Betri helmingurinn með Ása

Fréttamynd

Tók eftir undar­legri hegðun í að­draganda bón­orðsins

Leikaraparið Ebba Katrín og Oddur kynntist innan veggja Þjóðleikhússins fyrir fjórum árum síðan. Oddur heillaðist af Ebbu en hún var enn í leiklistarnámi sem átti hug hennar allan og hafði hún því lítinn tíma fyrir stefnumótalíf. Oddur gafst þó ekki upp og sýndi Ebbu ómælda þolinmæði og eru þau trúlofuð í dag.

Lífið
Fréttamynd

Féll fyrir henni þegar hann sá hana á sviðinu

Þau Addi og Ellen voru búin að taka eftir hvort öðru á göngum Borgarleikhússins þegar Addi ákvað að laumast inn á æfingu hjá Íslenska dansflokknum til þess að horfa á Ellen. Hann heillaðist strax af útgeislun hennar og ákvað að hringja í hana og bjóða henni á stefnumót. Þau byrjuðu fljótlega saman og eiga þau í dag fjögurra ára gamlan son.

Lífið
Fréttamynd

Saman síðan á ung­lings­árum: „Ég til­kynnti honum að hann væri númer tvö, því fót­boltinn væri númer eitt“

„Við hugsuðum bara: Prófum þetta bara! Ef þetta gengur ekki þá bara hættum við saman en ef þetta gengur þá kannski verðum við bara alltaf saman,“ segir landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir. Hún og eiginmaður hennar, Ómar Páll Sigurbjartsson hafa verið saman síðan þau voru unglingar en þau voru í fjarsambandi í sex og hálft ár vegna fótboltaferils Dagnýjar.

Lífið
Fréttamynd

Ást­fangin í ellefu ár þrátt fyrir þrettán ára aldurs­mun

Snæbjörn og Agnes kynntust þegar hann var að leikstýra henni í skólaleikriti í Framhaldsskólanum á Húsavík. Það var þó ekki fyrr en nokkrum árum seinna sem Agnesi dreymdi draum sem varð til þess að Snæbjörn sendi henni skilaboð og þau fóru í kjölfarið að stinga saman nefjum. Í dag eru þau gift, eiga saman tvö börn og ellefu ára samband að baki.

Lífið
Fréttamynd

Bauð henni í mat en fékk að vita það mörgum árum seinna að maturinn hafi verið hræði­legur

Þau Ágústa og Guðlaugur Þór höfðu þekkst í þónokkur ár áður en þau fóru að vera saman. Guðlaugur segist hafa verið útsjónarsamur og fundið sér hin ýmsu tilefni til þess að sýna Ágústu áhuga. Þegar hann bauð henni loks heim í mat eldaði hann ungverska gúllassúpu sem Ágústu þótti hræðileg á bragðið. Þrátt fyrir súpuna hræðilegu eiga þau að baki 20 ára hjónaband og stóra fjölskyldu.

Lífið
Fréttamynd

„Hef aldrei viljað gefast upp þrátt fyrir miklar mót­bárur og stóra veggi“

Þegar Íris sá Bjössa fyrst á skemmtistaðnum Gauknum fyrir tuttugu árum síðan vissi hún strax að þarna hefði hún séð manninn sinn. Það tók hana hins vegar sex mánuði að hafa upp á honum aftur og þá veitti Bjössi henni enga athygli. Það hafði einfaldlega ekki hvarflað að honum að hann ætti séns í þessa gullfallegu stúlku.

Lífið
Fréttamynd

Fékk sím­reikning upp á hundrað þúsund nokkrum vikum eftir að hann hitti Ingu

Inga sá Góa fyrst þegar hann birtist í stefnumótaþættinum Djúpu lauginni árið 2003. Hún fékk númerið hans hjá sameiginlegum vini og fóru þau að skiptast á SMS-skilaboðum. Þegar þau ákváðu loks að hittast hafði Gói aldrei litið Ingu augum, en féll þó fyrir henni í gegnum símann þegar hann heyrði að hún kynni að meta slátur og saltkjöt.

Lífið
Fréttamynd

Fóru á rúntinn á fimmtudegi og voru flutt inn saman á laugardegi

„Ég gaf henni gjöf strax þegar við hittumst fyrst. Það var svona Darth Vader stressbolti og þar sýndi ég henni bara strax hvað ég væri mikill lúði. Þannig hún hefði bara getað skilað honum og farið út strax,“ segir tónlistarmaðurinn Sverrir Bergmann um það þegar hann hitti Kristínu í fyrsta sinn, konuna sem lagið hans Þig ég elska fjallar um.

Lífið
Fréttamynd

Endaði með matar­eitrun á bif­véla­verk­stæði í Qu­eens

Hermann kom auga á Alexöndru þegar hún fór að vinna í sömu byggingu og hann. Hún var fallegasta manneskja sem hann hafði nokkurn tímann augum litið og því gerði hann sér upp ýmsar afsakanir til þess að heimsækja verslunina sem hún var að vinna í. Þegar hann ákvað loks að taka af skarið og hringja í hana, var Alexandra viss um að um símaat væri að ræða.

