Þýski boltinn

Fréttamynd

Bayern Munchen og Werder Bremen skildu jöfn

Meisturum Bayern Munchen í Þýskalandi mistókst að blanda sér af alvöru í toppbaráttuna í úrvalsdeildinni í dag en þá gerði liðið 1-1 jafntefli við Werder Bremen á heimavelli sínum í Munchen. Bayern spilaði einn sinn besta leik á tímabilinu og aðeins einstök óheppni og klaufaskapur upp við mark Bremen kom í veg fyrir sigur liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Gunnar Heiðar byrjaði hjá Hanover

Landsliðsmaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson spilaði í 72 mínútur fyrir lið sitt Hanover þegar það gerði 1-1 jafntefli við topplið Schalke í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Gunnar Heiðar er greinilega að komast í fyrra form, en hann hefur verið þjakaður af meiðslum stærstan hluta tímabilsins. Forysta Schalke á toppnum í Þýskalandi minnkar stöðugt.

Fótbolti
Fréttamynd

Ziege kominn á skrifstofuna

Fyrrum knattspyrnumaðurinn Christian Ziege hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá þýska úrvalsdeildarfélaginu Gladbach. Ziege spilaði á sínum tíma 68 landsleiki fyrir Þjóðverja og spilaði með liðum eins og Liverpool, Tottenham og AC Milan. Gladbach er í mikilli fallbaráttu í þýsku úrvalsdeildinni og hefur þetta fornfræga félag verið í vandræðum síðustu ár.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern aftur í baráttuna

Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen unnu mikilvægan 3-2 útisigur á Hertha Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Bayern hafði tapað fimm útileikjum í röð fyrir sigurinn í dag og er liðið nú aðeins sex stigum á eftir toppliði Schalke sem er í bullandi vandræðum þessa dagana.

Fótbolti
Fréttamynd

Santa Cruz: Komið og náið í mig

Framherjinn Roque Santa Cruz hjá Bayern Munchen er orðinn hundleiður á að sitja á varamannabekknum hjá þýsku meisturunum og skorar á lið í ensku eða spænsku úrvalsdeildinni að kaupa sig.

Fótbolti
Fréttamynd

Fimm leikja bann fyrir Rambo-árás

Brasilíski miðjumaðurinn Lincoln hjá Schalke var í dag dæmdur í fimm leikja keppnisbann fyrir að veita Bernd Schneider hjá Bayer Leverkusen hnefahögg í leik liðanna í Gelsenkirchen um helgina. Tilþrifum þess brasilíska var lýst sem Rambo árás í þýskum fjölmiðlum.

Fótbolti
Fréttamynd

Schalke tapaði óvænt á heimavelli

Topplið þýsku úrvalsdeildarinnar, Schalke, mátti þola að bíða í lægri hlut á heimavelli sínum gegn Bayer Leverkusen í dag, 0-1. Þeim til happs náðu helstu keppinautarnir í Werder Bremen aðeins jafntefli gegn Borussia Moenchengladbach og er því forysta liðsins á toppnum áfram fimm stig.

Fótbolti
Fréttamynd

Mikilvægur sigur Bayern Munchen

Bayern Munchen vann 2-1 sigur á Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni í dag og færðist nær toppliðum deildarinnar. Stuttgart náði aðeins markalausu jafntefli gegn Stuttgart á heimavelli en heldur þó öðru sæti deildarinnar. Efstu lið deildarinnar, Schalke og og Werder Bremen, spila ekki fyrr en á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Tap hjá Bayern og Bremen

Schalke hefur enn fimm stiga forskot í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir leiki dagsins. Schalke þurfti að sætta sig við jafntefli við Wolfsburg 2-2 þar sem Kevin Kuranyi skoraði bæði mörk Schalke, en Stuttgart skaust í annað sætið með sigri á Frankfurt 4-0. Bremen tapaði þriðja leiknum í röð þegar það lá fyrir Hamburg og Bayern tapaði 1-0 fyrir Aachen aðeins nokkrum dögum áður en liðið mætir Real Madrid í Meistaradeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Van der Vaart heldur tryggð við HSV

Fyrirliði Hamburger Sportverein, Rafael van der Vaart, reiknar með því að halda áfram að spila með þýska liðinu enda þótt það falli úr þýsku Bundesligunni. Hann er samningsbundinn félaginu til 2010.

