Kaup og sala fyrirtækja Nýtt yfirtökutilboð Regins í Eik er „skref í rétta átt“, segir stærsti hluthafinn Nýtt yfirtökutilboð Regins í Eik er „skref í rétta átt“, segir forsvarsmaður Brimgarða, stærsta hluthafa Eikar. Verðbréfafyrirtæki sem unnu fyrir Eik telja að hluthafar fasteignafélagsins eigi að fá stærri hlut í sameinuðu félagi en Reginn bauð í morgun. Innherji 14.9.2023 14:00 Reginn bætir um betur eftir að stjórn lagði til að tilboði yrði hafnað Stjórnendur fasteignafélagsins Regins hafa ákveðið að hækka yfirtökutilboð sitt í allt hlutafé Eikar fasteignafélags úr 0,452 hlutum í tilboðsgjafa í 0,489 hluti í tilboðsgjafa. Viðskipti innlent 14.9.2023 12:34 Eyrir færði sprotafjárfestingar niður um milljarða eftir erfitt ár á mörkuðum Eignasafn Eyris Invest, eitt stærsta fjárfestingafélagsins landsins, tengt sprotafyrirtækjum var fært niður fyrir samtals á fimmta milljarð króna á liðnu ári samhliða því að markaðsaðstæður og fjármögnunarumhverfi versnaði verulega. Nýtt stjórnendateymi tók við stýringu eignasafnsins í sumar en það er yfir níu milljarðar króna að stærð. Innherji 13.9.2023 12:01 Klárar sína fyrstu fjárfestingu með kaupum á 40 prósenta hlut í KAPP Sjóðurinn IS Haf, sem fjárfestir í haftengdri starfsemi, hefur gengið frá kaupum á 40 prósenta eignarhlut í tæknifyrirtækinu KAPP og mun sömuleiðis leggja félaginu til aukið hlutafé til frekari vaxtar. Þetta er fyrsta fjárfesting sjóðsins, sem er um tíu milljarðar að stærð og að stærstum hluta í eigu ÚR, Brim og lífeyrissjóða, en stjórnendur hans telja umtalsverð vaxtartækifæri vera til staðar fyrir íslensk tæknifyrirtæki í sjávarútvegi. Innherji 12.9.2023 16:00 Ingibjörg og eigendur Eskju kaupa fleiri fasteignir í Vestmannaeyjum Kaldalón seldi eignarhaldsfélaginu JAE, sem meðal annars er í eigu Ingibjargar Pálmadóttur fjárfestis og eigenda útgerðarfyrirtækisins Eskju, nokkrar fasteignir í Vestmannaeyjum sem nýttar hafa verið í ferðaþjónustu: íbúðahótel, fjögur einbýlishús við golfvöll og tvær lúxusíbúðir við bryggjuna, samkvæmt heimildum Innherja. Innherji 11.9.2023 16:14 Gengið frá sölunni á Icelandic Glacial en feðgarnir áfram í stjórn Gengið hefur verið frá kaupum hóps erlendra fjárfesta á nýju hlutafé í Icelandic Water Holdings þannig að hann eignist meirihluta í félaginu. Með kaupunum eykst eigið fé félagsins verulega. Viðskipti innlent 6.9.2023 13:48 Brasserie Askur skiptir um eigendur Veitingastaðurinn Askur á Suðurlandsbraut, einn þekktasti veitingastaður landsins, hefur skipt um eigendur. Þetta kemur fram í tilkynningu. Viðskipti innlent 4.9.2023 11:07 Sýn kaupir Bland Sýn hefur keypt sölutorgið Bland af Heimkaupum. Mun Sýn í framhaldi taka yfir rekstur sölutorgsins. Viðskipti innlent 28.8.2023 11:33 Innnes kaupir Djúpalón Innnes ehf hefur fest kaup á fyrirtækinu Djúpalóni ehf sem sérhæfir sig í innflutningi, sölu og dreifingu á fjölbreyttu fersku, kældu og frosnu sjávarfangi til fyrirtækja og verslana. