Ítalski boltinn Crespo vill vera áfram hjá Milan Argentínumaðurinn Hernan Crespo er staðráðinn í að vera áfram innan raða ítalska liðsins AC Milan en hann er í láni hjá félaginu frá Chelsea þangað til í sumar. Sport 13.10.2005 19:00 Buffon að framlengja Juventus ætla að framlengja samning sinn við ítalska landsliðsmarkvörðinn Gianluigi Buffon til að fæla frá áhugasöm lið á borð við Real Madird, en spænsku risarnir hafa mikin áhuga á markverðinum snjalla og hafa þegar boðið 30 milljón evrur sem forráðamenn Juventus höfnuðu. Sport 13.10.2005 18:59 Crespo var nálægt því að hætta Argentínski landsliðsmaðurinn Hernan Crespo viðurkenndi á dögunum að hann hefði verið nálægt því að leggja skónna á hilluna meðan á dvöl hans hjá Chelsea stóð. Sport 13.10.2005 18:58 Real minnkaði forskotið Real Madrid minnkaði forskot Barcelona niður í ellefu stig í spænsku úrvalsdeildinni eftir sigur á Malaga, 1-0. Roberto Carlos skoraði sigurmarkið. Þá endurheimti AC Milan efsta sætið á Ítalíu eftir 2-0 útisigur á Roma. Sport 13.10.2005 18:56 Juventus áfram á sigurbraut Juventus sigraði Reggina 1-0 með marki Alessandro Del Piero í fótboltanum á Ítalíu í gærkvöldi. Juventus hefur þriggja stiga forystu á AC Milan en Mílanómenn geta endurheimt forystuna takist þeim að sigra Roma í Rómaborg í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og hann verður sýndur beint á Sýn 2. Siena vann Lazio 1-0 í gærkvöldi. Króatinn Igor Tudor skoraði markið. Sport 13.10.2005 18:56 Maldini hjá Milan til 2007 Paolo Maldini, fyrirliði AC Milan, framlengdi í gær samning sinn við Mílanóliðið til loka júní 2007. Maldini er 36 ára en hann lék fyrsta leik sinn fyrir AC Milan í janúar 1985. Sport 13.10.2005 18:56 Cagliari áfram þrátt fyrir tap Sampdoria vann Cagliari 3-2 í ítölsku bikarkeppninni í knattspyrnu í gærkvöldi en sigurinn dugði ekki því Cagliari vann fyrri leikinn 2-0 og mætir Inter Milan í undanúrslitum. Sport 13.10.2005 18:56 Udinese sló AC Milan út Udinese sló AC Milan út í 8-liða úrslitum ítölsku bikarkeppninnar í gærkvöldi. Udinese vann seinni leikinn 4-1 og báða leikina samanlagt 6-4. Þá komst Roma einnig í 8-liða úrslit á kostnað Fiorentina. Sport 13.10.2005 18:55 Enn eitt jafnteflið hjá Inter Internationale gerði enn eitt jafnteflið í ítölsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Lazio og Inter gerðu jafntefli, 1-1. Antonio Filippini skoraði mark Lazio en Julio Crus fyrir Inter. Þá gerðu Lecce og Fiorentina jafntefli, 2-2. Leikur Chievo og Juventus verður sýndur á Sýn klukkan 20 í kvöld. Sport 13.10.2005 18:54 Di Canio sektaður Ítalski framherjinn Paulo di Canio, sem leikur með Lazio, var í dag sektaður af aganefnd ítalska knattspyrnusambandsins fyrir að heilsa stuðningsmönnum Lazio með fasistakveðju í sigurleik liðsins gegn erkifjendunum í Roma fyrr í vetur. Sport 13.10.2005 18:53 Stam semur við Milan Hollenski miðvörðurinn Jaap Stam hefur framlengt samning sinn við AC Milan um eitt ár. Sport 13.10.2005 18:53 Frekar Gattuso en Keane Carlo Ancelotti, framkvæmdastjóri AC Milan, sagði í viðtali í dag að hann myndi aldrei skipta á Gennaro Gattuso og Roy Keane, leikmanni Manchester United. Gattuso, sem er fyrrum leikmaður Rangers í Skotlandi, hefur verið orðaður við flutning á Old Trafford þar sem hann yrði eftirmaður Roy Keane. Sport 13.10.2005 18:53 Slegist á æfingu hjá Fiorentina Tveir leikmenn ítalska liðins Fiorentina lentu í slagsmálum á æfingu í gærkvöldi. Sport 13.10.2005 