Fótbolti á Norðurlöndum Ragnar búinn að semja við FCK Varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson verður í dag kynntur sem nýr leikmaður FC Kaupmannahafnar en hann hefur þegar skrifað undir samning við félagið, samkvæmt heimildum Vísis. Fótbolti 30.5.2011 11:08 Pálmi Rafn með tvö mörk og Veigar Páll með eitt í sigri Stabæk Pálmi Rafn Pálmarson skoraði tvö mörk og Veigar Páll Gunnarsson var með eitt þegar Stabæk vann 4-2 útisigur á Start í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Stabæk fór upp í annað sæti deildarinnar með þessum sigri. Fótbolti 29.5.2011 17:58 Sara Björk og Margrét Lára skoruðu báðar Sara Björk Gunnarsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir voru báðar á skotskónum í sænska kvennaboltanum í dag en úrslit leikja þeirra voru þó gerólík. Sara Björk og félagar í LdB FC Malmö unnu 5-0 stórsigur á Dalsjöfor en Margrét Lára og félagar í Kristianstad töpuðu 1-3 fyrir Umeå. Fótbolti 29.5.2011 15:04 Sandra hélt hreinu í öruggum sigri Jitex Sandra Sigurðardóttir og félagar hennar í Jitex unnu 3-0 sigur á Piteå í sænsku kvennadeildinni í fótbolta í dag en liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn. Fótbolti 29.5.2011 14:06 Björn Bergmann skoraði tvö mörk fyrir Lilleström Björn Bergmann Sigurðarson var á skotskónum með Lilleström í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Björn Bergmann skoraði þá tvö mörk í 4-2 útisigri á Sarpsborg 08. Fótbolti 28.5.2011 16:18 Hallgrímur lék allan leikinn með GAIS Varnarmaðurinn Hallgrímur Jónasson lék allan leikinn fyrir lið sitt, GAIS, er það vann 1-0 sigur á Häcken í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Fótbolti 26.5.2011 21:02 Jesper Gronkjær leikur síðasta leikinn á ferlinum á sunnudaginn Jesper Gronkjær ætlar að leggja skóna á hilluna eftir lokaleik tímabilsins á sunnudaginn en þessi 33 ára leikmaður vill hætta á toppnum. Gronkjær var danskur meistari með Sölva Geir Ottesen hjá FC Kaupmannahöfn á þessu tímabili en FCK vann yfirburðarsigur í dönsku deildinni og komst í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Fótbolti 26.5.2011 10:03 Eyjólfur skoraði fyrir SönderjyskE Eyjólfur Héðinsson skoraði síðara mark SönderjyskE sem vann 2-1 sigur á Álaborg á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Fótbolti 25.5.2011 19:57 Steinþór búinn að fiska sex víti í átta leikjum Sandnes Steinþór Freyr Þorsteinsson, fyrrum Stjörnumaður, hefur byrjað vel með norska b-deildarliðinu Sandnes Ulf en hann segist í viðtalið við fótbolta.net vera búinn að fiska sex vítaspyrnur í fyrtsa átta deildar- og bikarleikjum sínum með félaginu. Fótbolti 25.5.2011 09:23 Jónas Guðni fór meiddur af velli Jónas Guðni Sævarsson þurfti að fara meiddur af velli snemma leiks þegar að lið hans, Halmstad, tapaði fyrir Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Fótbolti 23.5.2011 20:20 Edda skoraði í sigri Örebro Landsliðskonan Edda Garðarsdóttir skoraði annað marka sænska liðsins Örebro sem vann góðan sigur á Hammarby, 2-1, í sænska boltanum í dag. Fótbolti 21.5.2011 16:15 Verkfall í Noregi Fjöldi knattspyrnumanna í norsku úrvalsdeildinni er farinn í verkfall eftir að ekki tókst að ná samningum milli leikmannasamtakanna og félaganna í deildinni. Fótbolti 20.5.2011 11:39 Eyjólfur