Morðið aðför að lýðræðislega kjörnum fulltrúum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. október 2021 23:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikilvægt fyrir lýðræðið að stjórnmálamenn geti átt bein samskipti við fólk. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Forsætisráðherra segir morð á breskum þingmanni mikið áfall og í raun aðför að lýðræðislega kjörnum fulltrúum. Það sé hættulegt ef stjórnmálamenn veigri sér við að sinna skyldum sínum vegna mögulegra árása. Morðið á breska þingmanninum David Amess, sem var myrtur fyrir utan skrifstofu sína í Essex í gær, er nú rannsakað af lögreglu sem hryðjuverk. Lögreglan í Bretlandi hefur nú handtekið 25 ára breskan karlmann af sómölskum uppruna sem grunaður er um verknaðinn. Málið hefur vakið athygli víða um heim og ekki síst hér á Íslandi. „Það er auðvitað áfall að heyra af árásum á kjörna fulltrúa," segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um málið. „Þetta er í annað skipti sem að þingmaður er myrtur fyrir það eitt að sinna sínum kyldustörfum og ræða við kjósendur. Það er sérstakt áhyggjuefni ef þetta verður til þess að kjörnir fulltrúar veigra sér við að sinna skyldum sínum og eiga beint samtal við íbúa í landinu,“ segir Katrín. Aðeins fimm ár eru liðin frá því að Jo Cox, þingmaður breska verkamannaflokksins, var myrt skömmu fyrir Brexit kosningarnar 2016 en mál Cox er að mörgu leiti svipað máli Amess, þar sem hún var einnig á leið á fund með íbúum þegar hún var myrt. Katrín vísar til þess að sambærileg atvik, þar sem ráðist hefur verið á stjórnmálamenn, hafi komið upp á Norðurlöndunum og þar vert að nefna Svíþjóð til að mynda. Aðspurð um hvort eitthvað þessu líkt gæti komið upp hér á landi segir Katrín það ekki ómögulegt. „Auðvitað geta svona hlutir gerst en það má ekki gleyma því líka hversu mikilvægt það er fyrir lýðræðið að stjórnmálamenn geti átt bein og milliliðalaus samskipti við fólk,“ segir Katrín. „Raunar er það nú þannig því að Ísland fagnar því nú að vera friðsamlegasta land í heimi að það eru sérstök forréttindi að fá að vera stjórnmálamaður á Íslandi og geta gengið um götur og gert nákvæmlega þetta,“ segir hún enn fremur. Bretland Morðið á Sir David Amess Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Morðið á breska þingmanninum rannsakað sem hryðjuverk Breski þingmaðurinn Sir David Amess var stunginn margsinnis þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-On-Sea í Essex í gær. Lögreglan segir að málið sé rannsakað sem hryðjuverk. 16. október 2021 07:32 Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Jo Cox Dómstóll í Bretlandi hefur dæmt hinn 53 ára Thomas Mair fyrir morðið á þingkonu breska Verkamannaflokksins í júní síðastliðinn. 23. nóvember 2016 13:28 Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 29. janúar 2021 14:16 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Sjá meira
Morðið á breska þingmanninum David Amess, sem var myrtur fyrir utan skrifstofu sína í Essex í gær, er nú rannsakað af lögreglu sem hryðjuverk. Lögreglan í Bretlandi hefur nú handtekið 25 ára breskan karlmann af sómölskum uppruna sem grunaður er um verknaðinn. Málið hefur vakið athygli víða um heim og ekki síst hér á Íslandi. „Það er auðvitað áfall að heyra af árásum á kjörna fulltrúa," segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um málið. „Þetta er í annað skipti sem að þingmaður er myrtur fyrir það eitt að sinna sínum kyldustörfum og ræða við kjósendur. Það er sérstakt áhyggjuefni ef þetta verður til þess að kjörnir fulltrúar veigra sér við að sinna skyldum sínum og eiga beint samtal við íbúa í landinu,“ segir Katrín. Aðeins fimm ár eru liðin frá því að Jo Cox, þingmaður breska verkamannaflokksins, var myrt skömmu fyrir Brexit kosningarnar 2016 en mál Cox er að mörgu leiti svipað máli Amess, þar sem hún var einnig á leið á fund með íbúum þegar hún var myrt. Katrín vísar til þess að sambærileg atvik, þar sem ráðist hefur verið á stjórnmálamenn, hafi komið upp á Norðurlöndunum og þar vert að nefna Svíþjóð til að mynda. Aðspurð um hvort eitthvað þessu líkt gæti komið upp hér á landi segir Katrín það ekki ómögulegt. „Auðvitað geta svona hlutir gerst en það má ekki gleyma því líka hversu mikilvægt það er fyrir lýðræðið að stjórnmálamenn geti átt bein og milliliðalaus samskipti við fólk,“ segir Katrín. „Raunar er það nú þannig því að Ísland fagnar því nú að vera friðsamlegasta land í heimi að það eru sérstök forréttindi að fá að vera stjórnmálamaður á Íslandi og geta gengið um götur og gert nákvæmlega þetta,“ segir hún enn fremur.
Bretland Morðið á Sir David Amess Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Morðið á breska þingmanninum rannsakað sem hryðjuverk Breski þingmaðurinn Sir David Amess var stunginn margsinnis þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-On-Sea í Essex í gær. Lögreglan segir að málið sé rannsakað sem hryðjuverk. 16. október 2021 07:32 Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Jo Cox Dómstóll í Bretlandi hefur dæmt hinn 53 ára Thomas Mair fyrir morðið á þingkonu breska Verkamannaflokksins í júní síðastliðinn. 23. nóvember 2016 13:28 Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 29. janúar 2021 14:16 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Sjá meira
Morðið á breska þingmanninum rannsakað sem hryðjuverk Breski þingmaðurinn Sir David Amess var stunginn margsinnis þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-On-Sea í Essex í gær. Lögreglan segir að málið sé rannsakað sem hryðjuverk. 16. október 2021 07:32
Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Jo Cox Dómstóll í Bretlandi hefur dæmt hinn 53 ára Thomas Mair fyrir morðið á þingkonu breska Verkamannaflokksins í júní síðastliðinn. 23. nóvember 2016 13:28
Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 29. janúar 2021 14:16