Lífið
Fréttamynd

Saman í fimm­tán ár og hafa aldrei rifist

Þau Birkir Már og Stebba kynntust í íþróttafræðinámi á Laugarvatni. Stebbu leist hins vegar ekki á blikuna í fyrstu þegar Birkir gerði henni ljóst hvaða tilfinningar hann bæri til hennar. Hún var tveggja barna móðir og hann þremur árum yngri. Þau smullu þó fljótlega saman og voru flutt inn saman nokkrum mánuðum síðar.

Lífið
Fréttamynd

Voru enn­þá með úti­vistar­tíma þegar þau byrjuðu saman

Elísabet og Gunnar kynntust í grunnskóla. Þau voru sætisfélagar í ensku og þurfti kennarinn stöðugt að hafa afskipti af þeim þar sem þau gátu ekki hætt að tala saman. Í 10. bekk varð vinskapurinn loks að ástarsambandi en það hafði tekið þau langan tíma að viðurkenna að þau væru kærustupar. Í dag eiga þau tvö börn saman og eru að hreiðra um sig á Íslandi eftir að hafa verið á faraldsfæti síðustu 12 ár.

Lífið
Fréttamynd

Ætti að vera bannað að skilja á meðan börnin eru lítil

Þau Hjálmar Örn og Ljósa hittust fyrst á tvöföldu stefnumóti sem skólasystir Ljósu plataði hana á. Eftir stefnumótið sagðist Hjálmar gjarnan vilja hitta Ljósu aftur en tilkynnti henni þó að hann ætti stefnumót við aðra dömu daginn eftir. Ljósa var því óviss hvort hún myndi nokkurn tíman heyra frá Hjálmari aftur. Hann var hins vegar fljótur að átta sig á því að hann vildi kynnast Ljósu betur.

Lífið
Fréttamynd

Féll fyrir æsku­ástinni á fermingar­myndinni

Þau Björgvin Páll og Karen kynntust þegar þau voru unglingar. Björgvin var staddur í strákapartýi hjá bróður Karenar þegar hann sá fermingarmynd af henni uppi á vegg og ákvað að biðja um númerið hennar. Það vatt heldur betur upp á sig og hafa þau nú verið gift í tíu ár og eiga saman fjögur börn.

Lífið
Fréttamynd

Töluðu saman í hálft ár áður en þau hittust loksins

Þau Sylvía og Emil höfðu verið að tala saman í hálft ár þegar Emil ákvað að láta til skarar skríða og biðja Sylvíu um að hitta sig. En þegar Sylvía var rétt ókomin heim til hans hætti Emil skyndilega við. Síðar kom þó í ljós að hann hafi einfaldlega verið stressaður. Í dag eiga þau tvo syni, fyrirtæki og níu ára samband að baki.

Lífið
Fréttamynd

Herra Hnetu­smjör fann ástina í með­ferð

Herra Hnetusmjör kynntist ástinni lífi sínu, Söru Linneth, í meðferð á Vogi. Þau segjast bæði hafa verið á versta tímapunkti í sínu lífi og hafði þeim verið ráðlagt frá því að vera að stinga saman nefjum. Unga parið lét þó ekki segjast og hafa í dag tekið edrúmennskuna föstum tökum og eiga von á sínu öðru barni saman.

Lífið
Fréttamynd

„Þarna fékk ég mjög bólgið nef, glóður­auga á öðru og það var blóð út um allt“

Þau Rakel og Rannver eru „Covid-par“ að eigin sögn. Þökk sé heimsfaraldrinum höfðu þau nægan tíma til þess að kynnast. Vinnustöðum þeirra var lokað og gátu þau því eytt öllum stundum saman á sínu bleika skýi. Bleika skýið var þó ekki svo bleikt lengur þegar óhapp í svefnherberginu varð til þess að Rakel endaði með glóðurauga og blóðnasir.

Lífið
Fréttamynd

Sagði nei þegar Bjarni bað hana um að byrja með sér

Þau Bjarni Benediktsson og Þóra Margrét Baldvinsdóttir byrjuðu saman þegar þau voru táningar. Þóru leist þó ekki alveg nógu vel á Bjarna í fyrstu og sagði nei þegar hann bað hana fyrst um að byrja með sér. Í dag eiga þau þó yfir þrjátíu ára samband að baki, þótt Bjarni viðurkenni að þau séu vissulega þrjú í sambandinu; Þóra, Bjarni og farsíminn hans.

Lífið
Fréttamynd

„Maður ræður ekki hve­nær ástin bankar upp á“

Ástarsaga þeirra Þorgerðar Katrínar og Kristjáns spannar nærri því fjörutíu ár og má segja að þau eigi handboltanum það að þakka. Foreldrum Þorgerðar fannst hún þó heldur ung þegar þau fóru að vera saman en hún segir að maður hafi enga stjórn á því hvenær ástin bankar upp á.

Lífið
Fréttamynd

Fann ástina fjór­tán ára gömul í fermingar­veislu

Þau Arna Petra Sverrisdóttir og Tómas Ingi Gunnarsson byrjuðu saman þegar þau voru aðeins fjórtán ára gömul. Arna kom auga á Tómas í fermingarveislu hjá sameiginlegum vin sem varð til þess að hún pókaði hann á Facebook. Í dag eiga þau níu ára samband að baki og hafa upplifað hin ýmsu ævintýri saman.

Lífið