Náttúruhamfarir

Fréttamynd

„Hélt við værum örugg undir snjó­flóða­varnar­garðinum“

Íbúi sem þurfti ásamt fjölskyldu sinni að yfirgefa heimili sitt á Siglufirði í gær vegna snjóflóðahættu segist undrandi því snjóflóðagarður sé við húsið. Greinilegt sé að verið sé að endurmeta snjóflóðavarnir á svæðinu. Talið er að altjón hafi orðið á skíðasvæði Siglfirðinga í snjóflóði í gær en lyftan virðist hafa sloppið.

Innlent
Fréttamynd

Fjórða manneskjan fannst látin í Ask

Björgunarfólk í norska bænum Ask hefur nú fundið fjórðu manneskjuna látna á hamfarasvæðinu sem gríðarstórar skriður ollu á aðfaranótt miðvikudags. Um er að ræða þriðju manneskjuna sem finnst látin í dag, en auk þeirra fannst karlmaður á fertugsaldri látinn í rústunum í gær.

Erlent
Fréttamynd

Leitarhundar fundu einn látinn til viðbótar

Leitarhundar hafa fundið lík einnar manneskju til viðbótar eftir leirskriðurnar í Ask í Noregi. Roy Alkvist, sem stjórnar leitinni fyrir hönd lögreglu, segir að svo stöddu ekki hægt að veita upplýsingar um aldur eða kyn hins látna.

Erlent
Fréttamynd

Birta nöfn allra sem saknað er í Ask

Norska lögreglan birti í dag nöfn þeirra sem saknað er eftir að leirskriður féllu á bæinn Ask aðfaranótt miðvikudags. Á meðal þeirra sem saknað er eru tvö börn, tveggja og þrettán ára, auk mæðgina á sextugs- og þrítugsaldri.

Erlent
Fréttamynd

Kærkomin afmælisgjöf að fá að snúa heim

Jóhann Stefánsson, íbúi á Seyðisfirði segir það kærkomna afmælisgjöf að hafa fengið að snúa aftur heim í dag. Jóhann fagnar sextugsafmæli í dag, sama dag og fjörutíu fjölskyldur fengu að snúa aftur heim á Seyðisfjörð eftir að rýmingu var aflétt að hluta.

Innlent
Fréttamynd

40 fjölskyldur fengu að snúa heim í dag

Fjörutíu fjölskyldur fengu að snúa aftur heim á Seyðisfjörð í dag eftir að rýmingum var aflétt að hluta. Einhverjir eru þó enn óöruggir og treysta sér ekki aftur í bæinn.

Innlent
Fréttamynd

Minnst tíu látnir eftir snjóflóð í Alborz-fjöllum

Minnst tíu fjallaklifrarar eru látnir eftir að hafa lent í snjóflóði í Alborz-fjöllum í Íran. Fregnir herma að minnst sjö til viðbótar sé enn saknað eftir að snjóflóð féllu í kjölfar snjóstorms í Albroz-fjöllum norður af Tehran, höfuðborg Írans.

Erlent
Fréttamynd

Þúsundir ljós­mynda sem týndust í aur­skriðunum fundust ó­skemmdar

Þúsundir ljósmynda í eigu Tækniminjasafns Austurlands sem týndust í aurskriðunum á Seyðisfirði í síðustu viku fundust óskemmdar á Þorláksmessu. Hlé hefur verið gert á hreinsunarstarfi í bænum en því verður framhaldið eftir helgi. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að ástandið sé viðkvæmt en að vel sé fylgst með.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri Seyðfirðingar fá að snúa heim

Rýming í hluta Seyðisfjarðar hefur verið endurskoðuð og er fleiri íbúum nú heimilt að snúa aftur í bæinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Snævi þakinn Seyðis­fjörður tók á móti ráð­herrum

Seyðisfjörður var snævi þakinn í dag þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar heimsóttu bæinn, til þess að sjá afleiðingar skriðanna sem féllu á bæinn fyrir helgi. Miklar skemmdir hafa orðið á bænum og aðeins hluti íbúa hefur fengið að snúa aftur.

Innlent
Fréttamynd

Sér­fræðingar vanmátu að­stæður á Seyðis­firði

Harpa Grímsdóttir, hópstjóri ofanflóðavöktunar Veðurstofu Íslands, segir sérfræðinga stofnunarinnar hafa vanmetið aðstæður utan Búðarár á Seyðisfirði, þar sem stærsta skriða sem fallið hefur á þéttbýli á Íslandi féll síðdegis á föstudag.

Innlent
Fréttamynd

Hættu­stig enn í gildi á Seyðis­firði

Hættustig almannavarna er áfram í gildi á Seyðisfirði og rýmingar að hluta til í gildi í bænum vegna skriðuhættu. Þá er óvissustig almannavarna í gildi á Austurlandi vegna skriðuhættu.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er allt annar bær en fyrir nokkrum dögum síðan“

Kristinn Már Jóhannesson slökkviliðsmaður var að ganga frá búnaði eftir að hafa dælt upp úr kjallara þegar stóra aurskriðan féll á Seyðisfjörð síðdegis á föstudaginn. Hann segir að eftir að drunur fóru að heyrast í bænum hafi hlutirnir gerst hratt og að það sé undarleg tilfinning að snúa aftur í bæinn.

Innlent
Fréttamynd

Fjórtán hús hrunin eða horfin á Seyðisfirði

Þrettán hús við Hafnargötu á Seyðisfirði og eitt við Austurveg eru hrunin eða alveg horfin eftir skriðurnar þar. Sérfræðingar segja tjónið vera gríðarlegt og það muni taka mörg ár að meta það. Starfshópur á vegum stjórnvalda hefur verið skipaður til að reyna að ná utan um hversu mikið heildartjónið er.

Innlent
Fréttamynd

Synti út úr skriðunni eftir að hafa bjargað manni úr björgunar­sveitar­bíl

„Ég sé skriðuna fara af stað. Hún byrjar að renna niður. Ég horfi niður og þar sé ég björgunarsveitarbíl sem var við lokunarpóst, sem ég veit að mun lenda í skriðunni. Eftir það sé ég bara björgunarsveitarbílinn. Þó svo að hús hafi farið fram hjá á sama tíma þá sá ég aldrei húsið, ég sá bara björgunarsveitarbílinn því ég vissi að hann væri mannaður.“

Innlent