18:52 Óbreytt staða á Ítalíu Óbreytt staða er í fótboltanum á Ítalíu eftir leiki helgarinnar. AC Milan og Juventus, sem unnu bæði leik sína á laugardag, eru með 60 stig þegar 27 umferðir eru búnar. Sport 13.10.2005 18:52 AC Milan og Juventus enn efst Juventus sigraði Roma 2-1 á Ólympíuleikvanginum í Rómaborg í miklum slagsmálaleik í gær og AC Milan tryggði sér naumlega sigur á Atalanta. Liðin eru því enn efst í ítölsku knattspyrnunni með jafnmörg stig, eða 60. Sport 13.10.2005 18:52 Adriano tryggði Inter sigur Inter vann í dag Lecce í ítölsku úrvalsdeildinni með tveimur mörkum gegn einu. Þetta var aðeins tíundi sigur Inter á leiktíðinni en liðið er þrátt fyrir það í fjórða sæti deildarinnar, með 46 stig, en Sampdoria, sem vann Chievo Verona 1-0 í dag, er sæti ofar með 47 stig. Adriano tryggði Inter sigur með marki úr vítaspyrnu á 87. mínútu. Sport 13.10.2005 18:52 Gattuso vill fara til United Miðjumaðurinn harðsnúni, Gennaro Gattuso hjá AC Milan, hefur heldur betur komið á óvart með því að lýsa því yfir að hann vilji leika með Manchester United í náinni framtíð, aðeins tveimur dögum áður en Milan tekur á móti United í síðari leik 16-liða úrslita meistaradeildar Evrópu. Sport 13.10.2005 18:52 AC Milan í lykilstöðu? AC Milan er í lykilstöðu í einvígi sínu við Juventus um ítalska meistaratitilinn. Sport 13.10.2005 18:51 Antonioli framlengir hjá Sampdoria Sampdoria hefur tryggt sér þjónustu hins reynslumikla markvarðar Francesco Antonioli, en hann skrifaði undir 12 mánaða framlengingu við félagið. Hinn 35 ára gamli Antonioli hefur spilað gríðarlega vel fyrir Sampdoria á tímabilinu og aðeins fengið á sig 17 mörk í 25 leikjum, en hann kom frá Roma árið 2003. Sport 13.10.2005 18:51 AC Milan enn efst AC Milan situr í toppsætinu í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir leiki helgarinnar, en Milan sigraði granna sína í Inter 1-0 í gærkvöld. Það var Kaká sem skoraði sigurmark Milan þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Milan er á toppnum með 57 stig, sama stigafjölda og Juventus sem er sæti neðar vegna lakari markamunar, en Juventus sigraði Siena 3-0. Sport 13.10.2005 18:50 Nedved illa meiddur Pavel Nedved hlaut slæm meiðsli í leik með liði sínu Juventus gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku. Sport 13.10.2005 18:50 Shevchenko frá fram yfir páska Nú er ljóst að AC Milan verður án úkraínsku markamaskínunnar Andriy Shevchenko næsta mánuðinn en það fékkst staðfest í dag þegar hann gekkst undir læknisaðgerð á Ítalíu. Settar voru málmplötur í andlit leikmannsins í aðgerðinni sem að sögn heppnaðist fullkomlega. Þessi tíðindi þýða að Milan verður án Shevchenko í báðum leikjum sínum gegn Man Utd í Meistaradeildinni og ekki von á honum í slaginn fyrr en í fyrsta lagi eftir páska. Sport 13.10.2005 18:48 AC Milan á toppnum AC Milan er á toppnum ítölsku 1. deildarinnar með 54 stig, rétt eins og Juventus sem er í öðru sæti með lakara markahlutfall. Inter vermir þriðja sæti með 43 stig og síðan koma Udinese og Sampdoria með 41. Sport 13.10.2005 18:48 Inter rúllaði Atalanta upp Í átta liða úrslitum bikarkeppninnar á Ítalíu í gær vann Inter Atalanta, 3-0, og 4-0 samanlagt. Á Spáni vann Atletico Madrid Numancia, 1-0, í síðari leik liðanna. Hearts sigraði Kilmarnock, 3-1, í 16-liða úrslitum skosku bikarkeppninnnar en Hjálmar Þórarinsson kom inn á sem varmaður í liði Hearts þegar sex mínútur voru til leiksloka. Sport 13.10.2005 