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Innnes. Kaupin eru gerð með fyrirvara á samþykki samkeppnisyfirvalda. Engum verður sagt upp við sameininguna. Viðskipti innlent 24.8.2023 17:18 Skeljungur kaupir Búvís Skeljungur ehf. hefur undirritað kaupsamning um kaup á öllu hlutafé Búvís ehf. á Akureyri. Viðskipti innlent 22.8.2023 11:14 Godo, Booking Factory, Reserva og Caren renna í eitt Hugbúnaðarfyrirtækið Godo hefur tekið yfir rekstur ferðalausnanna Booking Factory, Reserva og Caren sem voru áður í eigu Origo. Viðskipti innlent 18.8.2023 11:22 Útilíf og Alparnir sameinast undir merkjum Útilífs Útilíf hefur fest kaup á verslun Ölpunum og munu útivistarverslanirnar sameinast undir merkum Útilífs í næsta mánuði. Viðskipti innlent 15.8.2023 07:43 Ekki sé verið að selja vatnið heldur einn læk Bæjarstjóri Ölfuss segir að sala á hlutabréfum í fyrirtækinu Icelandic Water Holdings til erlendra fjárfesta þýði ekki að verið sé að selja vatnið með greini úr landi. Slíkar fullyrðingar séu eins og að kalla ferðamann landeiganda því hann kaupir minjagrip úr hrauni. Innlent 14.8.2023 13:33 Íslenska vatnið selt erlendum fjárfestum Athafnamennirnir Jón Ólafsson og Kristján Ólafsson hafa selt stóran hlut í Icelandic Water Holdings til erlendra fjárfesta. Búið er að undirrita kaupsamninga en gengið verður frá kaupunum 22. ágúst næstkomandi. Viðskipti innlent 11.8.2023 07:14 Eigendur Öskju kaupa Dekkjahöllina Eignarhaldsfélagið Vekra hefur gengið frá samningi um kaup á öllu hlutafé í Dekkjahöllinni. Vekra á meðal annars bílaumboðið Öskju, þjónustuverkstæðið Sleggjuna og Lotus bílaleigu. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Viðskipti innlent 2.8.2023 09:54 VEX kaupir 45 prósenta hlut í Öryggismiðstöðinni Framtakssjóðurinn VEX I hefur náð samkomulagi um kaup á um 45 prósenta hlut í Öryggismiðstöðinni. Kaupin eru til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu. Fyrirtækið velti rúmlega sjö milljörðum króna á síðasta ári. Innherji 24.7.2023 14:34 Festa kaup á 45 prósenta hlut í Öryggismiðstöðinni Framtakssjóðurinn VEX I hefur náð samkomulagi um kaup á um 45% hlutafjár í Öryggismiðstöðinni. VEX I er tíu milljarða framtakssjóður í stýringu VEX ehf. og fjárfestir í óskráðum fyrirtækjum. Samkomulagið er gert með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Viðskipti innlent 24.7.2023 14:07 Wise kaupir Þekkingu Upplýsingatæknifyrirtækið Wise hefur fest kaup á öllu hlutafé Þekkingar sem sérhæfir sig í rekstri og hýsingu á tölvukerfum fyrirtækja og stofnana. Sameinað félag verður með tæplega 200 starfsmenn á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri og yfir fjögurra milljarða króna veltu, að sögn forsvarsmanna. Viðskipti innlent 20.7.2023 09:23 Gangverk kaupir Zaelot Hugbúnaðarfyrirtækið Gangverk hefur fest kaup á Zaelot, hugbúnaðarfyrirtæki í Úrúgvæ sem er með starfsemi í fimmtán löndum. Viðskipti innlent 19.7.2023 11:56 Gunnvör metið á 25 milljarða í kaupum á fimmtungshlut í útgerðarfélaginu Sjávarútvegsfyrirtækið Jakob Valgeir keypti um tuttugu prósenta hlut í Hraðfrystihúsinu Gunnvöru í Hnífsdal, sem gerir meðal annars út frystitogara, á liðnu ári fyrir um fimm milljarða króna. Einu ári eftir þau viðskipti eiga hluthafar Hraðfrystihúss Gunnvarar nú von á að fá samtals