat gert betur að mati Karólínu? „Það er auðvitað alltaf eitthvað sem við getum gert betur. Aðstæður leiksins gerðu bara leikinn eins og hann var. Boltinn var mikið útaf og sendingarnar fóru að þeirra markmanni en við gerðum eins vel og við gátum.“ Eins og áður segir voru spyrnur Karólínu mjög hættulegar í dag en seinni stoðsendingin var úr hornspyrnu sem fann kollinn á Hildi Antonsdóttur listavel. Í upphafi seinni hálfleiks sendi Karólína þó tvær hornspyrnur í stöngina innanverða frá vinstra horninu. Var það þó ætlunin að skora úr þessum hornspyrnum? „Það var mín ætlun að koma þessu á markið. Spyrnurnar áttu hins vegar að fara inn“, sagði Karólína og skellti upp úr áður en hún hélt áfram. „Ég var búin að vera að æfa þetta aðeins í gær með aðstoðarþjálfaranum út af því að ég vissi að það myndi vera vindur á markið. Gekk ekki upp í dag en vindurinn kom þessu vel á markið.“ Geta Íslendingar farið að láta sig dreyma um Sviss á næsta ári? „Já auðvitað á maður sér draum. Við megum samt ekki fagna neinu, það eru enn tveir leikir eftir og við verðum að vera upp á okkar besta til að fá eitthvað úr því.“ Í næsta glugga er heimaleikur gegn Þýskalandi og útileikur gegn Póllandi á dagskrá. Hvaða möguleika sér Karólína í því verkefni. Ísland hefur unnið Pólland í þessari keppni og miði er möguleiki heima gegn Þýskalandi. „Við förum í alla leiki til að vinna. Það er okkar hugarfar og það skiptir ekki máli hverjum við erum að mæta. Við ætlum að vinna alla og það er okkar markmið. Það er stutt í markmiðið náist en við verðum að vera alveg 100% til að ná því.“
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir „Veit ekki hvað kom yfir mig“ „Við ætluðum okkur að taka þennan sigur í dag og vera með yfirhöndina farandi inn í næsta verkefni,“ sagði Guðrún Arnardóttir eftir sigur 2-1 íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Austurríki í kvöld. 4. júní 2024 22:30 „Það er draumurinn og við ætlum okkur þangað“ „Mjög mikill léttir en á sama tíma fannst mér við vera að fara vinna þennan leik allan tímann,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður, eftir gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur Íslands á Austurríki í undankeppni EM kvenna í fótbolta sem fram fer í Sviss á næsta ári. 4. júní 2024 22:24 Einkunnir Íslands: Karólína Lea best meðal jafninga Ísland vann Austurríki 2-1 á Laugardalsvellinum í kvöld í 4. umferð undankeppni Evrópukeppninnar 2025. Leikurinn endaði 2-1 þar sem Hlín Eiríksdóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu mörkin en það var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem var potturinn og pannan í sóknarleik liðsins. Karólína var valinn maður leiksins. 4. júní 2024 21:35 Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 21:30 Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Sjá meira
„Veit ekki hvað kom yfir mig“ „Við ætluðum okkur að taka þennan sigur í dag og vera með yfirhöndina farandi inn í næsta verkefni,“ sagði Guðrún Arnardóttir eftir sigur 2-1 íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Austurríki í kvöld. 4. júní 2024 22:30
„Það er draumurinn og við ætlum okkur þangað“ „Mjög mikill léttir en á sama tíma fannst mér við vera að fara vinna þennan leik allan tímann,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður, eftir gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur Íslands á Austurríki í undankeppni EM kvenna í fótbolta sem fram fer í Sviss á næsta ári. 4. júní 2024 22:24
Einkunnir Íslands: Karólína Lea best meðal jafninga Ísland vann Austurríki 2-1 á Laugardalsvellinum í kvöld í 4. umferð undankeppni Evrópukeppninnar 2025. Leikurinn endaði 2-1 þar sem Hlín Eiríksdóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu mörkin en það var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem var potturinn og pannan í sóknarleik liðsins. Karólína var valinn maður leiksins. 4. júní 2024 21:35
Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 21:30