18:47 AC Milan fylgir Juventus eftir AC Milan lagði Reggina að velli, 1-0, á útivelli í ítalska boltanum í gærkvöldi. Eina mark leiksins var sjálfsmark. AC Milan er tveimur stigum á eftir efsta liðinu Juventus en Juve lagði Udinese að velli 2-1 í gær. Sport 13.10.2005 18:47 Inter enn taplaust Á Ítalíu voru tveir leikir á dagskrá í gær. Lazio vann Atalanta með tveimur mörkum gegn einu og Inter sigraði Roma, 2-0. Sport 13.10.2005 18:46 Juventus aftur á beinu brautina Juventus komst í dag aftur á beinu brautina í ítölsku úrvalsdeildinni eftir tvo tapleiki í röð. Juve vann Udinese á heimavelli, 2-1, með mörkum frá Svíanum Zlatan Ibrahimovic og Mauro Camoranesi. David di Michele minnkaði muninn fyrir Udinese í blálok leiksins. Juve hefur því fimm stiga forystu á AC Milan, sem á leik til góða í kvöld. Sport 13.10.2005 18:46 Aftur tapar Juventus Óvænt úrslit urðu í ítölsku úrvalsdeildinni í gær þegar topplið Juventus tapaði öðrum leik sínum í röð, að þessu sinni gegn Palermo 1-0. Juventus hefur enn fimm stiga forskot á AC Milan sem á leik til góða gegn Lazio í dag. Sampdoria sigraði Fiorentina með 3 mörkum gegn engu. Fiorentina lék með aðeins níu leikmenn í 80 mínútur þar sem tveir leikmenn liðsins voru reknir af velli. Sport 13.10.2005 15:32 Milan dregur á Juventus Níu leikir fóru fram í ítölsku Seria A deildinni í knattspyrnu í kvöld. Sport 13.10.2005 18:45 Fiorentina eyðslusamir Fiorentina keypti í dag rúmenska undrabarnið Valeri Bojinov frá Lecce, en Bojinov þessi er aðeins átján ára og hefur skorað 11 mörk í ítölsku deildinni í vetur. Kaupverðið er um 9.3 milljónir punda og fer Jamie Andreas Valdes, miðjumaður frá Chile, til Lecce sem hluti af kaupverðinu. Sport 13.10.2005 15:30 « ‹ 195 196 197 198 199 ›
Crespo vill vera áfram hjá Milan Argentínumaðurinn Hernan Crespo er staðráðinn í að vera áfram innan raða ítalska liðsins AC Milan en hann er í láni hjá félaginu frá Chelsea þangað til í sumar. Sport 13.10.2005 19:00
Buffon að framlengja Juventus ætla að framlengja samning sinn við ítalska landsliðsmarkvörðinn Gianluigi Buffon til að fæla frá áhugasöm lið á borð við Real Madird, en spænsku risarnir hafa mikin áhuga á markverðinum snjalla og hafa þegar boðið 30 milljón evrur sem forráðamenn Juventus höfnuðu. Sport 13.10.2005 18:59
Crespo var nálægt því að hætta Argentínski landsliðsmaðurinn Hernan Crespo viðurkenndi á dögunum að hann hefði verið nálægt því að leggja skónna á hilluna meðan á dvöl hans hjá Chelsea stóð. Sport 13.10.2005 18:58
Real minnkaði forskotið Real Madrid minnkaði forskot Barcelona niður í ellefu stig í spænsku úrvalsdeildinni eftir sigur á Malaga, 1-0. Roberto Carlos skoraði sigurmarkið. Þá endurheimti AC Milan efsta sætið á Ítalíu eftir 2-0 útisigur á Roma. Sport 13.10.2005 18:56
Juventus áfram á sigurbraut Juventus sigraði Reggina 1-0 með marki Alessandro Del Piero í fótboltanum á Ítalíu í gærkvöldi. Juventus hefur þriggja stiga forystu á AC Milan en Mílanómenn geta endurheimt forystuna takist þeim að sigra Roma í Rómaborg í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og hann verður sýndur beint á Sýn 2. Siena vann Lazio 1-0 í gærkvöldi. Króatinn Igor Tudor skoraði markið. Sport 13.10.2005 18:56
Maldini hjá Milan til 2007 Paolo Maldini, fyrirliði AC Milan, framlengdi í gær samning sinn við Mílanóliðið til loka júní 2007. Maldini er 36 ára en hann lék fyrsta leik sinn fyrir AC Milan í janúar 1985. Sport 13.10.2005 18:56