um liðlega fimm milljarða í sinn vegna sölunnar á Kerecis. Innherji 18.7.2023 12:11 Framleiðandi hreinsiefna tekur yfir lífdísilframleiðslu Gefn hefur fest kaup á öllu hlutafé í fyrirtækinu Orkey á Akureyri. Félagið var áður að fullu í eigu orkufyrirtækisins Norðurorku og hefur framleitt lífdísil og íblöndunarefni úr úrgangi frá árinu 2011, einkum notaðri steikingarolíu. Viðskipti innlent 18.7.2023 10:04 Hætta á skammsýni þegar öllu fjármagni framtakssjóða er stýrt frá Reykjavík Íslenskir lífeyrissjóðir, sem áttu minna en samanlagt tveggja prósenta hlut þegar yfir 170 milljarða yfirtökutilboð var gert í Kerecis fyrir um viku, hafa útvistað slíkum fjárfestingum að mestu til framtaks- og vísissjóða, segir framkvæmdastjóri Birtu. Í ítarlegu viðtali við Innherja ræðir hann meðal annars hvað skýri einkum fjarveru sjóðanna í hluthafahópi Kerecis og nefnir að þótt það hefði verið ánægjulegt að sjá Kerecis skráð á markaðinn hér heima þá þurfi líka að „fagna því“ að erlent fjármagn leiti til landsins í svo stórar beinar fjárfestingar. Innherji 14.7.2023 10:26 Festi undirritaði samning um kaup á Lyfju Samningur um kaup smásölufyrirtækisins Festi á öllu hlutafé í Lyfju var undirritaður í dag. Í kaupunum er heildarvirði Lyfju metið á 7,8 milljarða króna en endanlegt heildarvirði og kaupverð mun ráðast af skuldastöðu Lyfju við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. Viðskipti innlent 13.7.2023 18:10 Yfirtók gagnaverið af Íslandsbanka fyrir nærri milljarð Borealis Data Center keypti félagið Reykjavík DC, sem starfrækir gagnaver á Korputorgi, fyrir tæplega 900 milljónir íslenskra króna síðastliðið haust af Íslandsbanka. Vegna fjárhagsvandræða hafði gagnaverið verið yfirtekið af bankanum, stærsta lánadrottni sínum, í árslok 2021 og í kjölfarið voru meðal annars um 400 milljónir af skuldum félagsins afskrifaðar samhliða fjárhagslegri endurskipulagningu. Innherji 13.7.2023 07:44 Hluthafar Kerecis eiga von á um 150 milljarða greiðslu í lok næsta mánaðar Áætlað er að bróðurpartur söluandvirðis Kerecis, eða samtals jafnvirði um 150 milljarðar króna á gengi dagsins í dag, verði greiddur út til hluthafa félagsins strax í lok næsta mánaðar. Mikill meirihluti þeirrar fjárhæðar fer til íslenskra fjárfesta sem mun að óbreyttu selja þann gjaldeyri sem kemur til landsins fyrir krónur með tilheyrandi styrkingaráhrifum á gengið. Innherji 11.7.2023 08:24 Lífsverk seldi í Kerecis rétt fyrir risasölu upp á 180 milljarða Lífeyrissjóður Verkfræðinga, sem forstjóri og stofnandi Kerecis gagnrýnir harðlega fyrir að hafa sett sig ítrekað upp á móti kaupréttaráætlun félagsins, losaði um hlut sinn skömmu áður en fyrirtækið var selt til alþjóðlegs heilbrigðisrisa í lok síðustu viku fyrir nærri 180 milljarða. Tveir aðrir lífeyrissjóðir, sem komu fyrst inn í hluthafahópinn í fyrra, tvöfölduðu fjárfestingu sína í Kerecis á innan við einu ári. Innherji 10.7.2023 12:10 Segir þörf á mannsæmandi samgöngum til Vestfjarða Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi Kerecis, segir þörf á mannsæmandi samgöngum á Vestfjörðum. Mikill vöxtur væri á svæðinu og gera