Hetjan Hildur fámál um framtíðina Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2024 16:31 Hildur Antonsdóttir gæti verið á leiðinni á sitt fyrsta stórmót næsta sumar, EM í Sviss, ef allt gengur að óskum. Vísir/Bjarni Hildur Antonsdóttir var hetja íslenska landsliðsins í sigrinum dýrmæta gegn Austurríki í síðasta mánuði, þegar hún skoraði sigurmarkið í sínum sextánda landsleik. Núna er stefnan sett á að ljúka dæminu og landa EM-sæti. Hildur er hins vegar einnig í leit að nýjum vinnuveitanda, eftir að hafa sagt skilið við hollenska félagið Fortuna Sittard. Þar hefur hún spilað síðustu tvö ár, eftir að hafa kvatt Breiðablik, við góðan orðstír. Hildur vill sem minnst segja um hvað nú tekur við: „Ég er aðallega núna að fókusa á landsliðið og síðan skoða ég þetta eftir þennan glugga. Mig langar að taka skref upp á við. Ég var í hollensku deildinni sem er bara góð deild, sterk deild, en ég er alveg tilbúin að taka næsta skref,“ segir Hildur. Klippa: Hildur klár í slag við sumar af þeim bestu í heimi Hún er ein af nokkrum leikmönnum landsliðsins sem spila í vetrardeildum, sem hafa verið að æfa saman síðustu tvær vikur. Núna er allur hópurinn kominn saman og klár í leik við Þýskaland á Laugardalsvelli á föstudag. Með sigri tryggir Ísland sér endanlega sæti á EM, þó að liðið eigi einnig inni útileik við Pólland. „Við förum í þennan leik til að sækja þessi mikilvægu þrjú stig. Maður fer ekkert í fótboltaleiki til að gera jafntefli eða tapa. Við förum „full force“ í þennan leik,“ segir Hildur en ljóst er að við ramman reip verður að draga gegn stjörnum prýddu liði Þýskalands. Hildur var einmitt á miðjunni gegn Þjóðverjum ytra í apríl, í 3-1 tapi. Fæst ekki alltaf tækifæri til að sjá þær bestu í heimi „Fyrstu þrjátíu mínúturnar í leiknum vorum við alveg að ógna fyrir aftan þær. Við sátum heilmikið í leiknum en á móti þessu þýska landsliði, sem er með ótrúlega góða sókn, þá þurfum við að vera þéttar. Aftur á móti eigum við að geta fundið möguleika fyrir aftan þær þegar þær gleyma sér í sóknarleiknum,“ segir Hildur. Hún hvetur fólk til að fjölmenna á völlinn á föstudag: „Það hjálpar ótrúlega mikið að hafa marga áhorfendur, og það gefur okkur extra styrk. Það væri því geggjað að sjá sem flesta á vellinum. Ég held að það eigi nú að vera allt í lagi veður miðað við Ísland. Við getum tryggt okkur sæti á EM og svo eru góðar fótboltakonur að koma hingað í þýska landsliðinu. Þú færð ekkert alltaf tækifæri til að sjá bestu knattspyrnukonur í heimi spila.“ Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 21:30 Tryggði Íslandi sigurinn mikilvæga en nú í leit að nýju félagi Hildur Antonsdóttir tryggði íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Austurríki í undankeppni EM 2025 á þriðjudag. Hildur spilaði með hollenska liðinu Fortuna Sittard á nýafstaðinni leiktíð en er í leit að nýju félagi í sumar. 5. júní 2024 22:01 Myndasyrpa frá sigrinum mikilvæga á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 23:31 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Sjá meira
Hildur er hins vegar einnig í leit að nýjum vinnuveitanda, eftir að hafa sagt skilið við hollenska félagið Fortuna Sittard. Þar hefur hún spilað síðustu tvö ár, eftir að hafa kvatt Breiðablik, við góðan orðstír. Hildur vill sem minnst segja um hvað nú tekur við: „Ég er aðallega núna að fókusa á landsliðið og síðan skoða ég þetta eftir þennan glugga. Mig langar að taka skref upp á við. Ég var í hollensku deildinni sem er bara góð deild, sterk deild, en ég er alveg tilbúin að taka næsta skref,“ segir Hildur. Klippa: Hildur klár í slag við sumar af þeim bestu í heimi Hún er ein af nokkrum leikmönnum landsliðsins sem spila í vetrardeildum, sem hafa verið að æfa saman síðustu tvær vikur. Núna er allur hópurinn kominn saman og klár í leik við Þýskaland á Laugardalsvelli á föstudag. Með sigri tryggir Ísland sér endanlega sæti á EM, þó að liðið eigi einnig inni útileik við Pólland. „Við förum í þennan leik til að sækja þessi mikilvægu þrjú stig. Maður fer ekkert í fótboltaleiki til að gera jafntefli eða tapa. Við förum „full force“ í þennan leik,“ segir Hildur en ljóst er að við ramman reip verður að draga gegn stjörnum prýddu liði Þýskalands. Hildur var einmitt á miðjunni gegn Þjóðverjum ytra í apríl, í 3-1 tapi. Fæst ekki alltaf tækifæri til að sjá þær bestu í heimi „Fyrstu þrjátíu mínúturnar í leiknum vorum við alveg að ógna fyrir aftan þær. Við sátum heilmikið í leiknum en á móti þessu þýska landsliði, sem er með ótrúlega góða sókn, þá þurfum við að vera þéttar. Aftur á móti eigum við að geta fundið möguleika fyrir aftan þær þegar þær gleyma sér í sóknarleiknum,“ segir Hildur. Hún hvetur fólk til að fjölmenna á völlinn á föstudag: „Það hjálpar ótrúlega mikið að hafa marga áhorfendur, og það gefur okkur extra styrk. Það væri því geggjað að sjá sem flesta á vellinum. Ég held að það eigi nú að vera allt í lagi veður miðað við Ísland. Við getum tryggt okkur sæti á EM og svo eru góðar fótboltakonur að koma hingað í þýska landsliðinu. Þú færð ekkert alltaf tækifæri til að sjá bestu knattspyrnukonur í heimi spila.“
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 21:30 Tryggði Íslandi sigurinn mikilvæga en nú í leit að nýju félagi Hildur Antonsdóttir tryggði íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Austurríki í undankeppni EM 2025 á þriðjudag. Hildur spilaði með hollenska liðinu Fortuna Sittard á nýafstaðinni leiktíð en er í leit að nýju félagi í sumar. 5. júní 2024 22:01 Myndasyrpa frá sigrinum mikilvæga á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 23:31 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Sjá meira
Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 21:30
Tryggði Íslandi sigurinn mikilvæga en nú í leit að nýju félagi Hildur Antonsdóttir tryggði íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Austurríki í undankeppni EM 2025 á þriðjudag. Hildur spilaði með hollenska liðinu Fortuna Sittard á nýafstaðinni leiktíð en er í leit að nýju félagi í sumar. 5. júní 2024 22:01
Myndasyrpa frá sigrinum mikilvæga á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 23:31