Morðið á Sir David Amess

Fréttamynd

Ákærður fyrir morðið á þingmanninum

Ali Harbi Ali, 25 ára gamall breti af sómölskum uppruna, hefur nú verið ákærður fyrir morðið á breska þingmanninum Sir David Amess í síðustu viku. Saksóknarar hafa gefið það út að þeir muni sækja málið á þeim grundvelli að um hryðjuverk hafi verið að ræða.

Erlent
Fréttamynd

Nafn­greina grunaðan morðingja þing­mannsins

Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska þingmanninn Sir David Amess í Essex á föstudag heitir Ali Harbi Ali og er 25 ára Breti af sómölskum uppruna, samkvæmt fréttum breskra fjölmiðla sem nafngreina hann í dag.

Erlent
Fréttamynd

Morð þingmannsins minni óþægilega mikið á morðið á Jo Cox

Stjórnmálafræðingur segir morðið á breska þingmanninum David Amess geta haft gífurleg, og alvarleg, áhrif á stjórnmál í Bretlandi og víðar. Lögregla í Lundúnum rannsakar nú morðið sem hryðjuverk en Amess var stunginn til bana á kjördæmisskrifstofu sinni í Essex í gær.

Erlent