Fótbolti
Fréttamynd

Altintop segist vera á leið til Bayern

Tyrkneski miðjumaðurinn Hamit Altintop hjá Schalke segist ætla ganga í raðir meistara Bayern Munchen í sumar. Altintop hefur ekki átt fast sæti í liði Schalke í vetur, en hann hefur þegar tilkynnt að hann ætli að fara frá félaginu í sumar þegar verður með lausa samninga.

Fótbolti
Fréttamynd

Fólk eins og Victoria Beckham er að drepa fótboltann

Uli Hoeness, framkvæmdastjóri Bayern Munchen, segir að fólk eins og Victoria Beckham sé að ganga að knattspyrnunni dauðri. Hoeness segir að það sé konu David Beckham að kenna að einn af hæfileikaríkustu knattspyrnumönnum Evrópu sé nú að hverfa á braut.

Fótbolti
Fréttamynd

Schalke í góðri stöðu í Þýskalandi

Schalke er komið með sex stiga forskot á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta en í dag vann liðið góðan 2-0 sigur á Hertha Berlín. Á sama tíma máttu helstu keppinautarnir í Werder Bremen þola skell gegn Stuttgart þar sem lokatölur urðu 4-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Mörkin hjá Hamburg of lítil

Allt hefur gengið á afturfótunum hjá liði Hamburg í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í vetur og hefur liðið skorað fæst mörk allra í deildinni. Blaðamaður Hamburger Abendblatt hefur fundið lausnina á þessu og segir mörkin á Hamburg Arena einfaldlega vera of lítil.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern: Ekki í viðræðum við Mourinho

Forráðamenn Bayern Munchen sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem það var tekið skýrt fram að félagið væri ekki enn komið í formlegar viðræður við þjálfara til að taka við liðinu á næstu leiktíð, en Ottmar Hitzfeld hefur enn sem komið er aðeins samþykkt að stýra því út leiktíðina.

Fótbolti
Fréttamynd

Kahn: Örvænting í vörninni hjá Bayern

Markvörðurinn Oliver Kahn segir að örvænting ríki í varnarleik Þýskalandsmeistara Bayern Munchen og segir að gríðarlegar breytingar verði að eiga sér stað innan liðsins ef það eigi að tryggja sér Evrópusæti í deildinni í vor. Bayern steinlá 3-0 fyrir Nurnberg um helgina og situr nú í fjórða sæti deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Óskemmtileg endurkoma Hargreaves

Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves sneri aftur með liði Bayern Munchen í gærkvöldi eftir langa fjarveru vegna fótbrots. Ekki er hægt að segja að frumraun Hargreaves og nýja þjálfarans Ottmar Hitzfeld hafi verið glæsileg, því meistararnir steinlágu fyrir Nurnberg 3-0.

Fótbolti
Fréttamynd

Magath snerist hugur

Þýska úrvalsdeildarfélagið hefur nú loks ráðið nýjan þjálfara til að taka við af Thomas Doll sem rekinn var á dögunum, en það verður ekki Felix Magath eins og fyrst var talið, heldur Hollendingurinn Huub Stevens. Sá leiddi Schalke til sigurs í Evrópukeppni félagsliða árið 1997.

Fótbolti
Fréttamynd

Magath að taka við Hamburg

Þýskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Felix Magath verði ráðinn knattspyrnustjóri botnliðs Hamburg á næsta sólarhring. Þessi tíðindi koma aðeins einum degi eftir að hann var rekinn frá meisturum Bayern Munchen, en mikil uppstokkun hefur verið í þjálfaramálum í þýsku úrvalsdeildinni síðustu daga.

Fótbolti
Fréttamynd

Magath rekinn frá Bayern Munchen

Það er ekki tekið út með sældinni að vera knattspyrnustjóri Bayern Munchen, en þýskir fjölmiðlar greina frá því nú eftir hádegið að félagið hafi rekið þjálfarann Felix Magath úr starfi í kjölfar lélegs gengis liðsins í undanförnum leikjum. Magath hafði stýrt liði Bayern til sigurs í deild og bikar bæði árin sín hjá félaginu. Það verður fyrrum þjálfari liðsins, Ottmar Hitzfeltd, sem tekur við það sem eftir lifir leiktíðar.

