Fótbolti

Jesper Gronkjær leikur síðasta leikinn á ferlinum á sunnudaginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jesper Gronkjær í leik með FCK á móti Chelsea í Meistaradeildinni.
Jesper Gronkjær í leik með FCK á móti Chelsea í Meistaradeildinni. Mynd/Nordic Photos/Getty
Jesper Gronkjær ætlar að leggja skóna á hilluna eftir lokaleik tímabilsins á sunnudaginn en þessi 33 ára leikmaður vill hætta á toppnum.

Gronkjær var danskur meistari með Sölva Geir Ottesen hjá FC Kaupmannahöfn á þessu tímabili en FCK vann yfirburðarsigur í dönsku deildinni og komst í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Gronkjær hefur leikið 106 leiki með FCK síðan að hann kom til liðsins árið 2006 en hann hafði þá leikið með Ajax, Chelsea, Birmingham, Atletico Madrid og Stuttgart á farsælum ferli. Hann lék líka 80 landsleiki fyrir Dani en Gronkjær kláraði landsleikjaferil sinn á HM í Suður-Afríku á síðasta ári.

Gronkjær var lykilmaður í frábæru gengi FCK í Meistaradeildinni á þessu tímabili en liðið varð þá fyrsta danska félagið sem kemst alla leið í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×