þyrfti mun betur þegar kæmi að samgöngum. Innlent 9.7.2023 14:30 Einhyrningsfyrirtæki sem vann gullið á ólympíuleikum efnahagslífsins Fyrrverandi forseti Íslands segir Kerecis hafa unnið gullverðlaunin á ólympíuleikum efnahagslífs heimsins með 180 milljarða króna sölu þess til alþjóða læknavörufyrirtækisins Coloplast í dag. Á örfáum árum hefur Kerecis vaxið í að vera eitt verðmætasta fyrirtæki Íslandssögunnar, tvöfalt verðmætara en Icelandair og Eimskip. Innlent 7.7.2023 19:20 Kerecis er fyrsti einhyrningur Íslands Kerecis er fyrsta íslenska fyrirtækið sem flokkast sem einhyrningur (e. unicorn), sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og stjórnarmaður í nýsköpunarfyrirtækinu. Hann útskýrði að það orð væri notað yfir nýsköpunarfyrirtæki sem hafa á örskömmum tíma farið frá því að vera sproti í að vera metið á yfir milljarð Bandaríkjadala. Innherji 7.7.2023 17:15 Næst stærsta yfirtaka Íslandssögunnar vítamínsprauta fyrir markaðinn Með kaupum danska heilbrigðisrisans Coloplast á öllu hlutafé Kerecis fyrir um 176 milljarða króna, næst stærsta yfirtaka Íslandssögunnar, hefur virði lækningarvörufélagsins tvöfaldast á einu ári en að það er að miklum meirihluta í eigu Íslendinga. Seljendur fá greitt í reiðufé en á meðal stórra hluthafa Kerecis er Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri og stofnandi, með samtals um tíu prósent og þá má ætla að Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður og eigandi að BBA//Fjeldco, fái um fimm milljarða í sinn hlut við söluna. Innherji 7.7.2023 10:48 « ‹ 3 4 5 6 7 8 9 10 11 … 13 ›
Nýtt yfirtökutilboð Regins í Eik er „skref í rétta átt“, segir stærsti hluthafinn Nýtt yfirtökutilboð Regins í Eik er „skref í rétta átt“, segir forsvarsmaður Brimgarða, stærsta hluthafa Eikar. Verðbréfafyrirtæki sem unnu fyrir Eik telja að hluthafar fasteignafélagsins eigi að fá stærri hlut í sameinuðu félagi en Reginn bauð í morgun. Innherji 14.9.2023 14:00
Reginn bætir um betur eftir að stjórn lagði til að tilboði yrði hafnað Stjórnendur fasteignafélagsins Regins hafa ákveðið að hækka yfirtökutilboð sitt í allt hlutafé Eikar fasteignafélags úr 0,452 hlutum í tilboðsgjafa í 0,489 hluti í tilboðsgjafa. Viðskipti innlent 14.9.2023 12:34
Eyrir færði sprotafjárfestingar niður um milljarða eftir erfitt ár á mörkuðum Eignasafn Eyris Invest, eitt stærsta fjárfestingafélagsins landsins, tengt sprotafyrirtækjum var fært niður fyrir samtals á fimmta milljarð króna á liðnu ári samhliða því að markaðsaðstæður og fjármögnunarumhverfi versnaði verulega. Nýtt stjórnendateymi tók við stýringu eignasafnsins í sumar en það er yfir níu milljarðar króna að stærð. Innherji 13.9.2023 12:01
Klárar sína fyrstu fjárfestingu með kaupum á 40 prósenta hlut í KAPP Sjóðurinn IS Haf, sem fjárfestir í haftengdri starfsemi, hefur gengið frá kaupum á 40 prósenta eignarhlut í tæknifyrirtækinu KAPP og mun sömuleiðis leggja félaginu til aukið hlutafé til frekari vaxtar. Þetta er fyrsta fjárfesting sjóðsins, sem er um tíu milljarðar að stærð og að stærstum hluta í eigu ÚR, Brim og lífeyrissjóða, en stjórnendur hans telja umtalsverð vaxtartækifæri vera til staðar fyrir íslensk tæknifyrirtæki í sjávarútvegi. Innherji 12.9.2023 16:00