tryggði SönderjyskE mikilvæg þrjú stig Eyjólfur Héðinsson skoraði sigurmark SönderjyskE í kvöld þegar liðið vann mikilvægan 2-1 sigur á botnliði Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Fótbolti 19.5.2011 20:03 Pálmi Rafn tryggði Stabæk sigur eftir sendingu frá Veigari Páli Góð samvinna Íslendinganna Pálma Rafns Pálmasonar og Veigars Páls Gunnarssonar tryggðu Stabæk 3-2 útisigur á Odd Grenland í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Pálmi Rafn skoraði sigurmarkið á 89. mínútu eftir sendingu frá Veigari Páli. Fótbolti 19.5.2011 19:13 Davíð skoraði fyrir Öster Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði sænska B-deildarfélagsins Öster, skoraði eitt marka sinna manna í 3-1 sigri á Brage í dag. Fótbolti 15.5.2011 18:10 Þrjú íslensk mörk í Íslendingaslag í Svíþjóð Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði bæði mörk Norrköping sem gerði 2-2 jafntefli við IFK Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Ragnar Sigurðsson skoraði jöfnunarmark Gautaborgar í leiknum. Fótbolti 15.5.2011 16:46 Fyrsti sigur Halmstad Jónas Guðni Sævarsson og félagar hans í Halmstad unnu í dag sinn fyrsta leik í sænsku úrvalsdeildinni en leikið var víða í Evrópu í dag. Fótbolti 14.5.2011 16:56 Malmö vann í Íslendingaslag Þóra B. Helgadóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir höfðu betur gegn þremur löndum sínum í Djurgarden í sænska fótboltanum í kvöld. Fótbolti 12.5.2011 19:59 Margrét Lára tryggði Kristianstad sigur og toppsætið Margrét Lára Viðarsdóttir heldur áfram að skora fyrir Kristianstad í sænsku kvennadeildinni í fótbolta en hún skoraði í dag eina mark leiksins í 1-0 sigri Kristianstad á Tyresö. Með þessum sigri komst Kristianstad-liðið í toppsætið á betri markatölu en Umeå og LdB FC Malmö. Malmö á leik inni seinna í kvöld. Fótbolti 12.5.2011 18:23 Veigar Páll með tvö mörk í 4-3 útisigri hjá Stabæk Veigar Páll Gunnarsson tryggði Stabæk 4-3 útisigur á Haugesund í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta dag þegar hann skoraði sigurmark Stabæk-liðsins sjö mínútum fyrir leikslok. Fótbolti 8.5.2011 18:17 Fjórði sigurinn í röð hjá Þóru og Söru í Malmö Þóra Björg Helgadóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar þeirra í LdB FC Malmö eru aftur komnar á toppinn í sænsku kvennadeildinni eftir 2-1 útisigur á Tyresö í toppslag í deildinni í dag. Fótbolti 8.5.2011 17:08 Margrét Lára tryggði Kristianstad jafntefli í lokin Margrét Lára Viðarsdóttir tryggði Kristianstad 1-1 jafntefli á útivelli á móti Örebro í sænsku kvennadeildinni í dag og hefur þar með skorað fimm mörk í fyrstu fimm umferðunum á leiktíðinni. Fótbolti 7.5.2011 14:56 Allar með í 90 mínútur í sigri Djurgården Guðbjörg Gunnarsdóttir, Katrín Jónsdóttir og Dóra María Lárusdóttir spiluðu allan leikinn með Djurgården þegar liðið vann 1-0 heimasigur á Hammarby IF í sænsku kvennadeildinni í dag. Fótbolti 7.5.2011 13:56 Einn eitt jafnteflið hjá Lilleström Lilleström gerði í kvöld sitt þriðja jafntefli í síðustu fjórum leikjum í norsku úrvalsdeildinni, í þetta sinn gegn Fredrikstad, 1-1. Fótbolti 6.5.2011 20:02 Malmö aftur á toppinn Malmö vann í kvöld 3-1 sigur á Linköping í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og endurheimti um leið toppsæti deildarinnar. Fótbolti 