Ítalski boltinn

Fréttamynd

Klæðskiptingar kúguðu Ronaldo

Framherjinn Ronaldo hjá AC Milan komst í fréttirnar á röngum forsendum í dag. Hann sat yfirheyrslu hjá lögreglu eftir slæm viðskipti við þrjá klæðskiptinga á hóteli í Rio í heimalandi sínu.

Fótbolti
Fréttamynd

Markmiðinu náð hjá Juventus

Í herbúðum Juventus eru menn með bros á vör en liðið hefur náð markmiði sínu á þessu tímabili. Eftir að hafa komið upp úr B-deildinni fyrir leiktíðina er nú ljóst að það verður Meistaradeildarbolti hjá Juventus á þeirri næstu.

Fótbolti
Fréttamynd

Fljótust í 4-0

Roma og Juventus voru heldur betur í stuði í ítalska boltanum í dag og komust í 4-0 á 32 og 33 mínútum í leikjum sínum. Þau urðu fyrstu liðin til að vera svo fljót að komast í 4-0 í leik í A-deildinni í nær áratug.

Fótbolti
Fréttamynd

Ítalía: Inter skrefi nær titlinum

Toppliðin Inter og Roma á Ítalíu unnu bæði leiki sína í A-deildinni í dag og fyrir vikið færðist Inter skrefi nær þriðja meistaratitlinum í röð. Liðið hefur sex stiga forskot á toppnum og getur tryggt sér titilinn með sigri á AC Milan um næstu helgi.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter getur jafnað árangur granna sinna

Ítalska liðið Inter Milan getur jafnað árangur granna sinna í AC Milan um helgina þegar hagstæð úrslit geta tryggt því 14. meistaratitilinn. Mílanóliðin eiga þó enn langt í Juventus, sem hefur unnið titilinn 25 sinnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Pirlo bjartsýnn fyrir EM

Andrea Pirlo er allt að því sigurviss fyrir Evrópumót landsliða á komandi sumri. Þessi 28 ára leikmaður var í ítalska landsliðinu sem vann HM fyrir tveimur árum og er bjartsýnn á að liðið geti endurtekið leikinn í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter hefur áhuga á Hleb

Roberto Mancini, þjálfari Inter, hefur staðfest að Alexander Hleb sé á óskalista sínum fyrir sumarið. Hleb er í herbúðum Arsenal og hefur oft verið orðaður við Inter síðustu mánuði.

Enski boltinn
Fréttamynd

Jafntefli hjá Bröndby

Stefán Gíslason kom inn á sem varamaður er Bröndby gerði 2-2 jafntefli við botnlið Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan vill til Spánar eða Englands

Zlatan Ibrahimovic, sóknarmaður Inter, segist vilja spila á Spáni eða Englandi. Þessi skemmtilegi 27 ára leikmaður er nú í heimalandi sínu, Svíþjóð, að jafna sig af meiðslum í hné.

Fótbolti
Fréttamynd

Berlusconi hættir hjá AC Milan

Silvio Berlusconi hyggst hætta sem forseti hjá AC Milan eftir að hann tekur sæti forsætisráðherra Ítalíu í þriðja sinn í næsta mánuði.

Fótbolti
Fréttamynd

Soros vill kaupa Roma

Auðkýfingurinn George Soros hefur áhuga á að kaupa ítalska liðið Roma. Í yfirlýsingu frá Roma er staðfest að viðræður um kaupin hafi átt sér stað. Fyrirtækið Italpetroli á í dag 67% hlut í félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter neitar sögum um Mourinho

Massimo Moratti, forseti Inter, hefur neitað þeim sögusögnum að félagið sé búið að ná samkomulagi við Jose Mourinho um að hann taki við stjórnartaumum liðsins í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

AC Milan slátraði Reggina

Emil Hallfreðsson var ekki í leikmannahópi Reggina sem tapaði, 5-1, fyrir AC Milan á útivelli í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Ferill Maldini á enda?

Vera má að goðsögnin Paolo Maldini hjá AC Milan hafi spilað sinn síðasta leik fyrir félagið, en hann meiddist á læri á æfingu liðsins í gær og er talinn tæpur fyrir síðustu leiki Milan á leiktíðinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Carrick og Brown framlengja

Sir Alex Ferguson hefur staðfest að þeir Rio Ferdinand, Michael Carrick og Wes Brown hafa allir framlengt samning sinn við Manchester United.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan heim til Svíþjóðar

Zlatan Ibrahimovic fer á morgun heim til Svíþjóðar þar sem hann mun freista þess að ná sér góðum af hnémeiðslum sem hafa verið að hrjá hann. Tímabilið er sennilega búið hjá honum.

Fótbolti
Fréttamynd

Fer Gattuso frá Milan í sumar?

Forráðamenn AC Milan hyggjast taka til í herbúðum félagsins á komandi sumri. Talið er að miðjumaðurinn Gennaro Gattuso verði meðal þeirra sem yfirgefi liðið en hann hefur ollið vonbrigðum á tímabilinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter með í baráttunni um Ronaldinho

Ítalíumeistarar Inter eru með í baráttunni um brasilíska sóknarmanninn Ronaldinho hjá Barcelona. Sagt hefur verið að búið sé að ganga frá munnlegu samkomulagi um að Ronaldinho fari til AC Milan í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Opið fyrir Shevchenko

Í ítölskum fjölmiðlum síðustu daga hefur mikið verið fjallað um hugsanlega endurkomu úkraínska sóknarmannsins Andriy Shevchenko til AC Milan.

Fótbolti
Fréttamynd

Amauri á leið til Juventus

Ítalskir fjölmiðlar halda því fram að Juventus hafi komist að heiðursmannasamkomulagi um kaup á Amauri, leikmanni Palermo, í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Ballotta er ekki hættur

Markvörðurinn Marco Ballotta hjá Lazio er ekkert á þeim buxunum að hætta knattspyrnuiðkun þó hann sé orðinn 44 ára gamall.

Fótbolti
Fréttamynd

Ef hann fer þá er það til okkar

Silvio Berlusconi, forseti AC Milan, segir að ef Ronaldinho fari frá Barcelona þá verði það til AC Milan. Sá brasilíski er ósáttur í herbúðum Börsunga og allt útlit fyrir að hann yfirgefi liðið í sumar.

Fótbolti