Cagliari áfram þrátt fyrir tap Sampdoria vann Cagliari 3-2 í ítölsku bikarkeppninni í knattspyrnu í gærkvöldi en sigurinn dugði ekki því Cagliari vann fyrri leikinn 2-0 og mætir Inter Milan í undanúrslitum. Sport 13.10.2005 18:56
Udinese sló AC Milan út Udinese sló AC Milan út í 8-liða úrslitum ítölsku bikarkeppninnar í gærkvöldi. Udinese vann seinni leikinn 4-1 og báða leikina samanlagt 6-4. Þá komst Roma einnig í 8-liða úrslit á kostnað Fiorentina. Sport 13.10.2005 18:55
Enn eitt jafnteflið hjá Inter Internationale gerði enn eitt jafnteflið í ítölsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Lazio og Inter gerðu jafntefli, 1-1. Antonio Filippini skoraði mark Lazio en Julio Crus fyrir Inter. Þá gerðu Lecce og Fiorentina jafntefli, 2-2. Leikur Chievo og Juventus verður sýndur á Sýn klukkan 20 í kvöld. Sport 13.10.2005 18:54
Di Canio sektaður Ítalski framherjinn Paulo di Canio, sem leikur með Lazio, var í dag sektaður af aganefnd ítalska knattspyrnusambandsins fyrir að heilsa stuðningsmönnum Lazio með fasistakveðju í sigurleik liðsins gegn erkifjendunum í Roma fyrr í vetur. Sport 13.10.2005 18:53
Stam semur við Milan Hollenski miðvörðurinn Jaap Stam hefur framlengt samning sinn við AC Milan um eitt ár. Sport 13.10.2005 18:53
Frekar Gattuso en Keane Carlo Ancelotti, framkvæmdastjóri AC Milan, sagði í viðtali í dag að hann myndi aldrei skipta á Gennaro Gattuso og Roy Keane, leikmanni Manchester United. Gattuso, sem er fyrrum leikmaður Rangers í Skotlandi, hefur verið orðaður við flutning á Old Trafford þar sem hann yrði eftirmaður Roy Keane. Sport 13.10.2005 18:53
Slegist á æfingu hjá Fiorentina Tveir leikmenn ítalska liðins Fiorentina lentu í slagsmálum á æfingu í gærkvöldi. Sport 13.10.2005 18:52
Óbreytt staða á Ítalíu Óbreytt staða er í fótboltanum á Ítalíu eftir leiki helgarinnar. AC Milan og Juventus, sem unnu bæði leik sína á laugardag, eru með 60 stig þegar 27 umferðir eru búnar. Sport 13.10.2005 18:52
AC Milan og Juventus enn efst Juventus sigraði Roma 2-1 á Ólympíuleikvanginum í Rómaborg í miklum slagsmálaleik í gær og AC Milan tryggði sér naumlega sigur á Atalanta. Liðin eru því enn efst í ítölsku knattspyrnunni með jafnmörg stig, eða 60. Sport 13.10.2005 18:52
Adriano tryggði Inter sigur Inter vann í dag Lecce í ítölsku úrvalsdeildinni með tveimur mörkum gegn einu. Þetta var aðeins tíundi sigur Inter á leiktíðinni en liðið er þrátt fyrir það í fjórða sæti deildarinnar, með 46 stig, en Sampdoria, sem vann Chievo Verona 1-0 í dag, er sæti ofar með 47 stig. Adriano tryggði Inter sigur með marki úr vítaspyrnu á 87. mínútu. Sport 13.10.2005 18:52
Gattuso vill fara til United Miðjumaðurinn harðsnúni, Gennaro Gattuso hjá AC Milan, hefur heldur betur komið á óvart með því að lýsa því yfir að hann vilji leika með Manchester United í náinni framtíð, aðeins tveimur dögum áður en Milan tekur á móti United í síðari leik 16-liða úrslita meistaradeildar Evrópu. Sport 13.10.2005 18:52
AC Milan í lykilstöðu? AC Milan er í lykilstöðu í einvígi sínu við Juventus um ítalska meistaratitilinn. Sport 13.10.2005 18:51
Antonioli framlengir hjá Sampdoria Sampdoria hefur tryggt sér þjónustu hins reynslumikla markvarðar Francesco Antonioli, en hann skrifaði undir 12 mánaða framlengingu við félagið. Hinn 35 ára gamli Antonioli hefur spilað gríðarlega vel fyrir Sampdoria á tímabilinu og aðeins fengið á sig 17 mörk í 25 leikjum, en hann kom frá Roma árið 2003. Sport 13.10.2005 18:51
