Ítalski boltinn

Fréttamynd

Inter vann Mílanóslaginn

Það var heitt í kolunum í Mílanó í kvöld þegar erkifjendurnir AC Milan og Inter mættust í toppslag í ítölsku deildinni. Inter vann leikinn, 2-0, þó svo liðið hafi misst mann af velli snemma í leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Ciro Ferrara að pakka saman?

Eigendur Juventus virðast vera búnir að gefast upp á þjálfara liðsins, Ciro Ferrara. Ef marka má fregnir ítalska blaðsins, La Stampa, má búast við því að hann taki poka sinn á næstu klukkustundum.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo styður AC Milan í kvöld

Það er risaslagur í ítalska boltanum í kvöld þegar grannarnir í AC Milan og Inter eigast við. AC Milan getur með sigri saxað forskot Inter í þrjú stig og þar að auki á liðið leik til góða.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldinho fær nýjan samning

Forráðamenn AC Milan eru svo hrifnir af frammistöðu Brasilíumannsins Ronaldinho í vetur að félagið ætlar að bjóða honum nýjan langtímasamning.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan og Mourinho fengu ítalska Óskarinn

Svíinn Zlatan Ibrahimovic var valinn besti leikmaður ítölsku deildarinnar leiktíðina 2008-09 en þetta er annað árið í röð sem Zlatan hlýtur þessi verðlaun sem Ítalarnir kalla einfaldlega Óskarinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldinho með þrennu fyrir AC Milan

Brasilíumaðurinn Ronaldinho skoraði þrennu fyrir AC Milan þegar liðið vann 4-0 sigur á Siena í ítölsku deildinni í dag. AC Milan minnkaði forskot nágrannanna í Inter í sex stig með þessum góða sigri en Inter náði aðeins 2-2 jafntefli á móti Bari á laugardaginn.

Fótbolti
Fréttamynd

Baptista í viðræðum við Inter

Brasilíski framherjinn Julio Baptista er í viðræðum við Ítalíumeistara Inter og vonast umboðsmaður hans til þess að leikmaðurinn verði farinn til Inter innan tveggja vikna.

Fótbolti
Fréttamynd

Gianluca Vialli hefur ekki áhuga á að þjálfa Juventus

Gianluca Vialli, fyrrum leikmaður Juventus, hefur gefið það út að hann hafi ekki áhuga á að þjálfa Juventus fari svo sem allt stefnir í að Ciro Ferrara verði rekinn í kjölfar skellsins á móti AC Milan um helgina. Ástæðan er að hann og Ferrara eru miklir félagar.

Fótbolti
Fréttamynd

Sigur hjá Inter í sjö marka leik

Inter vann í kvöld nauman 4-3 sigur á Siena í ítölsku úrvalsdieldinni í knattspyrnu þó svo að liðið hafi verið 3-2 undir þegar skammt var til leiksloka.

Fótbolti
Fréttamynd

Joaquin orðaður við Juventus

Umboðsmaður spænska vængmannsins Joqauin segir að leikmaðurinn sé spenntur fyrir því að færa sig yfir til Juventus á Ítalíu en hann spilar með Valencia sem stendur.

Fótbolti
Fréttamynd

Chivu höfuðkúpubrotnaði

Rúmeninn Cristian Chivu, leikmaður Inter á Ítalíu, höfuðkúpubrotnaði í leik með liðinu í gær og var fluttur á sjúkrahús.

Fótbolti
Fréttamynd

Góð endurkoma hjá Beckham

David Beckham átti góða endurkomu í lið AC Milan sem vann 5-2 sigur á Genoa á heimavelli í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi.

Fótbolti
Fréttamynd

Balotelli tryggði Inter sigur

Inter vann í dag 1-0 sigur á Chievo í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á útivelli. Mario Balotelli skoraði eina mark leiksins á tólftu mínútu.

Fótbolti
Fréttamynd

Dossena á leið til Napoli

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Andrea Dossena verði seldur til Napoli frá Liverpool en ítalskir fjölmiðlar greindu frá því í gær.

Enski boltinn
Fréttamynd

Pandev samdi við Inter

Ítalska úrvalsdeildarfélagið Inter hefur staðfest að Makedóníumaðurinn Goran Pandev hafi skrifað undir fjögurra ára samning við félagið.

Fótbolti
Fréttamynd

Erfiðara að þjálfa á Ítalíu en Englandi

Portúgalinn Jose Mourinho, þjálfari Inter, ræddi á ráðstefnu um daginn um muninn á því að þjálfa á Ítalíu og Englandi. Hann þekkir það vel og hefur unnið meistaratitla í báðum löndum.

Fótbolti
Fréttamynd

Sást til Hiddink á Ítalíu

Orðrómarnir um að Guus Hiddink væri á leið til Juventus fengu byr undir báða vængi í dag er sást til Hiddink á flugvelli ásamt forráðamönnum Juve.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter fær ekki að halda Eto´o

Inter fær ekki að nota Kamerúnann Samuel Eto´o í leiknum gegn Chievo á miðvikudag þar sem knattspyrnusamband Kamerún vill fá leikmanninn um leið og það hefur rétt á honum.

Fótbolti