Fótbolti
Fréttamynd

Magath: Við höfum saknað Hargreaves

Felix Magath, þjálfari Bayern Munchen, segir að Owen Hargreaves hafi verið sárlega saknað á miðju þýska liðsins upp á síðkastið en fjórir mánuðir eru síðan enski landsliðsmaðurinn fótbrotnaði. Hann er hins vegar byrjaður að æfa á fullum krafti að nýju og gæti leikið sinn fyrsta leik eftir meiðslin gegn Bochum á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Werder Bremen aftur á toppinn í Þýskalandi

Schalke sat sat um sólarhring í toppsæti þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta en Werder Bremen endurheimti sætið með öruggum 3-0 sigri á Hanover í sínum fyrsta leik eftir vetrarfrí í dag. Gunnar Heiðar Þorvaldsson var ekki í leikmannahóp Hanover.

Fótbolti
Fréttamynd

Schalke á toppinn í þýsku úrvalsdeildinni

Schalke er komið með þriggja stiga forystu í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á Frankfurt í dag. Helstu keppinautarnir í Werder Bremen eiga þó leik til góða á móti Hanover á morgun en Bayern Munchen er sex stigum á eftir Shalke eftir tap gegn Dortmund í gærkvöldi.

Fótbolti
Fréttamynd

Dýrt tap hjá meisturum Bayern

Þýska úrvalsdeildin hófst aftur í kvöld eftir vetrarhlé með stórleik Dortmund og Bayern Munchen á Westfallenstadion. Heimamenn höfðu mikilvægan 3-2 sigur og því sitja meistarar Bayern enn í þriðja sæti deildarinnar. Alexander Frei skoraði tvívegis fyrir Dortmund og Tinga eitt, en þeir Daniel van Buyten og Roy Makaay fyrir Bayern.

Fótbolti
Fréttamynd

Nowotny leggur skóna á hilluna

Þýski varnarjaxlinn Jens Nowotny hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Nowotny, sem er 33 ára gamall, hefur átt við þrálát hnémeiðsli að stríða undanfarin ár og gerði garðinn frægan með þýska landsliðinu og Bayer Leverkusen. Hann spilaði 48 leiki fyrir þýska landsliðið og var nú síðast á mála hjá liði Dinamo Zagreb.

Fótbolti
Fréttamynd

Babbel íhugar að hætta

Þýski miðjumaðurinn Markus Babbel hjá Stuttgart segist vera að íhuga að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Babbel lék á árum áður með Liverpool og Blackburn og varð Evrópumeistari með Þjóðverjum árið 1996. Babbel er 34 ára gamall og á að baki 51 landsleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Sebastian Deisler leggur skóna á hilluna

Þýski miðjumaðurinn Sebastian Deisler hjá Bayern Munchen hélt blaðamannafund í morgun þar sem hann tilkynnti að hann væri hættur að leika knattspyrnu, aðeins 27 ára að aldri. Deisler þótti einhver efnilegasti leikmaður Þýskalands á sínum tíma en hefur aldrei náð ferlinum á fullan skrið vegna meiðsla og þunglyndis. Hann sagðist hætta því hann hefði einfaldlega ekki gaman af að spila fótbolta lengur.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern hefur áhuga á Robben

Forráðamenn þýska félagsins Bayern Munchen hafa gefið það upp að þeir hafi mikinn áhuga á að fá til sín hollenska vængmanninn Arjen Robben hjá Chelsea. Þessar fréttir komu upp úr kafinu í kjölfar þess að Chelsea er sagt hafa blandað sér í hóp þeirra liða sem vilja fá Owen Hargreaves frá Bayern.

Fótbolti
Fréttamynd

Atouba enn til vandræða

Kamerúninn Timothee Atouba hjá þýska liðinu Hamburg er enn og aftur búinn að koma sér í ónáð hjá forráðamönnum félagsins og var í dag sendur heim úr æfingaferðalagi liðsins í Dubai.

Fótbolti