Hetjan Hildur fámál um framtíðina Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2024 16:31 Hildur Antonsdóttir gæti verið á leiðinni á sitt fyrsta stórmót næsta sumar, EM í Sviss, ef allt gengur að óskum. Vísir/Bjarni Hildur Antonsdóttir var hetja íslenska landsliðsins í sigrinum dýrmæta gegn Austurríki í síðasta mánuði, þegar hún skoraði sigurmarkið í sínum sextánda landsleik. Núna er stefnan sett á að ljúka dæminu og landa EM-sæti. Hildur er hins vegar einnig í leit að nýjum vinnuveitanda, eftir að hafa sagt skilið við hollenska félagið Fortuna Sittard. Þar hefur hún spilað síðustu tvö ár, eftir að hafa kvatt Breiðablik, við góðan orðstír. Hildur vill sem minnst segja um hvað nú tekur við: „Ég er aðallega núna að fókusa á landsliðið og síðan skoða ég þetta eftir þennan glugga. Mig langar að taka skref upp á við. Ég var í hollensku deildinni sem er bara góð deild, sterk deild, en ég er alveg tilbúin að taka næsta skref,“ segir Hildur. Klippa: Hildur klár í slag við sumar af þeim bestu í heimi Hún er ein af nokkrum leikmönnum landsliðsins sem spila í vetrardeildum, sem hafa verið að æfa saman síðustu tvær vikur. Núna er allur hópurinn kominn saman og klár í leik við Þýskaland á Laugardalsvelli á föstudag. Með sigri tryggir Ísland sér endanlega sæti á EM, þó að liðið eigi einnig inni útileik við Pólland. „Við förum í þennan leik til að sækja þessi mikilvægu þrjú stig. Maður fer ekkert í fótboltaleiki til að gera jafntefli eða tapa. Við förum „full force“ í þennan leik,“ segir Hildur en ljóst er að við ramman reip verður að draga gegn stjörnum prýddu liði Þýskalands. Hildur var einmitt á miðjunni gegn Þjóðverjum ytra í apríl, í 3-1 tapi. Fæst ekki alltaf tækifæri til að sjá þær bestu í heimi „Fyrstu þrjátíu mínúturnar í leiknum vorum við alveg að ógna fyrir aftan þær. Við sátum heilmikið í leiknum en á móti þessu þýska landsliði, sem er með ótrúlega góða sókn, þá þurfum við að vera þéttar. Aftur á móti eigum við að geta fundið möguleika fyrir aftan þær þegar þær gleyma sér í sóknarleiknum,“ segir Hildur. Hún hvetur fólk til að fjölmenna á völlinn á föstudag: „Það hjálpar ótrúlega mikið að hafa marga áhorfendur, og það gefur okkur extra styrk. Það væri því geggjað að sjá sem flesta á vellinum. Ég held að það eigi nú að vera allt í lagi veður miðað við Ísland. Við getum tryggt okkur sæti á EM og svo eru góðar fótboltakonur að koma hingað í þýska landsliðinu. Þú færð ekkert alltaf tækifæri til að sjá bestu knattspyrnukonur í heimi spila.“ Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 21:30 Tryggði Íslandi sigurinn mikilvæga en nú í leit að nýju félagi Hildur Antonsdóttir tryggði íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Austurríki í undankeppni EM 2025 á þriðjudag. Hildur spilaði með hollenska liðinu Fortuna Sittard á nýafstaðinni leiktíð en er í leit að nýju félagi í sumar. 5. júní 2024 22:01 Myndasyrpa frá sigrinum mikilvæga á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 23:31 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Sjá meira
Hildur er hins vegar einnig í leit að nýjum vinnuveitanda, eftir að hafa sagt skilið við hollenska félagið Fortuna Sittard. Þar hefur hún spilað síðustu tvö ár, eftir að hafa kvatt Breiðablik, við góðan orðstír. Hildur vill sem minnst segja um hvað nú tekur við: „Ég er aðallega núna að fókusa á landsliðið og síðan skoða ég þetta eftir þennan glugga. Mig langar að taka skref upp á við. Ég var í hollensku deildinni sem er bara góð deild, sterk deild, en ég er alveg tilbúin að taka næsta skref,“ segir Hildur. Klippa: Hildur klár í slag við sumar af þeim bestu í heimi Hún er ein af nokkrum leikmönnum landsliðsins sem spila í vetrardeildum, sem hafa verið að æfa saman síðustu tvær vikur. Núna er allur hópurinn kominn saman og klár í leik við Þýskaland á Laugardalsvelli á föstudag. Með sigri tryggir Ísland sér endanlega sæti á EM, þó að liðið eigi einnig inni útileik við Pólland. „Við förum í þennan leik til að sækja þessi mikilvægu þrjú stig. Maður fer ekkert í fótboltaleiki til að gera jafntefli eða tapa. Við förum „full force“ í þennan leik,“ segir Hildur en ljóst er að við ramman reip verður að draga gegn stjörnum prýddu liði Þýskalands. Hildur var einmitt á miðjunni gegn Þjóðverjum ytra í apríl, í 3-1 tapi. Fæst ekki alltaf tækifæri til að sjá þær bestu í heimi „Fyrstu þrjátíu mínúturnar í leiknum vorum við alveg að ógna fyrir aftan þær. Við sátum heilmikið í leiknum en á móti þessu þýska landsliði, sem er með ótrúlega góða sókn, þá þurfum við að vera þéttar. Aftur á móti eigum við að geta fundið möguleika fyrir aftan þær þegar þær gleyma sér í sóknarleiknum,“ segir Hildur. Hún hvetur fólk til að fjölmenna á völlinn á föstudag: „Það hjálpar ótrúlega mikið að hafa marga áhorfendur, og það gefur okkur extra styrk. Það væri því geggjað að sjá sem flesta á vellinum. Ég held að það eigi nú að vera allt í lagi veður miðað við Ísland. Við getum tryggt okkur sæti á EM og svo eru góðar fótboltakonur að koma hingað í þýska landsliðinu. Þú færð ekkert alltaf tækifæri til að sjá bestu knattspyrnukonur í heimi spila.“
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 21:30 Tryggði Íslandi sigurinn mikilvæga en nú í leit að nýju félagi Hildur Antonsdóttir tryggði íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Austurríki í undankeppni EM 2025 á þriðjudag. Hildur spilaði með hollenska liðinu Fortuna Sittard á nýafstaðinni leiktíð en er í leit að nýju félagi í sumar. 5. júní 2024 22:01 Myndasyrpa frá sigrinum mikilvæga á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 23:31 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Sjá meira
Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 21:30
Tryggði Íslandi sigurinn mikilvæga en nú í leit að nýju félagi Hildur Antonsdóttir tryggði íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Austurríki í undankeppni EM 2025 á þriðjudag. Hildur spilaði með hollenska liðinu Fortuna Sittard á nýafstaðinni leiktíð en er í leit að nýju félagi í sumar. 5. júní 2024 22:01
Myndasyrpa frá sigrinum mikilvæga á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 23:31