3.5.2011 19:29 Margrét Lára bæði markahæst og stoðsendingahæst Margrét Lára Viðarsdóttir hefur byrjað tímabilið frábærlega með Kristianstad í sænska kvennafótboltanum. Margrét Lára átti þátt í öllum þremur mörkum Kristianstad í 3-1 útisigri á Piteå í gær og hefur nú komið með beinum hætti að sex af níu mörkum síns liðs í fyrstu fjórum umferðunum. Fótbolti 2.5.2011 11:06 Edda flutt nefbrotin á sjúkrahús í sigrinum á Umeå í gær Edda Garðarsdóttir lenti í slæmu samstuði við samherja á lokamínútunum í 1-0 sigri á Umeå í sænska kvennaboltanum í gær en lið hennar Örebro vann þá bæði fyrsta leik sinn á tímabilinu um leið og það varð fyrsta liðið til þess að vinna lið Umeå á tímabilinu. Fótbolti 2.5.2011 11:03 Dóra María opnaði markareikninginn sinn hjá Djurgården Djurgården vann sannfærandi 4-1 sigur á botnliði Dalsjöfors í sænsku kvennadeildinni í fótbolta í dag en þrír íslenskir leikmenn spila með Djurgården-liðinu. Dóra María Lárusdóttir skoraði fyrsta markið og lagði upp það síðasta. Fótbolti 29.4.2011 19:25 Þjálfari Randers kýldi sjónvarpsfréttamann Allt er á öðrum endanum í danska fótboltanum eftir að Ove Christenson, þjálfari Randers, lamdi sjónvarpsfréttamann í öxlina. Fótbolti 25.4.2011 23:32 Veigar Páll og Ondo skoruðu fyrir Stabæk Veigar Páll Gunnarsson kom félögum sínum í Stabæk á bragðið í dag með marki úr vítaspyrnu á 25. mínútu í 3-1 sigri liðsins gegn Fredrikstad. Gilles Mbang Ondo, sem lék með Grindavík í Pepsi-deildinni, skoraði þriðja mark Stabæk og lagði einnig upp annað markið sem Alain Junior Ollé Ollé skoraði. Fótbolti 25.4.2011 17:47 « ‹ 83 84 85 86 87 88 89 90 91 … 118 ›
Ragnar búinn að semja við FCK Varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson verður í dag kynntur sem nýr leikmaður FC Kaupmannahafnar en hann hefur þegar skrifað undir samning við félagið, samkvæmt heimildum Vísis. Fótbolti 30.5.2011 11:08
Pálmi Rafn með tvö mörk og Veigar Páll með eitt í sigri Stabæk Pálmi Rafn Pálmarson skoraði tvö mörk og Veigar Páll Gunnarsson var með eitt þegar Stabæk vann 4-2 útisigur á Start í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Stabæk fór upp í annað sæti deildarinnar með þessum sigri. Fótbolti 29.5.2011 17:58
Sara Björk og Margrét Lára skoruðu báðar Sara Björk Gunnarsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir voru báðar á skotskónum í sænska kvennaboltanum í dag en úrslit leikja þeirra voru þó gerólík. Sara Björk og félagar í LdB FC Malmö unnu 5-0 stórsigur á Dalsjöfor en Margrét Lára og félagar í Kristianstad töpuðu 1-3 fyrir Umeå. Fótbolti 29.5.2011 15:04
Sandra hélt hreinu í öruggum sigri Jitex Sandra Sigurðardóttir og félagar hennar í Jitex unnu 3-0 sigur á Piteå í sænsku kvennadeildinni í fótbolta í dag en liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn. Fótbolti 29.5.2011 14:06
Björn Bergmann skoraði tvö mörk fyrir Lilleström Björn Bergmann Sigurðarson var á skotskónum með Lilleström í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Björn Bergmann skoraði þá tvö mörk í 4-2 útisigri á Sarpsborg 08. Fótbolti 28.5.2011 16:18
Hallgrímur lék allan leikinn með GAIS Varnarmaðurinn Hallgrímur Jónasson lék allan leikinn fyrir lið sitt, GAIS, er það vann 1-0 sigur á Häcken í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Fótbolti 26.5.2011 21:02