AC Milan enn efst AC Milan situr í toppsætinu í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir leiki helgarinnar, en Milan sigraði granna sína í Inter 1-0 í gærkvöld. Það var Kaká sem skoraði sigurmark Milan þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Milan er á toppnum með 57 stig, sama stigafjölda og Juventus sem er sæti neðar vegna lakari markamunar, en Juventus sigraði Siena 3-0. Sport 13.10.2005 18:50
Nedved illa meiddur Pavel Nedved hlaut slæm meiðsli í leik með liði sínu Juventus gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku. Sport 13.10.2005 18:50
Shevchenko frá fram yfir páska Nú er ljóst að AC Milan verður án úkraínsku markamaskínunnar Andriy Shevchenko næsta mánuðinn en það fékkst staðfest í dag þegar hann gekkst undir læknisaðgerð á Ítalíu. Settar voru málmplötur í andlit leikmannsins í aðgerðinni sem að sögn heppnaðist fullkomlega. Þessi tíðindi þýða að Milan verður án Shevchenko í báðum leikjum sínum gegn Man Utd í Meistaradeildinni og ekki von á honum í slaginn fyrr en í fyrsta lagi eftir páska. Sport 13.10.2005 18:48
AC Milan á toppnum AC Milan er á toppnum ítölsku 1. deildarinnar með 54 stig, rétt eins og Juventus sem er í öðru sæti með lakara markahlutfall. Inter vermir þriðja sæti með 43 stig og síðan koma Udinese og Sampdoria með 41. Sport 13.10.2005 18:48
Inter rúllaði Atalanta upp Í átta liða úrslitum bikarkeppninnar á Ítalíu í gær vann Inter Atalanta, 3-0, og 4-0 samanlagt. Á Spáni vann Atletico Madrid Numancia, 1-0, í síðari leik liðanna. Hearts sigraði Kilmarnock, 3-1, í 16-liða úrslitum skosku bikarkeppninnnar en Hjálmar Þórarinsson kom inn á sem varmaður í liði Hearts þegar sex mínútur voru til leiksloka. Sport 13.10.2005 18:47
AC Milan fylgir Juventus eftir AC Milan lagði Reggina að velli, 1-0, á útivelli í ítalska boltanum í gærkvöldi. Eina mark leiksins var sjálfsmark. AC Milan er tveimur stigum á eftir efsta liðinu Juventus en Juve lagði Udinese að velli 2-1 í gær. Sport 13.10.2005 18:47
Inter enn taplaust Á Ítalíu voru tveir leikir á dagskrá í gær. Lazio vann Atalanta með tveimur mörkum gegn einu og Inter sigraði Roma, 2-0. Sport 13.10.2005 18:46
Juventus aftur á beinu brautina Juventus komst í dag aftur á beinu brautina í ítölsku úrvalsdeildinni eftir tvo tapleiki í röð. Juve vann Udinese á heimavelli, 2-1, með mörkum frá Svíanum Zlatan Ibrahimovic og Mauro Camoranesi. David di Michele minnkaði muninn fyrir Udinese í blálok leiksins. Juve hefur því fimm stiga forystu á AC Milan, sem á leik til góða í kvöld. Sport 13.10.2005 18:46
Aftur tapar Juventus Óvænt úrslit urðu í ítölsku úrvalsdeildinni í gær þegar topplið Juventus tapaði öðrum leik sínum í röð, að þessu sinni gegn Palermo 1-0. Juventus hefur enn fimm stiga forskot á AC Milan sem á leik til góða gegn Lazio í dag. Sampdoria sigraði Fiorentina með 3 mörkum gegn engu. Fiorentina lék með aðeins níu leikmenn í 80 mínútur þar sem tveir leikmenn liðsins voru reknir af velli. Sport 13.10.2005 15:32
Milan dregur á Juventus Níu leikir fóru fram í ítölsku Seria A deildinni í knattspyrnu í kvöld. Sport 13.10.2005 18:45
Fiorentina eyðslusamir Fiorentina keypti í dag rúmenska undrabarnið Valeri Bojinov frá Lecce, en Bojinov þessi er aðeins átján ára og hefur skorað 11 mörk í ítölsku deildinni í vetur. Kaupverðið er um 9.3 milljónir punda og fer Jamie Andreas Valdes, miðjumaður frá Chile, til Lecce sem hluti af kaupverðinu. Sport 13.10.2005 15:30