Ítalski boltinn

Fréttamynd

Milito frá í mánuð

Evrópumeistarar Inter hafa orðið fyrir miklu áfalli því framherjinn Diego Milito verður frá næsta mánuðinn eftir að hann meiddist á læri.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter neitar að gefast upp

Ítalíumeistarar Inter unnu góðan heimasigur, 5-3, á Roma í kvöld. Sigurinn var lífsnauðsynlegur fyrir liðið sem komst upp í þriðja sæti með honum og er fimm stigum á eftir AC Milan. Meistararnir hafa ekki sungið sitt síðasta í baráttunni um titilinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Totti ekki með gegn Inter í kvöld

Það er stórleikur í ítalska boltanum í kvöld er Roma sækir Ítalíumeistara Inter heim en meistararnir hafa verið heitir síðan þeir losnuðu við Benitez.

Fótbolti
Fréttamynd

Matri sá um Cagliari

Tveir leikir fóru fram í ítalska boltanum í dag. Udinese vann fínan heimasigur, 2-0, á Sampdoria og Juventus vann sterkan útisigur á Cagliari, 1-3.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter upp í þriðja sætið eftir 3-0 sigur á Bari

Internazionale frá Milan komst upp í þriðja sæti ítölsku deildarinnar með 3-0 útisigri á Bari í A-deildinni í kvöld. Nýju mennirnir í liðinu skoruðu tvö fyrstu mörkin en öll mörk liðsins komu á síðustu tuttugu mínútum leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Enn tapar Juventus

Juventus tapaði í dag sínum þriðja leik í mánuðinum er liðið tapaði fyrir Udinese á heimavelli í ítölsku úrvalsdeildinni, 2-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Van Bommel fékk rautt í fyrsta leik

Mark van Bommel var ekki lengi að láta til sín taka í ítölsku úrvalsdeildinni en hann fékk að líta rauða spjaldið þegar að AC Milan vann 2-0 sigur á Catania í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Pato tryggði AC Milan sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar

Alexandro Pato skoraði bæði mörk AC Milan í 2-1 sigri liðsins gegn Sampdoria á útivelli í ítölsku bikarkeppninni í fótbolta í kvöld. Pato tryggði Milan sæti í undanúrslitum með tveimur mörkum á fimm mínútna kafla í fyrri hálfleik. Guberti skoraði eina mark Sampdoria á 44. mínútu.

Fótbolti
Fréttamynd

Van Bommel til AC Milan

Hollendingurinn Mark van Bommel hefur gengið til liðs við ítalska úrvalsdeildarfélagið AC Milan en þangað kemur hann á frjálsri sölu frá Bayern München.

Fótbolti
Fréttamynd

Milan styrkir stöðu sína á toppnum

AC Milan er í góðri stöðu á toppi ítölsku A-deildarinnar eftir 2-0 sigur gegn Cesena á heimavelli í kvöld. Maximiliano Pellegrino varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 45. mínútu og undir lok leiks bætti Zlatan Ibrahimovic við marki, sínu 14. í deildinni í vetur.

Fótbolti
Fréttamynd

Milan kaupir Emanuelson

AC Milan hefur gengið frá kaupum á hollenska vængmanninum Urby Emanuelsson frá Ajax. Hann skrifar undir þriggja og hálfs árs samning við ítalska stórveldið eftir að hafa dvalið í sex ár hjá Ajax.

Fótbolti
Fréttamynd

Balotelli: Mourinho þarf að læra kurteisi og mannasiði

Mario Balotelli, framherji Manchester City og fyrrum lærisveinn Jose Mourinho hjá Inter, er einn af fáum leikmönnum portúgalska stjórans sem talar ekki vel um þjálfarann. Það var mjög stormasamt sambandið á milli þeirra Balotelli og Mourinho þessi tvö ár þeirra saman á Ítalíu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Fram búið að lána átján ára strák til Juventus

Hörður Björgvin Magnússon leikmaður meistarflokks Fram í knattspyrnu skrifaði í dag undir lánssamning við ítalska stórliðið Juventus en þessi átján ára strákur verður hjá ítalska liðinu fram í júní. Þetta kemur fram á heimasíðu Fram.

Fótbolti
Fréttamynd

Milan vill kaupa Van Bommel

AC Milan ætlar að styrkja sig i janúar og er þessa dagana að bera víurnar í hinn hollenska miðjumann FC Bayern, Mark van Bommel.

Fótbolti
Fréttamynd

Gremio játar sig sigrað - Ronaldinho fer til Flamengo

Gremio í Brasilíu hefur staðfest að Ronaldinho sé ekki á leið til félagsins. Hann mun í staðinn ganga til liðs við Flamengo á næstu dögum. Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, sagði í gær að Flamengo væri að vinna kapphlaupið um leikmanninn.

Fótbolti
Fréttamynd

Milan gerði jafntefli í átta marka leik - Cambiasso hetja Inter

AC Milan gerði 4-4 jafntefli við Udinese í ótrúlegum leik í ítölsku A-deildinni í dag. Milan lenti 3-1 undir í leiknum en náði að bjarga stigi úr leiknum. Udinese tók forystuna eftir 35 mínútur þegar Antonio Di Natale skoraði af stuttu færi. Rétt fyrir hálfleik jafnaði Milan með marki Alexandre Pato eftir undirbúning hjá Zlatan Ibrahimovic.

Fótbolti
Fréttamynd

Cassano í lélegu formi

Antonio Cassano er byrjaður að spila með AC Milan og lagði upp eina mark leiksins gegn Cagliari. Cassano lék aðeins í 15 mínútur enda er hann ekki búinn að vera duglegur að halda sér í formi.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldinho laus frá Milan

Barátta Blackburn fyrir því að fá Ronaldinho til félagsins er töpuð því hann mun fara til brasilíska liðsins Gremio eftir allt saman.

Fótbolti