Ingibjörg og eigendur Eskju kaupa fleiri fasteignir í Vestmannaeyjum Kaldalón seldi eignarhaldsfélaginu JAE, sem meðal annars er í eigu Ingibjargar Pálmadóttur fjárfestis og eigenda útgerðarfyrirtækisins Eskju, nokkrar fasteignir í Vestmannaeyjum sem nýttar hafa verið í ferðaþjónustu: íbúðahótel, fjögur einbýlishús við golfvöll og tvær lúxusíbúðir við bryggjuna, samkvæmt heimildum Innherja. Innherji 11.9.2023 16:14
Gengið frá sölunni á Icelandic Glacial en feðgarnir áfram í stjórn Gengið hefur verið frá kaupum hóps erlendra fjárfesta á nýju hlutafé í Icelandic Water Holdings þannig að hann eignist meirihluta í félaginu. Með kaupunum eykst eigið fé félagsins verulega. Viðskipti innlent 6.9.2023 13:48
Brasserie Askur skiptir um eigendur Veitingastaðurinn Askur á Suðurlandsbraut, einn þekktasti veitingastaður landsins, hefur skipt um eigendur. Þetta kemur fram í tilkynningu. Viðskipti innlent 4.9.2023 11:07
Sýn kaupir Bland Sýn hefur keypt sölutorgið Bland af Heimkaupum. Mun Sýn í framhaldi taka yfir rekstur sölutorgsins. Viðskipti innlent 28.8.2023 11:33
Innnes kaupir Djúpalón Innnes ehf hefur fest kaup á fyrirtækinu Djúpalóni ehf sem sérhæfir sig í innflutningi, sölu og dreifingu á fjölbreyttu fersku, kældu og frosnu sjávarfangi til fyrirtækja og verslana. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Innnes. Kaupin eru gerð með fyrirvara á samþykki samkeppnisyfirvalda. Engum verður sagt upp við sameininguna. Viðskipti innlent 24.8.2023 17:18
Skeljungur kaupir Búvís Skeljungur ehf. hefur undirritað kaupsamning um kaup á öllu hlutafé Búvís ehf. á Akureyri. Viðskipti innlent 22.8.2023 11:14
Godo, Booking Factory, Reserva og Caren renna í eitt Hugbúnaðarfyrirtækið Godo hefur tekið yfir rekstur ferðalausnanna Booking Factory, Reserva og Caren sem voru áður í eigu Origo. Viðskipti innlent 18.8.2023 11:22
Útilíf og Alparnir sameinast undir merkjum Útilífs Útilíf hefur fest kaup á verslun Ölpunum og munu útivistarverslanirnar sameinast undir merkum Útilífs í næsta mánuði. Viðskipti innlent 15.8.2023 07:43
Ekki sé verið að selja vatnið heldur einn læk Bæjarstjóri Ölfuss segir að sala á hlutabréfum í fyrirtækinu Icelandic Water Holdings til erlendra fjárfesta þýði ekki að verið sé að selja vatnið með greini úr landi. Slíkar fullyrðingar séu eins og að kalla ferðamann landeiganda því hann kaupir minjagrip úr hrauni. Innlent 14.8.2023 13:33
Íslenska vatnið selt erlendum fjárfestum Athafnamennirnir Jón Ólafsson og Kristján Ólafsson hafa selt stóran hlut í Icelandic Water Holdings til erlendra fjárfesta. Búið er að undirrita kaupsamninga en gengið verður frá kaupunum 22. ágúst næstkomandi. Viðskipti innlent 11.8.2023 07:14
Eigendur Öskju kaupa Dekkjahöllina Eignarhaldsfélagið Vekra hefur gengið frá samningi um kaup á öllu hlutafé í Dekkjahöllinni. Vekra á meðal annars bílaumboðið Öskju, þjónustuverkstæðið Sleggjuna og Lotus bílaleigu. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Viðskipti innlent 2.8.2023 09:54
