Leikskólar

Fréttamynd

Í brýnni þörf er best að bíða!

Þann 8. júní árið 2021 var mikill gleðidagur í Garðabæ. Þá var vinningstillaga á hönnun nýs leikskóla í Urriðaholti kynnt. Þarna skyldi rísa 6 deilda leikskóli ætlaður 120 börnum 12 mánaða og eldri. Allt klappað og klárt og næsta skref að undirbúa útboðsgögn og koma byggingunni í framkvæmd því ekki veitti af. Og enn veitir ekki af.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil skerðing á skóla­starfi um allt land

Mikil röskun er á skólastarfi víða um land vegna veðurs. Reglulegt skóla- og frístundastarf fellur niður á höfuðborgarsvæðinu á mánudag. Leikskólar og grunnskólar verða engu að síður opnir með lágmarksmönnun fyrir fólk sem þarf nauðsynlega á vistun fyrir börn sín að halda. Þar er um að ræða fólk sem sinnir neyðarþjónustu, löggæslu, slökkvistörfum og björgunarsveitarútköllum.

Innlent
Fréttamynd

Fögnum Degi leikskólans

Í dag 6. febrúar fögnum við Degi leikskólans. Leikskólar halda á fjöregginu okkar, yngstu börnunum, og leggja grunn að velferð, þroska, menntun og farsæld þeirra. Leikskólakennarar og starfsfólk leikskóla hefur síðastliðin tvö ár slegið skjaldborg umhyggju og metnaðar um leikskólabörn. Heimsfaraldurinn hefur varpað skýru ljósi á hve mikilvægu hlutverki leikskólar gegna í lífi barna og fjölskyldna þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Val­frelsi eykur hamingju

Á Íslandi eru starfandi nærri fimmtíu sjálfstætt reknir skólar. Flestir eru leikskólarnir en grunnskólarnir eru einnig þónokkrir. Nemendafjöldinn nemur þúsundum og þeir eru víða um landið.

Skoðun
Fréttamynd

Aðeins þrjár vikur á milli bólusetninga

Aðeins þrjár vikur verða látnar líða á milli fyrri og seinni bólusetningar hjá börnum á aldrinum 5 til 11 ára gegn kórónuveirunnar vegna mikillar útbreiðslu veirunnar. Seinni bólusetning grunnskólabarna á höfuðborgarsvæðinu hefst eftir helgina.

Innlent
Fréttamynd

Ber engin skylda til að upp­lýsa um ein­staka smit í bekkjum

Skólastjórnendum ber engin skylda til að upplýsa forráðamenn barna um hvort að Covid-19 smit hafi komið upp í viðkomandi bekk eða árgangi. Í Reykjavík er mælst til þess að uppýsingagjöf skólastjórnenda sé áþekk því sem þekkist þegar flensa, lús eða njálgur gengur yfir. 

Innlent
Fréttamynd

Ljúktu nú upp lífs­bókinni

Það er gjarnan talað um að lífsreynsla okkar safnist saman yfir ævina og líkja megi við farangri í bakpoka. Manneskjan er þeim eiginleikum gædd að geyma meira en gleyma, s.s. erfiðum atburðum.

Skoðun
Fréttamynd

Erfið staða innan skóla­kerfisins: „Róðurinn er að þyngjast“

Töluvert var um smitrakningu innan skólakerfisins yfir helgina og framkvæmdastjóri almannavarnanefndar á höfuðborgarsvæðinu segir ljóst að róðurinn sé að þyngjast. Hann segir fólk hugsi yfir þeirri ákvörðun að herða ekki aðgerðir innan skólanna þar sem skólastjórnendur og kennarar eru undir miklu álagi.

Innlent
Fréttamynd

Lokuðu leik­skólanum í dag vegna stórrar hóp­­sýkingar

38 börn og starfsmenn í leikskólanum Sæborg í Reykjavík hafa greinst með Covid-19. Tvær deildir af fjórum hafa verið lokaðar seinustu daga vegna þessa en ákveðið var að loka skólanum alfarið í dag og á morgun eftir að þriðja deildin var send í sóttkví.

Innlent
Fréttamynd

Til­­laga borgar­­yfir­valda grát­bros­­leg

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær tillögu skóla- og frí­stunda­sviðs um 20 milljóna króna stuðning sem á að liðka fyrir ráðningum á leikskólum borgarinnar. Fimm milljónir fara beint í að greiða starfsfólki fyrir að sannfæra aðra um að koma til starfa. Formaður Félags leikskólakennara segir tillöguna grátbroslega.

Innlent
Fréttamynd

For­eldrar beðnir um að hætta að senda börn með kvef á leik­skóla

Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins beinir þeim tilmælum til foreldra að senda ekki börn í leik- og grunnskóla með kvefeinkenni nema þau hafi farið í PCR-sýnatöku. Skipulagsdagur var í dag hjá starfsfólki grunn-, leik- og tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu, auk frístundaheimila þar sem gripið var til ráðstafana í ljósi stöðu kórónuveirufaraldursins.

Innlent
Fréttamynd

Lokað í grunn- og leik­skólum á mánu­daginn

Lokað verður í grunn- og leikskólum í Reykjavík á mánudaginn, þann 3. janúar, vegna „skipulagsdags“. Almannavarnir gera einnig ráð fyrir að loka þurfi deildum á leikskólum eða fella niður kennslu í einstökum árgöngum grunnskóla um skemmri eða lengri tíma á næsta ári vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirunnar.

Innlent
Fréttamynd

Vilja loka leikskólum milli jóla og nýárs

Leikskólakennarar og stjórnendur leikskóla hafa áhyggjur af stöðu leikskóla landsins vegna fjölda þeirra sem smitast af Covid-19 þessa dagana. Þau vilja að leikskólum verði lokað milli jóla og nýárs.

Innlent
Fréttamynd

Hvað erum við að gera í skóla­málum?

Þegar kemur að því að búa til betri framtíð er ekkert mikilvægara en öflugt og gott skólakerfi, sem býr börn undir það að vera upplýstir og öflugir þátttakendur í samfélaginu. Þar höfum við tækifæri til að lágmarka skaða sem annars gæti undið upp á sig, og til að kenna þá færni sem fólk þarf að hafa til að takast á við áskoranir framtíðarinnar.

Skoðun