Jesper Gronkjær leikur síðasta leikinn á ferlinum á sunnudaginn Jesper Gronkjær ætlar að leggja skóna á hilluna eftir lokaleik tímabilsins á sunnudaginn en þessi 33 ára leikmaður vill hætta á toppnum. Gronkjær var danskur meistari með Sölva Geir Ottesen hjá FC Kaupmannahöfn á þessu tímabili en FCK vann yfirburðarsigur í dönsku deildinni og komst í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Fótbolti 26.5.2011 10:03
Eyjólfur skoraði fyrir SönderjyskE Eyjólfur Héðinsson skoraði síðara mark SönderjyskE sem vann 2-1 sigur á Álaborg á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Fótbolti 25.5.2011 19:57
Steinþór búinn að fiska sex víti í átta leikjum Sandnes Steinþór Freyr Þorsteinsson, fyrrum Stjörnumaður, hefur byrjað vel með norska b-deildarliðinu Sandnes Ulf en hann segist í viðtalið við fótbolta.net vera búinn að fiska sex vítaspyrnur í fyrtsa átta deildar- og bikarleikjum sínum með félaginu. Fótbolti 25.5.2011 09:23
Jónas Guðni fór meiddur af velli Jónas Guðni Sævarsson þurfti að fara meiddur af velli snemma leiks þegar að lið hans, Halmstad, tapaði fyrir Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Fótbolti 23.5.2011 20:20
Edda skoraði í sigri Örebro Landsliðskonan Edda Garðarsdóttir skoraði annað marka sænska liðsins Örebro sem vann góðan sigur á Hammarby, 2-1, í sænska boltanum í dag. Fótbolti 21.5.2011 16:15
Verkfall í Noregi Fjöldi knattspyrnumanna í norsku úrvalsdeildinni er farinn í verkfall eftir að ekki tókst að ná samningum milli leikmannasamtakanna og félaganna í deildinni. Fótbolti 20.5.2011 11:39
Eyjólfur tryggði SönderjyskE mikilvæg þrjú stig Eyjólfur Héðinsson skoraði sigurmark SönderjyskE í kvöld þegar liðið vann mikilvægan 2-1 sigur á botnliði Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Fótbolti 19.5.2011 20:03
Pálmi Rafn tryggði Stabæk sigur eftir sendingu frá Veigari Páli Góð samvinna Íslendinganna Pálma Rafns Pálmasonar og Veigars Páls Gunnarssonar tryggðu Stabæk 3-2 útisigur á Odd Grenland í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Pálmi Rafn skoraði sigurmarkið á 89. mínútu eftir sendingu frá Veigari Páli. Fótbolti 19.5.2011 19:13
Davíð skoraði fyrir Öster Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði sænska B-deildarfélagsins Öster, skoraði eitt marka sinna manna í 3-1 sigri á Brage í dag. Fótbolti 15.5.2011 18:10
Þrjú íslensk mörk í Íslendingaslag í Svíþjóð Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði bæði mörk Norrköping sem gerði 2-2 jafntefli við IFK Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Ragnar Sigurðsson skoraði jöfnunarmark Gautaborgar í leiknum. Fótbolti 15.5.2011 16:46
Fyrsti sigur Halmstad Jónas Guðni Sævarsson og félagar hans í Halmstad unnu í dag sinn fyrsta leik í sænsku úrvalsdeildinni en leikið var víða í Evrópu í dag. Fótbolti 14.5.2011 16:56
Malmö vann í Íslendingaslag Þóra B. Helgadóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir höfðu betur gegn þremur löndum sínum í Djurgarden í sænska fótboltanum í kvöld. Fótbolti 12.5.2011 19:59
Margrét Lára tryggði Kristianstad sigur og toppsætið Margrét Lára Viðarsdóttir heldur áfram að skora fyrir Kristianstad í sænsku kvennadeildinni í fótbolta en hún skoraði í dag eina mark leiksins í 1-0 sigri Kristianstad á Tyresö. Með þessum sigri komst Kristianstad-liðið í toppsætið á betri markatölu en Umeå og LdB FC Malmö. Malmö á leik inni seinna í kvöld. Fótbolti 12.5.2011 18:23