VEX kaupir 45 prósenta hlut í Öryggismiðstöðinni Framtakssjóðurinn VEX I hefur náð samkomulagi um kaup á um 45 prósenta hlut í Öryggismiðstöðinni. Kaupin eru til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu. Fyrirtækið velti rúmlega sjö milljörðum króna á síðasta ári. Innherji 24.7.2023 14:34
Festa kaup á 45 prósenta hlut í Öryggismiðstöðinni Framtakssjóðurinn VEX I hefur náð samkomulagi um kaup á um 45% hlutafjár í Öryggismiðstöðinni. VEX I er tíu milljarða framtakssjóður í stýringu VEX ehf. og fjárfestir í óskráðum fyrirtækjum. Samkomulagið er gert með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Viðskipti innlent 24.7.2023 14:07
Wise kaupir Þekkingu Upplýsingatæknifyrirtækið Wise hefur fest kaup á öllu hlutafé Þekkingar sem sérhæfir sig í rekstri og hýsingu á tölvukerfum fyrirtækja og stofnana. Sameinað félag verður með tæplega 200 starfsmenn á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri og yfir fjögurra milljarða króna veltu, að sögn forsvarsmanna. Viðskipti innlent 20.7.2023 09:23
Gangverk kaupir Zaelot Hugbúnaðarfyrirtækið Gangverk hefur fest kaup á Zaelot, hugbúnaðarfyrirtæki í Úrúgvæ sem er með starfsemi í fimmtán löndum. Viðskipti innlent 19.7.2023 11:56
Gunnvör metið á 25 milljarða í kaupum á fimmtungshlut í útgerðarfélaginu Sjávarútvegsfyrirtækið Jakob Valgeir keypti um tuttugu prósenta hlut í Hraðfrystihúsinu Gunnvöru í Hnífsdal, sem gerir meðal annars út frystitogara, á liðnu ári fyrir um fimm milljarða króna. Einu ári eftir þau viðskipti eiga hluthafar Hraðfrystihúss Gunnvarar nú von á að fá samtals um liðlega fimm milljarða í sinn vegna sölunnar á Kerecis. Innherji 18.7.2023 12:11
Framleiðandi hreinsiefna tekur yfir lífdísilframleiðslu Gefn hefur fest kaup á öllu hlutafé í fyrirtækinu Orkey á Akureyri. Félagið var áður að fullu í eigu orkufyrirtækisins Norðurorku og hefur framleitt lífdísil og íblöndunarefni úr úrgangi frá árinu 2011, einkum notaðri steikingarolíu. Viðskipti innlent 18.7.2023 10:04
Hætta á skammsýni þegar öllu fjármagni framtakssjóða er stýrt frá Reykjavík Íslenskir lífeyrissjóðir, sem áttu minna en samanlagt tveggja prósenta hlut þegar yfir 170 milljarða yfirtökutilboð var gert í Kerecis fyrir um viku, hafa útvistað slíkum fjárfestingum að mestu til framtaks- og vísissjóða, segir framkvæmdastjóri Birtu. Í ítarlegu viðtali við Innherja ræðir hann meðal annars hvað skýri einkum fjarveru sjóðanna í hluthafahópi Kerecis og nefnir að þótt það hefði verið ánægjulegt að sjá Kerecis skráð á markaðinn hér heima þá þurfi líka að „fagna því“ að erlent fjármagn leiti til landsins í svo stórar beinar fjárfestingar. Innherji 14.7.2023 10:26
Festi undirritaði samning um kaup á Lyfju Samningur um kaup smásölufyrirtækisins Festi á öllu hlutafé í Lyfju var undirritaður í dag. Í kaupunum er heildarvirði Lyfju metið á 7,8 milljarða króna en endanlegt heildarvirði og kaupverð mun ráðast af skuldastöðu Lyfju við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. Viðskipti innlent 13.7.2023 18:10
Yfirtók gagnaverið af Íslandsbanka fyrir nærri milljarð Borealis Data Center keypti félagið Reykjavík DC, sem starfrækir gagnaver á Korputorgi, fyrir tæplega 900 milljónir íslenskra króna síðastliðið haust af Íslandsbanka. Vegna fjárhagsvandræða hafði gagnaverið verið yfirtekið af bankanum, stærsta lánadrottni sínum, í árslok 2021 og í kjölfarið voru meðal annars um 400 milljónir af skuldum félagsins afskrifaðar samhliða fjárhagslegri endurskipulagningu. Innherji 13.7.2023 07:44
Hluthafar Kerecis eiga von á um 150 milljarða greiðslu í lok næsta mánaðar Áætlað er að bróðurpartur söluandvirðis Kerecis, eða samtals jafnvirði um 150 milljarðar króna á gengi dagsins í dag, verði greiddur út til hluthafa félagsins strax í lok næsta mánaðar. Mikill meirihluti þeirrar fjárhæðar fer til íslenskra fjárfesta sem mun að óbreyttu selja þann gjaldeyri sem kemur til landsins fyrir krónur með tilheyrandi styrkingaráhrifum á gengið. Innherji 11.7.2023 08:24
Lífsverk seldi í Kerecis rétt fyrir risasölu upp á 180 milljarða Lífeyrissjóður Verkfræðinga, sem forstjóri og stofnandi Kerecis gagnrýnir harðlega fyrir að hafa sett sig ítrekað upp á móti kaupréttaráætlun félagsins, losaði um hlut sinn skömmu áður en fyrirtækið var selt til alþjóðlegs heilbrigðisrisa í lok síðustu viku fyrir nærri 180 milljarða. Tveir aðrir lífeyrissjóðir, sem komu fyrst inn í hluthafahópinn í fyrra, tvöfölduðu fjárfestingu sína í Kerecis á innan við einu ári. Innherji 10.7.2023 12:10
Segir þörf á mannsæmandi samgöngum til Vestfjarða Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi Kerecis, segir þörf á mannsæmandi samgöngum á Vestfjörðum. Mikill vöxtur væri á svæðinu og gera þyrfti mun betur þegar kæmi að samgöngum. Innlent 9.7.2023 14:30
Einhyrningsfyrirtæki sem vann gullið á ólympíuleikum efnahagslífsins Fyrrverandi forseti Íslands segir Kerecis hafa unnið gullverðlaunin á ólympíuleikum efnahagslífs heimsins með 180 milljarða króna sölu þess til alþjóða læknavörufyrirtækisins Coloplast í dag. Á örfáum árum hefur Kerecis vaxið í að vera eitt verðmætasta fyrirtæki Íslandssögunnar, tvöfalt verðmætara en Icelandair og Eimskip. Innlent 7.7.2023 19:20
Kerecis er fyrsti einhyrningur Íslands Kerecis er fyrsta íslenska fyrirtækið sem flokkast sem einhyrningur (e. unicorn), sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og stjórnarmaður í nýsköpunarfyrirtækinu. Hann útskýrði að það orð væri notað yfir nýsköpunarfyrirtæki sem hafa á örskömmum tíma farið frá því að vera sproti í að vera metið á yfir milljarð Bandaríkjadala. Innherji 7.7.2023 17:15
Næst stærsta yfirtaka Íslandssögunnar vítamínsprauta fyrir markaðinn Með kaupum danska heilbrigðisrisans Coloplast á öllu hlutafé Kerecis fyrir um 176 milljarða króna, næst stærsta yfirtaka Íslandssögunnar, hefur virði lækningarvörufélagsins tvöfaldast á einu ári en að það er að miklum meirihluta í eigu Íslendinga. Seljendur fá greitt í reiðufé en á meðal stórra hluthafa Kerecis er Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri og stofnandi, með samtals um tíu prósent og þá má ætla að Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður og eigandi að BBA//Fjeldco, fái um fimm milljarða í sinn hlut við söluna. Innherji 7.7.2023 10:48