Veigar Páll með tvö mörk í 4-3 útisigri hjá Stabæk Veigar Páll Gunnarsson tryggði Stabæk 4-3 útisigur á Haugesund í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta dag þegar hann skoraði sigurmark Stabæk-liðsins sjö mínútum fyrir leikslok. Fótbolti 8.5.2011 18:17
Fjórði sigurinn í röð hjá Þóru og Söru í Malmö Þóra Björg Helgadóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar þeirra í LdB FC Malmö eru aftur komnar á toppinn í sænsku kvennadeildinni eftir 2-1 útisigur á Tyresö í toppslag í deildinni í dag. Fótbolti 8.5.2011 17:08
Margrét Lára tryggði Kristianstad jafntefli í lokin Margrét Lára Viðarsdóttir tryggði Kristianstad 1-1 jafntefli á útivelli á móti Örebro í sænsku kvennadeildinni í dag og hefur þar með skorað fimm mörk í fyrstu fimm umferðunum á leiktíðinni. Fótbolti 7.5.2011 14:56
Allar með í 90 mínútur í sigri Djurgården Guðbjörg Gunnarsdóttir, Katrín Jónsdóttir og Dóra María Lárusdóttir spiluðu allan leikinn með Djurgården þegar liðið vann 1-0 heimasigur á Hammarby IF í sænsku kvennadeildinni í dag. Fótbolti 7.5.2011 13:56
Einn eitt jafnteflið hjá Lilleström Lilleström gerði í kvöld sitt þriðja jafntefli í síðustu fjórum leikjum í norsku úrvalsdeildinni, í þetta sinn gegn Fredrikstad, 1-1. Fótbolti 6.5.2011 20:02
Malmö aftur á toppinn Malmö vann í kvöld 3-1 sigur á Linköping í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og endurheimti um leið toppsæti deildarinnar. Fótbolti 3.5.2011 19:29
Margrét Lára bæði markahæst og stoðsendingahæst Margrét Lára Viðarsdóttir hefur byrjað tímabilið frábærlega með Kristianstad í sænska kvennafótboltanum. Margrét Lára átti þátt í öllum þremur mörkum Kristianstad í 3-1 útisigri á Piteå í gær og hefur nú komið með beinum hætti að sex af níu mörkum síns liðs í fyrstu fjórum umferðunum. Fótbolti 2.5.2011 11:06
Edda flutt nefbrotin á sjúkrahús í sigrinum á Umeå í gær Edda Garðarsdóttir lenti í slæmu samstuði við samherja á lokamínútunum í 1-0 sigri á Umeå í sænska kvennaboltanum í gær en lið hennar Örebro vann þá bæði fyrsta leik sinn á tímabilinu um leið og það varð fyrsta liðið til þess að vinna lið Umeå á tímabilinu. Fótbolti 2.5.2011 11:03
Dóra María opnaði markareikninginn sinn hjá Djurgården Djurgården vann sannfærandi 4-1 sigur á botnliði Dalsjöfors í sænsku kvennadeildinni í fótbolta í dag en þrír íslenskir leikmenn spila með Djurgården-liðinu. Dóra María Lárusdóttir skoraði fyrsta markið og lagði upp það síðasta. Fótbolti 29.4.2011 19:25
Þjálfari Randers kýldi sjónvarpsfréttamann Allt er á öðrum endanum í danska fótboltanum eftir að Ove Christenson, þjálfari Randers, lamdi sjónvarpsfréttamann í öxlina. Fótbolti 25.4.2011 23:32
Veigar Páll og Ondo skoruðu fyrir Stabæk Veigar Páll Gunnarsson kom félögum sínum í Stabæk á bragðið í dag með marki úr vítaspyrnu á 25. mínútu í 3-1 sigri liðsins gegn Fredrikstad. Gilles Mbang Ondo, sem lék með Grindavík í Pepsi-deildinni, skoraði þriðja mark Stabæk og lagði einnig upp annað markið sem Alain Junior Ollé Ollé skoraði. Fótbolti 25.4.2011 17:47
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent